Tíminn - 10.12.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 10. desember 1960.
5
Útgetandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN.
FrarrLKvæmdastióri *> I'ómas A.rnason ttit-
stjórar Þórarmn Þórannsson <áb i, Andrés
Knstjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj Egil) Bjarnason Skrifstofur
i Edduhúsinu — Símar 18300— 18305.
Auglýsingaslmi 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
Bretar draga makkið
á langinn
Hvorki Alþingi né þjóðin fá að fylgjast meS því, sem
er að gerast í samningamakkinu við Breta. Það litla. sem
af því fréttist, birtist fyrst í enskum blöðum, þvi að
Bretar þykjast ekki þurfa að fara eins laumulega að
og íslenzka stjórnin. Þeii gera sér orðið ljósan áhuga ís-
lenzku stjórnarinnar fyrir því að semja, og fara því ekki
neitt óðslega að. Það er gömul venja Breta, þegar þei£
finna að mótaðilinn er undanlátssamur, að draga samn-
inga á langinn og nota dráttinn til að beygja andstæð-
inginn sem mest.
Það hefur meira að segja fregnazt, að Bretinr hafi
hvíslað því að íslenzku ríkisstjórninni, hvort ekki væri
heppilegt fyrir hana að ljúka samningum við íslenzka
bátaútvegsmenn um útgerðarkjörin á næsta ári áður en
auglýstar væru þær unaanþágur, sem hann ætti að fá
til togveiða innan tólf mílnanna.
Auðséð er á ýmsu, að mestu undanlátsmennirnir hér
innanlands eru að gerast óþreyjufullir yfir því, hve seint
gengur í samningamakkmu. Það er næstum eins og þeir
séu farnir að óttast, að Bretar vilji ekki þiggja undan-
þágurnar, þegar til kemur. Þannig birti Alþýðublaðið í
gær ekki minna en fjögurra dálka fyrirsögn á útsíðu,
þar sem segir á þessa leið: „Veldur útfærsian aflabrest-
inum? 27% minni togaraafli“. Efni greinarinnar, sem
fylgir á eftir, er bollalegging um það, að aflaleysið hjá
togurunum stafi af útfærslu fiskveiðilandhelginnar úr
fjórum í tólf mílur!
Af grein Alþýðublaðsins verður ekki annað ályktað
en að það væri hið mesta bjargráð til að auka afla tog-
aranna að afnema útfærsluna alveg og leyfa ótakmark-
aðar togveiðar aftur á þvi svæði, sem var friðað 1958.
M. ö. o.: það væri hið mesta bjargráð fyrir íslenzka tog-
araútgérð að semja við Breta um að minnka fiskveiði-
landhelgina.
Það er ekki undarlegt, þótt Bretar fari sér ekki neitt
óðslega og reyni að „pressa“ íslenzku ríkisstjórnina sem
mest, þegar þeir heyra slíkar undanhaldsraddir úr her-
búðum hennar. Og vitanlega hafa undanhaldsræðurnar,
sem Bjarni Benediktsson og Guðmundur í. Guðmunds-
son fluttu á Alþingi í haust, sýnt Bretum það ljoslega,
að þeir eiga við aðila, sem umfram allt vilja láta undan
og semja.
Sömu ályktun hafa þeir vitanlega dregið af hinu van-
hugsuðu náðun á brezku xandhelgisbrjótunum, sem Bjarni
Benediktsson veitti á síðastl vori. Sú ráðstöfun gat átt
rétt á sér, ef það fylgdi með, að hún boðaði ekki neitt
undanhald. Hins vegar var hún hrein skyssa, þegar ætl-
unin var að ganga að samningaborðmu strax á eftir Við
samningaborðið var aðstaðan sterkari, ef refsivóndur-
inn hvíldi enn yfir höfðum lögbrjótanna.
íslenzka ríkisstjórnin kunni sér hér ekki neitf hóf
í undanhaldinu.
Þess vegna ganga Bretar nú á ’agið og reyna að
beygja stjórnina sem mest. Þeir draga þv’ samningana
á langinn. En þetta á ísienzka þjóðin líka að hagnýtá
sér. Liðsmenn ríkisstjórr.arinnar. sem ekki vilja undan-
hald, eiga að reyna að Knýja hana tú að faila frá undan-
haldsstefnunni, þótt seird sé. íslendingar eiga jafnframt
að gera Bretum Ijóst, að knýji þeir ríkisstjórn íslands
til undanhalds nú, þá jatnar það ekki deilur Breta og
íslendinga, heldur getur aukið þær 1 framtíðinni, bvi að
sérhverju undanhaldi í landhelgismálmu nú mun svarað
með harðari sókn á næstu misserum fyrir nýrri útfærslu
fiskveiðilandhelginnar — fyrir friðun alls landgrunnsins.
