Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 1
Starfsfólkið svipt kauphækkuninni Hafííi fengiS 10% kauphækkun en ráSherra tók hana aftur. Starfsfólk heidur þó aS öllum líkindum 4% kauphækkun, sem þaS hafSi fengiÖ áSur Kaup starfsfólks í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg' var hækkað um 10% í byrjun mánaðarins, og kom það til af óánægju prentaranna vegna þess, að laun þeirra umfram taxta var Iægri en í öðrum prentsmiðjum. Þar kom, að setjarar kröfðust kauphækkun ar, og fengu þeir þá tilboð frá framkvæmdastj. prentsmiðj- unnar um hækkaðan kvöld- vinnutaxta. Það boð þótti þó ekki full- nægjandi, og sögðu tveir vél- setjarar upp starfi. Síðan bar fátt til tíðinda, þar til borgað var út síðast, en þá kom í Ijós, að kaup alls starfsfólks hafði verið hækkað um 10%. Fyrir voru greidd 4% yfir taxta. — Hafði starfsfólkið því fengið 14% launahækkun miðað við gildandi kjarasamninga. En ríkisstjórninni hefur ekki líkað slíkt bruðl með ríkisféð, því í gærkvöldi barst blaðinu eftirfarandi fréttatilkynning frá Dóms- og kirkjumálaráðu neytinu: „Vegna blaðafregna um 10% kauphækkun í ríkisprentsmiðj unni Gutenberg þykir rétt að skýra frá því, að hinn 15. þ.m. var forstjóra prentsmiðjunnar tilkynnt, að ríkisstjórnin gæti ekki fallizt á umrædda kaup- (Framhald á 2. síðu). Nóvembermynd Elns og allir vita, hefur verið með afbrigðum stillt og gott veður j undanfarið. Ljósmyndari blaðsins j gat ekki á sér setið, er hann fór ; snemma á fætur einn morguninn, ’ að festa þessa veðurbliðu á filmu. í baksýn er Esjan móðu hulin, og svo mun hún hafa verið undan farna morgna, að þokuhjúpurinn vefst um hana fram yfir hádegi, en hverfur sfðan. — (Ljósmynd: Tíminn, KM) i Síldaraflinn aö glæðast? En síídin er léleg og smá í gær leit út fyrir, að síld- araflinn væri verulega að glæðast ryrir Suðvesturlandi. Veður var ágætt Á land í Grindavík höfðu borizt rúml. 2000 tunnur um sexleytið í gær, en löndun var í fuílum gangi á Akranesi fram eftir kvöldi, og var ekki vitað um (Framhald á 2. síðu) * > Fundi L. I. U. frestað til 12. des. vegna þess að ósamið er um rekst- ursgrundvöll fyrir 1961 Ríkisstjórnin var þvinguÖ til aS lofa aí ríkií borga'ði vátryggingargjöld útgerÖarinnar fyrir árií 1960 og a<S afborganir af stofnlánum y'ðu ekki innheimtar á þessu ári Að lokinni sjórnarkosningu á aðalfundi Landssambands isl. útvegsmanna í fyrrakvöld var ákveðið að fresta fundin- um til 12. des. vegna þess að enn er ósamið um reksturs- grundvöllinn fyrir árið 1961. Þennan frest hyggjast útvegs- menn nota sér tií að knýja ríkisstjórnina til að afnema vaxtaokrið, sem verst hefur leikið útgerðina. Úvegsmenn hafa þega*- þvingað ríkisstjórn ina til að lofa að ríkissjóður borgaði vátryggingariðgjöld útgerðarinnar fyrir árið 1960 og að afborganir af stofnlán- um sjávarútvegsins yrðu ekki innheimtar á þessu ári Ríkis- stjórnin mun hafa haldið tvo eða þrjá ráðuneytisfundi vegna þsssara mála í fyrra- dag. Störfum r aðalfundi Landssam- fcands íslenzkra útvegsmanna var haldið áfram í Tjarnarcafé í fyrra- dag. Fyrir lá álit afurðasölunefnd- av og var það síðan samþykkt á kvöldfundi með nokkrum breyt- ingum. í nefndarálitinu var talið að ekki hefði verið nægilegt tillit tekið til þarfa útgerðarinnar í ,,viðreisnar“-lögunum svonefndu á siðasta vetri, komið á vaxtaokri og útgerðin væri nú komin í greiðsluþrot. í sambandi við álit aíurðasölunefndar var lesið bréf f:á sjávarútvegsmálaráðherra um það, að heitið væri að 2%% út- fiutningsskatturinn yrði notaður til greiðslu vátryggingar-iðgjalda batanna fyrir árið 1960. í ræðu smni fyrr á fundinum gat sjávar- útvegsmálaráðherra þess, að senni lega myndi skatturinn ekki nema uudir 40 millj. króna. Einnig var munnlega skýrt fr því, að sjávar- útvegsmálaráðherra hefði heitið að beita séx íyrir, að stofnlán úr Fiskveiðasjóði og Stofnlánadeild yrðu framlengd um eitt ár. Þá upp lýstist, að unnið yrði að því af hálfu sjávarútvegsmálaráðherra að koma í veg fyrir uppboðs-beiðn- ir á bátunum vegna vangreiddra vátryggingar-iðgjalda hjá Samá- byrgð íslands og öðrum trygg- i.xgarfélögum. Lúðvík Jósepsson tók til máls um álit afurðasöluneíndar og sagð isx aldrei liafa búizt við að eftir- stöðvar í útflutningssjóði nægðu til að greiða a ðfullu vátrygging- ar-iðgjöld bátanna heldur aðeins gengju upp í greiðslu iðgjaldanna, fram á meira hefði ekki verið farið. Eftir því sem í bréfi sjáv- arútvegsmálaráðherra stæði, mætti reikna með að eftirstöðvarnar nægðu til fullrar greiðslu og væri það vissulega gleðilegt, ef satt reyndist. Hann taldi að samkvæmt nefndarálitinu virtist vanta 40— 50 aur averðhækkun á hvert fisk- ldló og fengist það ekki sem farið væri fram á þar, mætti búast við stöðvun bátaflotans. Miklar umræður urðu á fund- inum, m.a. vegna tillögu frá Vest- mannaeyingum, þar- sem kom skýrt fram, að útgerðarmenn hyggðust ekki láta báta sína hefja róðra fyrr en tryggður væri rekstr argrundvöllur. Höfðu togaraeigend (Framhald á 2. síðu). Á að minnka landhelgina? Allar þjóðir hafa viðurkennt útfærsluna í 12 milur í verki nema Bretar. Friðunin er yfir 90% Bretar geta ekki haldið áfram að fiska undir herskipavernd. fslend- ingar hafa sigrað — ef þeirra eigir* menn svíkjast ekki aftan að þjóðinni í þessu máli og hleypa togaraflota Breta inn í landhelgina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.