Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 6
T f MIN N, laugardaginn 19. nóvember 1960.
6
MINNING:
Torfi Einarsson
frá Varmaiilíð
Vinur minn, Torfi Einarsson
frá Varmahlíð, andaðist að Sól-
vangi í Hafnarfirði 30. október
síðastliðinn. Kveðjuathöfn fór
fram í Fossvogskapellu, en útför
hans var gerð X Vestmannaeyjum,
þar sem hann hafði átt heimili á
fjórða tug ára og afrekað mestu
lífsstarfi sínu.
Yztu dr'ættir ævisögu Torfa Ein-
arssonar eru fljótsagðir, en svo er
og háttað um allan þorra manna,
sem á öndverðri þessari öld hafa
byggt upp heimili, fjölskyldur og
atvinnuvegi landsins. Torfi er
fæddur í Varmahlíð undir Eyja-
fjöllum 17. janúar 1889, sonur
Einars bónda þar, Tómassonar og
konu hans Þóru Torfadóttur prent-
ara í Reykjavík. Torfi missti föður
sinn þegar hann var á fyrsta ald-
ursári. En móðir hans Þóra giftist
aftur og þá mági sínum, Sigurði
Tómassyni. Ólst Torfi upp hjá
móður sinni og föðurbróður til
þrítugsaldurs. Tók hann snemma
að stunda sjóróðra en vann heim-
ilinu og hvers konar önnur störf
þess á milli.
Árið 1920 fluttist Torfi til Vest
mannaeyja. Festi hann um þær
mundir ráð sitt og kvæntist
Katrínu Ólafsdóttur frá Lækjar-
bakka í Mýrdal. Stofnuðu þau hjón
heimili sitt í Eyjum, en Torfi tók
að stunda sjómennsku og for-
mennsku á bátum annarra manna
og er stundir Iiðu á eigin báti. Auk
þess kom hann sér upp litlu búi
og hafði. ærinn starfa við sjó og
landbúskap. Þau hjónin eignuðust
fjögur börn og em þau öll á lífi:
Ása, gift Árna Guðmundssyni úr
Eyjum, starfskona hjá Sambandi
íslenzkra berklasjúklinga, Einar,
nú tollvörður í Reykjavík, áður
skipstjóri, ókvæntur, Björgvin,
bókari hjá olíufélaginu Skeljungi,
kvæntur Dagbjörtu Guðbrands-
dóttur og Þórarinn skipstjóri í
Vestmannaeyjum, kvæntur Sigur-
laugu Ólafsdóttur.
Torfi missti konu sína eftir 10
ára hjúskap. Hún andaðist á Vífils-
stöðum árið 1930. Stóð hann þá
einn eftir með fjögur börn; hið
elzta, Ása, 12 ára gamla. Ekki
kvæntist Torfi aftur, en valdi þann
kostinn, auk þess að vera fyrir-
vinna heimilisins, að taka að sér
móðurhiutverkið. Vann hann þá
jöfnum höndum utan húss og inn-
an nema á vertíðum. Þá hafði
hann framan af jafnan ráðskonu, til
þess að gæta bús og barna. Hann
græddi út tún sitt og sótti fast
sjóinn og kom bömum sínum öll-
um upp til þroska og manndóms,
Af þessu verður séð, að Torfi af-
rekaði miklu örðugra ævistarfi en
almennt gerist. Hann lenti í lífs-
háska oftar en einu sinni og slapp
naumlega, en lét ekki á sig fá.
Raunum sínum tók hann með hug-
prýði og karlmennsku, var óund-
anlátssamur við sjálfan sig, böm-
um sínum bæði faðir og móðir,
djarfhuga í átökum örðugrar lífs-
baráttu, glaðsinna, góðviljaður og
vinsæll.
Kynni okkar Torfa Einarssonar
tókust, er hann. 67 ára gamall flutt
ist hingað til Reykjavíkur og tók
að sér húsvörzlu í fjölbýlishúsinu,
þar sem ég bý, Eskihlíð 8. Eftir
það var hann á vegum barna sinna
þeirra, sem búsett eru hér í Reykja
vík, en vann fyrir sér til æviloka.
