Tíminn - 09.12.1960, Qupperneq 7

Tíminn - 09.12.1960, Qupperneq 7
7 TÍMINN, íöstudaginn 9. desember 1960. INO Ríkisstjórn, sem heíur glatað öllu trausti þjóðarinnar, á þegar í stað að fara frá Kaflar iir framsöguræðu Halldórs E. Sigurðssonar fyrir áliti nefndarhluta Framsóknarflokksins í fjárveitinganefnd Hér fara á eftir tveir stutt ir kaflar úr ræðu þeirri er Halldór E. Sigurðsson flutti fyrir nefndaráliti nefndar- hluta Framsóknarmanna í fjárveitinganefnd. Hinn fyrri f jallar um nokkrar af hinum frægu „lækkunargreinum“ f jármálaráðherra og hinn síð- ari er niðurlagið á ræðunni. Gert er ráð fyrir að alþing iskostnaður lækki um eina milljón króna. Um alþingis- kostnað er það að segja, að | hann er jafnan áætlaður, því að ekki er vitað, hver hann kann að verða, og er það greitt sem hann kostar, hvort sem það er mikið eða lítið. Störf Alþingis metur þjóðin ekki eftir kostnaði, heldur eftir af greiðslu þeirra mála, og þýð- ingu þeirra, er þaðan eru af- greidd fyrir þjóðina. Þetta A1 þingi, sem nú situr, hefur ver ið aðgerðalítið, svo sem kunn- ugt er. Þag mun nú vera búið að afgreiða tvö lagafrumvörp og eina þáltill., auk nokkurra fyrirspurna. Ríkisstj. hefur ekki gert mikið að því að leggja mál fyrir hér á hv; A1 þingi, en hins vegar hafa stjórnarliðar setið á þeim mál um, er við í stjórnarandstöð- unni höfum flutt, og eru mál okkar nú öll í nefndum. Á fyrstu dögum þingsins var vís að til fjvn. frv. um vaxtalækk unina, sem ekki hefur fengizt afgr. þaöan, og svo er um fleiri mál, — þau eru yfirleitt í meðferð þingnefnda, án þess að nokkuð sé hugsað um að koma þeim áfram til af- greiðslu. Ef þannig er á þingmálum haldið, þá má segja með réttu, að ekki sé þörf á því, að Al- þingi starfi lengi. En fyrir þjóðina skiptir það mestu máli að málefnin, sem Alþingi af- greiðir, séu henni giftudrjúg, og það mun hún meta að verð leikum. Eins og forustu Al- þingis hefur verið háttað hjá hæstv. ríkisstj. það sem af er þessu þingi, þá mun ekki veg- ur þess vaxa. Hvort milljónir sparist, þaö skal ég ekkert um segja. Stjórnarráðið og utan- ríkisþjónustan. Þá kem ég næst að stjórnar ráðinu og utanríkisþjónust- unni. Hæstv. ríkisstj. lýsti því yfir í fyrra, að í utanríkis- þjónustunni mætti mikið spara, og það var vikið að því í nál. og framsögu meirihluta fjvn. á síðasta þingi. Það átti, i heildarendurskoðuninni, sem fjárl. áttu að fara í gegnum hjá hæstv. ríkisstj., sé’-stak- lega að skoða þetta atriði. Og nú sjáum við árangurinn af því Sú breyting, sem hefur verið gerð á utanríkishjónust unni, er sú, að annað sendi- < herraembættið í Paris er lagt niður. Við þetta sparast laun sendiherrans eða réttara sagt staðaruppbótin, sem honum var greidd þar, því að hann er einn sendiherra er tekinn til starfa inn í utanrrn. svo launagreiðslur falla ekki nið ur. En það sem gerist hins veg ar er það, að kostnaður við 'önnur sendiráð og utanríkis- þjónusta hækkar meira held ur en þessum sparnaði nem- ur, svo að utariríkisþjónustan er hærri. Það er hærri fjár- veiting við hana nú við 2. um ræðu þessara fjárl. heldur en var í fjárl. yfirstandandi árs. T.d. hækka launagreiðslur við sendiráðið í Kaupmannahöfn um 300 þús. kr. HALLDÓR E. SIGURÐSSON skattan. hefur verið, þá er það svo, að yfir- og undir- skattanefndir kostuðu sam- kvæmt yfirstandandi fjárl. 