Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugardaginn 19. nóvember 1960. Næstum 11 þúsund nemendur hafa innritazt í skólann frá upphafi. Á þessu hausti eru liðin 20 ár síðan Bréfaskóli SÍS tók til starfa. Undirbúningur að stofnun skólans fór fram árið 1939, og hinn 1. desember það ár samþykkti stjórn SÍS, að verja fé í þessu skyni, en Ragnar Ólafsson, hrl. hafði gert áætlanir um rekstur nokkurra námsgreina hins væntanlega Bréfaskóla. Skyldi kennsla hefjast næsta haust, og var Ragnar Ólafs son fyrsti skólastjóri skólans. Jón Magnússon var næsti skólastjóri Bréfaskólans, þar til Vilhjálmur' Árnason, lögfræðingur tók við af honum. Stjórnaði Vilhjálmur skól- anum til ársloka 1959 en þá tók Guðmundur Sveinsson, skólastjóri Samvinnuskólans, einnig við stjórn Bréfaskólans. Bréfaskólinn tók til starfa í október 1940 og voru fyrstu náms greinar alls fjórar: Skipulag og starfshættir samvinnufélaga, Fund arstjórn og fundarreglur, Bók- færsla og Enska. Þess má geta, að tvær síðasttöldu greinarnar hafa þeir Þorleifur Þórðarson, forstjóri og Jón Magnússon, fréttastjóri, kennt frá upphafi. Strax ári síðar bættust tvær nýjar námsgreinar, íslenzk rétt- ritun og Búreikningar, við hinar fyrri og fór námsgreinum æ fjölg- andi. Á tíu ár'a afmæli skólans höfðu bætzt við: reikningur, sigl- ingafræði, hagnýt mótorfræði. al- gebra og esperanto. f dag eru námsgreinarnar 27 og skiptást þannig: 1. Skipulag og starfshættir sam- vinnufélaga. Kennari Eiríkur Pálsson, lög- fræðingur. 2. Fundarstjórn og fundarreglur. Kennari Eixíkur Pálsson, lög- fræðingur. 3. Bókfærsla I, byrjendaflokkur. Kennari Þorleifui Þórðarson, forstjóri. 4. Bókfærsla II. Kennari Þorleifui Þórðarson, forstjóri. 5. Búreikningar. Kennari Eyvindur Jónsson, bú- fræðingur. 6. íslenzk réttritun. Kennari Sveinbjöni Sigurjóns- son, magister. 7. íslenzk bragfræði. Kennari Sveinbjörn Sigurjóns- son, magister. 8. íslenzk málfræði. Kennari Jónas Kristjánsson, cand. mag. 9. Enska I, byrjendaflokkur. Kennari Jón Magnússon, fil. cand. 10. Enska II Kennari Jón Magnússon, fil. cand. 11. Danska I, byrjendaflokkur. Kennari Ágúst Sigur'ðsson, cand. mag. 12. Danska II Kennari Ágúst Sigurðsson, cand. mag. 13. Danska III Kennari Ágúst Sigurðsson, cand. mag. 14. Þýzka Kennari Ingvar Brynjólfsson, menntaskólakennari. 15. Franska Kennari Magnús G. Jónsson, menntaskólakennari. 16. Spánska Kennari Magnús G. Jónsson, menntaskólakennari. 17. Esperanto Kennari Magnús Jónsson. 18. Reikningur Kennari Þorleifur Þórðarson, forstjóri. 19. Algebra Kennari Þóroddur Oddsson, menntaskólakennari. 20. Eðlisfræði Kennari Sigurður Ingimundar- son, efnafræðingur. 21. Mótorfræði I Kennari Þorsteinn Loftsson, vélfræðingur. 22. Mótorfræði II Kennari Þorsteinn Loftsson, vélfræðingur. 23. Siglingafræði Kennari Jónas Sigurðsson, Stýr’imannaskólakennari. 24. Landbúnaðarvélar og verkfæri Kennari Haraldur Árnason, landbúnaðarvélaverkfræð- ing-ur. 25. Sálarfræði Kennarar: dr. Broddi Jóhann- esson og frú Valborg Sigurðar- dóttir, uppeldisfræðingur. 26. skák I, byrjendaflokkur Kennari Baldur Möller, skák- meistari. 