Mér varð fljótt kynlega hlýtt í þeli
til þessa manns og svo mun flest-
um hafa orðið, sem kynntust hon
um að nokkru ráði. Návist hans
var sérlega geðfelld. Fjölbreytileg
lífsreynsla hafði gert hann bæði
mildan og vitran. Hann var glað-
sinna og góðviljaður, óhlutdeilinn
og ódómgjarn, en ákveðinn um
skoðanir og þá lærdóma, sem hann
hafði dregið af langri reynslu. Það
var ánægjulegt að heyra hann taka
lagið niðri í kjallara hússins á síð
kvöldum, þar sem hann var að
ganga frá verkum sínum undir
nóttina. Og það var hressing að
hitta hann snemma á morgnana
og njóta gamansemi hans og ein
lægrar brosmildi. Hann var verk
fús og skyldurækinn og umhugað
um að geta orðið að liði og halda
hlutgengni sinni í staifi lífsins,
meðan dagur entst.
Þó kom manngerð Torfa glögg-
legast í ljós við aðför dauðans eft-
ir að honum varð ljóst, að hann
hlaut að lúta því valdi, sem skapár
og skiptir ákvörðunum um líf og
dauða á þessari jörð. Hann var
óundanlátssamur sem áður; gekk
að starfi sínu meðan þess var nokk
ur kostur að fylgja fötum. Ég sá
hann sópa hússtéttina einum eða
tveimur dögum áður en hann lagð-
ist banaleguna fjórum til fimm
mánuðum fyrir andlátið. Dauða-
stríðinu tók hann með sömu rósemi
og karlmennsku og hann hafði
tekið örðugleikum lífsins, átti enn
brosi að miðla, meðan orka og
meðvitund leyfði og fór af þessu
lífi sáttur við Guð og menn. Fyrir
því mun honum vel farnast.
Mér varð ávinningur að kynnum
okkar Torfa og þau verða mér
minnisstæð. Ég kvaddi hann með
eftirsjá. Hann á vinarþel mitt og
fyrirbænir. Megi Guð og góðir
menn umvefja hann kær'leika.
Jónas Þorbergsson.
Staða Bandaríkjanna..
Framhald af 5. síðu.
talsins og mestöll «.fríka var
enn á nýlendustiginu. í dag eru
þau yfir 30 talsins innan Sam-
einuðu þjóðanna, og fyrirsjáan
legt er að nýlenduskipulagið er'
hvarvetna að líða undir lok. Að
Viet Nam undanskildu á komm
únisminn næstum engan þátt í
þessari þróun, en engu að síður
hafa Sovétríkin verið fljót til
að færa sér hana í nyt með því
að eigna sér baráttu fyrir sjálf-
stæði og samstöðu Afr'íku- og
Asíuríkja og með aðstoð til van
þróaðra ríkja.
Sovétríkin hafa komið fram
sem baráttuþjóð fyrir frelsi og
jafnrétti allra þjóða gagnvart
hinum nýju ríkjum, sem enn
muna nýlendukúgun vesturveld
anna, en þekkja ekki kúgun
Austur-Evrópu nema af afspurn.
Þjóðum, sem ekki geta náð
efnahagslegu sjálfstæði á grund
velli hins frjálsa framtaks í
vestrænum stíl, benda þau á
sína eigin aðferð, ríkisrekna
iðnvæðingu. Þau telja sig berj-
ast fyrir jafnrétti allra kyn-
þátta, og sú kenning gengur vel
í þjóðir, sem búið hafa við kyn-
þáttamisrétti af hálfu vestur-
velda.
í BARÁTTUNNI um áhrif
með hinum nýju, hlutlausu ríkj
um, sem flest eru vanþróuð
efnahagslega hafa Sovétríkin
þannig skapað sér nýja víg-
stöðu gegn vesturveldunum.
