Tíminn - 22.11.1960, Page 9

Tíminn - 22.11.1960, Page 9
TÍ MIN N, þriðjudaginn 22. nóvember 1960. Héraðsfundur Rangár- vallaprófastsdæmis Hvolsvelli, 31. okt. Héraðsfundur Rangárvallapr'ó- íastsdæmis var haldinn að Breiða- bólsstað í Fljótshlíð sunnudaginn 30. okt. sl. Hófst hann með guðs- þjónustu, sem sr. Hannes Guðm- mundsson í Fellsmúla annaðist. Prófasturinn sr. Sveinbjörn Högnason stýrði fundinum og flutti hann ávarp til fundar'manna í fundarbyrjun og drap á helztu kirkjulega viðburði og kirkjuleg mál, sem fremst eru nú á dagskrá í kirkjulífinu, bæði innan héraðs og utan. Sr'. Sveinn Ögmundsson var kjörinn fundarritari og fór síð- an fram afgreiðsla allra venju- legra héraðsfundarmála. Kirkjur prófastsdæmisins eru nú nær allar í prýðilegu ásigkomu- 3agi, margar þeirra nýendurbyggð- ar og endurbættar og sumar ný- byggðar, og er kirkjan í Eyvindar- hólum vel á veg komin í nýbygg- ingu. Má fjárhagur kirknanna telj- ast góður, eftir allar þær fram- kvæmdir, sem gerðar hafa verið á þeim flestum. Sjóðseignir nema 242 þús. rúmum, en skuldir 271 þúsund, og er hér um 17 kirkjur að ræða. Hefur þeim yfirleitt orðið vel til fjár við fr’amikvæmdir sínar. Tveim þeirra hefur verið ánafnað- ur verulegur arfur og öllum hefur þeim bor’izt myndarlegar gjafir, bæði í fé og munum. Sóknargjöld hafa söfnuðirnir lagt á sig allt að 150 kr. á hver’n gjaldskyldan mann. Flestar eru kirkjurnar raflýstar’ og 9 þeirra einnig rafhitaðar. Kom fram almennur áhugi á fundinum um að næst skyldu svo grafreit- irnir koma til endurbóta, sem víð- ast er mikil þörf, er menningar- þjóðfélagi á að vera samboðið. Vantax' þar nú helzt forystu og fyr- irmyndir um 'hversu þessu megi bezt og skemmlegast fyrir koma. Þá var kirkjusóknin rædd, eins og endranær, og hversu helzt mætti styðja hana og auka, og jafn- vel dr'epið á félagsleg samtök í þeim efnum. Jafnhliða fór fram aðalfundur kirkjukórasambands prófastsdæm- isins og undirbjó hann meðal ann- ars presta- og kóraskipti innan safnaðanna, eins og framkvæmt hefui' verið, að nokkru leyti undan- farandi ár. Fundirnir voru báðir mjög vel sóttir, og gengu að verkefnum sín- um með áhuga og bjartsýni. P. E. — Vegagerð fásinna, kornrækt heimska! Guðjón er maður nefndur og er Sigurðsson. Er maður sá einn af meiri háttar verka lýðsforingjum í liði íhaldsins og mun þvi þykja hann gædd ur því gáfnafari og viðsýni, sem vel hæfi manni í þeirri stöðu. Ekki alls fyrir löngu varð þessi verkalýðsforingi íhalds ins landsfrægur fyrir þá kenn ingu sína, að ein hin mest aðkallandi umbót í íslenzku þjóðélagi væri sú, að fækka bændum um helming. Virtist Guðjóni sem þá mundi marg ur vandi leysast, fengi hng- sjón hans framgang. Nú hefur Guðjón vakið á sér athygl ií annað sinn. Á yfirstandandi Alþýðusam- bandsþingi hefur hann lagt til, að hætt sé hið bráðasta svo heimskulegum fram- kvæmdum sem þeim, að leggja vegi á íslandi. Skuli því fé, sem á fjárlögum er ætlað til vegagerðar, varið til hafnarframkvæmda. En Guð jón hefur meira til málanna að leggja. Undanfarin ár hef ur Klemenz á Sámstöðum og ýmsir fleiri verið' haldnir þeim gril'lum, að unnt sé að þeim grillum, að unnt sé og ábatavænlegt að rækta korn á landi hér. hetta segir Guð jón að sé regia heimska, sem taka eigi fyrir með öllu. Jæja, þá veit Klemenz á Sámsstöðum líklega loksins hvers virði ævistarf hans er. Sveitalífssaga eftir Joan Bojer í þyð. Sveins Víkings Bókaútgáfan Fróði hefur gefið út slcáldsöguna DÝRI- DALUR eftir norska skáldið Johan Bojer. Þetta er allmikil sveitalífssaga og bráðskemmti leg. Þar skiptast á gáski og al- vara eins og Bojer var bezt iagið. í sögunni. segir frá Hans í Dýradal, sem var nokkuö brokkgengur framan af árnm, þótti nokkuð gott í staupinu og hafði gaman af að leika á náungann í hrossakaupum. En oft verður góður hestur úr göldnm fola, og brátt skynjar Hans ábyrgð sína og ætlunarverk að halda í horf- inu i Dýradal og þó heldur betur, og þá