Tíminn - 22.11.1960, Side 3

Tíminn - 22.11.1960, Side 3
T f MIN N, þriðjudaginn 22. nóvember 1960. í engu verði hvikað frá 12 mílunum - ályktun Alþýðusambandsþings um landhelgismálið Alþýðusambandsþing gerði eftirfarandi ályktun í land- heigismálinu. Tillagan var samþykkt með 219 atkvæðum gegn 81 að viðhöfðu nafna- kalli. 19 sátu hjá og 18 voru f jarverandi. Tillagan var stíl- uð til forsætisráðherra og af- hentu forsetar þingsins Ólafi Dönsk akademía Kaupmannahöfn í gær. — Einkaskeyti til Tímans. — Skv. opinberri tilkynningu var í gær stofnuð dönsk aka- demía og voru stofnendur hennar 12 af þekktustu rit- höfundum Danmerkur. Enn hefur ekki verið tilkynnt opinberlega um tilgang og stefnu hinnar nýju aka- demíu, verður það rætt á næstunni, en fullvíst þykir, að hún muni m.a. veita ár- leg bókmenntaverðlaun. Rit höfundurinn Bjarnhof hefur verið kjörinn formaður aka- demíunnar, en meðal ann- arra stofnenda hennar má nefna prófessorana Beix og Rubon og rithöfundana Kar- en Blixen, Tom Kristensen og Kjeld Abel. Thors ályktunina í gærmorg un. „Fulltrúar á Alþýðusam- bandsþingi — fulltrúar alls vinnandi fólks á sjó og landi i öllum landshlutum, snúa sér til ríkisstjómar íslands og biðja hana — heita á hana — kref j ast þess af henni, að hún hætti þegar í stað öllum samn ingsviðræðum við Breta um fiskveiðilandhelgi íslands. Þeim ummælum, sem mið- stjórn Alþýðusambandsins beindi á s.l. ári til brezkra verkalýðssamtaka, beinum vér nú til yðar, en þau voru þessi: Öllum ætti að vera ljóst, að óhugsandi er, að íslending ar taki upp viðræður við neinri aðila um víðáttu fisk- veiðitakmarkanna og sízt af öllu þann aðila, sem einn allra hefur farið með ófrið á hend ur íslendingum. Krafa vor er sú, að í engu verði hvikað frá lágmarksá- kvörðun þings og þjóðar um 12 mílna fiskveiðalögsögu kringum allt landið. Aðgerðir íslendinga í þessu máli eru byggðar á lagaleg- um rétti og þó á enn ríkari siðferðislegum rétti — rétt- inum til að lifa í landi sínu. Um þann rétt verður að sjálf sögðu ekki samið við neina þjóð. Einhuga þjóð stendur að baki yðar í landhelgismálinu og brýnir yður með kjörorði Jóns forseta: Eigi víkja.“ Þurrir stokkar virkj- unar í Gönguskarðsá Sauðárkróki í gær. — Hér er nú svo að segja rafmagns- laust, og er það á öllu orku- veitusvæði Gönguskarðsár- virkjunar og Laxárvirkjunar í Húnavatnssýslu. Ástæðan er vatnsleysi. Árnar eru nærri þurrar. f gær seytlaði varla nokkur dropi um stokka Gönguskarðsárvirkjunarinn- innar. Varla þarf að taka það fram að þetta hefur hinar alvarleg ustu afleiðingar fyrir atvinnu lífið, og raunar mannlífið allt. Á Sauðárkróki var það svo 1 gær, að rafmagnið var tekið af kl. 7 um morguninn. Straumur var á frá kl. 11—1, kl. 5—7 og kom aftur kl. 11 um kvöldið. Höfðu Sauðár- króksbúar þannig rafmagn í aðeins 4 klst. þennan daginn, en skömmtunin kemur að sjálfsögðu jafnt niður á öllu svæðinu. Allt atvinnulíf leggst að mestu í dá við þessi ósköp, iðnaður allur gengur ekki raf magnslaus, og skrifstofufólk vinnur ekki í myrkri. Vinna í fyrstihúsum stöðvast. Þetta ástand hefur verið síðan á föstudag. Vatnsleysið er skýlaust að rekja til þurrviðra, og eru eng ar líkur á að úr rætist af sjálfu sér. Um það hefur verið talað að taka í gang túrbínur Síld- arverksmiðja ríkisins á Skaga strönd og veita því rafmagni sem nemur 1000 kv. inn á kerfi virkjananna í Skaga- firði og Húnavatnssýslum. Gömul bókabúð nýjum húsakynnum Ær drepin á Sandskeiði Ökumaðurinn gaf sig fram í gær Aðfaranótt sunnudags var ekið á kind á veginum milli Sandskeiðs og Svínahrauns og drapst kindin. í gær gaf sig fram maður við lögregluna í Reykjavík og kvaðst hafa ek- ið á kindina. Snemma á sunnudagsmorg- un fóru nokkrir menn úr bæn um að huga að fé í Svína- hrauni. Óku þeir fram á inn- yfli úr kind á veginum og