Tíminn - 19.01.1961, Side 8

Tíminn - 19.01.1961, Side 8
8 TIMINN, fúnmludaglnn 19. janúar 1961 VETTVAMGUE ƧKUMA1 RITSTJÓRI: JÓN ÓSKARSSON ÚTGEFANDl: SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMANNA Heiðarlegur málfluíningur er aðalsmerki góðs ræðnmanns f Vettvangnum hefur áður ver ið minnzt nokkuð málfunda- námskeið F.U.F. í Árnessslu á Flúðum í Hrunamannahreppi. Námskeiðið hófst 19. nóvember sl. og á tveimur fyrstu fundun- um kenndi Örlygur Hálfdánar- son, form. S.U.F., mælskulist og ræðuflutning, en Hörður Gunnars son, form. F.U.F. í Reykjavík, skýrði fundaxstjórn og fundarregl- ur. Formaður F.U.F. i Árnessýslu, Sigurfinnur Sigurðsson, var aðal- forgöngumaður námskeiðsins, ann- aðist hann undirbúning og stjórn- aði því af miklum skörungsskap. Á hann manna mest þakkir skilið fyrir, hversu vel tókst til um nám- skeiðið. Var námskeiðið mjög fjölsótt miðað við, að þátttakend ur voru mestmegnis úr eiinum hreppi, og voru að jafnaði milli 20 og 30 manns á hverjum fundi. Síðasta sunnudag var lokafund- ur námskeiðsins og því slitið með veglegu kaffisamsæti. Sigurfinnur Sigurðsson setti fundinn og minnt ist í upphafi Egils Thorarensens kaupfélagsstjóra, sem látizt hafði þá um morguninn. Bað hann við- stadda rísa úr sætum í viiðingar- skynl 1 við hinn fallna forystu- mann í samvinnu- og félagsstarfi Árnesinga. Á lokafundinum voru mættir fulltrúar frá stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna, þeir Ör lygur _ Hálfdánarson form. S.U.F., Jón Ósfcarsson, varaform. S.U.F., Hörður Gunnarsson, form. F.U.F í Reykjavík og Ingi B. Ársælsson, foimaður skólanefndar félagsmála Málfundanámskei($inu á Flúðum lokicS ið haldnar, og um 200 umræðuefni hefðu vei'ið tekin til meðferðar á þeim sex fundum, sem haldnir voru. Yfirleitt var sá liáttur á hafður, að þátttakendur drógu miða með einhverju málefni og ræddu það síðan óundirbúið. Þessi aðferð er vinsæl og oft skemmti- leg, auk þess veitir hún drjúga þjálfun fyrir byrjendur. Val um: ræðuefna var mjög fjölskrúðugt sín fyrstu spor á þessari braut. Þeim hefði öllum farið mikið fram, þótt námskeiðið hefði ekki verið lengra. Hins vegar mætti ekki láta hér staðar' numið, heldur j halda áfram á sömu braut og, stefna stöðugt hærra. Þetta nám-j skeið hefði aðeins verið fyrir byrj endur. Tilgangurinn hefði ver'ið að koma mönnum upp í ræðustól inn eða til að „brjóta ísinn“, eins Þátttakendur í málfundanámskeiði F.U.F. í Árnessýslu, ásamt fulltrúum frá stjórn S.U.F. Stjórn F.U.F. í Árnessýslu: Svanur Kristjánsson, meðstjórnandi, Gunnar Guðmundsson, gjaldkeri, Sigurfinnur Sigurðsson, formaður, Gunnar A. Jónsson, ritari, Guðjón Emilsson, meðstjórnandi. Slgurfinnur Sigurðsson. \ skóla Framsóknarflokksins. Einn- ig voru viðstaddir stjórnarmeðlim ir F.U.F. í Árnessyslu frá Selfossi. Sigurfinnur gerði stutta greiri fyrir gangi námskeiðsins og kvað það hafa tekizt framar vonum og væri almenn ánægja ríkjandi með al þátttakenda. Hann sagði að í bað minus'ta 400 ræður hefðu ver og má segja, að rætt hafi verið um allt milli himins og jaröar, í gamni/og alvöru á víxl. Til gam ans má nefna: landhelgismálið, timburmenn, frjálsar ástir, út- varpið, kvennabúr, dráttarvélar og ótal margt fleir’a. Þá voru einnig teknir til umræðu einstakir þætt ir þjóðmála. Á einum fundi voru nemendur látnir mæla fyrir minni hvors annars og varð að því mik- il skemmtan. Nokkrar ræður voru teknar á segulband, svo menn gætu heyrt í sjálfum sér, til leið beiningar og gamans. Verður ekki annað sagt en að námskeiðið hafi orðið þátttakend- um til gagns og gleði og félags- starfi F.U.F. í sýslunni til mikils framdráttar. Þessu næst flutti Ingi B. Ár- sælsson erindi um félagsmálaskól- ann, sem Framsóknarflokkurinn mun setja á stofn um næstu helgi. Útdiáttur úr erindi Inga birtist á öðrum stað hér á síðunni. Eftir erindi Inga fór fram æf- ing eftir miðakerfinu og tóku gest ii' námskeiðsins einnig þátt Örlygur Hálfdánarson stjórnaði æfingunni, sem var fjörug og skemmtileg. Örlygur lét þess sér- staklega getið, að þáttsakendur hefðu tekið ótrúlega miklum framförum frá því á fyrsta fund- inum og þakkaði hann þetta einlc um öruggri leiásögn Sigurfinns. Að lokinni æfingunni þakkaði Sigurfinnur peim Herði og Örlygi fyrir aðstoð þeirra við námskeiðið. Sagði Sigurfinnur, að hann væri ánægður með árangurinn af þessu fyrsta námskeiði og kvað það hafa haft góð og bætandi áhrif á