Tíminn - 10.12.1960, Page 10
10
HINNISBÖKIN
í dag er laugardagurinn
10. desember.
Tungl er í suðri kl. 5.41.
Árdegisflæði er kl. 9.54.
SLYSAVARÐSTOFAN é Heilsuvernd
arstöðinnl er opln allan sólarhrlng
inn
NæturvörSur í Reykjavík vikuna 4.
—10. des. er i Vesturbæjarapóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 4.
til 10. des. er Kristján Jóhannesson.
Listasafn Einars Jónssonar
Lokað um óákveðinn tíma.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið sunnudaga, þriðjudaga og
fiÁmtudaga frá kl. 13,30—16.
Þióðminfasat Isl nrf'
er oplð é priðiudögum fimmtudög
uil og laugardögum frá kl 13—lö.
á sunnudögum kí 13—16
ÁRNAÐ HEILLA
Hjónaband:
í dag verða gefin saman í hjóna-
band áf séra Árelíusi Níelssyni ung
frú Jónina Guðrún Gústafsdóttir,
stud. phil., Blönduhlíð 28, Reykjavík
og Alfreð Guðnason, bifrciðasmiður,
Varmadal, Stokkseyri.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band ungfrú Sigrún Sigurðardóttir,
Suðurgötu 59, Hafnarfirði, og Sigur-
jón Ingvarsson, bifvélavirki, Garða-
veg 5, Hafnarfirði.
Messur á morgun
Reynivallaprestakall:
Messað að Saurbæ kl. 2 e. h. Sóknar
prestur
Hafnarf jarðarkirkja:
Messa kl. 2. Aðalsafnaðarfundur
að lokinni messu. Séra Garðar Þor-
steinsson.
Dómkirkjan:
Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns.
Messa kl. 5 síðd. Séra Óskar J. Þor
láksson. Barnasamkoma í Tjarnarbíói
kl. 11 f. h. Séra Óskar J. Þorláksson.
Háteigsprestakall.
Messa í\hátíðasal Sjómannaskólans
kl. 2. Barnasamkoma kl. 10,30 árd.
Séra Jón Þorvarðarson.
Neskirkja:
Barnaguðsþjónusta kl. 10,30 árd.
Messa kl. 2. Séra Jón Thorarensen.
Hallgrímskirkja:
Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Séra
Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 11 f.
h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa
kl. 2 e. h. Séra Jakob Jónsson. Ræðu
efni: Hvað eigum vér að gera?
Ellihelmlllð:
Guðsþjónústa kl. 2 e. h.- Séra Bjarni
Jónsson vígslubiskup annast.
Laugarneskirkja:
Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjón-
usta kl. 10,15 f. h. Séra Garðar Svav
arsson.
Flugfélag íslands:
Millilandaflug: Millilandaflugvélin
Sól'faxi fór til Osló, Kaupmannahafn-
a.r og Hamborgar kl. 8,30 í morgun.
Væntanlegur aftur til Rvíkur kl.
17,40 á morgun.
Innanlandsflug: í dag er áætlað -ð
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils-
staða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðár
króks og Vestmannaeyja. Á rnorgun
er áætlað að fljúga til Akureyrar og
Vestmannaeyja.
Loftleiðir:
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá Helsingfors, Kaupmannahöfn og
Osló kl. 21,30. Fer til New York kl.1
23.00. J
Ræða Thor Thors
(Framhald af 8. síðu).
