Tíminn - 18.02.1961, Blaðsíða 6
6
Nú er komið svo, aS bióðin er
farin að sjá í tvo heimana með i
ann srvokallaða aðalatvinnuveg, |
sjávarútveginn, sejji er orðinn aðal j
tapvegur þjóðlífsins, og á fleiri en!
elna grein. Heimskan í þessum:
v:nnubrögðum, eða þjóðfélagshátt-!
um, er nú farin að segja til sín
eftirminnilega. Rányrkjan á fisk-
inum er orðm svo gegndarlaus, að
engum dettur í hug að um nokkra
fiskveiði geti verið að ræða, ef
ekki eru notuð hin dýrustu og
veiðnustu tæki og allrahanda að-
stoðar notið um leiðbeiningar á
fiskigöngum, sem m.a. af þessum
sökum fara sífellt bverrandi.
Þetta er saga rányrkjunnar hvar
sem hún nær sér niðri, og það
^vita allir menn, að rányrkjan end-j
ar í fullri þurrð, á þeim gæðum, j
sem eftir er sótt með slíku offorsi.
Hér eru heldur eigi íslendingar
einir yið kolann. Jafnvel þúsundif
veiðiskipa, frá ,mörgum þjóðum,
hamast við að drepa fisk í Norður-
Atlántshafi, og hjá öllum þessum
veiðiþjóðum, og um borð í hverju
skipi er sami andinn, veiða sem
ro.est, hver sem tilkostnaðurinn er.
Næst striði er þetta órökrænasía
athæfi, sem um getur í lífj manna
á vísindaöld, og endar eins og í
stríði með algerri eyðingu. Það
roætti ætla að þetta væri hverjum
heilvifa manni ljóst, en þó virðist
sem ekkert sé mönnum óljósara,
roinnsta kosti hér á íslandi, en
þessi staðreynd. Landhelgismálið
með því, sem þeir kalla friðun
miða og hrygningarstöðva, er þó
eins og draumur fyrir daglátum,
sem þó til lítils kemur að dreyma,
þegar allur dagur í þessu máli er
af lofti genginn, Því aldrei hrygn-
ir sá fiskur á miði, sem drepinn
er áður en hann kemst á bau.
Fiskveiðiþjóðir verða því að fara
að athuga sinn gang, takmarka
veiði með félagssamþykktum, og
hefja ræktun, jafnt og verntí, á
fiskistofnum. Eg veit þó að ekk-
ert er vitlausara erl segja íslend-
ingum þetta í dag, því hér gildir
það sama, sem hann Jón sagði
við prestinn, þegar hann var að
afsaka frafnhjátökuna: „Ef þú skil-
ur ekki þetta, þá er ekki fil neins
að segja þér það!“ En það þarf
nú samt að segja þeim það, hvort
TÍMIN N, laugardaginn 18. febrúar 1961.
Orðið er frjálst: ^
Sjáyarútvegurinn
sam þeir skilja það ekki, að sjáv-
arútvegur á íslandi er búinn að
vera. Fyrir því sá síðasta gengis-
felling. Það er Ijóst mál, að prot
hans er framundan og þjóðin þarf
að búa sig undir ríkisgjaldþrotið
í næstu framtíð. Engin þjóð stenzt
það, að svokallaður aðalatvinnu-
vegur hennar tapi árlega milli 500
og 1000 milljónum króna sem
sjávarútvegurinn hefur sannarlega
gert á þessu ári, þó svo kunni að
vera að eitthvað af tekjum hans
hafi farið sömu leið og baunirnar
úi' poka bóndans, í músarholuna
í veggnum, þá þarf þó að rjúfa
vegginn til þess að ná þeim aftur,
en þá hrapar líklega veggurinn
á allan baunapokann.
Hér hefur verið farin sama leið
og í Nýfundnalandi — alltaf stærri
skip, fleiri skip, dýrari veiðitæki,
gengsfelling, gjaldþrot og sjálf-
stæði þjóðarinnar varð, að gerast
10. fylkið í Kanada.