27. Skák II Kennari Baldur Möller, skák- meistari. Nemendafjöldi Bréfaskólans hef ur farið sívaxandi. Fyrsta heila ár- ið, sem skólinn starfaði (1941) inn- rituðust 544 nýir nemendur og höfðu þá samtals 3242 nemendur innritazt frá upphafi. Nú eftir tutt- ugu ára starf skólans, hafa samtals 10.829 nemendur innritazt í Bréfa- skólann. Flestir hafa nemendur' verið í ensku, 2237 og bókfærslu 2009. Bréfin eru samin og svörin leið- rétt af ágætum kennurum í hverri grein. Nemandi getur tekið eina náms- grein eða fleiri eftir því sem ástæð ur hans leyfa. Um leið og hann sækir um kennslu í einhverri grein, sendir hann kennslugjaldið fyrir þá námsgrein, eða biður um fyrstu námsbréfasendingu í póst- „Hlán“ verður að á hvert heimili á Þegar hofmóðurinn blindar ) í AlþýSublaðinu var ) mmnzt á útvarpsgagnrýni ) blaðanna sunnudaginn '/ fyrstan í vetri. Þu ummæli '/ eru á engan hátt merkileg ) að öðru leyti en því að þau ( sýna hvemig hofmóður get ( ur stundum stigið þokka- ( legum og greindum mönn • um til höfuðs, en ritstjóri ) Alþýðublaðsins hefur ver- ) ið formaður útvarpsráðs ) um skeið. í blaði hans seg \ ir m. a.: ( „Útvarpsgagurýni blað- ( anna er ekki annað en út • rás fyrir geðvonzku". • Eg dreg það ekki í efa ) að Benedikt Gröndal hafi ) unnið vel útvarpsráði. Hins '/ vegar er langt frá því að / vel sé unnið og til hins að / hvergi megi að finna. Svo ( hefur mér fundizt um öll ( þau störf, sem ég hef haft ( nasasjón af. Og þó að það ( sé vitanlega sitt á hvað að ( hve miklu leyti ég hef ver • ið sammála t.d. Ragnari ) Jóhannssyni og Þorsteini ) Jónssyni þegar þeir skrifa / um dagsskrá útvarpsins •*V**V*V*VX*V*X‘V-v*v*v*v*v*v *• hefur mér fundizt að þeir ) ynnu verk sitt af samvizku ) semi og alvöru. Þeir, sem '/ standa að útvarpsdag- ) skránni, ættu að meta það ( og þakka að verkum þeirra ( sé ekki tekið með tómlæti ( og kæruleysi. ( Hitt er svo annað mál ■ að erfitt er að gera öllum ) til hæfis og þá einkum ) þeim, sem ekki vita hvað ) þeir vilja, en þeir eru oft ) heimtufrekostir. En þeir J sem annast ritstjóm og • sjá um dagskrá útvarpsins ) ættu að vera menn til að ) læra eitthvað af gagnrýni ) sæmilegra lesenda og hlust '/ enda. Hitt er bara til að ) heimska sjálfan sig að kalla ) alla gagnrýni á verkum ( sínum útrás geðvonzkunn ( ar. ( Það er ekki við því að ( búast að stjórnarblaðið, • sem þannig talaði um út- ) varpsgagnrýni sjálfs sín ) og annarra, ræði af miki ) um skilningi um málflutn ) ing stjómarandstöðunnar ) H. Kr. ) Vitaskuld er ég undrandi, svo undrandi að ég er í raun inni orðlaus — þ.e.a.s. mig skortir með öllu viðeigandi orð. Eg hef í mörg umliðin ár setið undrandi í hvert sinn sem nýr árgangur kom af „Hlín“. Ekki að verið geti að svo hafi verið um mig einan, heldur hlýtur hver lesandi ritsins að hafa orðið viðlíka undrandi og ég; svo að máske er þetta ekki í frásögur fær andi; það sem allir vita, þyk ir ekki frásagnarvert. Þetta er fertugasti og ann ar árgangur ritsins, og frk. Halldóra Bjarnadóttir hefur verið ritstjóri þess frá önd- verðu. Hún er nú, að mig minnir, komin hátt á níræðis aldur. En hver mundi sjá hér ellimörk? Líklega jafnvel ekki guðs alltsjáandi auga, og hreint frá nokkurt mannlegt auga. Hugsjónaeldurinn logar eins og konan væri aðeins tví tug og sálarfjörið er hið sama. Það er ekki nema eitt sem mælir á móti því aldursstigi: Það er -hin mikla yfirsýn langrar ævi; hana er engin tvítug kona búin að öðlast. Eg „sé að alla meiri mér mildingur himna skóp“. kvað Grímur. Hljótum við ekki, sem öldruð erum orðin, en þó miklu yngri en þessi kona, að finna til vesældar okkar þegar við berum okkur sam an við hana — lítils nýt er við höfum fyllt sjöunda tng- inn, enda þá dæmd úr leik? Og vegna þess að hún hefur gefið sig hugsjónunum á vald, vinnur hún jafnt fyrir óborna sem alda — máske meir fyrir hina óbornu. Því að sæðið þarf að liggja i jörðu áður en gróð ur