Tíminn - 10.12.1960, Síða 7

Tíminn - 10.12.1960, Síða 7
TÍMINN, föstudaginn 9. desembér 1960. IMC Skipta verður um stjdrnarstefnu tafar- laust til að forða bráðum bjdðarvoða Frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um framlengingu á við- aukasöluskattinum á innflutn- ing, sem skellt var á í vor og átti aðeins að vera til bráða- birgða og falla niður um ára- mót, var til 1. umræðu i efri deild í gær, Eins og kunnugt er höfðu marg oft verið gefin um það hátíðleg loforð að þessi skattur skyldi falla niður nú um áramót. Var það mörg- um nokkurt vonarljós í svart- nætti viðreisnarinnar. en þessi skattur nemur um 1000.00 kr. á hvert mannsbarn í landinu. GurWar Thorod^sen fjár málaráðherra fylgdi frumv- úr hlaði með örfáum orð- um og sagði að þessa skattur væri framlengdux svo að ekki þyrfti að leggja nýja skatta á þjóðina! Atvinnuleysi og eignamissir vofir yfir almenningi ,i j. Frá umræ'Öum um framlengíngu viðaukasölu- I landmu skattsins í efri deiid í gær Vítahringur Björn Jó^sson kvaddi sér næstur hljóðs. Rakti hann sögu þessa „óhreina barns“ stiórnarflokkanna og með hve furöulegum hætti það hefði komið undir. Lögfesting þessa skatts hefði verið rökstudd ^eð því að þar sem hinn al- r'-enni 3% söluskattur á smá snlu gilti aðeins um % hluta þessa árs væri nauösynlegt að bæta upp það ,.tap“ á þessu ári með þessum skatti, en svo félli hann að sjálfsögðu niður á næsta ári, þvi þá myndi al- menni 3% söluskatturinn gilda allt árið. Það kemur stjómarandstæöingum reynd ar ekki á óvart, að þessi skatt ur skuli framliengdur, beir höfðu sagt að það væri fyrir- fram ákveðið að svíkja lof orðin um að afnema hann. — Þá minnti Björn á tví- skinnunginn í fari þingm. A1 þýðuflokksins í þessu n^áli, en sumir þeirra m. a. Eggert G. Þorsteinss. standa að á- áskorunum ut lyktunum og an þings að afnema þennan skatt m.a. í Alþýðusambands I stjóm og á fundum i Alþýðu- flokksfélagi Rvíkur, en snúa sér síðan beint að því að lög- festa þennan sama skatt á þingi. Bjöm sagði að efna- hagslífið væri nú komið í vítahring, sem sífellt þrengd ist, kallaði á meiri skattpín- ingu og versnandi lífskjör. Alþýðan í landinu mun reyna að rjúfa þennan vítahring samdráttarins, þar sem minnk andi kaupgeta almennings kallar á meiri skattpíningu og öfugt. 1000.00 kr vonbrigði Næstur tók til máls Ólafur Jóhannes'son. Sagði hann að draga hefði mátt töluvert úr kjaraskerðingunni, ef staðið yrði við gefin fyrirheit um niðurlagningu þessa skatts. Þessi innflutn ingssöluskatts- auki skall yfir eins og reiðar- slag á sl. vetri. í hvítu bók- inni Viðreisn, sem ríkisstjórn in lét dreif a um landið var ekki vikið að því einu einasta orði að innflutningsöluskatt ur skyldi hækka, heldur þvert á móti sagt að hann rr>ndi ekki gera þaö. í greinargerð efnahagsmálafrumv. var einn ig tekið fram að innflutnings söluskattur skyldi ekki hækka. Svo kom slysið. Það höfðu milljónir gleymst í viðreisn- arútreikningnum. Þá var grip ið til þess ráðs að hækka inn flutningssöluskattinn um 8,8 %. Það var þó ekki gert með því að breyta lögum um inn- flutningssöluskatt heldur var honum skotið inn sem bráða birgðaákvæði og skýrt tekið fram að hann skyldi aðeins gilda fram að áramótum. 7 greinargerð með hinum almenv-a 3% söluskatti var þessi viðaukaskattur skýrð ur á þann veg, að þar sem hinn almenni söluskattur gilti aðeins % hluta ársins 1960, væri nrxuðsynlegt að leggfa hann á til að vega þar v.pp á móti. tapi sölu- skattsins á þriðjungi ársins■ Hann myndi svo falla niður að ári þar sem hans yrði ekki lengur þörf, því hinn amenni söluskattur gilti þá allt árið. Einnig munu aðrar ástœður hafa verið tilgreind ar, en lögð var á það megin áherzlœ að hann skyldi að- eins vera til bráðabirgöa. Málgögn stjórnarflokkanna spöruðu ekki yfirlýsingar um að innflutningssöluskattur- inn myndi alls ekki verða framlengdur. — Enda þótt þessi framlenginfí komi ekki stjórnarandstöðunni á óvart þá verður hún án efa stuðn ingsmönnum stjórnarflokk anna mikil vonbrig&i, þeim sem’ hafa trúað á loforðin, en þessi skœttauki er ekkert smárœði, nemur 1000,00 kr. á livert mannsbarn í land- ftanglátasta skattformið Þá er og á það að líta að söluskattur er ranglátt skatt form, hann leg?'