Tíminn - 10.12.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1960, Blaðsíða 3
MINN, laugardaginn 10. desember 1960. De Gaulle vann sigur þegar á fyrsta degi — þrátt fyrir alvarleg átök og vel undirbúnar mótmælaaígercJir a'ndstæ'Singa hans París—Algeirsborg, 9.12- De Gaulle Frakklandsforseti kom í dag til Alsír til þess að vinna stefnu sinni í Alsiirmál- inu fylgi. Hann fór flugleiðis með Caravelle-þotu, sem lenti snemma í morgun í Zenata- Tlemchen, en fór þaðan með þyrlu til Ain Temouchent. Andstæðingar de Gaulle, sem einkum eru í hópi eigin landa hans í Alsír efndu í dag til víðtækra mótmælaaðgerða í öllum helztu borgum landsihs, m. a. Algeir’sborg, Oran og Ain Temoychent. Til mik illa átaka kom í öllum þessum borgum á miili hers og öfgamanna en í Algeirsborg hafði herinn tek ið við allri stjórn borgarinnar. Einnig efndu andstæðingar forset ans til allsherjarverkfalls, sem tal- ið var algert. Misjafnar móttökur Er de Gaulle kom til Temochent fékk hann vægast sagt blandnar móttökur, þúsundir andstæðinga hans kölluðu hann svikara og heimtuðu thann í gálgann, en aðrar þúsundir fögnuðu honum lengi og innilega. Forsetinn lét þetta ekkert á sig fá og gekk meðal fólksins og tók í hendur þess. Andstæðingar hans létu bilbug á sér finna við hina óttalausu framkomu forsetans. Eitt sinn tók de Gaulie með annarri hendinni í hönd Serkja, en með hinni í hönd Frakka í Alsír og sagði: Þannig verður Alsír framtíð arinnar — báðir eru þeir Alsírbú; ar og eiga að lifa saman í friði. í ræðu sagði forsetinn, að hann væri þess fullviss, að fólkið báðum styðja áform hans um sjálfsákvörð unarrétt Serkja — þeir væru fjöl mennir í Alsír og yrðu að fá aukih áhrif í stjórn landsins. Serkir fögnuðu forsetanum De Gaulle var mjög fagnað af Múhameðstrúarmönnum, sem veif uðu fagnandi til forsetans og réttu fram hendur sínar. Eins og fyrr er sagt kom til al- varlegra átaka í Algeirsborg og Oran, þar sem andstæðingar for- setans höfðu þaulskipulagt mót- mælaaðgerðir. í báðum borgunum voru hundruð manna handteknir, allmargir særðust, en ekkr er vit að til þess að nokkur hafi beðið bana. í Algeirsborg settu öfga- menn upp götuvígi eins og þeir gerðu í uppreisn Lagaillai’des og Ortiz s. 1. vor, en þeir voru hraktir á brott af franska hernum, sem ók skriðdrekum um göturnar. í Oran kom einnig til alvarlegra átaka^og var fjöldi manna handtek inn. í grjótkastinu í Algeirsborg voru margar verzlunairúður brotn-1 ar og annað tjón unnið á mann1 virkjum. í kvöld var orðið kyrrara á götum borganna, en hermenn stóðu hvarvetna á veiði. Þeir beittu þó á einstaka stað táragassprengj um gegn öfgamönnum, sem reyndu að efna til frekari1 uppþota. Tvíþætt verkefni í rœðu, sem de Gaulle flutti yfir frönskum liðsforingjum í Alsír í dag, skoraði hann á franska herinn að sýna þjóð sihni og líkisstjórn fulla hollustu. Hann sagði, að verk efni hans í Alsír væri tvíþætt, í fyrsta lagi að tryggja þar frið og öryggi borgaranna, en í öðru lagi efla bróðurhug á milli franskra manna og Múhameðstrúarmanna til þess að takast mætti að skapa nýtt Alsír. Það var skoðun frétta- manna í Alsir í dag, að þrátt fyrir blandnar móttökur hefði de Gaulle strax á fyr'sta degi unnið mikils- verðan sigur. Öfgamönnum hefði ekki tekizt að koma af stað neinum stórfelldum átökum og þrátt fyrir hih kröftugu mótmæli í stórborgun um yrði að telja de Gaulle sigur- vegara dagsins. De GAULLE stefnufastur sem fyrr Yfirmaöur uppl.