Afkastamesti og víðfrægasti
vísindamaður íslendinga
í jólabókaflóði síðari ára ber
mjög mikið á endurprentunum og
sumum ærið óþörfum. En vitan-
lega er endurprentun góðra bóka
og nytsamra nauðsynlegur þáttur í
bókaútgáfu sérhvers lands. Ferða-
bók Þorvalds er öndvegisrit, sem
sjálfsagt var og nauðsynlegt að
endurprenta, en það er í mikið ráð-
izt að endurprenta fjögurra binda
ritverk og gera það vel úr garði,
og þegar fyrsta bindið kom út, árið
1958, þótti ýmsum líklegt, að nokk-
uð langt yrði að bíða fjórða bindis,
sem með sinni ítarlegu nafnaskrá'
er lykill að ritverkinu öllu. En á
tveim árum hefur nú tekizt að
koma út ritverkinu öllu, og mun
mega þakka það bæði áhuga útgef-
enda og afkastagetu Jóns Eyþórs-
sonar, sem búið hefur bindin öll
til prentunar. Meira er þó um vert,
að útgáfan er heildarlega vel úr
garði gerð, og þótt gamla útgáfan
verði áfram sú, sem vísindamenn
vitna til, eru í nýju útgáfunni
margar skýringar og leiðréttingar,
sem auka gildi hennar, og er hún
því heppilegri til aflestrar öllum
þorra fólks en frumútgáfan. Þess
má geta, að í fjórða bindið hefur
nú verið bætt inn, úr minninga-
bók Þorvalds, kafla, sem fjallar
um fyrstu rannsóknarferð hans, er
hann fór með prófessor Fr. John-
strup og fleirum til að kanna eld
stöðvar í Suður-Þingeyjarsýslu
sumarið 1876, árið eftir gosin í
Sveinagjá og Öskju. En einmitt
þessi fexð mun öðru fremur hafa
ÞORVALDUR THORODDSEN
beint áh-uga Þorvalds að jarðfræði
og þá einkum eldfjallafræði og
þó þetta væri um margt merkileg-
ur vísindaleiðangur má líklega
telja þetta mikilsverðasta árangur
hans. Þetta ferðasögubrot á því
mjög vel heima í Fexðabók. Vera
má og, að einhverjir íslenzkir verk
fræðingar eða aðrir sérfræðingar
geti enn tekið undir eftirfar'a-ndi
orð Þorvalds í þessari ferðasögu:
„Hv-e oft heyrði ég ekki síðar, að
fslendingar trúðu betur útlendum,
ómenntuðum labbakútum, enskum
féglæframö-nnu-m, búðarlokum eða
slátrurum, en mér þegar um var að
ræða um málma eða önnur jarð-
fræðileg efni, sem ég hafði sér-
staklega la-gt fyrir mig en þeir eðli
lega ekkert vit höfðu á. Hve oft
sá ég ekki s-íðar embættismenn og
alþingismenn sý-na útlendum spjátr
ungum lotnihg-u fyrir hvert speki-
ox,ð'J um vísindi, sem út gekk af
þeirra -munni, en sögðu um sama
1-eyti allt humbú-g og hégóma, sem
ég var að fást við, af því ég var
samlandi þeirra “......
Þótt sex til á-tta áratugir séu
nú liðnir síðan Þorvald-ur Thor-
oddsen lagði 1-eið sína um byggðir
og öræfi fslands, exu lýsingar hans
enn svo ferskar og í meginatriðum
enn svo réttar, að hverjum þeim,
er hyggst kynnast eihhverjum
la-ndshluta eða landsvæði, hvort
heldur af sjón eða sögu, er ráðlegt
að byrja á því að lesa lýsingu við-
komandi svæðis í Fexðabók Þor-
valds. Hún og Flóra Íslands eru
þ-au íslenzku öndvegisrit náttúru-
fræðilegs efnis, sem öðrum fremur
eiga eri-ndi inn á hvert heimili.
Þann 6. júní 1955 voru lðin 100
ár frá fæðingu Þorvalds Thorodd-
sen. Vel hefði hið opinbera þá mátt
sýna minni-ngu hans meiri vott
ræktarsemi en raun bar þá vitni,
en því m-eir ber þá að þakka það,
að ei-tt bókaforlag hefur1 með þess-
ari fallegu útgáfu Ferðabókar,
viljað heiðra afkastamesta og víð-
frægasta vísindamann, sem ísl-a-nd
hefur alið.
Sigurður Þórarinsson.
