Tíminn - 09.12.1960, Síða 9

Tíminn - 09.12.1960, Síða 9
9 I NN, föstudaginn 9. desember 1960. ☆ Eyjafjallasveit er nafn- kennd fyrir sína sérkennilegu fegurð og snörpu svipMbylji. En fleira kemur til. sem heíd- ur á lofti nafni þessa byggð- arlags: Þat starfar einn af okkar myndarlegu héraðsskól um. Þar bjó Runólfur goði, umsvifamikill fyrirliði heiðn- innar í úrslitaátökum hennar við hinn kristna sið á landi hér. Þar gerist ein af vinsæl- ustu sögum Jóns Trausta, sag- an um yfirstéttarkonuna Önnu frá Stóru-Borg. sem þverbraut einstrengingsleg og þröngsýn siðalögmál samtíðar sinnar með því að leggja um- komulausan smalapilt í sæng hjá sér. Þar situr nú á friðar- stóli sá íslenzkur kennimaður, sem um árabil stóð einna mest ur styrr um slíkra manna hér- lendis og þótti beita vopnum sínum betur miklu en almennt gerðist. Og þar býr nú, — því einhvers staðar verður að setja punktinn, — álitlegur hópur röskra bænda, sem vinn ur ötullega að því að bæta nýjum kapítula í sögu sveit- arinnar með því að fegra hana og bæta. Fyrir nokkrum dögum fékk é fest hendur á einum þvílíkum „sagnameistara“ þaðan að austan, Gissuri Gissurarsyni bónda í Sel- koti. „Þorri bænda leggur nú ekki í neinar teljandi umbætur“ Rætt við Gissur Gissurarson bónda í Selkoti undir Eyjafjöllum — Hvað er að frétta af búskapn- um hjá ykkur, Gissur? — Það er nú í sjálfu sér ekki n-ikið um hann að segja. Hjá okk- ui- gerist ekki annað en það, sem á sér stað í hverri sveit á íslandi. Á undanförnurp. árum hefur mikið verið unnið að jarðabótum undir r'yjafjöllum. Skurðgrafa hefur ár- ifga verið þar að verki þar til nú í ár. Ræktunin á Skógasandi hefur verið okkur Austur-Eyfell- mgum mjög mikil lyftistöng. Margir bændur hafa þegar ræktað þar 7—8 ha og þar yfir. Eðlilegar afieiðingar aukinnar ræktunar hafa verið stækkandi bú. Og nú er svo komið að heyin og búpen- iíigurinn er víða að sprengja húsa- kostinn utan af sér. Ekki sama hver ríkjum ræður — Hafið þið nú getað haldið ykkar uppbyggingarstarfi áfram þet'ta ár eins og áður? — Nei, því fer fjarri. En ís- lenzkir bændur eru bjartsýnis- n.enn. Elia hefði þeim. ekki tekizt d'c framkvæma svo mikið sem þeir hafa gert á tiltölulega fáum árum. Og i bjartsýnni trú sinni á að úr GISSUR GiSSURARSON Nokkrar barnabækur frá BOB á Akureyri Þar á meíal tvær nýjar bækur eftir Armann Kr. Einarssoín — áttunda Árnabókin Bókaforlag Odds Björnsson- ar á Akureyri gefur út nokkr- ar barnabækur nú fyrir jólin að venju Þar á meðal eru tvær bækur eftir Ármann Kr. Einarsson. Önnur þeirra er ný Árnabók, eða áttunda bókin í flokknum um f.ugvétaævintýri þeirra Árna og Rúnu í Hraunkoti. Þessar bækur hafa oi'ðið mjög vinsælar meðal barna og unglinga og hafa sumar verið þýddar á norsku og dönsku. Teikningar eru í bókinni eftir lfalldór Pétursson. Þá er einnig komin út önnur barnabók eftir Áimann og heifir Ævintýri í sveitinni og er ætluð yngri börnum. Þetta er saga af Möggu litlu úr Reykjavík. sem fer til sumardvalar hjá frænd- fólki í svertínni. Þetta er létt og gumansöm saga, einnig með teikn ingum eftir Halldór Péturssom, l!kleg til þess að verða vinsæl eins cg aðrar barnabækur Ármanns. Strákablóð heitir drengjasaga, sem BOB gefur út eftir Gest Han- son, sem mun vera dulnefni Eftir þann höfund hafa komið út tvær barnabækur áður, Strákur á kú- fkinnsskóm og Strákur í stríði. Soguhetjur þessara bóka heita Gáki og Gestur, og segir þess- ari nýju bók frá nýjum ævintýr- um þeirra bræðra. í bókinni eru ÁRMANN KR. EilNARSSON rokkrar teikningar eftir ónafn- greindan bróður höfundar. Valsauga heitir Indíánasaga, sem BOB gefur út eftir Ulf Uller