2,1 millj. kr., en skattstofurn ar 6 millj. kr. Það mun þó hafa verið reyndin, að frekar hafi kostnaður við skattstof- ur orðið meiri en áætlað hafi verið, en öfugt með skatta- nefndirnar. Sveitarsjóðir? Hæstv. ráðh. tilkynnti það, að hann mundi leggja til breytingu á þessum málum, og væri þar miðað við sparn að. Nú er allt í óvissu með það, hvernig framkvæmdin kann að verða, þar sem ekk ert frv. liggur fyrir hér á hv. Alþingi um breytingu á með- ferð skattamála eins og boð- að hefur verið. Heyrzt hefur það, að hugmyndin sé að láta bæjar- og sveitarsjóði ann- ast kostnaðinn af fram- tölum, og er það út af fyrir sig ekki sparnaður, þó að gjaldaliðir sér færðir y/ir til annarra aðila og látnir auka þeirra útgjöld, en þannig mundi það verða, ef þessi breyting yrði á gerð. Það er heldur ekki séð, hvað væntanlegar skattstofur kunna að kosta, en kunnugt er það, að störf skattan.- manna hafa aldrei orðið ríkis- sjóði dýr. Hins vegar er hér um nokkuð háa tölu nefnda að ræða, og ef hæstv. fjmrh. hefði sérstakan áhuga fyrir því að geta sagt, að hann hefði lagt niður margar nefnd ir, þá er þarna æskilegt verk að vinna, frá hans bæjardyr- um séð, en lítil áhrif mundi það hafa til þess aö draga úr kostnaði ríkissjóðs, þó að þetta yrði framkvæmt. Sá sparnaður, sem áætlað ur er af þessari breytingu, er að mestu leyti étinn upp á greininni, því að hún lækk ar aðeins um 270 þús. /rá því sem hún er á gildandi fjárl. í niðurlagi ræðunnar komst Halldór svo að orði: Efnahagskerfið keyrt í kút Enn hefur enginn gert til- raun til að trufla þau áhrif, sem viðreisnin kann að hafa. Kostir hennar hafa því full- komlega getað notið sín og hefur stjórnarandstaðan hag að sér þar á annan veg held ur en gert var sumarið 1958. En hver eru áhrifin frá við- reisninni á afgreiðslu fjár- laga og afkomu þjóðarinnar? Það var taliö í grg. fyrir efna hagsmálafrv. ríkisstj. í fyrra vetur, að viðreisnin mundi skapa fjárhags-, viðskipta- og athafnalífinu traustari, varanlegri og heilbrigðari grundvöll. Eru áhrifin á þann veg að atvinnu og viðskiptalíf þjóðarinnar sé traustara, var anlegra og heilbrigðara en ver ið hefur. Nei, áhrifin eru á allt annan veg. Fjármála- og viðskiptalíf íslenzku þjóðar- innar er nú reyrt í kút. Fram undan er meiri óvissa en nokkru sinni fyrr og meira getuleysi í fjármálum ríkis- sjóðs og þjóðarinnar. Og ef við lítum úti um landsbyggð- ina, þá blasa áhrif viðreisn- arinnar við alls staðar á þennan hátt. Stöðvun — hrun Afkoma í sveitum lands- ins er nú þrátt fyrir góðæri, alvarlegri en verið hefur um langt árabil. Atvinnutækin liggja bundin hér í höfn og gömul atvinnufyrirtæki riða til falls. Minnkandi atvinna er víða að segja til sín e~ minnkandi viðskipti í við- skiptalífinu. Þetta eru áhrif- in af viðreisninni eftir að hún hefur staðið í nokkra mánuði, og hvað segja stétt- irnar í landinu um áhrif við reisnarinnar. — Bændurnir sögðu á sínu þingi: E/na- hagsráðstafanir ríkisstjórnar innar koma hart niður á bændum. Hvað sögðu útvegs mennirnir um efnahagsráð- st. ríkisstj.: Þær leiða af sér lömun þjóðarlikamans, og hvað sögðu verkamennirnir á sínu þingi: Fyrir hverja er stjórnað? Það er ekki fyrir okkur, sögðu þeir. Þetta er vitnisburðurinn, sem við- reisnin fær, eftir að hafa staðið í nokkra mánuði. Þetta eru áhrifin, óvissan og getuleysið. Það er einkenni hennar og það eru þau áhrif sem hún hefur á fjárlagaaf- greiðsluna í dag. Og hvað hef ur hæstv. ríkisstj. gert? Það, sem hún er að gera er það, að hún er aö brjóta niður kerfið, sem hún setti í upp- hafi þessa árs og átti að vera varanlegt. Uppbætur Hún er að taka aftur upp uppbæturnar með því að borga tryggingagjöldin. Hún