Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 12
12
Húnvetnskur bændahöfðingi sjötugur:
Guðjén Hallgrímsson, Marðarnúpi
Eftir því sem árum fjölgar
og aldurinn hækkar, verSa
tugafmæli merkari viöburðir
í lífi manna. Þá er oft vel
þess vert, að staldra við, líta
yfir farinn veg og rifja upp
gömul kynni.
í dag er einn af merkis-
mönnum í hópi húnvetnskra
bænda sjötugur. Það er Guð-
jón Hallgrímsson, bóndi á
Marðamúpi í Vatnsdal. Þótt
hann í dag treysti sér ekki til,
heimilsástæðna vegna, að
taka á móti fjölmenni er ég
þess fullviss að heim að
Marðarnúpi berast margar
hlýjar kveðjur í tilefni dags
ins, því margs er aö minnast
gréti frá Holti á Ásum systur,
Guðm. Magnússonar læknis
og próf. Bróðir hennar var
Björn faðir Magnúsar fræða-
þuls á Syðra-Hóli. Hallgrím
ur Hallgrímsson faðir Guð-
jóns kvæntist Sigurlaugu,
dóttur Guðlaugs og Ragnheið
ar ljósmóður á Sölvabakka. |
Magnús á HóH kallar það
Guðlaugsætt, og telur hana
góða.
Guðjón fluttist meö for-
eldrum sínum frá Snærings
stööum í Svínadal, að Hvammi
í Vatnsdal árið 1903, er þau
keyptu þá jörð og bjuggu þar 1
síðan. Hautsið 1906 fór Guð-:
jón í Hólaskóla, en að námi
sinn, og er hann nú í þriðja
bekk Menntaskólans á Akur
eyri.
Guðjón býr yfir mjög sér-
kennilegum persónuleika,
hann er einn af þessum
sterku stofnum, sem aldrei
bogna, en brotna vissulega um
síðir. Þaö er náttúrulögmál.
Honum hefur alla tíð verið
óeiginlegt að fara troðnar
slóðir, heldur fer hann
miklu fremur sínar eigin leið
ir, ef svo mætti segja. Fyrir
þennan eiginleika sinn, sem
ég tel einn af harrs kostum,
hefur hann stundum fallið
í ónáð hjá sínum samtíðar-
eftir langa samleið og margt
að þakka.
Guðjón er fæddur 17. nóv.
1890, sonur hjónanna Hall-
gríms HaPgrímssonar og Sig
urlaugar Guðlaugsdóttur, sem
lengst af bjuggu á Hvammi
i Vatnsdal. |
Um ætt Guðjóns mætti
mara-t segja, þó fátt eitt verði
hér tínt t?l. Því að honum
standa ættarstólpar á báða
vegu, sem hann hefúr og
sýnt i verkum bæði og við-
kynningu að hann muni vera
af góöum jarðveg sprottinn.
HaPgrímur, afi Guðjóns var
einn af hinum þekktu Svein
staðasystkinum. Hin voru
Árni á Flögu og Jón fluttist
suður og var smiður góður.
Afkomandi hans er Elías Mar
skáld. Svsturnar voru Guðrún
á Orrastöðum móðir Erlendar
á Beinakeldu og Biörns í
Grímstungu. Steinunn bió á
Mörk í Laxárdal, fór til Am-
eriku og Gróa er giftist séra
Bjarna á Brjánslæk. Þeirra
dóttir var Gróa á Brúsastöð
um móðir Marerétar konu
Kristiáns Sigurðssonar kenn
ara. Þetta voru allt stórvel
gefin svstkin oa út af beim
Guðrúnu og Hallgrími eru nú
fleiri búendur hér í svslu. en
nokkurri ætt annarri.
Hallgrímnr kvæntist Mar-
loknu vann hann heima á
búi foreldra sinna þar til
hann kvæntist 19 júní 1916
Rósu ívarsdótltur, hinni á-
gætustu konu og hófu þau
búskap á y4 af Hvammi ári
síðar, en eignuðust fljótlega
hálfa jörðina. Heldur mun
Guðjóni hafa þótt þröngt um
sig til athafna á hálflend-
unni í Hvammi og þegar Jón-
as Bergmann hættir búskap
á Marðarnúpi 1930, kaupir
hann þá jörð og flytur þa.ig
að með fólk sitt og fénað ári
síðar. Nú verða þáttaskil í
ævi Guðjóns, þarna gat stór-
hugur hans notið sín, enda
hefur hver stórframkvæmdin
rekið aðra.