í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Þetta cr saga af sléttum Ameríku, þar sem góð vinátta tekst milli \ alsauga og hvítra drengja, Kidda og Jonna. Er saga þessi talin meðal hinna beztu Indíánasagna eg hefur náð miklum vinsældum í Evrópu rætist innan skamms, hafa sumir haldið áfram framkvæmdasókn- ii ni. Þeir hafa ekki viljað trúa því, að í þjóðíélaginu réðu það meinleg öfl, að þau brygðu fæti fyrir þá, sem aðeins biðja um að fá að byggja og nema landið. En veruleikinn lætur ekki að sér hæða. Framkvæmdir mega • heita stöðvaðar. Þorri bænda leggur ekki í neinar teljandi umbætur. Þeir, sem komnir voru af stað með eitt og annað þegar óstjóinin tók við, reyna að basla því eitt- hvað áleiðis þótt meir sé af knýj- andi nauðsyn en mætti. Umbóta- vilji bænda er samur og áður, en þoir hafa rekið sig óþyrmilega á það, að ekki er sama fyrir þá, hvaða stjórnmálaflokkar ráða ríkj vm í landinu. Frá þeim andar æði misjöfnu' í garð bænda. — Strítt talar þú, Gissur bóndi. — Það má vera en er þó hvergi ofmælt. Hið eina góða við gosið — Hvernig hafa fénaðarhöld verið hjá ykkur að undanfömu? — Þau mega heita ágæt. ís- lenzkir bændur eru almennt farnir ! að skilja, að undirstöðuatriði menn j irgarbúskapar er að hafa jafnan ;r.ægjanlegt og gott fóður. Dilkar hafa yfirleitt þyngzt hjá okkur ár ; frá ári og kemur margt til. Við höfum nú sauðfé af Vestfjarða- 1 stofni og hefur það reynzt vel. Fn mestu hefur valdið um vax- andi afurðir af sauðfénu bætt meðferð þess og aukin ræktun. Hefur starfsemi fjáiræktarfélags- ins okkar ekki hvað sízt oröið til þess að glæða skilning manna í | þessum efnum. Eiga forráðamenn j félagsins þaxkir skilið fyrir mikið jeg óeigingjarnt starf í þágu þess. i I ormaður er nú Árni Jónasson frá Grænavatni og með honum í stjórn þeir Sigurjón Sigurgeirsson Hlíð, og Sveinn Jónsson Skarðshlíð. Ar.nars hefur mjólkurframleiðslan reynzt okkur Eyfellingum drýgst tekjulind á undanförnum árum ems og öðrum sunnlenzkum bænd um, allflestum a. m. k. — Ég er nú úr góðkunnu eða íliræmdu hrossahéraði, Gissur, eftrr því hvernig menn vilja á I það líta, og því langar mig til þess að forvitnast um hrossaeign | ykkar. — Mig grunar nú að við séum ekki svo mjög ósammála um ýmsa hluti, en ef þú ert fylgjandi mik- iili hrossaeign bænda þá erum við þar á öndverðum meiði. Hrossum fer fækkandi hjá okkur og gildir emu. Einkum fækkaði þeim upp úr Heklugosinu 1947 og má því segja, að gosið hafi ekki að öllu leyti orðið til bölvunar. Og úr því að við erum að ræða i.m búskapinn þá má geta þess, ad á s.l. ári gekkst búnaðarfélag hreppsins fyrir þvi. að koma upp riðgerðaverkstæði fyrir landbún- aöarvélar. Veitir því forstöðu ung- ur efnispiltur þarna að heiman. Er þetta hin þarfasta stofnun því dýrt er — alla vega — að þurfa að senda dráttarvélar eða önnur tæki um langan veg til viðgerðar ef þau bila t.d. um hásláttinn. Fjárveitingin þarf að hækka — Þið farið ekki varhluta af áreitni vatnsfalla þar undir Eyja- fjöllum, ef mig minnir rétt. — Þar misminnir þig ekkert. Að undanförnu hefur ríkið árlega lagt fram fé til fyrirhleðslu á Svarðbælisá, Kaldaklifsá og Laug- aiá, en þær hafa um langa hríð gert mikinn usla á nytjalöndum. Nú er hinsvegar svo komið, að fjárveitingin er alls ófullnægj- áhdi vegna þess hve vélavinna er öli orðin dýr og gætir þó verk- stjórinn áreiðanlega fyllstu hag- sýni. Við erum þakklátir fjárveit- ir.ganefnd Alþingis fyrir stuðning hennar við þessar landvarnir byggð arlagsins, en hins vegar verður citki hjá því komizt, að benda á n.