lýsti því yfir, að atvinnuveg- irnir skyldu standa á eigin fótum. Nú er því hins vegar yfir lýst, aö það eigi að gera sérstakar ráðstafanir fyrir at vinnuvegina, þegar þingið komi saman á nýjan leik eft ir áramótin. Það var lýst yfir af hæstv. rikisstj., að hún mundi engin afskipti hafa af vinnustöðvun. Hún gaf út bráðabirðalög þegar átti að koma til fyrstu vinnustöðun arinnar og bannaði hana. Það (Framhald á 2. síðu). Eitt sendiráð á Norðurlöndum Á Alþingi hér í fyrra, þá lögðum viö Famsóknarmenn fram till. til þál. um að end- urskoðun á utanríkisþjónust- unni. í þeirri till. var gert ráð fyrir því að endurskoða lög- gjöfina um utanríkisþjónust- una og með það fyrir augum að gera hana ódýrari. Þessi till. var ekki útrædd hér á þinginu, en komin var fram till. frá stjórnarliðinu um að vísa henni til hæstv. ríkisstj. og þá gert ráð fyrir því, að hún hefði þessi mál til sér- stakrar athugunar. í einni á- bendingunni, sem núv. neiri- hluti fjvn. benti ríkisstj. á til sparnaðar, er sagt, að meira megi gera í utanríkisþjónust unni til sparnaðar. í tillögum okkar Framsóknarmanna er lagt til að gera á þessu nokkr ar breýtingar, og er það eðli- legt framhald af því, sem við höfum áður gert, bæði með því að flytja þáltill. í fyrra og einnig kom það fram í fram söguræðu frá okkar hálfu í afgreiðslu fjárlaga þá, að stefna bæri að því að hafa eitt sendiráð á Norðurlönd- um, og ég hygg, að það sé mál manna, að sú stefna nái hér fram að ganga á Alþingi, þótt síðar verði. Ekki nógu undirbúið? Nú munu þeir stjórnarlið ar e.t.v. halda því fram, að þetta mál sé ekki nógu vel undirbúið til þess að af því geti orðið sparnaður úr þessu á næsta ári, en þá er því til að svara, að þeir hafa tvö undanfarin ár rætt um það að vinna að samdrætti í utan rik’sbjónustunni og m.a. drep ið á það að sameina sendi- ráðin á Norðurlöndum. Okkar till. er um það, að eitt sendiráð verði og rikis- stj. ákveði staðsetningu ':ess. Frekari aögerðir og athugun í utanríkisþjónustunni á aö gera, eins og við lögðum tií með þáltill. í fyrra, og í því sambandi getur það líka kom ið til athugunar, hvort ein- hvers staðar á ekki að taka upp ný sendiráð vegna hags- muna okkar. Við eigum að miða utanríkisþjónustuna við hagsmuni okkar, en ekki við það form, sem við féllum í, þegar við tókum þessi mál í upphafi og var þá miðað við þau kynni, sem við höfum haft af þjóðunum áður. Dregið verði úr utanförum • Lítilsháttar lækkun er á greininni í heild til stjórnar- ráðsins og utanríkisþjónust- unnar, en hún er um 42 millj. kr. samtals, en lækkunin er nú við 2. umr. 230 þús. og er það nánast tilviljun, þar sem gert er ráð fyrir að „annar kostnaður" ráðuneytanna lækki, og getur vel verið, að svo fari, þótt engin sé vissa fyrir því. Við leggjum einnig til í okk ar tillögum, að dregið verði úr sendiferðum og utanförum, svo að kostnaður við utanríkis þjónustuna á þeim lið lækki líka. Skattanefndirnar Fimmta sparnaðartillagan, sem hæstv. ráðh. talaði um með fjárl. í haust eða við 1. umr. þeirra, það voru skatta nefndirnar, sem eru mikill þyrnir í hans augum. Eins og kunnugt er, hafa undir- og yfirskattanefndir farið með skattamál úti um landiö, en skattstofur aðeins verið á hin um stærri stöðum. Tala þess- ara skattanefnda er, eins og að líkum lætur, nokkuð há, þar sem ein skattanefnd er í hverjum hreppi, og er hér um að ræða 219 nefndir með 657 mönnum. En ef á það er litið, hver kostnaðurinn af þessum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.