Tíminn - 10.12.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugardaginn 10. desember 1960.
9
SigurSur Karlsson var einn
af 6 fulftrúum IS|i'. félags
verksmiðiufólks á Akureyri,
á þingi Alþýðusambandsins,
sem nýlega var haldið í Rvík.
Sigurður er sfarfsmaður á UII
arþvottastöð Gefjunar og læt-
ur sig jafnan miklu skipta fé-
lagsmál verkamanna. Frétta-
maður Tímans náði tali af Sig
urði og spjallaði við hann
góða stund um Alþýðusam-
bandsþingið og fleira, sem
snertir stétt hans og starf
Samvinnufélðgin
samtökin hljdta
Rætt við Sigurð Karlsson, starfsmann
— Hvað voru margir fulltrúar á
þinginu, Sigurður?
— Rúmlega 330 víðsvegar að af
landinu, þar af var um helmingur
fulltrúanna úr Reykjavík
— Var ekki Dagsbrún með
hæsta fulltrúatölu?
— Jú, hún sendi 34 fulltrúa.
Iðja í Reykjavík átti 17 og Verka-
kvennafélagið Framsókn 15
— Hvað voru margir frá Akur-
cyri?
— 20 frá 7 félögum, og mun
það aðeins lægri tala en 1958.
— Hver voru helztu verkefni
Alþýðusambandsþings að þessu
sinni, Sigurður?
— Einkum voru það kjaramál-
in og atvinnumálin almennt svo
og skipulagsmál sambandsins sem
hafa verið viðfangsefni síðustu
þinga og þó enn óúfkljáð. Skipu-
lsg Alþýðusambandsins hefur lítið
breytzt frá því það var stofnað
1916, og held ég allir séu sam-
mála um, að nauðsynlegt sé að
breyta til um skipulag þess. Nefnd
ir hafa starfað að málinu undan-
farin ár, og norskur maður var
fenginn til þess að gera tillögur
um skipulagsbreytinguna, og eru
tillögur hans til athugunar hjá
stjórn ASÍ og milliþinganefnd,
sem kosin var til þess að fjalla
um málið. Þykir mér sennilegt. að
brátt dragi að því, að menn komi
sér saman um framtíðarlausnina,
enda er tími til kominn, þar sem
málið virðist hafa fengið allræki-
legan undrbúnng.
— Urðu umræður miklar um
skipulagsmálin?
— Jú, æði miklar, en þó meiri
um annað mál, sem að nokkru
var tengt þessu. Það var upptöku-
beiðni Landssambands verzlunar-
manna.'Beiðninni var synjað
Synjunin var emmitt rökstudd
ir.eð því, að skipulagsmálin væru
enn í athugun, þó að hinu sé ekki
að neita, að ekki voru allir þing-
íulltrúar samþykkir synjun á
þeim grundvelli né öðrum. En ég
fyrir mitt ieyti tel ekki ástæðu
tu: þess fyrir verzlunarmenn að
firtast við þessum málaiokum,
eada alrangt, sem mér virðist'
sumir halda, að verzlunar- og
sKrifstofufólk geti ekki átt aðild
af- ASÍ eins og nú er. Félög verzl-
Gef junar á Akureyri.
ur.ar- og skrifstofufólks eiga líka
sum hver aðild að sambandinu nú
þegar, eins og t.d. félagið á Ak-
meyri, og hefur það um árabil
sent tvo fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing. Að þessu sinni voru
þeir Jón Aspar og Baldur Hall-
dórsson fulltrúar á þinginu
— Hvað er að segja um kjara-
málin?