geti upp af því vaxi. Hvað getum við gert til þess að „Hlín“ komist inn á á hvert heimili landsins? Ekki er í landinu það heim- ili að hún eigi ekki brýnt er indi þangað. Og sú fræðsla og sá boðskapur sem hún flytur, er svo margs konar eðlis að slíkt gerir enginn sér í hugarlund fyrr en hann les hana. Aldrei hefur komið af „Hlín‘L betra hefti en þetta síðasta. Allt er efni þess gott, en um ekkert af því þykir mér vænna en hin yfirlætislausu og fyrirferðarlitlu erindi Birnu Óiafsdóttur, „Móðir mín“. Þvílík perla þetta litla kvæði. Það er heldur ekki skömm að kvæði María Rögn valdsdóttur. Sú kona virðist ekki kunna að yrkja öðruvísi en vel, og alltaf skulu hjarta kröfu. Nemanða era svo eenð tvBl fyrstu bréf námsgreinariniLar. ] Hann svarar bréfi nr. 1 og sendir i það til baka. Svarar bréfi nr. 2 i meðan hann 'bíður eftir svari Bréfa i skólans. Þegar skólinn fær svar nr. 1, sendir hann nemanda bréf nr. , 4 og leiðrétt bréf nr. 2 og svo kdll j af kolli þar til flokkurinn er búinn. | Nemandi ræður því að miklu : leyti sjálfur hve mkill námshraði hans er, en heppilegast er fyrir hann að svara bréfunum eins fljótt og hann getur. Nýir nemendur fá inngöngu, hvenær sem er á árinu. Þegar nemandi hefur lokið námi, fær hann vottorð frú skólanum. Bréfaskólar eru mikið notaðir erlendis. Samvinnusambönd ná- grannalanda okkar reka flest 01013 skóla. Þeir eru hentugir fyrir fólk á öllum aldri og hvaða atvinnu sem það stundar. Nemandinn getur not- að frístundir sínar, hvenær svo scm þær eru, til að iesa bréfin og svara þeim. Á þennan hátt notast frístundirnar miklu betur en í venjulegum skólum. Bréfaskólarn- ir hafa og þann kost, að fólk sem er búsett á stöðum þar sem lítið er um kennslukrafta, getur á þennan hátt notið kennslu færustu manna í hverri greín. Margii ágætir menn hafa sótt menntun sína til bréfa- skóla. f ýmsum löndum eru skól- arnir orðnir svo fullkomnir, að þeir kenna allt sem þarf til stú- dentsprófs og í sumum greinum til háskólaprófs. Þetta kennslu- form hefur alls staðar reynzt mjög vel. Aðsókn sú er verið hefur og er að Bréfaskólanum, sýnir að mikil þörf er fyrir slíkan skóla. Hann gerir hvort tveggja að ná til margra, sem ekki eiga þess kost að sækja aðra skóla og hann auðveld- ar námsbrautina einnig hjá þeim, sem aðra skóla vilja sækja. Reynsla sýnir að þetta kennslu- form er gott og af umsögnum nem enda virðist svo að hann njóti vinsælda þeirra. komast landinu og höfuS vera samemaS í hennar kvæðum. En heftmu lýkur á því kvæðí, sem ég ætia aS hver skáldkona vildi kveðiS hafa. Höfundurinn er María G. Árnason, kona í Vesturheimi. í „Lesbók“ sá ég nýlga getiS um snilldarþýð ingu eftir hana á einum af frægustu sálmum Englend- inga, prentaða í „Sameining unni“ fyrir meira en 46 árum. Sá sem þar skrifaði, gerði ber sýnilega ekki ráð fyrir að kon an væri lengur á lifi, en „Hlín“ víkur ekki að því að hún sé látin. Ef hún er enn á lífi, láta þeir menn, sem telja sig vera að bjarga bók- menntafjársjóðum Vestur- íslendinga, væntanlega ekki síga úr hömlu að ná sambandi við hana. Það getur orðið miklu torveldara þegar hún er flutt til fyrirheitna lands ins. Þegar ég las smágrein Mar grétar Jóhannesdóttur hjúkr unarkonu, flaug mér í hug, að barna væri orö í tíma talað. En ég áttaði mig fljótt. Það sem hún minntist á og varar við sjáum við að vísu daglega í matvörubúðum. En greinar höfundur mun ekki hafa hug leitt það, að þarna talar hún (Framhald á m.^síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.