Og á þessum vettvangi hefur
stefna þeirra reynzt þjál og
sveigjanleg, en hefðbundin varn
araðferð vesturveldanna, stofn-
un gagnkvæmra varjiarbanda-
laga, hefur reynzt. ófullnægjandi
og jafnvel beinlínis skaðleg á
stundum. Þannig er stöðu
Bandaríkjanna sem leiðandi
heimsveidis alvarléga ó.gnað
átta árum eftir vaidatöku Eis-
• enhowers forseta. Þessú veldur
ekki aðeins aukinn hernaðar-
máttur Sovétríkjanna, heldur
einnig þróttmikil stefna þeirra
í baráttunni um fjárhagsleg og
pólitfsk áhrif á alþjóðavett-
vangi.
Hlutverk arftaka Eisenhow-
ers f forsetaembætti hlýtur að
verða að beita sér fyrir nýrri
og þjálli stefnu frjálsra þjóða,
þar sem tillit er tekið til hinna
sérstöku vandamála, sem hin
nýju rfki eiga við að etja. Að-
eins þannig er unnt að stemma
stigu við hinni vaxandi hættu
á heimsyfirráðum SovéMkj-
anna án þess að til styrjaldar
komi. Ef Bandaríkin geta þann
ig tryggt að ólik ríki heims geti
brðazt fram á við eftir ólfkum
leiðum að börfum og vilja hvers
og eins. þá er hlutver'k þeirra
mikið á þessari öld.
Mótmæla samningamakkinu
Fundur haldinn í verkalýðs
félagi Dalvíkur síðastl. föstu
dag samþykkti með öllum
greiddum atkvæðum svohljóð
andi tillögu: „Fundur hald-
inn í verkalýðsfélagi Dalvík-
ur 7. okt. 1960 skorar á ríkis
stjórn íslands að skerða í
engu núgildandi fiskveiðiland
helgi fyrir Norðurlandi og
minnir á fyrri samþykktir
sínar um algert friðunar-
svæði innan línu frá Rauðu-
núpum í Hornbjarg. Fundur
inn heitir því á alla lands-
menn að standa trúan vörð
í landhelgismálinu þar til
fullur sigur er unninn.“
Á þessum sama fundi voru
kjömir fultrúar á næsta Al-
þýð usambandsþing.
V.S. og F.B.
„Fundur haldinn í verka-
lýðs- og sjómannafélagi Ól-
afsfjarðar föstudaginn 30.
•sept. 1960, mótmælir harð-
lega þeirri ákvörðun ríkis-
stjómar ísíandis, að taka
upp viðræður við Breta um
landhelgismálið og skorar ein
dregið á Alþingi og rikisstj.
að víkja hvergi frá 12 mílna
fiskveiðilögsögu landsins1.
_ Tillögumenn: Stefán (
Ólafsson, Bragi Halldórsso:
Sveinn Jóhannesson. Tillaga
samþykkt samhljóða.
Hannes V. Jóhannsson,
Stórubrekku
Þeim fækkar óðum, sem fremst- ,
ir stóðu, S
og fögnuðu vori í grænni hlið, :
stríðustu straumvötnin óðu
og storkuðu regni og hríð,
lyftu þegjandi þyngstu tökum
þorðu að berjast við lífskjör hörð.
Þeir hnigu bognir í bökum
að brjósti þér ættarjörð.
D. St.
Er ég heyrði tilkynnt í útvarp
inu, að Hannes í Brekku — en
svo var hann jafnan nefndur —
væri látin, komu mér miningar
í huga, um góðan dreng og mik
ilhæfan.
Hannes Valdemar Jóhannsson
var fæddur að Hofi í Hörgár-
dal 25. ágúst 1887, og dó í sjúkra
húsi Akureyrar 22. okt. 1960.
Foreldrar hans voru hjónin
Jóhann Kr Sigurðsson og Guð
laug Ástríður Jóhannesdóttir
Jóhann var Eyfirðingur að ætt,
f. að Holtsseli í Grundarsókn
25. febrúar 1853 og d. að Stóru
brekku í Hörgárdal 19. febrúar
1925. Sigurðssonar búnda, Þorkels
sonar, ein móðir Jóhanns, kona
Sigurðar, var Ragnheiður Þor
steinsdóttir bónda og hreppstj.
að Stokkahlöðum, Gíslasonar,
voru þær alsystur Ragnheiður
og Dómhildur kona Ólafs Briem
timburmeistara og bónda að
Grund í Eyjafirði.