kemur manndóm ur hans í ljós. En sagan verð I ur þó aðallega togstreita milli gamals og nýs tíma, og það verður sorgarsaga — ein af mörgum — þegar fóstur- sonurinn, sem gömlu hjónin hafa sefct traust sitt á til þess J að taka við Dýradal, leitar á i aðrar slóðir, en hyggst að-1 eins að hreppa þar feng nokk urn til að eyða á öðrum slóð- um. Þetta er alllöng skáldsaga' eins og margar sögur Bojers og í íslenzku útgáfunni er hún um 320 blaðsíður. Útgáf an er vönduð vel, og þýðand inn er séra Sveinn Víkingur. I Þeir félagarnir GuSmundur Sveinsson og Gu'ömundur Guðmundsson horfa ásamt japönskum leiðsögu- | manni sínum á gamalt japanskt hof í fögru umhverfi við Kyoto. I f gærmorgun sátu tveir lang- förulir Vestfirðingar inni í skrifstofu heildsölunnar Marco í Morgunblaðshúsinu. Þeir voru að koma fr'á Japan. Þetta voru þeir Guðmundur Sv-einsson, fréttaritari Tímans á ísafirði, og Guðmundur Guðmundsson, netagerðarmaður. Þeir Guðm- undarnir reka Netagerð Vest- fjarða á ísafirði, en það fyrir- tæki setur saman nótina fyrir margan síldveiðibátinn eða bæt- ir hana. Tíðindamaður blaðsins hitti þá félaga snöggvast að máli, en annars hefur' Guðmund ur heitið að segja Tímanum bet- ur frá Japansförinni síðar. — Hvað átti það að þýða að þjóta til Japan? — Ja, okkur var boðið þetta og áttum við kannske að neita boðinu? — Nei, auðvitað ekki, en •hvert var erindið? — Heildverzlunin Marco hef- ur umboð fyr’ir japanskt neta- gerðarfyrirtæki, sem heitir Momoi Fishing Net Meg. Co. í Ako-shi í Japan. Þetta mun vera stærsta netaverksmiðja í Japan og selur Evrópumönnum og Ameríkumönnum mjög mikið af veiðarfærum. Þetta fyr'irtæki flytur t. d. út um 40% af öllum fiskinetum, sem Japanir flytja út, og sést á því, 'hve fyrirtækið er stórvaxið. Síðustu ’árin hefur mikið verið flutt hingað til lands af fiskinetjum, nótum frá Momoi, og við höfum unnið mikið úr þessum netum. Svo bauð fyrir'tækið okkur út til þess að skoða verksmiðjurnar og framleiðsluna, og eins til þess að við gætum kynnt þeim íslenzkar þarfir svo að þeir gætu frekar fullnægt þeim. — Hvert var haldið héðan? — Með flugvél til Hamborg- ar. Þar dvöldum við þrjá daga á vegum skrifstofu japanska fyrirtækisins þar í borg. Þar stigum við svo upp í þotu og flugum í einum áfanga til An- chorage í Alaska, og þaðan beint til Tokio. Við vorum 16 klukkustundir á flugi frá Ham- borg til Japan. Þar tóku full- trúar Momoi á móti okkui’, og þegar við höfðum skoðað borg- ina, fórum við til Ako-shi, þar sem aðalverksmiðjur Momoi eru. Þar vinna um 1200 manns, og eru notaðar að mestu alveg nýjar vélar, flestar árasgamlar. Þetta eru japanskar vélar og mjög géðar. Þjóðverjar nota t.d. japanskar hnýtingavélar í neta- verksmiðjum sínum. Eftir það fórum við til Kyoto og Nara og skoðuðum fleiri borgir. Allt var þetta ferðalag mjög lærdóms- ríkt og, skemmtilegt og vel fyrir okkur séð í alla staði. — Kynntuzt þið fiskveiðum Japana? — Já, við f0111111 til stórs út- gerðarbæjar í nágrenni Tokio. Þar eru gerðir út um þúsund bátar, og m.a. stundaðar humar- veiðar. Útgerðarbragur allur var hinn myndarlegasti, og það vakti einkum athygli okkar, hve umgengni í bátnum var þrifleg, t.d. í vélarrúmi. — Fóruð þið beint heim fró Japan? — Nei, við fórum fyrst til Honolulu og vorum þar tvo daga og síðan til Los Angeles, þar sem við dvöldum aðra tvo daga. Þar skoðuðum við útibú og verksmiðju Momoi og sáum ýmsar nýjungar, t.d. netagerð, þar sem engir hnútar eru, held- ur þræðir mpskvanna ofnir saman. Þetta er enn á til- raunastigi, en líklegt að þetta valdi miklum breytingum til bóta í netagerð. Svo fórum við til New York og komum heim með Loftleiðum í gærmorgun, sögðu þeir Guðmundarnir að lokum. — Hvað voruð þið lengi í för- inni? — 23 daga. — Guðmundur Sveinsson til hægri, og Guðmundur Guðmundsson staddir í Japan. 'A fslenzkir netagerðarmenn fóru 1 til Japans að skoða netagerð I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.