þjónustu S.Þ. á Norðurl. hérlendis Nýkominn frá Kongó og flytur fyrirlestur rnn KongómáliS og S.Þ. á mánudaginn Hérlendis er nú sfaddur Hugh Williams, yfirmaður upplýsingaþjónustu Samein- uðu Þjóðanna á Norðurlönd- um. Hefur Williams skrifstof- ur í Kaupmannahöfn, en hing- a3 kom hann frá Kongó, þar sem hann hefur dvalið frá júlí- lokum í sumar, við endur- skipulagningu útvarps Kongó- manna. Williams er frá Nýja- Sjálandi. Fór hann frá Kongó fyrir átta dögum, sama daginn og Lumumba var handfekinn. megin Miðjarðarhafsins myndi bæri1 honum að vinna að því Ljónin selja Ejósaperur — til styrktar vaingefnum Lionsklúbburinn Baldur í Reykjavík hyggst afla fjár fyrir Sfyrktarfélag vangefinna á all nýsfárlegan hátt. Munu félagar klúbbsins ganga í hús nú um helgina og seíja Ijósa- perur. Verða perurnar seldar á venjulegu búðarverði en sá hluti verðsins, sem venjulega væri smásöluálagning, rennur til Styrktarfélags vangefinna. Að sjálfsögðu geta meðlimir klúbbsins, sem eru um 40 calsins, ekki farið í öll hús í bænum, en þeir munu fara svo víða, sem þeir geta. Virðist þetta tilvalið tækifærj fyTÍr fólk til að byrgja sig upp af ljósaperum, nú þegar skammdegið er sem dimmast og jólahátíðin fram undan. Styrktarfélag vangefinna • var stofnað 23. marz 1958 af áhuga- nænnum. J því eru nú á 6 liundrað félagsmenn og er formaðui þess Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytis- s'ijóri. Félagið hefur umfangsmikla starfsemi og rekur skrifstofu á SkóLavörðustíg 18 í Reykjavík. Áætlað er, að a.m.k. 600 van- gefnir þyrftu hælisvist, en aðeins um 150 vistmenn komast á þau hæli, sem fyrir hendi eru, en þau eiu í Kópavogi, Skálatúni í Mos- íellssvei't og Sólheimum í Gríms- ntsi. Er því brýn þörf á miklum framkvæmdum. Félagið hefur und- r.nfarin tvö ár haft happdrætti til iiáröflunar, rvo og merkjasölu o. fl. En betur má, ef duga skal. Enn þarf stór átök til úrbóta í bessum eifiðu málum Meðal framkvæmda, sem félagið stendur að nu, má nefna: 1) Starfsmannahús í Kópa- vogi í byggingu. 2 Dagheimili í Safamýri í Reykjavík, verður fok- helt um næstu áramót. 3) Starfs- mannahús í Skálatúni er að verða fokhelt. Styrktarfélag vaugefinna hefur átt því lán; að fagna að njóta skilnings og velvilja bæði almenn- irgs og stjórnarvalda, og vona fé- lagarnir í Lionsklúbbnum Baldri, að enn verði sama raun á, og að am þessi jói logi sem víðast á þeim llósum, sem hjálpa til að hlú að þeim. sem minnstir eru. poldville hefur löngum verið bit- bein valdhafa landsins, sem mjög hafa óttazt að hún yrði notuð til að æía landslýðinn upp á móti sér. ■Williams sagði að í júlí í sumar hefðu kaplar stöðvarinnar verið skornir í sundur og steinsteypu hellt yfir. Ekki hefði útsending þó stöðvazt nema í einn dag vegna þessa. Kvaðst hann hafa undrazt hversu Kongómönnum hefði tekizt íð halda stöðinni gangandi, en að- eins einn hvítur maður hefði verið eftir, — starfsmaður á tónlistar- deild. Lærir íslenzku Williams er fæddur 1907. Hann hlaut menntun sína í Nýja-Sjálandi cg Bretlandi og lagði einkum síund á tungumál. 