— Eins og ég sagði áðan voru
beu eitt helzta viðfangsefni þings-
ir.s. Yfirgnæfandi meirihluti þing-
f-illtrúa lýsti fyllsta vantrausti á
aögerðir ríkisstjórnarinnar efna-
hags- og atvinnumálum, en hitt
var aftur eftirtektarvert. að ríkis-
stjórnin átti mjög fáa formælend-
ur Eg hef það fyrir satt að
a drei hafi færri Alþýðuflokks-
menn átt sæti á Aiþýðusambands-
þmgi en nú, og við það bættist
svo, að sumir þeirra munu hafa
verið með öllu andvígir stefnu
fiokks síns í efnahagsmálunum, og
er það alls engin furða. Kjör laun
þega hafa rýrnað stórlega í tíð
núverandi ráðamanna ríkisins, og
sé borin saman krónutala tíma-
k-aups t. . í október 1958 og nú í
ár. þá sést, að tímakaupið hefur
beinlínis verið lækkað um meira
cn eina krónu. Hins vegar hafa
aiiar nauðsynjar almennings hækk
að gífurlega í verði. Hafi tíma-
kaupið 1958 verið miðað við þurft
nrtekjur, þá sjá allir, að pað er
ekki óeðlilegt, þótt launþegar uni
i.'ír sínum hlut eins og hann er
ár. Þessi einfaldi samanburður
sýnir ljóslega, hve gífurleg kjara-
skerðingin er. Þegar þar við bæt-
ibt að atvinnuleysi er að skella á
á ýmsum sviðum og þegar skollið
á sums staðar, þá er heldui ekki
að furða, þótt margir séu þeirrar
skoðunar, að róttækra aðgerða sé
þörf til varnar rétti verkamanna
og annarra launþega. Eg fyrir mitt
leyti tel, að hafi verkalýðssamtök-
in einhvern tíma haft ástæðu til
virkra aðgerða, þá hafi þau ekki
siður ástæðu til þess nú
— Telurðu pá nauðsynlegt að
grípa ti! verkfalla?
— Eg álít, að verkföll séu neyð-
arúrræði. Verkamenn vilja auð-
vitað heldur semja án þess að
Sigurður Karlsson
þurfa að grípa til verkfalla. Það
ætti að vera auðskilið mál. En
kjör verkamanna eru þannig nú,
að það getur enginn heimilisfaðir
framfleytt fjölskyldu af daglaun-
um sínum. Þetta er þó ekki al-
deilis í samræmi við kosningalof-
erð stjórnarflokkanna í fyrra, þar
sem annar lofaði „verðstöðvun"
og hinn „hæ.ttum jífskjörum“!
— Ei- ,ekki. Iðja fjölmersnasta
stéttarfelagið á Akureyri?
— Jú, og iðnverkamenn því
vafalaust stærsta starfsstétt í bæn-
um.
— Og hverjar eru þessar verk-
smiðjur, sem fólkið vinnur í?
— Stærsítu verksmiðjurnar eru
eign Sambamds ísl. samvinnufé-
laga, þ. e. a. s. Ullarverksmiðjan
Gefjun, Skinnaverksmiðjan Iðunn
og Fataverksmiðjan Hekla.
— Vinnur margt fólk í þessum
verksmiðjum?
— Á sjötta hundrað manns.
— Á ekki Kaupfélag Eyfirðinga
vcrksmiðjur?
— Jú, KEA rekur ýmislega iðn-
aðarstarfsemi, bæði eitt sér og í
sameign við SÍS.
— Er ekki „einokun" KEA og
SÍS alveg ægileg á iðnaðarsvið-
inu eins og öðru á Akureyri?
— Hvernig dettur bér það í
og alþýðu-
að eiga samleið
hug? spyr Sigurður undrandi.
— Morgunblaðið segir það!
— Einmitt það! En það er nú
ekki allt satt, sem Morgunblaðið
segir. Hið rétta er, að á Akureyri
eru margar ágætar verksmiðjur í
eigu einstakra manna og hlutafé-
laga, og er ekki annað vitað en
að þær blómstri prýðilega og búi
í góðu nábýli við verksmiðjur
samvinnuhreyfingarinnar.
— Já, en er ekki anzi mikið
kreppt að einstökum framkvæmda-
mönnum á Akureyri?
— A. m. k. eru samvinnufé-
lögin ekki þrándur í götu fram-
kvæmdamanna á Akureyri! Eins
og ég sagði áðan, þá eru einstakir
iðnrekendur tiltölulega fjölmennir
á Akureyri og eiga sinn mikla
þatt í því, ásamt feamvinnufélögun-
rm, að gera Akureyri að mesta
iðnaðarbæ landsins. Sama er að
segja um verzlunina. Maður heyrir
því ekki sjaldan haldið framaðKEA
eir.oki' alla verzlun á Akureyri!
Ailir, sem kunnugir eru á Akur-
evri vita, að þetta er alrangt. Það
er að vísu satt, að kaupfélagið
drap niður á sínum tíma ýmsar al-
danskar eða hálfdanskar verzlanir,
— en hver saknar þeirra? Kann-
ske Morgunblaðsritstjórarnir? Það
vita allir, sem kunnugir eru á Ak-
ureyri, að í bænum er sægur einka
verzlana, sem keppa innbyrðis og
við kaupfélagið um viðskipti við
bæjarbúa. Ég kannast ekki við. að
KEA haf einokun á einni einustu
vörutegund, sem venja er að selja
í búð. í sumum greinum hefur
KEA eina búð á móti mörgum búð
rm kaupmanna. Varla getur það
íalizt einokun.