Þjóðraenningin er lifandi
raeiður en ekki jólatré
Mér sý-nist allt benda til þess, að
bókaútgáfan nú fyr’ir jólin ætli sízt
að verða minni að vöxtunum en
undanfarin ár. Ekki skal það last-
að. Þvert á móti. Og nýju bækurn-
ar, s-em nú eru breiddar til sýnis
í búðargluggunum, eru margar
glæsilegar og gir’nilegar útlits likt
og tízkumeyjar á dansleik. En bæk
ur eru ekki allar þar sem þær eru
séðar. Þær eru ofurlítið lúmskar
og varasamai’, án þess að menn
taki eftir því. Jafnframt því að
vera bækur, eru þær líka hvort
tveggja í senn sýnishorn af og próf
steinn á menningarástand þjóðar-
innar.
Annars vegar sýna þær áli-t bóka-
útgefendanna á menningarþrosk-
anum hér, hvað þeim þyki arðvæn
legast að bjóða þjóðinni og bera á
borð fyrir hana. Hins vegar verður
sala hinna einstöku bóka próf-
steinn á bókm-enntasmekk fólksins
og leiðir í ljós hvaða bækur það
eru, sem fólkið kýs helzt að eign-
ast og 1-esa.
Bókin Aldamótamenn verður ó-
hjákvæmilega slíkur prófsteinn á
þjóðina og það sennilega fremur
en aðrar bækur ársins. Hún lætur
ekki mikið yfir sér að utanverðu.
Kápan tekur þar ekki in-nihaldinu
frarn að glæsileik, svo að. menn
ginnist af henni. En þessi bók er
brú — söguleg og menningarleg
brú trl þess að tengja nútímann
eðlilegum og ómissandi tengslum
við hið merkil-ega vakningatíma-
bil frá 1874 og fram á fyrstu tugi
þessarar aldar. Þ-að má í senn telj-
ast furðulegt og grátlegt á þessari
JÓNAS JÓNSSON
-mi-klu skólaöld, hva-ð við eru-m fá-
fróð um þetta tímabil og þá ágætu
brautryðj-endur, sem þá lögðu
grundvöllinn að þeim framförum,
svo að segja á öllum sviðum þjóð-
lífsins, sem þessi kynslóð nýtur,
og hefur byggt á og aukið við til
þessa.
Bókin-ni Aldamótamenu er ætlað
að bæta úr þessari vöntun. Og hún
gerir það að verulegu ley.ti og á að
gengilegan hátt. Bókin verður í
þrem bindum. Fyrsta bindið kom
út í fyrra ,annað bindið nú og hið
þriðja er væntanl-egt, að ári. M-un
þá allt r’itið geyma æviágrip um
það bil 70 forustumanna aldamóta
tímabilsins — karla og kvenna —
ásamt heilsíðumynd af hverjum
þeirra urn sig. Hér er að sjálfsögðu
ekki um að ræða tæma-ndi fróðleik
um ævi og störf þessa fólks. Þetta
er alþýðubók, en ekki sögulegt vís-
indarit, enda hefði hún þá þurft
að vexða jafnrhargar arkir og nú
er hún blaðsíður. Slí-k rit, þótt
ágæt geti verið, eru ekki alþýðlegt
les-trarefni, heldur aðeins fyrir fáa
fræðimenn að glugga í endrum og
eins, og hæfa betur bókaskápnum
en lestrarborðinu við rúmstokk-
inn. Höfuðkostur þessarar bókar
er að mínu viti sá, að hún er hæfi-
1-ega stór, öll-um viðráðanleg að
eignast og veitir lesen-dunum að-
gengilegan, skemmti-legan og gagn
legan fróðleik um m-enn og mál-
efni þess tímabils, sem við erum
flest sorglega fáfróð um. Jafnframt
vei-tir hún athugulum 1-esanda
dýprr skilning á söguþróuninni og
nútíma-num.
Ég hygg að okkur hafi aldrei
verið brýnni þörf á því en einmitt
nú á þessum miklu breytinga og
byltingatímum, þegar m-enning og
ómenning annarra þjóða flæðir yf-
ir okkur eins og gruggugt fljót í
vorleysingum, að gera okkur grei-n
fyrir því, hvað íslenzk menning er.
Við þurfum að skynja og skilja, að
hún er m-eira en ar'fur s-undurleitra
hluta frá fortíðinni. Hún er sá
forni, frjói, lifandi meiður, sem
stendur'djúpum rótu-m í fortíðinni,
hefur sitt svipmót og vaxtarlag, en
á jafnframt það frjómagn, að stöð-
ugt má á stofn og greinar græða
nýja sprota til fegúrðar og fjöl-
breytni. En í umróti yfirstandandi
tíma, hef ég stundum ekki getað
(Framhald á 11. siðui