1940 réðst hann til BBC og frá 1942—1945 var hann yíir þeirri deild brezka útvarpsins, sem annaðist útvarp til Frakk- Samkvæmishand- bókin Gletta Út er komin lítil og smekkleg hók, sem nefnist Samkvæmishand- bíkin Gletta. Útgefandi er Skemmtisagnaútgáfan, Reykjavík, en sá sem tók bókina saman lætur ekki nafns síns getið. Honum hefði þó verið það óhætt, því bókin er á margan hátt skemmtileg, og er í henni marga dægradvöl að finna. f bókinni eru ýms töfrabrögð og samkvæmisleikir, sumir kunnir, aðrir lítt þekktir, þar er kennd aðferð til að spá í spil, og loks eru diaumaráðningar. Er viðbúið, að bók þessi verði víða um hönd höfð, þar sem fólk kemur saman um hátíðarnar. Gin- og klanfa- veiki í Nnregi Kristianstad — NTB - 9. 12. Gin- og klaufaveiki er nú kom in upp hér við bæinn og einnig í fylkinu. Á búgarði hér skammf við bæinn hefur ölium búpeningi verið slátrað og óttast er, aS sjúk dómurinn hafi breiðzt út á fleiri búgarða í nágrenninu. Nákvæm gæzla verður við bæi þessa a. m.k. næstu tíu dagana. og árið eftir varð hann yfir- útvarpsfulltrúi samtakanna. 1955 varð hann yfirmaður upplýsinga- þjónustu S.Þ. í Sydney og gegndi því starfi þar til hann fluttist til Kaupmannahafnar í aprílbyrjun í vor, sem yfirmaður upplýsinga- þjónustu S.Þ. á Norðurlöndum. Williams talar m. a. dönsku og er nú að læra sænsku, norsku og íslenzku. Hann er gíftur og fjög- urra barna faðir. Flytur erindi um Kongó Næstkomandi mánudagskvöld mun Hugh Williams flytja erindi um Sameinuðu Þjóðirnar og Kongómálið. Verður erindi þetta fiutt á ensku í fyrstu kennslustofu háskólans og hefst kl. 20.30, Eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Félag Sameinuðu Þjóðanna lands. 1945 réðist Williams til S.Þ. gengst fyrir þessum fyrirlestri. Olíubíll stjórn- laus á hálkunni Ra'nn út á ýmsar hli'Sar oar skóf hli'S úr leigubíl Hugh Williams — frá Kongó til íslands Á fundi með fréttamönnum í gær kvaðst Hugh Williams vera þakklátur íyrir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja ísland. \ ar honum sýnd kvikmynd um í.dand, sem Kjartan Ó. Bjarnason befur gert að tilhlutan utanríkis- ráðuneytisins, en Gísli Guðmunds- son sett saman. Er sagt frá mynd þessari í frétt á öðrum stað í blað- Skáru á kapalinn Williams ræddi Kongómálið r.okkuð og sagði frá reynslu sinni þar í landi. Útvarpsstöðin í Leo- Klukkan rétt um hálf sex í fyrrakvöld missti ökumaður stórrar olíuflutningabifreiðar frá Shell stjórn á bíl sínum sem gerði hinar furðulegustu æfingar áður en hann nam staðar, m. a. stórskemmdi olíubíllinn leigubíl, sem þarna átti leið um. Lenti á leigubíl Tildrög voru þau, að olíu- bíll var á leið suður Suður- götuna. Þegar hann átti skammt eftir ófarið • að Reykj avíkurvegi, tók ökumað ur eftir strák, sem lá 1 göt- unni. Til þess aö afstýra slysi sté ökumaður þegar á heml- ana en svo flughált var að það dró ekkert úr ferðinni. Var að smala kartöflum Þá sleppti ökumaður heml unum og snarbeygði til hægri. Við það snerist bíllinn á hálk unni og rann út á hlið áfram til suðurs, vænan spöl. Síðan lenti framendi hans á mjög nýlegum leigubíl og spændi nánast úr honum hliðina, snerist síðan yfir til vinstri og rann þannig áfram unz hann nam staðar úti í vistra kanti götunnar. Það er frá pilti þeim, sem í götunni lá, að segja, að hann hafði verið sendur fyrir heim ili sitt þeirra erinda að ná í kartöflur. Þær missti hann niður þarna á götunni, og var að smala þeim saman er Shellbílinn bar að. Hann slapp alveg, og sömuleiðis kartöflurnar hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.