Tíminn - 04.02.1961, Síða 14

Tíminn - 04.02.1961, Síða 14
14 TÍMINN, laugardagfnn 4. febráar 1941. ur maður. Og sízt hafði ég búizt við þessum fullkomnu andlitsdráttum, — beinu nef i, lýtalausri kj álkalínu, grásprengdu ljósu hári upp frá fagurbyggðu enni. — Þetta er Charles Hay- ward, Philip, sagði Edith de Iíaviland. — Ó, komið þér sælir. Eg gat ekki gizkað á hvortj hann hefði nokkru sinni heyrt mín getið. Hann rétti mér kalda hönd, og í andliti hans sást engin forvitni. Þetta gerði mig hálfve,Tis ó- styrkan. Hann stóð þarna, þolinmóður og áhugalaus. — Hvar eru þessir hræði- legu lögreglumenn? spurði fröken de Haviland. Hafa þeir komið hér inn? — Eg held að — að (hann leit niður á nafnspjaldið á borðinu) að Tavemer lög- regluforingi sé væntanlegur til mín á hverri stundu. — Hvar er hann núna? — Eg hef ekki hugmynd um það, Edith frænka. Uppi, býst ég við. — Hjá Brendu? i — Eg veit það bara ekki. Þegar maður horfði á Philip Leonides virtist það með öllu óhugsandi að morð hefði ver ið framið nokkurs staðar í námunda við hann. — Er Magda komin á fæt- ur? — Eg veit ekki. Hún fer vanalega ekki á fætur fyrir ellefu. — Þarna heyrist mér hún vera, sagði Edith de Havi- land. Það sem henni heyrðist vera frú Leonides var há rödd, sem bar ótt á og nálg aðist óðfluga. Dyrunum að baki mér var svift opnum og inn kom kona. Eg veit ekki hvemig hún kom því í kring að það virtusrt vera þrjár konur sem komu inn í stað einnar. Hún reykti sígarettu í löngu munnstykki og var klædd morgunkjól úr bleiku satíni, sem hún hélt að sér með annarri hendi. Ríkulegt Ijósgullið hár féll niður um herðar henni. Andlit hennar virtist næstum hróplega nak ið — eins og konuandlit virð ast nú á dögum, ef það hef- ur ekki sætt neinni snyrt- ingu. Augu hennar voru blá og geysistór og hún talaði mjög hratt með dimmri, fremur aðlaðandi röddu og með mjög skýrum framburði. — EÍskan, ég þoli það ekki — ég bara get ekki þolað það — hugsaðu þér fréttirnar — það er ekki komið í blöðin enn, en auðvitað kemur það þar — og ég get ekki gert upp við mig hvernig ég á að vera klædd fyrir réttinum — það verður að vera eitthvað óbrot ið — en ekki í svart, kannski dimmrautt — og ég á ekki einn skömmtunarseðil eftir — ég týndi heimilisfangi þessa herfilega manns sem selur þá — þú veizt, það er rétt hjá Shaftesbury Avenue mikið grin í Edith Thompson líka — ég held hún skilji það ekki sjálf, en grín eykur alltaf á spennuna. Eg veit hvernig ég á að leika þetta, — hvers dagsleg, kjánaleg, látalæti fram á síðustu stund, og svo — Hún baðaði út höndinni, — sígarettan féll úr munnstykk inu og niður á gljáfægt skrif borð Philips og tók að brenna I það. Hann greip hana upp Agatha Christie: RANGSNdlO HÚS 9 — og ef ég færi í bilnum' mundi lögreglan elta mig, og þeir gætu spurt óþægilegra spuminga, er það ekki? Hvað þú ert rólegur, Philip! Skil-, urðu ekkl að nú getum við| flutt úr þessu ömurlega húsi? | Frelsi — frelsi! Ó, hvað það er ranglátt — aumingja gamli Sæti — auðvitað hefð- um við aldrei yfirgefið hann meðan hann lifði. Honum þótti vænt um okkur — var það ekki — þrátt fyrir allt illt, sem þessi kvenmaður, uppi á lofti reyndi að koma! af stað. Eg er vi«s um að ef við hefðum farið okkar leiði og skilið hann eftir hjá henni, I þá hefði hann skiliö okkur1 alveg útundan., Hræðileg manneskja! Þrátt fyrir allt var gamli góði Sæti að verða níræður, — engin fjölskyldu bönd hefðu staðizt fyrir svona konu sem var sjálf á staðnum. Þú veizt, Philip, nú held ég að verði dásamlegt tækifæri til að setja upp Edith Thompson-leikritið. — Morðið gefur okkur ágætar auglýsingar fyrirfram. Bilden stein eagði hann gæti fengið — þú veizt að þessi herfilegi Ijóðleikur um námumenn dettur upp fyryiyr þá og þeg ar — og .hlutverkið er dásam, legt — dásamlegt. Eg veit að þeir segja að ég geti ekki leik ið nema í gamanleikjum vegna nefsins — en það er áhugalaust og fleygði henni i ruslakörfuna. — Og svo, hvíslaði Magda Leonides, augu hennar stækk uðu, andlitið fraus, og svo' skelfirig .... , Skelfingin staðnæmdist á | andliti hennar í um það bil t stuttugu sekúndur, en síðan slaknaði á dráttunum, ótta-1 slegið barn var í þann veginn •að bresta í grát. En síðan hvarf öll geðs-' hræring úr svip hennar ,eins og þvegin burt, og hún' sheri' sér að mér og spurði í hvers- 1 dagslegum tón: — Haldið þér ekki að svona1 ætti að leika Edith Thomp- son? — Eg sagðist halda að ein- ! mitt svona ætti að leika Edith Thompson. Þessa stund | ina gat ég tæpast rifjað upp hver Edith Thompson væri, en mér var í mun að kynni mín við móður Sofíu hæfust vel. — Hún var reyndar býsna < llk Brendu, var það ekki?; sagði Magda. Það hefur mérj aldrei dottið í hug áður. Það; er athyglisvert. Ætti ég að^ segja lögreglunni frá því? . Maðurinn bak við skrifborðj ið hnyklaði brúnir ofurlítið. — Þú þarft yfirléitt alls ekki að hitta hann, Magda, sagði hann. Eg get sagt hon- um allt sem hann þarf að vita. ! — Ekki hitta hann? Rödd hennar hækkaði. .