Tíminn - 30.11.1960, Page 11

Tíminn - 30.11.1960, Page 11
T.f;M I N N, migvihudaginn 30. nóvember 1960. 11 — Bráðum koma blessuS jólin, börnin fara að hlakka til. Jólaundirbúningurinn kostar mikið amstur og peninga, oft meiri peninga en fólk hefur ráð á. En enginn vill láta á- nægju jólanna fara forgörðum eða láta þess ófreistað að vekja gleði barnarna, og þá getur stundum verið gott að grípa til handlagni og hugvits ef pyngjan er létt og jóla- skrautið vantar. Á myndunum hér að ofan sjáið þið nokkra fiska og fiðrildi, klippt út úr glitpappír eða málmþynnum. Hvernig væri að reyna þetta um jólxn, kaupa pappírinn sem til þarf og kostar varla mikla peninga, taka sér skæri í hönd, og þá er allt fengið sem til þarf nema kannski svolítið af nostursemi. Þessar klippmyndir mættu prýða jóla- .tréð og kannski líka hurðir og veggi. Mokka Svissnessa lis'takonan, Dolinda Tanner, sýnir níu veggteppi og Sjö diska (keramík) 1 MokkaKaffi im þessar mundir. Teppin eru unnin úr islenzkri ull — og er þessi varnmgur allnr til sölu. Dolinda Tanner er búsett í Sviss I ’en hefur dvalið nokkuð hér á I.ndi og vann meðai annars með Desti Þorgrímssyni að hinum | þekkta „Laugarnesleir“. Teppin á syningunni eru brugðin með „Al- adín“-nál, og eru þessir munir hinir eigulegustu. Kammagerðín i Hafnarsfraen er ryrir noKKrum viKum oyriuo ao seiia |oia- varning sinn, enda miðar verzlunin þennan tíma aðallega viS jólagjafir, sem eiga að fara til fjarlægra landa. Sér verzlunin að öllu leyti um send- ingar á jótavörunum út, og hefur þessi þjónusta líkað mjög vel. Rétt þykir að benda á það, að nú er hver síðastur að senda þær jólagjafir til útlanda, sem eiga að fara með skipapósti, en flugpósturinn er til muna dýrarl, - þótt skipapósturinn sé að vísu æði dýr líka. (Ljósm.: TÍMINN KM). „Snnst inni er ég viökvæmur" Endurmínningar Adolfs Eichmann koma á markaí? — Itinst inni er ég við- kvæmur maður, segir naz- istaböðullinn Adolf Eich- mann, í fyrsta bindi ævi- mi'nninga sinna sem kom- ið er á markaðinn. Endurminningar böðuls- ins eru gefnar út 1 Argen- tínu, en þar hefur þýzki blaðamaðurinn Wilhelm Sassen tekið sér fyrir hend ur að skrá þær samkvæmt viðtölum sínum við sögu- persónu þessa. Eichmann sit- ur nú eins og kunnugt er í fangelsi í ísra- el og bíður sins dóms, en hann var nappaður í Argentínu og fluttur þaðan með leynd. Fyrsti hluti endurminning anna kom á þrykk í bandaríska stór- blaðinu „Life“, síðasta hefti, og eru þær nokkurs konar vörn fyrir Eichmann, þar sem lögö er áherzla á, að hann hafi aðeins verið litill hlekkur í stórri keðju, sem tók við og framkvæmdi gefnar fyrirskipanir. — Það mætti allt eins vel ákæra járnbrautaryfirvöld in, sem stóðu að flutningi gyðinga til fangabúðanna eins og mig, segir Eich- mann, — skipun var skip un í landi okkar. Ef ég hefði sett mig upp á móti skipunum foringjans, þá hefði ég verið ræfill og fyrirlitlegt svín. Eichmann viðurkennir, að hann beri ábyrgð á því hvernig gyðingar voru tind ir upp í Evrópulöndunum og fluttir í eyðingarstöðv arnar. „Ef unnt er að segja að ég hafi á þessum vett- vangi staðið að eyðingu gyð inga, viðurkenni ég sök mína af