Tíminn - 26.11.1960, Síða 11
T f MIN N, laugardaginn 26. nóvember 1960.
11
Leikfélag Kópavogs: — Útibúið í Árósum
Ærslaleikiir, sem óspart
kitlar hláturtaugarnar
eftir Curt Kraatz og Max Neal
leikstjóri: Einar Guðmuné.sson .
Um þessar mundii er sennilega
hvergi á landinu hlegið jafn inni-
lega og í þessu nýja leikriti Leik-
féiags Kópavogs.
Þetta unga og þróttmikla leikr
íólag á að visu við erfiðar aðstæð-
ur að búa, en meðlimir þess leggja
gveinilega hart að sér og vinna
mikið. Félagið er í sóknarhug og
scgja mætti mér að þeir tímar
seu skammt undan, að hinir lærðu
knæpuspektngar nófuðstaðarins
r eyðist til að tala um Leikfélag
Kopavogs af tilhlýðiltgri virðingu.
Það er að minnsta kosfi staðreynd
að um þessár mundir tekst leik-
u’um þess öðrum betur að vekja
ósvikinn hlátur gesta sinna, — og
er það ekki helzti óskadraumur
hvers gamanleikara? — Og það
er vonandi aðeins Alþýðublaðið.
sem er svo hámenntað i ieiklist,
að það geti sagt, að Kópavogsbú-
ar hafi ekki vit á, hvenær þeir
c gi að hlæja! „Útibú í Árósum“
ev í stuttu máli sagt gamanleikur,
sem hefur það eitt að markmiði,
að skemmta fólki eina kvöldstund.
Þessu marki ná höfundarnir full-
komlega. Aðferð þeirra er að vísu
á engan hátt frumleg eða skáld-
'eg. Þeir fara á hrifiingabjörgum
um leikbókmenntirnar og fá víða
að láni eitt og annað, sem reynsla
er fyrir að veki einkum hlátur
nianna í leikhúsi. Þetta er síðan
kvyddað með fyndni, sem höfundar
hafa orðið sér úti um í gömlum
brandarasöfnum Bokmenntalegt
gi!di hefur þetta leikrit því ekki,
en það er liðlega samið og spreng
hlægilegt.
Leikstjóri er Einar Guðmunds-
son og er þetta fyrsta leikritið,
Max Anderson (Sigurður Jóhannsson). Frú Möller (Auður Jónsdóttir).
sem hann stjórnar. Hraði leiksins
var góður og það var hressilegur
biær yfir óllum leiknum. Verk
h;ns unga ieikstjóra var vel og
samvizkusamlega unnið við erfið-
ar aðstæður.
Frú Auður Jónsdórtir fer með
aðalhlutverk leikritsms. Er leikur
hennar bráðfyndinn, léttur og í'jör-
legur. Frú Auður er reynd og ör-
ugg leikkona og á létt með að
túlka hið skoplega í hlutverki
síiiu.
Sig. Grétar Guðmundsson fer
einnig léttilega með hlutverk sitt
sem hinn ótrúi eiginmaður. Hann
er ltríkur í leik sínum og getur
siegið á ólíka strengi. Leikur hans
í 2. og 3. þætti var ágætur.
Helga Löve, í hlutverki Irene
Lenko, er stórglæsOeg. Hún er
upprennandi stjarna, sem er
skemmtilega frjálsleg og djörf í
f.isi. Þegar þessi leikkona hefur
fengið nauðsynlega ögum, ætti
bún að eiga auðvelt með að kom-
as< í fremstu röð.
Sigurður Jóliannesson (Max)
minnir dálítið á Flosa Ólafsson og
var afar vinsæll á '’viðinu. Sama
r.'áli gegnir um Víiborgu Sven
bjarnardóttur, (Annemarie, kær-
asta Max). Hún er falleg leikkona.
sem býður af sér íóðan þokka.
Leikur hennar var eðlilegur og
Icutverk sitt leysti hún vel af
lmndi.