Sá, sem ekki þykist skilja þetta
hefur ekki skilningarvit að neinu
gagni. Nú logar allt í deilum í
þessum atvinnuvegi af því, að
skilningarvit útgerðarmamna eru
ekki skárri en það, að þeir finna
á sér, að í raun og veru gefur
þessi neyðaratvinnuvegur ekkert
kaup goldið, og upp á það ætla
þeir að reyna að fleyta skipunum,
og eru þó engan veginn vissir um
að sleppa skaðlausir. Er þá ekki
annað fyrir hendi en ríkið taki að
sér að borga sjómönnum lífeyri
' stíl við ellilífeyrinn og mundi
það aldrei nema meira fé en ríkið
verður á þessu ári að kasta í tap-
hítina. Það dugar ekki að skipin
dundi ekki á miðunum og það er
ekkert vit í því, að útvegsmenn
refji sig við að semja við sjómenn
um kaup, sem þeir geta ekki
greitt. Ekki dugar hitt heldur að
heiðursamir . útgerðarmenn leggi
sip í það, að láta meta fiskinn í
gúanó til þess að sjómenn fái sem
minnst kaup og selja okkur síðan
fiskinn á fyllsta neyzluvei'ði og
Þjóðverjum fyrir þriðjungi hærra
SEX.TUGUR:
Hans Rikharð Beck,
Kollaleiru, Reyðarfirði
Síðastliðinn fimmtudag, 16.
febrúar varð Hans Ríkharð
Beck á Kollaleiru í Reyðar-
firði sextugur. Halns er fædd-
mnsttuJ'/*' ‘ gn !
ur að Kollaleiru 16. fíbrúar
1901, sonur Þuríðar Eyjólfs-
dóttur frá Sléttu og Kristins
H. Beck frá Sómastöðum, en
þau hjón bjuggu allan sinn
búskap á Kolialeifú.
Hans tók við búi eftir föður
sinn. Hefur hann stækkað tún
mikið og endurbætt allan
húsakost allan á jörðinni,
enda duglegur og vel verki far
inn. Hans er kvæntur Hall-
fríði Guðmundsdóttur. Eiga
þau hjón fimm mannvænleg
börn, eru þrjú þeirra uppkom
in.
Hans er greindur maður og
jdagfarsprúður. Hann er fast-
jur í skoðunum og hreinskil-
iinn, glaðvær og gamansamur
í sinn hóp.
, Á þessum tímamótum munu
margir vinir hans og kunningj
ar senda honum og fjölskyldu
hans hugheilar kveðjur og
óska honum allra heálla á
komandi tímum. K.E.
Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samúð við andlát og jarðarför
Kristjáns Guðnasonar,
Fáskrúðarbakka.
Higinkona, börn og tengdabörn.
verð en markaðsverð. En fyrst ég ]
hef ekki minna vif á sjávarútvegi'
er. landbúnaði, ef ég tek á því, j
er rétt að ræða þetta nokkuði
nánar.
Við lifum á svokölluðum við-
reisnartíma, og er þetta ákafléga
huggunarríkt orð fyrir fallna
menn, sem eiga evfitt með að
standa upp. Hins vegar er þefta
ckki ennþú orðin uppreisn, en til
þess mun þó hafa verið stofnað
með þessu snjalla orði. Togari
heitir Sigurður og er verndaður
ai gæsalöppum. Hann hlakkaði til
að komast í þorskinn kiingum ís-
land, og gerði ráð fyrir að hann
yrði kappi mestur á þeim stöðum,
enda hafði honum verið til þess
ldð hið mesta atgerfi, allt upp í 17
milljónir króna. En áður en hann
kæmisf á bessar slóðir kom við-
reisnin, með 135% gengisfalli, og
þar með óx afgerfi Sigurðar upp
i 40 milljónir króna.
Gengisfelling er svo snjöll í eðli
sínu, að hún getur rýrt fastakapítal
þjóðarinnar, svo að þessi 135%
gengisfelling gerir það að verk-
um, að 381 þús. kr. fasteign geta
Bandaríkin keypt fyrir 10 þús. doll
ara, eða 37.300 kr. á núverandi
gengi. En skipin og vélarnar og
rekstrarvörurnar hækka í íslenzk-
um krónum um 135%.
Á þessu skeri steytti nú Sigurð-
ur. Nú þurffi hann 'að vátryggja
sig fyri’r 23 milljón hærri upphæð.
Greiða vexti af jafnhárri upphæð í
atgerfi sínu, greiða 135% hærri
upphæð fyrir allar rekstrarvörur,
cg þurfti svo stóraukið rekstrar-
fé, sem nú var í viðreisninni orðið
þiiðjungi dýrara. Allt eru þetta
biákaldar staðreyndir, sem skipta
mörgum milljónum í þorskastríði
Sigurðar. Svo var það undir hæl-
inn lagf hvort Sigurður fengi 135%
meira fyrir aflann. Ef til vill
veiddi hann litijðiag fiwiaurinn færi
j „guano r-Tfrvöí! .
En hvernig sem dæmíð var reikn
aé þá hafði útgerðarkostnaðurinn
aukizt langt yfir 135%, og mun-
aði þar mestu um vátryggingarupp
hæðina, sem var algerlega nýr og
þungbær skattur á útgerðina í
landinu.Æengisfellingin var srvona
snjöll. Hún gat aukið kapífalverðið
á skipum, en minnkað kapítalverð
í landinu, án þess að það kæmi á
nokkurn hátt til hagræðis í rekstri
þjóðarbúsins, enda hlýtur það að
hækka til samræmis við verð
rekstrar- og uppbyggingarvara m?ð
135% aukaverðlaginu.