— En auð- vitað verð ég að hitta hann. Elskan, þú ert svo hræðilega hugmyndasnauður. Þú skilur ekki hvað smámunir skipta miklu máli. Hann þarf að vita nákvæmlega hvenær og hvemig allt gerðist, alla smá muni, sem maður sá og furð- aði sig á þá . . . . — Mamma, sagði Sofia, sem kom inn um opnar dym ar, — þú átt ekki að segja lögreglunni neina vitleysu. — Sofia, — elskan .... — Eg veit, ástin, að þú ert búin að leggja niður fyrir þér hlutverkið og ert tilbúin að leika alveg dásamlega. En það er rangt hjá þér, alrangt. — Vitleysa. Þú veizt ekki — — Eg veit. En þú verður að leika það allt öðru vísi. Hóg- vær — segj^, sem fæst — vera vel á verði — vernda fjöl- skylduna. % Bamaleg furða var upp- máluð í andliti Mögdu Leonides. — Elskan, sagði hún, — heldurðu virkilega .... — Já, ég held það. Hættu við það. Það er rétt. Sofia bætti við, þegar ofur lítið ánægjubros skaut upp kolli á andliti móður henn- ar. — Eg lagaði handa þér súkkulaði. Það er í setustof- unni. — Ó, það var gott. Eg er að deyja úr hungri. Hún staðnæmdist í dyrun um. — Þér vitið ekki, sagði hún, og virtist ávarpa annað hvort mig eða bókaskápinn að baki mér, — hvað það er dásamlegt að eiga dóttur. Og þar með hvarf hún af sviðinu. — Guð má vita, hvað hún segir lögreglunni, sagði frök en de Baviland. — Það verður allt í lagi með hana, sagði Sofia. — Hún gæti sragt hvað sem vera skal. — Gerðu þér engar áhyggj ur, sagði Sofia. Hún leikur eins og leikstjórinn segir til. Og ég er leikstjórinn. Hún fór út á eftir móður sinni, en snerist á hæli í dyr unum og sagði: — Hér er Tavemer lögreglu foringi að spyrja um þig, pabbi. Þér er sama þó Charles sé kyrr, er ekki svo? Mér sýndist ofurlítill undr unarsvipur koma á andlit Philip Leonides. Svo gat vel verið. En áhugaleysisvani hans kom mér vel. Hann muldraði óákveðið: Vissulega, vissulega, og lét það gott heita. Taverner lögregluforingi kom inn, traustlegur í fasi og með embættissvip, sem á einhvern hátt var róandi. Með framkomunni einni virt ist hann segja: „Aðeins ofur lítil óþægindi, og síðan erum við farnir fyrir fullt og allt og enginn verður því fegnari en ég. Við kærum okkur ekki um að hanga hér, svo mikið er vist . . . . “ Eg veit ekki hvemig hann fór að því að láta þetta í ljós án þess að segja eitt einasta orð, aðeins með því að draga stól að borðinu, en það hafði sín áhrif. Eg settist niður á- lengdar og lét lítið yfir mér. — Já, lögregluforingi ? sagði Philip. Fröken de Haviland sagði upp úr þurru: — Þér viljið ekki tala við mig, lögreglu- foringi? — Ekki núna, fröken de Haviland. Ef ég má segja við yður fáein orð seinna. Laugardagur 4. febrúar: 8.00 Morgunútvarp, 8.30 Fréttir. 9.10 Veðuirfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. 15.00 Fréttir. 15.20 Skákþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Danskennsla (Heiðar Ástvalds son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Guðirún Svafarsdóttir og Kristrún Ey- mundsdóttir). 18.00 Útvarpssaga bamanna: „Átta böm og amma þeirra í skóg- inum" eftir Önnu Cath.-West- ly; X. (Stefán Sigurðsson kenn ari). 18.25 Veðurfregntr. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.B0 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Sverð og bagall" eft- ir Indriða Einarsson. — Leik- stjóri: Hildur Kalman. Leik- endur: Brynjólfur Jóhannes- son, Róbert Arnfinnsson, Guð rún Stephensen, ^rndís Björnsdóttir, Baldvin Halldórs son, Gísli Halldórsson, Karl Sigurðsson, Gestur Pálsson, Rúrik Haraldsson, Katrín Thors, Helgi Skúlason, Indriði Waage, Erlingur Gíslason, Bessi Bjarnason, Lárus Páis- son, Steindór Hjörleifsson og Jón Sigurbjörnsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (6). 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. V EIRIKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn ' £0 ' 1K®* ZflsJ 7?-vn l-CiíA'í 1 Eiríkur sá skipið greinilega út við sjóndeildarhringinn og menn höfðu einnig tekið eftir því á hinum tvelm skipunum. Þetta skip hélt sömu stefnu og skip Eiriks. Eiríkur starði og starði og sá nú að þama var ekki bara eitt skip heldur mörg, heill floti. Drengirnir voru yfir sig spenntir. — Þetta eru kannski sjóræningjar, sagði Ervin, og var farinn að vonast eftir bar- daga. Eirikur var alvariegur. — Sex á móti þremur, hugsa'Si hann. — Búizt tíl barda4i-a!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.