Túnið, sem gaf af sér 200
hesta fyrsta árið gefur nú
1400 hesta árlega. Öll hús hafa
verið byggð upp að nýju, og
áin, sem rann við túngarðinn
virkjuð, og gefur nú heimil-
inu ljós og yl ásamt mörgum
öðrum þægindum, og telur
Guðjón rafvæðinguna eitt sitt
mesta happaverk.
Þau Guðjón og Rósa hafa
eignast 7 börn 4 syni og 3
dætur, allt mesta efnisfólk.
En urðu fyrir því áfaili, að
missa einn soninn uppkom
inn fyrir fáum árum, eóðan
dreng og vel gefinn. Auk þess
hafa þau alið upp dóttnrson
mönnum en með persónu-
leika sínum og dugnaði hefur
hann þó alltaf haldið tiltrú
og trausti. Hann hefur gegnt
fjölmörgum trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína og hérað.
Þannig hefur hann um langt
skeið átt sæti i stjórn S.A.H.
og um nokkur undanfarin ár
verið annar fulltrúi okkar
Húnvetninga á aðalfundi
Stéttarsambands bænda. Öll
þessi störf hefur Guðjón rækt
af skyldurækni og dugnaði,
og kemur alls staðar fram
hjá honum trúin á mátt ísl.
gróðurmoldarinnar og metn
aðurinn fyrir hönd bænda-
stéttarinnar.
Guðjón er einn af aldamóta
mönnunum, sem vígðust í
eldmóði sjálfstæðisbaráttunn
ar og hefur tekið mikinn þátt
i uppbyggingu síðustu ára-
tuga, og þótt hann nú standi
á sjötugu, er allur hugur
hans bundinn við framtíðina
en ekki við fortíðina, eins
og sumra eldri manna, og
sést það meðal annars á þvi,
að fyrir allmörgum árum lét
Guðjón gera málverk af
Marðarnúpi ekki eins og jörð
in leit þá út, heldur eins og
hann ætlaði að gera hana.
Málverkið lét hann innramma
og hengja upp i stofu, var
ekki laust við að sumir sam-
T f MIN N, fimmtudaginn 17. nóvember 1960.
tíðarmenn hans hentu gam
an af þessu.
Nú er Guðjón búinn að
reisa öll þau mannvirki, sem
málverkið sýnir, og farinn að
hafa orð á að láta gera ann j
að málverk, eins og hann vill
að Marðarnúpur líti út að 20
árum liðnum. Ef til vill læt-
ur hann gera þessa mynd, og
ef til vill endist honum aldur
og þrek til að útfylla hana
líka, slíkt er óráðin gáta.
Fáir komast í gegnum mann
lífið í sjötíu ár, án þess að
hljóta einhverjar skurfur.
Svo er heldur ekki með Guð-
jón á Marðarnúpi. Hann hef
ur ekki ætíð gengið heill til
skógar og Rósa kona hans átt
við langa vanheilsu að búa.
En Guðjón horfir ætíð í sól-
arátt, hann fékk í vöggugjöf
lífsgleði og starfsþrá. Hver
getur óskað sér annars betra.
Þó að syrti í álinn um stund
arsakir, lætur hann ekki bug
ast, heldur bíður þess að aft"
ur birti.
Leiðir okkar Guðjóns hafa
oft legið saman, og ætíð mér
til ánægju. Hann er orðhepp
inn og hnyttinn í tilsvörum
og gaman að ræöa við hann
um menn og máiefni.
Eg vil á þessum merku tíma
mótum í ævi Guðjóns votta
honum þakklæti mitt fyrir
samstarfið á undanförnum.
árum og óska honum og heim-
ili hans alls hins bezta.
Lárus Sigurðsson.
Aðalsafnaðarfundur
Hallgrímspresfakalls
verður í kirkju safnaðarins, sunnudaginn 20. nóv. 1960
kl. 17.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin
Það er Even-FIo hárliíJunarvökvinn,
sem veitir yíJur fullkomfö permanent
— og greitSslu aíJ eigin vali —
Ekkert auðveldara
Gentle fyrir auðliðað hár.
Supej fyrir erf:tt hár.
Reguiar fyrír venjulegt hár.
Toni leysir vandann
Toni—plastspólur hxfa bezt harinu