fundu kindina dauða utan við veginn. Sýnt var að ekið hafði verið á hana. Þetta var 4 ára gömul ær, eign Gests Guð- mundssonar að Reykjahlíð í Reykjavík, og kom hann sjálf ur að henni. — Eins og fyrr segir gaf ökumaðurinn sig fram við lögregluna síðdegis í gærdag. Washington, 21. nóv. — Það I hefur nú komið í Ijós, í sam- j bandi við hina naumu kosn- ingu Kennedys, tilvonandi Bandaríkjaforseta, og hinn litla mun á heildartölu atkv., að hefði frumvarp það um stjórnarskrárbreytingu, er Henry Cabot Lodge og fleiri þingmenn báru fram í öld- ungadeild Bandaríkjaþings fyrir nokkrum árum, verið samþykkt, þá hefði John Kennedy ekki náð löglegri kosningu miðað við sama at- kvæðamagn. Stjórnarskrárbreytingin gekk m.a. út á það, að yrði forseta- efni í aðeins þriggja kjör- manna meirihluta, en skv. frumvarpinu var gert ráð fyrir hlutfallskosningu í hverju S.l. föstudag opnaði Al- menna bókafélagið eigin bóícabúð, Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar í nýjum og stórglæsilegum húsakynn- um við Austurstræti 18 — rúmum 14 mánuðum eftir að byggingaframkvæmdir hófust á þessum stað. Jafnframt flyt ur Almenna bókafélagið bóka afgreiðslu sína til félags- manna í Reykjavík í þessa nýju og fögru bókabúð. Það er forsaga þessa máls, að í ársbyrjun 1959 keypti A1 menna bókafélagið þessa elztu bókaverzlun landsins og hef- ur rekið hana siðan, fyrst í hinu gamla húsnæði við Aust urstræti 18, en síðan í júli í fyrra í bráðabirgðalfúsnæði í Morgunblaðshúsinu. fylki, næði það forsetaefni ekki löglegri kosningu. Hefði frv. þetta verið sam- þykkt og nú kosið skv. því, hefði Kennedy fengið 266,64 kjörmenn, en Nixon 263,78 kjörmenn — og Kennedy þannig tæpan þriggja kjör- manna meirihluta. Það þykir einnig sögulegt í sambandi við afgreiðslu þessa frumvarps, að Nixoon var á móti því á sínum tíma, en Kennedy greiddi ekki atkvæði. Laugarássbíó er nú lokað um stundarsakir. vegna á- greinings við verðlagsefti? lit- ið. Vegna rúmleysis er ekki hægt að rekja tildrög þess nú, en verður væntaniega gert f blaðinu á morgun Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar verður áfram rek in undir sínu gamla nafni. Hún er 88 ára um þessar mund ir, var stofnuð 1 nóvembermán uði 1872, en stofnandi hennar var Sigfús Eymundsson, ljós- myndari. Rak l^ann verzlun- ina þar til 1. janúar 1909, að Pétur Halldórsson keypti hana. Að honum látnum tóku erfingjar hans við rekstri verzlunarinnar, og var Björn Pétursson verzlunarstjóri. — Verður hann einnig verzlunar stjóri í þessari nýju og glæsi legu bókabúð. Byggingaframkvæmdir við Austurstræti 18 hófust í júlí- mánuði í fyrra. Er búið að ■múra kjallara og gang frá fyrstu hæðinni, en alls á hús ið að vera 6 hæðir. Stuðlar h.f. eiga 30% af húsinu en erfingjar Péturs heitins Hall- dórssonar borgarstjóra eiga 70%. Teikningar af húsinu og inn réttingum hafa verið gerðar á Teiknistofunni Tómasar- (Framhald á 2. síðu). Ný kjörbúð við Sólheima í gær tók ný verzlun í nýj- um húsakynnum, til starfa að Sólheimum 33 í Reykjavík. — Verzlunin nefnist Heimakjör, en eigendur hennar eru þeir Jón Bjarni Þórðarson og Jó- hann Gunnlaugsson. Þeir fé- lagar hafa báðir áður fengizt við verzlunarstörf í Reykjavík. Heimakjör starfar í vistlegum og rúmgóðum húsakynnum, og er verzlunin vel búin í hví- vetna. Arkitekt að húsinu var Hákon Hertevig, en yfirsmið- ur Júlíus Jónsson. Heimakjör mun hafa á boðstólum allar kjöt- og nýlenduvörur, og kosta kapps um góða þjón- ustu við viðskiptamenn. Húsa kynni verzlunarinnar eru 200 fermetrar að stærð, verzlunin sjálf á 113 fermetrum og að auki vörugeymsla og vinnslu salir ásamt rúmgóðum kæli. Allur búnaður verzlunarinnar er nýr og fullkominn að gerð. J. Kennedy hefði tapað — ef frumvarp Lodge hefði verið samþykkt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.