Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, laugardagmn 19. nóvember 1960. 7 INC Gera þarf almenningi kleift að fylgjast með skilum á söluskatti Þeir Karl Kristjánsson og Ólafur Jóhannesson flytja frumvarp um breyting á lög- um um söluskatt frá 1960. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. Vi& 12. gr. laganna bætist ný málsgrein, þannig: Hinn 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert skuln innheimtumenn ríkis- sjóðs (sýslumenn, bæjarfóget ar, tol'lstjórinn í Reykjavík), leggja fram skýrslur um á- lagðan söluskatt samkv. þess um kafla laganna, er sýni heildarupphæð söluskattsins hjá hverjum skattgreiðanda fyrir sig á undangengnu og rétt að gefa henni gaam og þeim reglum, sem hún er innheimt eftir. Innheimtu menn ríkisins á þessum skatti eða hinir svonefndu skattgreiðendur eru þeir, sem selja vörur og þjónustu er skatturinn leggst á. Gjaldend umir eru raunverulega þeir, sem þessar vörur og þjónustu kaupa. Skattheimtan verður að treysta mjög á heiðarleika skattgreiðenda, en eins og kunnngt er munu íslending- þriggja mánaða tímabili. — Frumvarp þeirra Karls Kristjánssonar og Olafs Jóhannessonar. Skýrslur þessar skulu liggja frammi almenningi til sýnis í hverju umdæmi í skrifstofu innheimtumanns eða a öðrum hentugum stað eigi skemur en þrjár vikur. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í igreinargerð með frum- varpinu segir: Hinn almenni söluskattur hefur þann mikla annmarka, að ekki er trygg- ing fyrir því að hann komi allur til skila í rikisstjóðinn. Talið er, að þeir, sem eiga að heimta hann í viðskiiDtum við almenning, geri það yfir leitt að vísu, en aftur á móti verði vanhöld á, að ríkissjóði — þ. e. innheimtumönnum hans: sýslumönnum, bæjar- fógetum og tollstjóran- um í Reykjavík — sé skilað öllu því, sem ahnenningur hefur goldið. Eftirlit af ríkisins hálfu til að koma í veg fyrir þessi van höld er torvelt, enda sumir skattgreiðendurnir ekki bók- haldsskyldir. Engar skýrslur birtar Gjaldendurnir, sem borga hinum svonefndu skattgreið- endum féð, geta ekki á neinn hátt — eins og lögin um sölu skattinn eru — fylgzt með því, hverju skattgreiðendur í þeirra umhverfi skila í ríkis sjóðinn. Engar skýrslur eru um það birtar. Almenningur unir þessu á standi illa, sem vonlegt er. Enn fremur kunna skilsamir skattgreiðendur því ekki vel, að öðrum líðist undanbrögð og fjárdráttur, eins og talið er, að þarna eigi sér stað. Nauðsynlegt er. að herða eftirlitið af ríkisins hálfu. 1 Lögum þarf ekki að breyta til þess. Hins vegar er líka mikilsvert til áhrifa og aðstoð ar við eftirlit ríkisns, að al- menningur geti betur fylgzt með en nú er og veitt aðhald,- Til þess að það geti orðið, þarf lagabreytingu þá, sem felst í þessu frumvarpi. Verði frumvarpið að lög- um, verða skýrslur um álagð an söluskatt lagðar fram al- menningi til sýnis hverju sinni, eins og skrár um tekju og eignarskatt og útsvör. — Geta þá kunnugir fengið tækifæri til athugasemda og skattgreiðendur vitað, að þær vofa yfir þeim. Yrði því nokkru nær um aðhald til fullra skila. j Eftirlit almennings Karl Kristjánsson hafði framsögu fyrir frumvarpinu í efri deild í gær. Sagði hann m.a. að í fjárlagafrumvarp- inu væri áætlað að söluskatt urinn næmi 185 milljónum króna. Það væri há upphæð ar bera meiri virðingu fyrir ýmsu öðru en skattalögunum. — Ýmsir telja að ríkið missi Seðlabankinn endurkaupi hráefna- og framleiðsluvíxla iðnaðarins Þórarinn Þórarinsson flyt- ur tillögu til þingsályktunar { um endurkaup Seðlabankans á framleiðslu- og hráefnavixl- um iðnaðarins. Tillagan er svohl jóðandi: „Alþingi ályktar aá fela ríkisstjórninni að hlutast til um, áð seðlabamkinn endur-' kaupi framleiðslu- og hrá efnavíxla iðntcöarfyrirtækja eftir ákveðnum reglum, er settar verði með svipuðu sníði og reglur þœr, er gilda um endurkaup framleiöslu- vixla sjávarútvegs og lœnd- ðúnaðar.“ I I í greinargerð með tillög- unni segir: í marzmánuði 1958 fluttij Sveinn Guðmundsson forstj.1 sem þá átti sæti á Alþingi, | sem varaþingmaður, svohljóð andi tillögu í sameinuðu þinvi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórnhmi að hlutast til um, að seðlabankinn endur- kaupi framleiðslu- og hrr efnavíxla iðnaöarfyrirtækja eftir ákveðnum reglum, er settar verði með svipuðu sniði og reglur þær, sem nú gilda um endurkaup fram- ieiðsluvíxla sjávarútvegs og landbúnaðar.