Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 8
8 Tf MÍNN, BÆKUR OG HÖFUNDAR Oríií er írjálst Valdimar Jóhannsson, for- stjóri Bókaútgáfurvnar Iðunn, ræddi við fréttamenn . gær og skýrði þeim frá útgáfubókum sínum í haust. Mun forlagið senda frá sér eina. tíu bækur á þessu ári, og eru sumar komnar út en aðrar væntan- legar næstu daga. í fyrradag kom út nýtt bindi og hið þriðja af ritsafni Jóns Helga- sonar, ritstjóra, fslenzkt mannlíf,, en það safn hefur að geyma ýmsa frásagnarþætti frá iíðnum tíma. Hafa bækur þessar og þættir í biöðum og tímaritum notið ó- skiptra vinsælda og hlutið hina beztu dóma. í þessu þriðja bindi ísienzks mannlífs eru ellefu þættir víðs vegar að af landinu. Fyrsti þáttur bókarinnar fjallar uro kvonbænaraunir Bjama Thor- ^arensen amtmanns. áíðasti þáttur- Ölið er aftur komið JÓN HELGASON Nftt bindi af islenzku mannlífi Jóns Helgas. Nokkrar nýjar bækur frá ISunni inn nefnist Örlagasaga úr Önund- arfirði og segir frá Friðrik Svend- sen kaupmanni, hinum merkasta og ágætasta manni. Að auki er í bókinni sakamálaþátturmn Hellu- dals-Gudda, þættir ar Svani skáldi og Guðlausa-Brandi, gamansamur þattur, er nefnist Guðrúnarraunir Þórhalls prests, þættir af Gunnu fótalausu og Sæunni, sem bjó sér til sitt eigið tungumál og gat ekki mælt orð í íslenzku, þótt hún væri borin og barnfædd á Vatnsnesi; ern fremur þættirnir Giftingar- saga Lilju Lalílu, Draumur á Hof- GESTUR ÞORGRÍMSSON mannaflöt og Leiðið á Hánefsstaða- eyrum. Halldór Pétursson hefur teiknað al.'margar myndir í bókina, auk kápumyndar af Friðrik Svendsen. — IÐUNN gefur bókina út. Maður lifandi Þá er einnig komin út töluvert sérstæð bók eftir Gest Þorgríms- son og nefnist Maður lifandi, myndskreytt af Sigrúnu Guðjóns- dóttur konu hans. Hefur áður verið greint nokkuð frá þeirri bók hér í blaðinu. Gestur Þorgrímsson hefur lagt gjörva hönd á margz Um margra ára skeið hefur hann skemmt landslýðnum með eftirhermum, leik og söng og er mjög vinsæll í því hlutverki. Ungur hóf hann að leggja fyrir sig höggmynda- smíði og síðar mótun leirmuna. f tvo vetur annaðist nann vinsælan ú-varpsþátt, og fleira mætti telja. Ea fyrir utan þetta all er hann kennari við Kennaraskóla íslands og starfsmaður við Fræðslumynda saín ríkisins. Og nú hefur Gestur brugðið á þann leik að skrifa bók. Efni þeirrar bókar verður ekki rakið hér, en líkur eru til, að lesand- anum muni æði oft finnast sem hann sjái glettið og spotzkt andlit höfundarins að baki blaðsíðnanna í bókinni, meðan á lestrinum sfendur. Og vafalaust hafa margir gaman af því, að hér koma við sögu ýmsir nafnkunnir borgarar á því skeiði ævinnar, þegar engin hugsun er vöknuð um það að „taka sig út“ í augum samferða- mannanna. Ætla má, að þeir mörgu, sem notið hafa góðrar skemmtunar í rávist Gests Þorgrímssonar, fýsi að lesa fyrstu bókina, sem hann sendir frá sér Án kolvetna Þá hefur Iðunn sent á markað bokina Matur án kolvetna, sem liefur að geyma yfir hundrað mat- aruppskriftir byggðar á hinum nýju kenningum um eðli og or- sakir offitu, sem fra er greint í bókinni „Grannur án sultar“. Höf- undurinn, Erik Olaf Hansen, fékk því í lið með sér hússtjórnarsér- fræðinginn Ellis Tardini. Og í sameiningu tóku þau saman bók- ina „Matur án kolvetna", sem nú er komin út í íslenzkri þýðingu Kristínar Ólafsdóttur læknis. Baldintáta Fyrir síðustu jól gaf Iðunn út bók handa telpum eftir Enid Blyt- oc, höfund „Ævintýrabókanna". Nefndist sú bók Baidintáta — ó- þægasta telpan í skóianum. Nú er komið út framhald þess- arar bókar, og nefnist Baldintáta kemur aftur. Sögusviðið er sem fyrr heimavistarskólinn að Lauf- s'öðum. Og þar er alltaf eitthvað spennandi og skemmtilegt að ger- ?st. Baldintáta litla er þátttakandi í skólalífinu af lífi og sái og unir 1 sér