-* á allar nauð synjar og þy; á þá sem stærsta hafa fjölskyldu. Þá er skatturinn erfiður í inn- heimtu og kemur aldrei allur til skila í ríkiskassjóð, þótt hann sé þrautheimtur af al- menningi. Rakti Ólafur síðan ummæli þeirra Haraldar Guðmundssonar, þáv. form. Alþfl., og Gylfa Þ. Gíslasonar, núverandi viðskiptamálaráð- herra á Alþingi 1953, er þeir fordæmdu söluskattsformið manna harðast, skatturinn væri ranglátur gagnvart al- menningi og óskynsamlegur gagpvart þj óðfélaginu. Þá tók Gylfi Þ. jafnvel enn dýpra í árinni en Haraldur Guðm.son, sem þó hefur lýst þessu skatt formi manna bezt og óvægileg ast. Einkum benti Gylfi Þ. Gíslason rækilega á það hve auðvelt væri að svíkja undan söluskatti — miklu auðveld- ara en tekjuskatti. Umskiptingurinn Alþýðuflokkurinn virðlst reyndar hafa skipt gjörsam- lega um skoðun á öllum svið um. Þær leiðir, sem núverandi ríkisstjórn hefur farið, ganga alveg í berhögg við það, sem Alþfl. vildi áður gera. Minnir það á þjóðsöguna um umskipt inginn. — Stundum munu þó umskiptingar hafa breytzt til hins betra ef þeim var veitt nokkur ráðning Þá rœddi Olafur um lof- orð stjórnarflokkanna um að fara leiáina til bœttra lífskjara og brigðin á þeim loforðum, sem mja. birtust i þessu frv. Afleiðing þeirr- ar stefnux sem ríkvsstjórnin hefur framkvœmt blasa nú hvarvetna við. Alls staðar hefur dregið úr framkvœmd um til sjávar og sveita og stöðvun vofir yfir. Stefna ríkisstjórnarinnar er að leiða til kreppu á þessu landi og atvinnuleysið er á nœsta leyti, en ekkert böl er verra en það. Það verður tafarlaust að skipta um .stjórnarstefnu til að forða þjóðarvoða, því að atvinnu leysi og eignamissir almenn ings vofir yfir. Páll Þorsteinsson kvaddi sér næstur hljóðs. Rakti hann setningu „viðreisnarlaganna" og hvernig við aukasöluskatt- urinn skauzt þar inn á milli laga. Minnti hann á rök- semdina, sem færð hafði ver- ið fyrir lögfest ingu viðauka- söluskattsins á innflutningi. Sú röksemd væri ekki fyrir hendi núna. Rakti hann loforð stjórnarflokk- anna og fyrirheitin úr hvítu bókinni „Viðreisn", sem dreift hefði verið um landið undir skjaldamerki íslenzka lýðveldisins. Lofað hefði ver ið að koma atvinnuvegunum á traustan grundvöll og tryggja atvinnuöryggi m. a. Nú blasa við efndirnar á þess um loforðum. Atvinnuvegirn- ir komnir á vonarvöl og at- vinnuleysi fyrir dyrum. Hefði átt að falla brott Minnti Páll á fyrri skoðan- ir Alþýðuflokksins á söluskatt inum. Hann hefði talið sölu- skattinn ranglátasta skatt- formið, sem harðast kæmi nið ur á þeim, sem minnst væru j burðugir og gætu því sízt | staðið undir greiðslu á opin- • berum gjöldum. Sagði Páll að ! það væri reyndar ekki nýtt j af nálinni að innheimtur ! væri söluskattur af þjóðinni, en sá söluskattur h^fði verið innheimtur til að standa und ir styrkjum til atvinnuveg- ! anna. 1956 hefði söluskattur- inn numið 120 millj., 1957-110, 1958-115, 1959-151,4. 1960 nam skatturinn 381 millj. plús 56 millj. í jöfnunarsjóð eða sam tals 437 milljónum. En á næsta ári á söluskatturinn að nema samtals 509 milljónum kr. Með gengisbreytingunni tók þjóðin á sig verðhækkanir, sem námu því, sem lagt hafði verið á í söluskatti vegna at- vinnuveganna. Eftir að að- staða útflutningsatvinnuveg- anna hafði verið rétt með gengisfallinu hefði því átt að vera rökrétt að strika hann út úr dæminu. Hvers vegna? En hvers vegna er þetta frumv. borið fram nú til framlengingar á bráðabirgða söluskattinum, þegar for- sendurnar, sem bornar voru fyrir lögfestingu hans eru brott fallnœr? hver eru hin nýju viðhorf sem hafa skap ast og hverjar eru orsakir þeirra? Þvi er borið við að það eigi að vega á móti minnkandi tollatekjum ríkissjóðs. Svo mikill verður samdrátturinn að mati f j ármálaráðherra sjálfs, að skattur, sem ætti að gefa 280 milljónir miðað við tekjur af honum á þessu ári gefur ekki nema 185 milj á næsta ári. Það er einróma álit stéttanna í landinu og al- mennings að kjaraskerðingin hafi orðið örar en nokkurn ór aði fyrir og sé að verða með öllu óviðunandi. Ljósið sem hvarf Þetta bráðabirgðaákvœði um skattheimtuna, sem úr gildi átti að falla nú um ára mótin var örlítið Ijós í myrkri efnahagsráðstafan- anna, það var dauf týra, sem til var mœnt vonaraug um. En jafnvel þetta daufa Ijós mun verða: Ijósið, sem hvarf. Hef engu lofað Gunnar Thoroddsen sagði að vinstri stjórnin hefði lagt á þungar álögur. Hér er ekki verið að leggja á nýjar álögur, sagði fjárm.ráðiherr ann, heldur aðeins verið að framlengja tekjustofn. Sagði ’fðherrann að hann hefði aldrei lofað því, að skattur- inn myndi falla niður um þessi áramót, og þótt Mbl. kynni að 'hafa gefið loforð um það, þá gæti hann enga ábyrgð tekið á því, sem Morg unblaðið segði, hann væri ekki ritstjóri eða ábyrgðar- maður þess. V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.