-juðsyn þess, að fjárframlagið sé hækkað. Þá er vert að geta þess, að nauð synlegt er að ný brú sé byggð á Skógá. Þar er nú brú. sem vegna þrengsla og ellihrörnunar torveld- ar það mjög að bændur geti kom- izt með vélar til þess að nytja land sitt á Skógasandi, auk þess 'sem eitt býli, Drangshlíðardalur, , ei einangrað vegna vatna á með- j an ekki kemur ný brú. Skólamál í góðu horfi — Þið eruð búnir að koma skóla málum ykkar vel fyrir? — Já, við höfum náttúrlega okk 3‘' góða Skógaskóla og öllum Ey- í fellingum þykir vænt um hann. E’- óhætt að fullyiða að skólinn nýtur vaxandi álits héraðsbúa,- enda er þar valirin maður í hverju rúmi hvað stjórn, kennslukrafta cg annað starfslið áhrærir. Þar eru nú 118 nemendur og skólinn fullsetinn. — Eg vil biðja þig að geta þess, að skólinn fékk mjög ánægjulega heimsókn í vetur þar sem var karlakórinn Fósfbræður. Þeir sungu þar fyrir fullu húsi við almenna hrifningu og enginn maður fékk að greiða aðgangs- eyri. Það lítur út fyrir að það séu hugsjónamenn, þeir Fóstbræður. Skólinn hefur einnig fengið heim- sóknir í vetur frá hljómlistar- mönnum o. fl. og eru allar slíkar h.eimsóknir mikils virði fyrir skól- . ann og aðra þá, er þeirra njóta. Hafi þeir þökk fyrir komuna hér í sveit — Á fyrra ári var tekið hér í r.ofkun nýtt barnaskólahús og er það staðsett í Ytri-Skógum. Börn- unum er ekið í skólann. Er það rr.ikil umbót frá farkennslunni. Skólastjóri er Sigurður Guðmunds son. Fær hann almannalof. Kona hans er lærð hjúkrunarkona og ekki er það lakara. Salt jarðar — Félagslífið? — Þegar minnzt er á félagslít þa er það sízt mér að skapi að gieyma kvenfólkinu. Konurnar eru r.ú salt jaiðar í öllu félagslífi, hvort sem félagsskapurinn stendur saman af tveimur manneskjum eða fleiri. Og hjá okkur starfar gott og gróskumikið kvenfélag. Það er nú að æfa leikrit, sem það (Framhald á 13 síðu > islandssaga í myndum Ríkisútgáfa námsbóka hefur ný- lega gefið út nýstárlega kennslu- bók, er nefnist Sagan okkar — Myndir og frásagnir úr fslands- súgu. — Vilbergur Júlíusson skóla stjóri sá um efnisval. Bjami Jóns- son listmálari teiknaði myndir og l tfleti, sem eru í fimm mismun- andi litum. Texta samdi Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri. — Bók- ir. er 80 bis. í stóru broti og í marglitri kápu. — Prentsmiðja Hafnarfjarðar annaðist setningu, er Li'tbrá h.f. prentaði. Hér er ekki um að ræða venju- lega kennslubók í íslandssögu, enda er þar aðeins stiklað á nokkr vm höfuðatriðum sögunnar Öðr- um þræði er bókin atvinnusaga, þar sem með myndum og stuttri frásögn er getið um störf, tæki og tækni og komið víða við. Þess- um merka þætti þjóðarsögunnar er í bókinni gerð meiri skil, en y'irleitt hefur verið gert í kennslu bókum. „Sagan okkar“ er fyrst og fremst n yndabók, texti mjög stuttur, þar sem með nokkrum orðum er skýrt elni myndarinnar. Hins vegar gefa margar myndirnar, sem eru um 215, tilefni til ótal spurninga nemandans og gefa kennaranum tækifæri til frásagnar og fræðslu um þjóðlíf og sögu. Það er líka höfuðtilgangurinn með útgáfu bókarinnar, að hún verði notuð til að auðvelda átt- l.agafræðikennslu i sögu, einkum ; 9 ára bekkjum barnaskólanna. — Mörgum foreldrum mun líka þykja hentugt að fá bókina til heimanotkunar fyrir börn sín. — Bokinni er ætlað að vekja áhuga cg, forvitni nemandans og veita honum fræðslu, sem væri heppi- legur grundvöllur að hinu kerfis- bundna sögunámi, þegar það hefst i 10 ára bekkjum skólanna Ekki er því ætlazt til, að notkun þess- arar bókar miðist við kennslu til prófs, heldur sem allra friálsast nám. Útgáfa bókarinnar er kostuð af Skólavörubúð ríkisútgáíunnar. F.ún verður því ekki meðal hinna festu ókeypis bóka, er útgáfan lætur til nemenda við skyldunám.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.