— En heldurðu, að samvinnufé-
lögin séu nokkuð betri „vinnuveit
endur“ en aðrir?
— Mér finnst samvinnufélögin
hafa sérstöðu sem vinnuveitendur,
þó að ég viti, að margir einstakir
atvinnurekendur eru ágætir í alla
stað sem yfrmenn og viðsemj-
endur.
— Hver er þá þessi sérstaða
samvinnufyrirtækjanna?
— Fyrst og fremst sú, að sam-
vmnufyrirtækin eru í raun og
veru almenningseign og þau á að
reka með almetnningsheill fyrk-
augum. Það fjármagn, sem í þau
l’efur verið lagt, er til orðið fyrir
samtök fjöldans, og þó að hlutur
h\ers einstaklings sýnist lítill og
kannske fjarlægur, þá er hann þó
fyrir hendi. Þá er sá kostur við
samvinnufyrirtækin, að þau eru
„átthagabundnari", ef svo mætti
sngja, enda leiðir það af tilgangi
oí eðli samvinnunuar. Við Akur-
cvringar höfum talsverða reynslu
ai þessu. Vð höfum alltof oft á
undanförnum árum mátt sjá á
eftir duglegum ithafnamönnum
úr bænum, og þeir hafa, eins og
þeir hafa fulla heimild til, flutt
nieð sér mikið fjármagn beinlínis,
auk þess sem þeir hafa skilið eftir
skarð í athafnalífi bæjarins
— En er nokkuð betra fyrir
verkamenn að semja við SÍS og
KEA heldur en aðra vinnuveit-
endur?
— Ég þori að fullyrða, að ekki
eru til betri viðsemjendui um
kaup og kjör en forráðamenn sam
vinnuverksmiðjanna. Það er óra-
langt að leita þess, að til verk-
falls hafi komið í samvinnuverk-
smiðjunum á Akurevri. enda hefur
verið unnið þar þó að allt hafi
logað í verkföllum annars staðar.
— Hafa ekki samningaviðræður
staðið yfir milli Iðju og Vinnu-
málasambands samvinnumanna nú
í haust?
— Jú, það er rétt, en þær liggja
r.iðri um stund, en verða sjálf-
sagt teknar upp aftur, og veit ég
eaki annað en að gott samkomu-
lag hafi ríkt á viðræðufundum.
Það hefur m.a. áunnizt í bráða-
birgðasamkomulagi milli aðila að
nú er unnin eftirvinna í verksmiðj
unum, alls staðar þar sem því
verður við komið, til þess að bæta
upp kjaraskerðingu íhaldsstjórn-
arinnar, og mun svo verða, þar til
semst um annað.
—<• Nokkuð sérstakt, sem þú
vildir segja að lokum, Sigurður?
— Eg vil aðeins segja það, að
mér finnst bændur, verkamenn og
aðrir, sem vinna hörðum höndum,
e:ga að hafa sem nánasta samstöðu.
Samvinnufélögin og alþýðusam-
+ökin hljóta líka alltaf að eiga
samleið, því að báðar þessar hreyf
ingar eru sprottnar af sömu rót
og miða að því sama. Milli þeirra
þarf því að ríkja góðvilji og gagn
kvæmur skilningur. Verzlunar og
atvinnusamtök almennings eru
engu ógagnlegri en önnur samtök
fjöldans, og verkamenn ættu hvað
bezt að geta skilið gildi samstöð-
unnar á þeim vettvangi sem öðr-
um. v.
----------------------------rrr.r—..ri--------------^---n-n.r.^^«.n.rrrrnnnrnnnnnin||)t|<[iliL[
„Þetta er ekki háttur heiðariegra manna((
Undanfarna daga hefur maður
nokkur, sem heitir Stefán Þor
steinsson frá StóraFljóti, verið að
skr'ifa í reyfarastíl, greinar í Vísi,
auglýsinga og bæjarmálablað nokk
urra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Eru þetta eins konar fréttabréf,
sem aðallega eru uppdiktaðar
„Gróu“ sögur um Mjólkurbú Flóa
manna og forystumenn þess. —
Nú bregður svo undarlega við
að inntak hinna síðustu pistla er
aðallega í því fólgið að ráðast að
mér persónulega, vegna þátttöku
minnar í kynningarfundum þeim,
er haldnir voru í M.B.F. á dögun
um, og þá um leið rætt um það
hvílíkt slys það hafi verið að ég
skyldi hafa orðið alþingismaður í
nokkrar vikur, jafn ómerkilegur
maður, sennilega ekki „normal“. —
Ég er alveg undrandi yfir því,
að maðurinn skuli vera að eyða
svona miklu púðri á jafn ómerki
legan mann í hans augum. Satt
að segja hélt ég að hann þekkti
mig ekkert persónulega, frekar en
að ég þekki hann ekki nokkurn
skapaðan hlut. Þó hef ég ýmis
legt um manninn heyrt, sem rök
stuðning fær í skrifum hans.
