Tíminn - 09.12.1960, Qupperneq 11
tT^WJvN’N, fSstndaginn 9. desember 1960,
ti
fmrnmmmmmmimmif.
• •
Spurningar til ráðherra
Skipasmiðurinn Carl Broberg,
sem er fæddur í Grænlandi en
búsettur í Kaupmannahöfn, hefur
ritað opið bréf til hins nýja Græn
íandsmálaráðherra, M. Gram, skóla
stjóra. Carl Broberg var sjálfur
í framboði í þingkosningunum á
Norður-Grænlandi en náði ekki
kosningu.
Bréfið er svohljóðandi:
„Til Grænlandsmálaráðherrans:
— Síðan Grænland fékk viður-
kenningu sem hluti danska ríkis-
ir.s hafa grænlenzkir kjósendur
fengið tvo fulltrúa á danska þing-
i:iu. Einu sinni hefur frambjóð-
a.ndi dansks stjórnmálaflokks boð-
ið sig fram við kosningar á Norð-
ur-Grænlandi, en hinir græn-
lenzku kjósendur vísuðu á bug
Iþessari tilraun til að innleiða
dönsk stjórnmálasjónarmið. Þing-
folltrúar Grænlendinga hafa því
h'ngað til forðazt að blanda sér í
sérmál Danmerkur
Við þessar kosningar lýstu fram
bjóðendur í Grænlandi því yfir að
þeir mundu standa til hliðar við
danska ríkisstjórnmálastefnu, og
á þessum forsendum hlutu þeir
kosningu.
Það er því undravert að þing-
fulltrúi Norður-Grænlands hefur
latið draga sig í dilk með þing-
nxeirihluta núverandi ríkisstjómar
og tekið á sig þá ábyrgð sem því
fylgir.
Þar sem þér hafið hvað eftir
annað, eftir að þér voruð útnefnd-
ur Grænlandsmálaráðherra, lýst
því yfir í dagblöðum að þér séuð
því mótfallinn að reka grænlenzka
fiokkspólitík, leyfi ég mér að
ieggja fyrir yður þessar spurn-
ingar:
1. Munuð þér sem þingmaður
Norður-Grænlands — öfugt við
fyrirrennara yðar — greiða at-
kvæði um sérstök dönsk mál?
2. Getið þér upplýst hvernig
slikt getur samræmzt fyiri yfir-
lýsingum yðar um að þér munið
starfa óháður öllum flokkum?
3. Samkvæmt blaðaummælum
rnun seta yðar í ríkisstjórninni
veita danskri flokkspólitik áhrifa-
aðstöðu í Grænlandi. Viljið þér
| geras't ábyi'gur fyrir því að Græn-
land verði i framtíðinni bitbein
1 stjórnmálaflokkanna?"
Klúbburinn er nýjasti veitinga- og skemmtistaðurinn í Reykjavík og sá tíundi með vín-
veitingaleyfi. Meðfylgjandi mynd er úr klúbbnum — þar er vistlegt, eldur brennur á arni
og stólar þægilegir fyrir gestina að sitia í. En svolítið er það undarlegt að svo margir
skemmtistaðir skuli geta þrifizt í þessum 70 þúsund manna bæ.
Rússneskur Othello
Rússar hafa nýlokið gerð ballettkvikmyndarinnar Othello. Stjórnandi er
þjóðlistamaðurinn Vakhtang Chabukiani, vel þekkfur í heimalandi sínu.
Hann fer einnig með hlutverk Othello í myndinni, og hefur verið sæmdur
Leninorðunni fyrir frammistöðu sína þar. Með hlutverk Desdemonu fer
dansmærin Tsignadze. Chabukiani hafði lengi gengið með Shakespeare í
heilanum, segir í tímaritnu Soviet film, og loks gafst honum færi á að
íklæða verk þess meistara búningi kvikmyndar.
Myndin hér að ofan sýnir Chabukiani í hlutverki Othello.
Offramieiðsia á mjólk
Áætlað er, að árið 1965
verði offramleiðsla mjólkur og
ir.jólkurafurða í Vestur-Evrópu.
Þetta kemur fram í skýrslu, sem
Matvæla- og landbúnaðarmálastofn
unin hefur iátið gera. Framleiðslu-
aukningin er meiri en fólksfjölgun
ia í þessum heimshluta og verði
þróunin hin sama og hún hefur
verið undanfarin ár verða 20%
framleiðslunnar umfram þarfir ■—
þ e. a. s. 30 % í löndunum við Mið
jarðarhaf, 25% i löndum Markaðs-
bandalagsins, en töluvert minni
verður offramleiðslan á Norður-
löndum.
„Trav-o-lator“
milli Bank Station og Waterloo Sta-
tion i London. Hefur þetta samgöngu
tæki verið kallað: „Trav o lator".
Rafknúinn stigi hefur verlð lagður Útgangurinn er við Bank of England,
sem Ilka er nefndur hið efnahags-
lega hjarta brezka samveldisins.
Tfu þúsund manns fara kvölds og
morgna í þessum stlga up og niður
að neðanjarðarbrautunum, sem eru
hraðskreiðustu samgöngutækin. Að-
elns þeir, sem hafa nægan tíma, nota
sporvagna og bí|a. Stiginn er á ann
að hundrað metra á lengd, hann flyt
ur 10 þúsund manns á klukkustund
og hraðinn er 180 fet á mínútu.
Myndin er af þessum stiga eða „Trav-
o-lator".
Nautaat í London
Brezkur myndhöggvari, George
Erik, hefur valdið miklum óróa í
London með því að kunngjöra að
hann ætli að gangast fyrir að nauta-
at verði haldið þar.
— Allt er klappað og klárt, segir
Georg Erik, sem er stofnandi og for
seti Taurino-klúbbsins i London. —
Nautaatið verður haidið hér næsta
vetur, ég hef þegar samið við einn
af beztu nautabönum Spánar.
— Maðurinn er vitlaus, segir for
svarsmaður dýraverndunarsambands
ins, — brezk lög leyfa þetta ekki, og
ef lögin stöðva hann ekki, þá gerum
við það. Erik viðurkennir að lögin
kunni að verða sér nokkur þrándur i
götu, og segir að allt sé undir því
komið hvernig dýraverndunarlögin
frá 1911 verðl túlkuð.
I lögunum segir að bannað sé í
Stóra Bretlandi að „skaða eða lim-
lesta útlend dýr". Erik segist ekki
ætla að nota útlenda tudda til atsins.
Auk þess segir hann ekkert Ijótt við
nautaat, þvert á móti sé það mikil
kúnst og bardagi þar sem teflt sé
fram vitsmunum mannslns annars
vegar og krafti uxans hins vegar.
Þessl nautaatsvinur vakti svo mik
inn áhuga dýraverndunarfélaga að
þeir stofnuðu þegar sérstaka nefnd
eða ráð til að vinna gegn nautaati.
Málið hefur nú verið tekið upp í
neðri delid brezka þingsins og aðstoð
arinnanríkisráðherrann krafinn svara
um meining dýraverndunarlaganna.
Ráðherrann hefur nú gefið yfirlýs-
ingu um að sá, sem gerist brotlegur
við lögin, verðl sektaður eða tukt--
húsaður.
114 ár
Kerling ein á Vestur-lndlandi
eignaðist 17 börn, 150 barnabörn,
145 barnabarnabörn og 75 barna-
barnabarnabörn áður en hún dó, en
það var fyrlr skömmu, þá 114 ára
gömul. Hún missti karlinn slnn fyrlr
21 ári. Átta barna hennar eru enn á
lífL