þátt- takendur, sem allir væru að 'feta og hann orðaði það. Þetta hefði tekizt með ágætum og menn hefðu fundið að þetta er ekki eins erfitt og virzt gæti, heldur auðvelt og skemmtilegt þegar á hólminn er komið. Sigurfinnur brýndi það fyrir þátttakendum, að hér mættu þeir ekki láta staðar numið, held- ur nota hvert tækifæri til að bæta við þá reynslu, sem þeir hér hefðu fengið og stefna sem hæst í þess um efnum. Síðan vár boðið til kaffidrykkju og urðu fjörlegar umræður undir borðum. Hörður Gunnarsson flutti kveðj ur og árnaðaróskir ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Örlygur Hálfdánarson hélt stutta ræðu og færði F.U.F. í Árnes- sýslu að gjöf fundarhamar frá Sambandi ungi’a Framsóknarm. Á hamarinn er letrað: „F.U.F. í Árnessýslu. Gefinn í janúar 1981 af S.U.F.“ Örlygur lét þess getið til gam- ans, að sá, sem smíðaði hamar- inn, hefði látið svo um mælt, að hamarinn myndi vel duga til að þagga niðri í öllu íhaldi, utan Framsóknar'flokksins og innan. Örlygur sagði, að þessi hamar væri sérstök viðurkenning frá S.U.F. fyrir gróskumikið og öfl- ugt starf F.U.F. í Árnessýs'lu, sem m.a. með þessu námskeiði hefði gefið öllum ungum Framsóknar- mönnum gott fordæmi. Fyrir hönd S.U.F þakkaði hann félaginu fyrir þennan stóra skerf í stanfseminni innan samtaka ungi'a Framsóknar manna og kvað þetta sýna hvað gera mætti þegar atorka og áhugi færu saman sem hér hefði verið. Að lokum þakkaði Sigurfinnur gjöfina og beindi síðan nokkrum •hvatningarorðum til námskeiðs- manna. Brýndi hann fyrir þeim mikilvægí þess að vera vel máli farinn og hæfur ræðumaður, það væri undirstaða allrar félagsstarf semi. Bað hann menn notfæra sér hvert tækifæri til að tala máli sínu og halda fram skoðunum sínum, en þess skyldu þeir ávallt minnast, að óhlutdrægni og heið- arleiki í málflutningi væri aðals- merici hvers góðs ræðumanns. Vettvangurinn fagnar hínu öfl uga starfi F.U.F. í Árnessýslu og vonar' að fleiri F.U.F félög taki það til fyrirmyndar og láti ekki sitt eftir liggja til að efla starf- semi ungra Framsóknarmanna. Það má geta þess hér, að í ráði er að efna til námskeiða víða í Árnessýs'lu, og innan tíðar mun haldið námskeið í Rangáirvalla- sýslu. — Stjórn S.U.F. er ávallt reiðubúin til að leggja félögunum lið í þessum efnum eftir fremsta megni. J.Ó. Látum einbeitni og samheldni einkenna störí okkar Á lokafundi málfundanám- \ skeiðsins á Flúðum flutti Ingi B. Ársælsson stutt erindi um félagsmálaskóla þann, sem inn- j an tíðar mun hefjast á vegum ■ Framsóknarflokksins, en Ingi er' formaður skólanefndar. Eftirfar- andi er brot úr erindinu. Rakti Ingi í stuttu máli aðdrag- anda að stoínun skólans. skipulag hans og starfshætti, og hið mikil- væga menningar- og fræðsluhlut- verk, sem honum er ætlað 'í sam- tökum Framsóknarmanna. | Sérstaka áherzlu lagði Ingi á,’ að utanbæjarmenn re.vndu eftir niegni að hagnýta sér fræðslu skólans og taka þátt í skólastarf- inu, ef þeir væru á ferð í Reykja- vík. Eins kvað hann ákjosanlegt at fá ábendingar og tiilögur frá þeim, sem exki gætu tekið virkan þátt í skólastaiíinu vegna búsetu ^f jarri Reyiqavík. Slíkt mynd; j skapa nánari tengsl og ' kynni! milli rnanna úr fjarlægum byggð j | arlögum. I Enn fremur sagði Ingi: „Stofn- un félagsmálaskólans er merkilegc nýmæli í starfi ungra Framsókn- armanna og raunar Framsóknar- fiokksins í heild. Við ætlum skól- anum að búa menn sem beztu veganesfi á brautinni til framfara og aukins skilnings og lausnar á vandamálum samtíðarinnar. Við, ungir Framsóknarmenn, verðum a'ð leggjast hér á eitt og gera veg þessa máls sem mestan. Ég er raunar viss um, að þið, ungir Framsóknarmenn í Árnessýslu. munið ekki láta ykkar hlut hér eftir liggja." Að lokum fór Ingi nokkrum orðum um stjórnmálaviðhorfið hér á landi og lýsti hinum hat- römu árásum íhaldsstjómarinnar á lítskjör þjóðarinnar, einkum kvað hrnn bændur og verkamenn hafa orðið hart úti. Hann kvað það von sína, að þessu afturhaldstíma- bdi lyki sem skjótast og þegar sæjust þess ýms merki að „nam- ingjusól núverandi valdhafa væri að hníaa til viðar.“ Ingi B. Ársælsson. Að lokum sagði Ingi: „Góðir fé- lagar, látum einbeitni og sam heldni einkenna störf okkar öll cg þá baráttu, sem við heyjum fyrir hagsmunum okkar og hug- sjónum. Þá mun okkur sigurinn vís yfir öflum öfga og afturhalds cg óvinum félagshyggju og fram- fara.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.