hvergi betur en í skólanum. í Þetta er holl og skemmtileg bók i banda telpum, enda er nafn höf- ' undarins fuil trygging fynr því. , — Hallberg Hallmundsson þýddi | bókina, og er hún prýdd miklum ífiölda skemmtilegra mynda. V Enn á ný bólar á öljarminu og er sá málilufningur lágkúrulegur og lítt til sæmdar þeim, sem láta hafa sig til svo ómerkilegrar iðju. Væri ekki hyggilegt að svipast um í nágrannalöndum okkar og áthuga hvernig öldrykkjan gefst þar? Norska oindindisolaðið Folket birti grein um þetta 7. október s. 1. og heitir hún: Ölsalan spillir bind- indisástandinu í landinu. Blaðið b.rtir svo stuttar frásagnir áfengis- varnanefndanna hér og þar í land- inu, og segir í upphafsorðum greinarinnar á þessa leið: „Öldrykkja og ölvun ungmenna er það sem mest ber á í skýrslum áfengisvarnanefndanna. Víðs veg- ar að heyrist um drykkjuskap á samkomum og svo eykur ölsalan í verzlununum ófremdarástandið". Og svo koma útdrættir úr skýrsl- um nefndanna. Valer: „Ást-andið hefur versnað frá því í fyrra, og er það að kenna öliiiu, vínveitingum og að nokkru leyti heimabruggi." Frá Flekkefjord og Odda koma sömu fregnir. „Ástandið nokkru verra en undanfarin ár. Fyrst og fremst vegna ölsins.*' í skýrslu áfengisvarnamefndar- innar í Kyrkjebö segir svo: „Svo vlrðist sem ölsalan við búðarborðið hrfi aukið á ölvun í Höyanger. Lögregluákærum á hendur ung- niennum undir 20 ára aldri hefur fjölgað frá því í fyrra." Frá Efr|byggð í Troms skrifar r.efndin: „Ölneyzla hefur aukizt að roun í öllum aldursflokkum síðan í fyira, er ölsalan var leyfð.“ Frá Hasvík á Finnmörk kemur sama sagan: „Vegna ölsölunnar hefur ástandið versnað ár frá ári, en vonir standa til að ölsalan verði bönnuð er þessu ári lýkur.“ í Vardö gerðist sama sagan og á framangreindum stöðum, en hin nýkjörna sveitarstjórn horfði ekki aðgerðarlaus á versnandi ástand, en bannaði ölsöluna. Blaðið segir ennfremur, er það felur upp skýrslur frá fleiri stöð- um, að ölvun sé mjög algeng á srmkomum æskumanna. Ölið er sferkur þáttur í þessu Danskur dósent, Sven Rögind, hefur nýlega bent a, að áfengis- neyzla Dana nálgist nú ört áfengis- reyzlu Svía, en samkvæmt síðustu skýrslum var hún 3,76 líírar á mann, 100% áfengi, veikari ölteg- urdimar ekki þar með taldar, en áíengisneyzla Dana er nú 3,70 lítrar á mann, 100% áfengi. Á ár- j unum 1955—59 hefur áfengis- neyzla Svía minnkað um 7—8 af ihundraði, en aukizt í Ðanmörku um 20 af hundraði. Fyrir nokkrum árum sýndu skýrslur í Danmörku, að neyzla sferku drykkjanna þar, reiknað í 100% áfengi, var aðeins 0,50 lítrar eða því sem næst á mann, allt hitt áfengismagnið, á þriðja lítra á mann af 100% áfengi, fékk þjóðin í ölþambinu. Hvað eftir annað hafa danskir læknar bent á, hvílíkt ■'iandamál ölþambið þar í landi væri. Margir verkamenn eyddu þriðja hluta launa sinna í ölþamb, þeir drykkju oft 20—30 flöskur á dag, jafnvel meira. Þetta virðist farðu ótrúlegt, en erfitt að rengja þá sérfróðu menn, sem leggja fram i shkar skýrslur. Það er einnig við- j urkennt, ekki sízt í Svíþjóð og j revndar víðar á Nörðurlöndum, að margir menn eru áfengissjúkling- ar af eintómu ölþambi. Um þetta hafa sérfráðir menn skrifað og talið óvéfengjanlegt. Og svo eru fáíróðir menn um btssi efni. hér á landi, og ömurlega rökvilltir, að reyna að telja mönnum trú um, j að menn verði ekki drukknir af öli I cg venjist ekki áfengisneyzlu á öl- þrmbi. Fjöldi manna í mörgum ilöndum kemst nægilega í ölvunar- áctand af öldiykkju einni til þess að valda umferðarslysum — Á mjóum þvengjum læra hvolparnir að stela. Sölukapp þeirra manna, sem fiamleiða átenga drykki, er skilj- ar.legt frá þeirra sjónarmiði, en það er eigi að síður háskalegt. Hér skal enn einu sinni rninnt á þróun þessara mála í Engiandi. Oft er búið að segja frá hversu ríkis- stjórn Breta varð að leggja áfeng- issöluna í bönd á árum fyrri heims- styrjaldarinnar. Samkvæmt þeirra eigin skýrslum var áfengisneyzla þjóðarinnar á árunum 1913—1923 þeð sem eftirfarand: tölur sýna. I>ar er reiknað í 100% áfengi. Málið er gallónur en í hverri gallónu eru um fjórir lítrar. 