um og það er langæskilegast að sú
aðstoð sé veitt fyrir milligöngu
Sameinuðu þjóðanna. Þetta felur í
sér fjárhagslega aðstoð, og það er
vitað, að slík aðstoð verður að vera
í stórum stíl, og ennfremur, að
fjárframlögin verða hér, eins og
endranær, að koma frá hinum
stærri og auðugri þjóðum heims-
ins; og í allri auðmýkt verðum vér
að segja, að þau framlög, sem eins
lítil þjóð og ísland getur látið af
mörkum, hljóta að vera af skornum
skammti. Það mundi sannarlega
vera mikið heillaspor fyrir allt
mannkynið, ef sérhver þjóð vildi
fallast á það af fúsum vilja að
leggja til hliðar þótt ekki væri
nema lítinn hluta af útgjöldum
hennar til hernaðar, og láta það
fé, jafnvel þó það væri ekki nema
1% árlega af þessum útgjöldum,
renna til þess að skapa aukna vel-
ferð og aukið atvinnulíf hjá þeim
þjóðum beimsins, sem skemmra
eru á veg komnar, og til að hjálpa
nýlenduþjóðum í viðleitni þeirra
tá að öðlast fjárhagslegt og efna-
hagslegt sjálfstæði. Það er einnig
öldungis víst, að þessar þjóðir
þarfnast stóraukinnar tæknihjálp-
ar á öllum sviðum, hvort sem það
er til að styrkja atvinnulífið, bæta
samgöngur og samgöngukerfi eða
til þess að mennta nægilega marga
af þegnum sínum til þess að verða
fullfærir um að taka öfluglega við
stjórn og stjórnaifari öllu að
fengnu sjálfstæði.
í þriðju grein efnismáls tillög-
unnar segir: „Það má aldrei nota
sem yfirskyn til að fresta veitingu
sjálfstæðis, að þjóðirnar séu ekki
nægilega viðbúnar á sviði tækni-:
mála, efnahagsmála, félagsmála
eða menntunar". Vér eium því sam
mála, að ekki megi hafa slíkt að
yfirskyni, en það er hins vegar
jafnljóst, að algjört sjálfstæði get
ur ekki komið skyndilega, án nauð
synlegs undirbúnings, heldur verð
ur það að þróast og þroskast smám
saman, stig af stigi, eftir því sem
aðstæður og ástand heimtar. f
þessu sambandi erum vér einnig
fylgjandi fimmtu grein efnismáls-
ins, þar sem segr svo:
„Það ber að stíga tafarlaus skref
til þess í gæzluverndarlöndum og
ósjálfstæðum löndum og í öllum
öðrum löndum, sem enn hafa ekki
náð fullkomnu sjálfstæði, að færa
öll yfirráð og alla stjóm í hendur
fólksins í þessum löndum, án nokk
urra skilyrða eða takmarkana, í
samræmi við frjálslega tjáðar ósk
ir og vilja fólksins, án nokkurs mis
munar vegna kynþáttar, tráar eða
hörundslitar, í þeim tilgangi einum
að gjöra fólkinu kleift að njóta
fullkomins sjálfstæðs og frelsis.
íslenzka sendinefndin óskar að
leggja áherzlu á orðin: „tafarlaus
skref“, sem þýða það, að sjálfstæði
getur efcki komið skyndilega, eins
og elding af himnum ofan, heldur
fyi'ir þróun í framfaraátt. Þessi til-
greindu orð þýða, að voru áliti
það, að aðgerðir verði að hefjast
tafarlaust, og fyrstu sporin beri að
stíga þegar í stað.
Leiðin til sjálfstæðis kann að
reynast skömm fyrir sumar þjóðir,
en nokkuð lengri vegna annarra.
En það skiptir meginmáli, að öll-
um þjóðum heims sé veitt von um
þcð, og trygging fyrir því, að þær
muni hljóta sjálfstæði og frelsi án
allra tafa, svo að þær megi í
trausti og með öryggi stefna fram
á leið til aigers frelsis.
fslenzka sendinefndin fagnar
þessari yfirlýsingu um frelsi, og
vér erum þakklátir þjóðum Asíu
og Afríku, sem á raunhæfan hátt
hafa tekið forystuna til að gjöra
þ? hugsjón að varuleika, til að
f-ytja boðun og ljós hamingjusams
þ.ióðlífs og bættrai framtíðar öll-
um þeim þióðum, sem nú eru kúg-
aðar eða óánægðar, hvar sem er í
heiminum. Vér treystum því, að
þessi yfirlýsing um frelsi verði
e/nlæglega og af öllum hug styrkt,
etki aðeins í orði heldur og í verki
af öllum þjóðum heims, og alveg
sér í lagi af þeim þjóðum, sem enn
hafa yfirráð yfir öðrum bióðum
viðs vegar um heim Vér erum
þeirrar skoðunar, að þessi yfirlýs-
ing um frelsi eigi ekki aðeins við
um þær þjóðir, sem nú í dag lúta
enn stjórn aRi^rra þjóðia, heldur
se það krafap -^ jíjar þjóðir,
bornar og óborhar megi njóta
fullkomins frjálsræðis án óeðli-
legrar og óæskilegrar íhlutunar
frá nokkurri annarri þjóð.