“ í greinargerð, sem fylgdi tillögu Sveins, var hún ýtar lega rökstudd. Greinargerð- inni lauk með þessum orðum: „Iðnaðurinn er nú orðinn einn af aðalatvinnuvegum bjóðarinnar, og er eðlilegt að hann sitji við sama borð sem landbúnaður og sjávarútveg ur í þessu efni, enda fullvíst, að hann verði þjóðinni -giftu- drjúgur til bættrar líf-saf- komu.“ Tillögu Sveins var að lok- inni umræðu vísað til alls- herjarnefndar sameinaðs bings, og gerði hún nokkrar breytingar á orðalagi tillög- nnnar, en ekki efni, og var hún þannig breytt afgreidd ;amhljóða sem ályktun Al- bingis 3. júní 1958. Aðgerða' 'evsi Þótt liðin séu nú rúmlega 2 j/2 ár, síðan þessi ti’laga var samþykkt á Alþingi, hefur enn ekki veriö gert neitt raun hæft til þess að framfylgja henni. Það má vera öllum ljóst, að vegna efnahagsrráðstafana þeirra, sem voru gerðar í síð astliönum vetri, þarf iðnað- urinn stóraukið rekstrarfé, ef hann á ekki að dragast veru lega saman og það að valda atvinnuleysi. Því er enn meiri þörf fyrir það nú en fyrir rúm um tveimur árum, að ráðstaf anir séu gerðar til að iönað- urinn njóti jafnræðis við aðra atvinnuvegi að því er snertir endurkaup seðlabank ans á framleiðsl'u- og hrá efnavíxlum. ‘ orði og á borði Iðnaðurinn er nú óumdeil anlega einn af þremur aðal i atvinnuvegum landsmanna i við hlið sjávasútvegs og land búnaðar. Þetta eru nú llka al- mennt viðurkennt í orði, en I enn skortir mikið á, að það j sé gert í verki. Ur þvi misrétti ; verður að bæta og tryggja iðnaðinum fulkomlega jafn- j ræði við aðra aðalatvinnu- vegi landsins. í samræmi viö þetta sjón armiö, hef ég talið rétt aö leggja fyrir Alþingi áður- nefnda tillögu Sveins Guð- i mundssonar, eins og hún var upphaflega orðuð af honum, | og vænti þess, að hún njóti | ékki minni stuðnings á Al- þingi en fyiúr tveimur árum. Reynslan hefur sýnt, að ekki mun af veita, að Alþng endur nýi viljayfirlýsingu sína í - þessum efnum. Valtýr Guðjóns- son tekur sæti á Áljíingi Valtýr Guðjónsson,, for- stjóri i Keflavík, tók sœti á Alþin-gi í gær. Tekur hann sæti sem varamaður Jóns Skaftasonar 4. þingmanns Reykjaneskjördœmis. Þetta er í fyrsta skipti sem Vttitýr tekur sœti á Alþingi og und irrita&i hann eiðstafirm á fundi Sameinœðs þings í gær. verulega fjárhæð vegna und andráttar skattgreiðenda söluskattsins. Vanhaldspytti þarf að byrgja ef því verður komið við. Auðvitað þarf að herða eftirlit með skattheimt ; unni, en einnig þurfa skatt- greiðendurnir að hafa yfir höfði sér eftirlit almennings, | sem þungt er á metum. Þetta 1 frumvarp kveður á um að | almenningi veröi kleift að {hafa slíkt eftirlit riieð að- gangi að fullkomnum skila- ; greinum um greiðslur skatt- j greiðendanna. i Kaupfélögin hafa tekið upp , þann hátt að birta opinber- lega skýrslur um skattgreiðsl ur sínar, en almenningur spyr hverjar séu greiðslur kaupmanna. Engar tilslakanir Samþykkt stúdenfafundar Um miðjan síðasta mánuð var haldinn almennur stúdentafundur > Háskólanum um landhelgismálið. Komu fra-m tvær tillögur um málið og voru þær bornar undir atkvæði samtímis. í þeirri tillögu, sem færri atkvæði fékk, eða 49, er m. a. lýst stuðningi við meðferð ríkis stjór'narinnar á landhelgismálinu. í hinni tillögunni, sem fékk 70 atkv ér aftur á móti tekin afdráttarlaus afstaða gegn nokkrum tilslökunum af hálfu íslendinga í málinu, og skorað á ríkisstjórnina að veita ekki undanþágur frá 12 mílna mörkunum. Tillif.gan, sem stúdentar sam- þykktu fer hér á eftir: „Almennur stúdentafundur, hald inn 13. október 1960, skorar cin- dregið á Alþingi og ríki-sstjórn að halda nú sem fyrr fast við þá stefnu, sem Alþingi hefur mótað í landhelgismálinu með fyrxi sam- þykktum sínum og þjóðin öll verið einhuga um, og minnir á ályktun stúdentafundar 15. nóvember 1958 um landhelgismálið. Fundurinn á- lítur, að framkoma Breta á ís- landsmiðum gefi sízt tilefni til, að þeim séu veittar nokkrar íviln- anir öðrum fremur og telur, að nú sem áður komi ekki til mála að semja um neinar tilslakanir inrwn 12 mílna fiskveiðilögsögu umhverf- is allt landið, hvorki við Breta né nokkrar aðrar þjóðir. Þar sem fullyiða má, að íslend- ingar eigi samúð meiri hluta þjóða í deilunni við Breta og sérstaða þeirra sem þjóðar, er alla lífsaf- komu á undir fiskveiðum, hafi hlotið almenna viðurkenningu, og Bretar standi þegar höllum fæti í deilunni, telur fundurinn, að ís- fendingar þurfi ekki að óttast of beldishótanir þeirra, enda gætu íslendingar sótt þá til saka á al- þjóðavettvangi, ef í odda skærist að nýju“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.