Þetta kemur líka berlega í
ljós í skrifum mannsins í frá
sögnum hans um fundina í M.
B. F., sem eru ein reginvitleysa
frá upphafi til enda og ekkert
annað en, að maður gæti ætlað,
hugarfóstur sjúks manns. Mig
undrar því ekki þó að þeir, sem
manninn þekkja hér austanfjalls,
taki ekki hið minnsta mark á orð
um hans eða skrifum, og finnist
þau ekki svara verð.
Ég gæti auðveldlega haft þann
hátt á, en hins vegar vil ég sýna
Stefáni þá kurteisi að láta hann
vita að ég hef séð greinar hans
og köpuryrði hans um mig. Ekki
lasta ég þau, öðru nær, þau eru
aðeins vottur þess að hann og hans
líkar og þeir sem hann er að þjóna
með þessum skrifum, virðast eitt
hvað taugaóstyrkir, vegna þess að
ég er orðinn starfsmaður hjá Kaup
félagi Árnesinga. Það gefur mér
vissulega tilefni til að ætla að ég
geti orðið þar að einhverju liði og
ætti að vera mér hvatning til
starfa. —
Svo ég víki aðeins að kynningar
fundunum hjá M. B. F., þá voru
þeir í alla staði hinir ánægjuleg
ustu, og svo þó#tti öllum sem þang
að komu, og er hægt í því sam
bandi að vitna til manna, sem
Stefán hefur miklar mætur á, svo
sem Guðmund Erlendsson, hrepp
stj. á Núpi, Sigmund Sigurðsson,
Langholti, og bæta má við Páli
Björgvinssyni, oddvita að Efira
Hvoli, mætir menn og þekktir, er
allir tóku til máls á fundum þess
um, sem og fleiri.
Er alveg víst að almenningur
tekur miklu meira mark á orðum
þessara manna, en manns, er
hvergi hefur nærri komið, en þyk
ist þó þess umkominn að kveða
upp sleggjudóma. Þetta er ekki
háttur heiðarlegra manna.
Ef að Stefán frá StóraFljóti er
að skrifa þessar „revíur". sínar í
umboði einhverra mjólkurframleið
enda, því í ósköpunum fær hann
þær ekki birtar í þeim blöðum, sem
bændur almennt lesa, eða er þeim
ekki ætlað að sjá þær?
Hvaða hlutver’ki eiga þær að
þjóna í Reykjavík? Heldur maður
inn að hann sé að vinna austan
fjallsmönnum eitthvert gagn með
þessu? Nei áreiðanlega ekki. Svona
skrif gera ekki annað en setja
„soramark" á þann er þau skrifar
og þeim helzt til framdráttar, sem
illa er um talað. Þess vegna skil ég
vel, þó kunnugir álíti þau ekki
svara verð.
Þá vil ég aðeins minnast á per
sónulegar árásir á mig, og vil
spyrja: „Hvað veldur því að ég er
allt í einu orðinn svona mikið hrak
í augum Stefáns og hans umbjóð
enda? Öðru vísi mér áður brá.
Fyrir rúmlega ári síðan máttu þeir,
er skrifa blöð sjálfstæðismanna
vart vatni halda af samúð með mér,
vegna þess að Framsóknarmenn
hefðu farið illa og ómaklega með
mig í sambandi við uppstillingu á
lista til alþingiskosninga í Suður
landskjördæmi, og meir en það,
allur frambjóðendaskari þeirra
sjálfstæðismanna um land allt flaut
í tárum vegna þessa og barði sér á
brjóst í mikilli vandlætingu. Ég
hef áreiðanlega verið normal þá.
Hverju á nú að trúa, forustuliði
sjálfstæðisflokksins, eða Stefáni
frá Stóra Fljóti?
Ósfcar Jónsson