Guðlaug Ástríður, kona Jó
hanns, móðir Hannesar, var f.
að Hvanneyrarkoti í Siglufirði
11. sept. 1858 og d. að Stórubr.
7. sept. 1927, Jóhannes var f.
að Torfum í Eyjafirði 4. okt.
1815, Guðmundssonar bónda
Magnússonar. Móðir Guðlaugar
og kona Jóhannesar var Sigríður
f. að Bræðraá í Fellshr. Skaga
firði 19. nóv. 1833, d. að Stóru
brekku, 18 maí 1893, Benedikts
dóttir, Benediktssonar, og konu
hans Guðlaugar Pétursdóttur.
Þau Jóhann og Guðlaug byrj
uðu búskap að Hofi, en þau giftu
sig 25. september 1886. Vorið
1893 fluttu þau að Stórubrekku,
og þar bjuggu þau til æviloka
við góðan orðstír. Þrjú voru
börn þeirra hjóna. Hannes var
elstur, þá var Ragnar Sigurður,
f. 30. apríl 1890, mesti dugnaðar
maður og ágætur diengur, hann
druknaði af fiskiskipi 20 ágúst
1931, ókvæntur og barnlaus, og
Sigríður Salome, einnig ógift,
srm nú er ein á lífi þeirra syst-
kna. i
Hannes kvæntist ekki, og lét
ekki eftir sig börn, en börn ól
ust upp á heimili hans bæði fyrr
og síðar. Hann vann að búi for
eldra sinna meðan þeirra naut
ásamt systkinum sínum. Eftir
lát foreldranna tóku þau við
búi, og var Hannes fyrir því á
samt systur sinni, eignuðust þau
ábýlisjörð sína — Stórubrekku
— byggðu þar upp hús og hófu
mikla ræktun.
Hannes var mjög athafnasam
ur maður, vinnan var honum
lífið sjálft. Aldrei var hann eft
irgangssamur við aðra, og ætl
aði ávallt sjálfum sér mesta erf
iðið. Hann var mjög hjálpfús,
var honum mikil ánægja að
hjálpa náunganum þar sem með
þurfti, án þess að ætlast til
launa fyrir.
Hannes hafði viðkvæma lund
og var mjög sáttfús, og veit ég
es menntunar, umfram bgkéjg
því að hann hefur skilið við
þessa veröld sáttur við guð og
menn. Eigi naut Hannes mennt
unar, umfram það er þá var
títt, en hann var vel greindur,
las mikið, var því fróður, og
kunni vel að segja frá, svo að
eftir var tekið. Hann fylgdist
vel með því, sem gerðist á sviði
almennra mála og athafna, var
frjálslyndur í skoðunum og á
kveðinn samvinnumaður.
Nú er sumarið liðið, eitt hið
blíðasta og bezta er nokkur man,
og haustið hefur sétt svip sinn
á náttúruna. Og sem hið góða
sumar hefur kvatt, svo vil ég og
kveðja góðan dreng, sem Hannes
í Brekku var, og sendi systur
hans og öðru vandafólki mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
J. E.
ÞSKJARN
Höfum fyrirliggÍandi þakiárn í
6—7—8—9—10 feta lengdum.
Hagstætt verft.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
Byggingavörusasan viö Grandaveg
Símar: 17080 og 22648
V*V*V*V*-\..X*X*V*V*V*N.*V*V'V*V*V*‘V*V*V*V*V*‘\,*'V*V*V*V*V*V»X
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakki1- tii allra er minntust mín á emn
eða annan hátt á fimmtíu ára afmæli mínu 9.
nóv. 1960.
Þórarinn Guðjcnsson,
Tjaldhólum, Hvolhreppi.