fúsum vilja“, bætir hann við — „ef ég hefði ekki séð um flutningana, hefðu gyðingamir auðvit- að ekki komizt á aftöku- stað. Eg var lítið hjól í hinni stóru vél“. ÍVSeðalhraði var 89 km. á klst. í júlí þessa árs lenti vega- lögreglan, sem var að gæzlu- störfum austanfjalls, í elt- ingaleik við bifreiðina G-1796, sem ekið hafði verið með æðis legum hraða í átt til Rvík- ur. Hófst eftirförin á móts við Þórustaði í Ölfusi, og henni lauk ekki fyrr en á Lækjartorgi. Hafði þá ferðin frá Hveragerði til Reykjavík ur tekið 30 mínútur. Er þaö 44,5 km., sem þýðir að bílstj. hafi ekið með 89 km. hraða til jafnaðar. Ökuþórinn reynd ist heita Daníel Halldórsson frá Tryggvastöðum á Sel- tjarnarnesi. Með honum í bílnum voru 5 konur og einn karlmaður. í undirrétti var Daníel dæmdur í 1500 króna sekt fyrir óhæfilega hraðan akst- ur, en ökuleyfissviftingar hafði ekki verið krafizt. Dani el áfrýjaði, en hæstiréttur var á sama máli og undirréttur. Geðveikir kjósa Frakkland er undarlegt land. Þar hafa nú ekki einasta veriS teknar upp hlutfallskosningar, heldur hefur nú geðveikissjúklingum einnig veriS veittur kosningarréttur. Þetta hefur orsakaö skringilegar kringumstæður í þorpinu Aroma í Júrafjöllum, en þaðan kemur mikið af góðum vínum og ekki lakari ost um. Bæjarráðið telur ellefu meðlimi en atkvæðisbærir í þorpinu eru að eins 148. Auk þess eru nú 161 at kvæðisbær kona í geðveikraspitala einum innan kjördæmisins. Óttast menn nú að þe'tta hafi ó fyrlrsjáanleg áhrí? á pólitíkina í Aroma og nágrenni. Gild sönnun Pineau, áður utanríkisráðherra Frakklands, hefur nú ofan af fyrir sér sem barnabókahöfundur og seg- ir að það sé hæfilegur starfi fyrir gamlan pólitíkus á tíð de Gaulles. Hann verður að sjálfsögðu að um- gangast börn og stúdera framkomu þeirra til að fá efni í bækur sínar, og af þeirri reynslu sinni hefur hann sagt eftlrfarandi: — Ég hlttl litla stúlku, sem sagði við mig með nokkru stolti: — Nú er ég gift, mr. Pineau. — Hum, sagði ég, og hvernig veiztu að það sé raunverulega mað- urinn þinn? — Jú, sagði hún og bætti við til skýringar, — þegar við fórum að rífast, þá hljóp hann strax heim tii mömmu sinnar. Dýr væri hann allur Churcill gamli datt um daginn og meiddi sig eins og menn muna. Hann hefur svo legið, karlinn, og verlð heldur óvær, því að hann er því ekki vanur að halda lengi til i rúminu. Honum hafa nú borizt tíð- indi, sem hressa svolítið upp á skaps munina, sem sé þau að Metro-Gold wyn Meyer í Hollywood vill borga honum allháa fjárupphæð fyrir kvik myndaréttinn að sjáifsævisögu hans fram að 1910. Þá eru eftir 50 ár af ævl gamla mannsins, en fulitrúi kvik myndafélagsins sagðist láta þetta nægja í bili, — því hvað þessi 50 ár eiga eftir að kosta, það þorum við ekki einu sinni að gera okkur í hug arlund í dag. Onassis og Caílas Skipakóngurinn Onassis og óperu söngkonan Callas þeysa nú saman um veröldina og gengur ekki hnífur inn á milli þeirra, svo er ástríki þeirra mlkið. Þessi mynd var fyrir skömmu Carlo, á tekin af þeim i Monte fylgd með þelm skötuhjúum er ballettfrumsýningu og I furstafrú nokkur indversk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.