Árni Kárason lék alþingismann-
ikr Andersen af myndugleik og
öryggi. Hann sómdi sér prýðilega
í þessu hlutverki. Aftur á móti er
!okur Péturs Sveinssonar ekki
sem bezt heppnaður að þessu
sinni. Pétur er dágott efni í skop-
leikara, en í þessu hlutverki of-
,le kur hann á köflum og ýkir
I skapferli og framkomu hins
Theobald Möller (Sig. Grétar Guðm.son). Diego (Pétur Sveinsson).
Paul Newmann (Gestur Gíslason). Theobald Möller (Sig. Grétar Guð
mundsson). Cohn (Björn Einarsson).
spánska greifa, sem verður fyrir!
bragðið ekii eins skemmtilegur og
eini standa til. Sveinn Halldórs-
son fer með iítið hlutverk, en
gerir því góð skil. Gestur Gísla-
son, er nokkuð daufur framan af,
en leikur hans fer vaxandi og
hann bregður víða fyrir sig ágæt-
um leik. Björn Einarsson leikur
bragðarefinn Cohn af mikilli prýði
og er túlkun hans c,l hin hressi-
legasta.
Gunnar llarðarson, Guðmundur
Guðmundsson og Hulda Sveins-
dóttir fara með smáhluíverk í
þessum le;k og skila þeim yfir-
leitt snoturlega.
Ef menn fara til að sjá þennan
leik til þess eins að létta sér upp
f;á amstri ug alvariegum heila-
brotum dagsins, þá verða þeir
ekki fyrir vonbrigðum. Leikfélag
Kópavogs á þakkir skyldar fyrir
dugnað sinn og þá ágætu skemmt-
un, sem það veitir gestum sínum.
Gunnar Dal
Vegleg
minnningar-
gjöf
Á ÁRUNUM 1954—’56 fóru fram
miklar endurbætur á Kálfholts-
•kirkju í Rangárvallasýslu. Kostuðu
þær háa fjárhæð, sem nú er að
fullu greidd.
ítilefni af þessum endurbótum
hafa mörg núverandi og fyrrver-
andi sóknarbörn kirkjunnar minnzt
hennar með áheitum og rausnar-
legum gjöfum í peningum og góð
um gripum. Hefur áður verið get
ði þess, sem barst til síðustu ára-
móta. Sl. vor gáfu hjónin Ingiriður
Eiríksdóttir og Guðjón Jónsson í
Ási 10 sálmabækur. En á nýliðnu
sumri barst kirkjunni stór og veg-
leg gjöf. Er það skírnarfontur,
meistaralega útskorinn af lista-
manninum Ríkharði Jónssyni í
Reykjavík, með guðspjallamynd-
um og ritningargreinum; og að
font fonturinn sé gefinn: „til minn-
ingar um Maríu Jóhannesdóttir og
Ágúst Jónsson frá Sauðholti. Frá
börnum , þeirra". Skírnarskálina
átti kirkjan fyrir, á hana er grafið
1663.
Eins og meðfylgjandi mynd sýn-
ir er hér um mikinn og fagran
grip að ræða, sem ánægjulegt er
að kirkjan hefur eignazt, til prýði
og yndisauka. Gefendunum er
hann um langa framtið gott.vitni
rausnar og ræktarsemi við ferrn-
ingarkirkju sína, ásamt ríkum kær
leikshug til látinna foreldra.
Fyrir hönd safnaðar Kálfholts-
kirkju fær'i ég gefendum skírnar-
fontsins sérstaklega, svo og öllum,
sem óður hafa gært kirkjunni gjaf
ir, hjartans þakkir og hugheilar
árnaðaróskir.
Guðjón Jónsson
sóknarnefndarform.
Kvikmyndasýn
ing Germaníu
Á morgun, laugardag, verS
ur kvikmyndasýning á vegum
félagsins Germanía í Nýja
bíói, hin síffasta fyrir ára-
mótin. Sýndar verffa aff venju
frétta- og fræffslumyndir.