Vér óskum þess, að kyndill
frelsisins megi biitast og ljóma
ir.eð öllum þjóðum heims En
gleymum eigi því, hæstvirtir fund-
TfMINN,
■ai-menn, að háleitar hugsanir og
hafleyg orð og mikil loforð, eru til
lítils gagns, ef þeim fylgir ekki
sönn og einlæg framkvæmd
Minnumst þess einnig, að jafn-
framt því, sem engin þjóð á rétt á
því að stjórna annarri þjóð, þá er
það fyrst og fremst skylda hverr-
ar einstakrar þjóðar að sfjórna sér
s:álf, og að gæta örugglega og
kröftuglega, af eigin rammleik,
sins eigin sjálfstæðis, og að leiða
sitt eigið fólk á veg til framfara,
rnenningar og farsældar.
Sérhver þjóð, og alveg sérstak-
lega smáþjóðirnar, ættu að hafa
hugfasta þá staðreynd, að sjálf-
siæðisbaráttan endar ekk' með
íormlegri viðurkenningu fullveldis-
ins og hátíðahöldunum í sambandi
við fengið frelsi. Nei, þvert á móti,
baráttan fyrir raunverulegu sjálf-
stæði hefst einmitt þá. Þá hafa
þióðirnar sjálfar og af eigin ramm-
laagardaginn 10. desember 1960.
leik ýtt frá landi út á hið mikla haf
alþjóðlegra stjórnmála. Hver þjóð
verður þá að vera skipstjóri á
sinni eigin fleytu og bjóða byrginn
binum hættulegu háu öldum al-
þjóðlegrar baráttu í refskák stór-
veldanna; og aðeins með bví að
shipshöfnin sé samstillt og einhuga
og fær til skipstjórnar, er nokkur
von til þess, að fleyið nái farsælli
Gg þráðri höfn. Ef skipshöfnin er
ekki samhuga og samvalin mun
fleyið refca í strand. Nauðsyn býð-
ur að vera vakandi og beita varúð
og þrautseigju.
fslenzka sendinefndin mun
greiða atkvæði með þessari yfir-
lýsingu um sjálfstæði og fr-elsi
a:lra þjóða, ekki með neinni
gremju né ásökunum í huga gegn
nokkurri þjóð, heldur með einlæg-
i.m og góðum óskum öllum þjóð-
um til handa, bæði stórum og
smáum.
„Ef enginn hefur komizt til tungls
ins, hvernig er þá hægt að segja að
það sé búið til úr mygluðum osti?"
DENNI
DÆMALAUSI
K K
1 A
D L
D D
I I
Jose L
Salinas
125
D
R
r
K
I
Falk
125
— Nú þekki ég þig. Þú reyndir að — Hvað segirðu um þetta, herra Moon? EFTIRLÝSTUR MORÐINGI — Buddy
stela Súsönnu! Hvernig komstu út? — — Hamingjan sanna! Moon.
Þig varðar ekkert um það.
— Hann ætlar að skila stolnum dem-
öntum á morgun, en þarf á þeim að
halda í dag!! — Þú ert kaldur, en nú
kemur þú á stöðina......... Þetta eru
mínir menn, ég verð að fara varlega að
þeim.
— Eg sagði að demantarnir væru stoln
ir, en ekki að ég hefði stolið þeim, með
hvaða rétti ætlið þið að handtaka mig?
— Hafið þið skipanir eða sannanir?
Lítiði í reglubókina yfckar.