1913 ...... 84,500,000 gallónur 1925 ...... 54,000.000 — 1930 ...... 49,250,000 — 1931 ...... 44,000,000 — 1932 ...... 36,500,000 — Lækkunin er á þessum árum úr 84 milljónum gallóna í 36 millj- ónir. Engin furða þótt áfengis- framleiðendur tækju að ókyrrast. Þeir héldu þing og veittu tvær irr.lljónir sterlingspunda til áfeng- isauglýsinga, og formaður brugg- arasambandsins — The Brewer’s Society, sagði þá, er hann ávarpaði lieildsalasamband bruggara, þessar víðfrægu setningar: „Vér verðum að sjá um, að þús- undir, jafnvel milljónir ungra manna, sem nú þekkja ekki bragð- ið af bjórnum, geri öldrykkjuna að vana sínum.“ Af ráðnum hug skyldi jafnvel rcilljónum ungra manna kennt að drekka áfenga drykki, og við þá kennslu kom ölið að góðum notum. — Hvernig heppnaðist svo auglýs- ingaherferðin? Á sjö árum, 1933— 40 næstum tvöfölduðust árlegar tekjur bruggaranna, jukust úr 18 rnilljónum sterlingspunda í 34 milljónir. Það er þetta, sem við- heldur áhuganum í herbúðum áíengissalanna, og það er alltaf ★ Litmyndir og ævintýri Bókaútgáfan Skuggsjá hefur sent frá sér einar sex einkar snotrar smábarnabækur í fögrum litum. Nefnist safn þetta Bóka- safn barnanna. Sögurnar eru ör- siuttar eftir ýmsa höfunda, en síð- an fylgja stórar litmyndir. Bækur þessar heita: Veizlan í djragarðinum, Guli: gullfiskur, Fúsi og folaldið, Vísurnar um vatnið, Teldu dýrin og Litli Indí éuinn. Þetta eru mjög fallegar bækur með einföldum og litríkum mynd- um, sem heilla augu barnanna, og ævintýrin eru fjörleg og auðskilin. Fiestar eiu bækurnai um dýr. og því tilvaldai sem fyrstu kennslu- bækur barnanna í dýrafræði og vekur forvitni þeirra til meiri f-æðslu um dýrin. ★ laugardaginn 19. nóvember 19M. Pétur Sigurðsson: á dagskrá fyrst og fremst tvennt, sem við- h.eldur öllu áfengisböli: gróðafikn og nautnasýki. Öll mannúð og allt scm bezt er í mannheimi hefur ævinlega iagzt fast gegn allri áíengissölu og áfengisnautn, og svc er enn. Það auglýsir bezt hver málstaðurinn er. Þegar fyrrv. lanalæknir, Vil- n.undur Jónsson, sat á Alþingi, » sagði hann og ritaði margt gott um átengismálin, og mætt: þjóðin rifja það upp stóku sinnum. Meðal ann-' ars færði hann rök að bví, að öl- drykkja væri hin langsamlega óhollasta áfengisneyzla. Vilja menn svo heldur trúa einhverju rugli rnanna, sem enga þekkingu hafa á þessum malum, heldur en hinum sérfróðu mönnum, sem bezta þekk- inguna hafa. Eitt af vígorðum andstæðinga okkar bindindismanna er það, að síaglast seint <ig snemma á „óskyn semi“ okkar. Ég held nú að mönn- um sæmi bezt að láta sem minnst um skynsemi sína. Heiminum er ekki stjórnað af skynsemi, væri svo, þá væri ekki neitt víg- búnaðarkapphlaup og ekki heldur r.ein áfengissala, því að hún er hið óskynsamlegasta af öllu óskyn- sömu. Bera rök andstæðinga okkar ai'taf skynseminni vitni? Einhver sagði nýlega í víðlesnu dagblaði, að vissulega væri réttmætt að framleiða og selja sterkt öl á ís- landi, þar sem slíkt væri leyft í öl.um menningarlöndum. Er ekki þetta skynsamlega mælt? Eða hitt þó heldur. Ætti allt það, sem leyft er í menningarlöndum að vera hmn rétti mælikvarði breytni okk- ar? Vígbúnaður er leyfður í öllum menningarlöndum. Á hann að vera sjálfsagður á íslandi? Brigzlyrði eiu léttvæg þegar um rök er að ræða og sýna aldrei sterka máls- vörn. — Eftir er nú að svara bisk- upnum í Landakoti og fleirum, en það er nægilegt í aðra blaðagrein. Pétur Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.