Fréttamyndimar, sem sýnd
ar verða, eru frá síðastliðnu
sumri og hausti, m.a. frá V-
Berlín, nýbyggingum þar og
skipulagningu, sem risið hafa
upp úr rústunum, er stríðið
skildi eftir.
Fræðslumyndirnar verða
tvær. Er önnur frá sumar-
búðum kaþólskra ungmenna,
Burg Feuerstein, þar sem
margt er haft fyrir stafni,
m.a. svifflug. Hin fræðslu
myndin er einkar nýstárleg,
tekin í brúðuleikhúsi, þar sem
brúðurnar dansa ballet, dauða
dansinn, af einstakri list.
Sýningin hefst kl. 2 e.h., og
er öllum heimill aðgangur,
börnum þó einungis í fylgd
með fullorðnum.
Leikhúsgestur hjá Leikfélagi Kópavogs skrifar:
Kátlegt viðskiptalíf
Það er útlendingum sifellt undr-
unarefni, að smáþjéð eins og ís
lendingar geti átt sérstæða og sér
staka menningu svo fáir og fá-
tækir sem þeir eru. Eins mun
vera með okkur Reykvíkinga, að
við undrumst, þegar við rennum
augum yfir glæsilegt félagsheimili
sem hinn kornungi kaupstaður á
Digraneshálsi hefur reiSt og hækk
ar „að tiltölu við fólksfjölda" mun
meira en háreist bæjarsjúkrahús
höfuðborgarinnar.
Enn meiri furðu mætti það
vekja okkur oð félag áhuga-
manna um leiklist skuli að vinnu
degi loknum æfa og leika þar
nokkur lelkrit á ári.
Eg átti þess kost nú fyrlr
skömmu að sjá fyrsta leikrif þeirra
á þessu haustl: ÚTIBÚIÐ í ÁRÓS-
UM. Ekki myndi neinum detta í
hug að leggja sömu mælistiku á
þe'tta starf og það sem atvinnu-
vinir Thalíu geta afrekað við Hverf
isgötu, en skemmtilegri kvöld-
stund er hægt að eyða við að
kynnast tómstundarföndri þeirra
áhugamanna þar i Kópavogl.
Leikritið er léttur gamanleikur
og efnið margnotað. Fjölkvænis
hneigð eiginmanns, sem tekinn er
að reskjast og ætlar að næla sér
í imyndaða æsku með því'að sofa
hjá ungri konu. Alltaf er hægt að
láta skringiiega og skemmtilega
hluti gerast í sambandi við þá
klípu, sem er samfara því að
reyna að fara á bak við slynga
eiginkonu.
Ekki tekst öllum þeim, sem með
leik fara jafn vel, en ég tel hlut
þeirra beztan: Helgu Löve, sem
leikur léttlyndu konuna, sem
geymd er i Árósum, Björns Ein
arssonar, sem sér um hið vafa
sama fyrirtæki f Árósum og Vil
borgar Sveinbjarnardóttur, sem
fer með hlutverk dóttur hins
brokkgenga kaupmanns, sem er
talinn fyrlr útibúinu í Árósum.
Sigurður Jóhannesson fer og all
vel með hlutverk, þess sem vill
verða tengdasonur á kaupmanns
heimilinu. Þetta átti vart að vera
lelkdómur svo ég tíunda ekki nöfn
en mér finnst Sigurður Grétar Guð
mundsson um of unglegur i gerfi
því, sem hann ber til að vera trú
verðugur gamall gjálifisbósi. En
þessi merkilega menningarstarf
seml, sem þarna er að gerast er
þess virði að henni sé gaumur
gefinn og þeir, sem vildu kynn
ast henni geta haft hláturlétt
kvöld fyrir vikið. Ekki efa ég að
þegar þetta duglega leikfélag fer
að heimsækja nágrannasveitirnar
muni það eiga vinsældum að fagna
með Árósaútibúið sitt. VEB
/