Svona snjallar efnahagsráðstaf-
ar.ir segja sex, enda tók nú Sig-
urður að segja söguna. Hann fór
óðar I bili á flot og út á haf, hitti
litinn fisk, sem fleiri bræður hans,
og kom að landi, trúlega með
þann stærsfa veiðiskaða, sem um
getur í sögum frá dögum húkk-
oi tanna hans Skúla I árdaga stór-
útgerðar á íslandi. Sigurður var
það vitur að hann fór ekkj aðra
ferð á viðreisnarsjó, heldur batt
sig við bryggju í Rvík og safnar
eflaust lausaskuldum handa rík-
ir.u til að lána. Þar trónar hann
sinum siglutrjám eins hátt til him
ins og hann getur, án þess að hann
kveði eins og Bólu-Hjálmar „Vilj-
irðu ekki orð mín heyra“, enda
mundi hann þá breyta vísunni og
segja: „eilíf náðin Thórsalig."
Sigurður fer ekki oftar á sjó
upp á íslenzka viðreisn, og ís-
lenzka penir.ga. Hins vegra geta
Englendingar keypt hann fyrir
7.200 þús. krónur, upp á umreikn-
ing í íslenzkum kr. í sterlingspund,
miðað við núverandi gengi á enska
prndinu.
Ekkert gat verið verra fyrir út-
gerðina á íslandi en að hækka
kapítalverð skipanna. Það hlaut
alltaf að vtrða beinn skattur á
starfsemina. Sigurður sannar þetta,
saklaus til himins hrópandi, svo
það má spara sér hagfræðilega út-
reikninga í málinu. Reynslan af
gengisfalli er alls staðar sú sama,
gjaldeyrisvérðið skapar kapítal-
verðið, sú röskun sem gengisfell-
ing veldur á verðlagi leitar jafn-
vægis við gjaldeyrisverðið, hvað
sem hver segir, og verður að gera
þ?ð, annars er allt í botnlausri
kreppu og atvinnuleysi, og kaup-
máttarleysið drepur atvinnufyrir-
tækin hvert á eftir öðru. Það eru
því allir fingurnir jafnir þegar í
lófann kemur og engin viðreisn til
fyrir sjávarútveginn. Dýitíðarkjaft
urinn gapir — „og gapa mundi
hann enn meira, ef rúm væri til“,
en svo er ekki, því nú er allt í
þrotum. Sigurður sannar þetta.
Hann er dauður á íslandssjó, og
boðinn til sölu erlendis. Hann
lenti í brennipunkti' viðreisnarinn-
ar, og saga hans er biblía sjávar-
útvegs á íslandi í dag. Lögmál
þeirrar biblíu er botnlaust tap —
alltof mikið, en þó mismunandi
cftir árferði, og veiðiheppni getur
bjargað'einsfaka skipum. Saga síð-
asta árs sannar þetta og fyrsta
björgunarlínan, sem skotið er út
I strandið, var að greiða hinar
geigvænlegu váfryggingarupphæð-
ir flotans úr ríkissjóði og hirða
viðreisnarskuldahauginn inn á am-
eríska contó. Það verður því að
undirsti'ika það, sem áður var
sagt. Þessi sjávarútvegur er bú-
irn að vera og þessi viðreisn er
skaðleg endileysa, sem þjóðin verð
ur að drepa af sér. þótt of seint
sé orðið, og þjóðin verði að búa
sig undir ríkisgjaldþrot fyrir sína
heimskulegu atvinnulífs- og fjár-
málastefnu. Því það er ekki hægt
r.ð bæfa fyrir viðreisnarsyndina.
Þar dugar engin iðrun og fyrir-
gefning fæst ekki, frekar en í
„r.eði'i deildinni“.
Eg hef oft varað þjóðina við
þessari syndanna leið, en það er
eins og hann Jón sagði, ekkj til
r.eins að segja mönnum það, sem
þeir ekki skilja. Nú geta þeir
þreifað á Sigurði, en það virðist
heldur eigi duga, svo hér virðist
það hafa skeð, sem aldrei hefði
verið tiúað í neinni sveit, að
hreinir Bakkabræður yrðu kosnir í
hreppsnefndina.
iBenedikt Gíslason
frá Hofteigi.
M I N N I N G:
Kristín Þórðardóttir
Mel, Þykkvabæ
I dag verður gerð að Hábæjar-
kirkju í Þykkvabæ útför Kristínar
Þórðardóttur, sem lézt að heimili
sínu 10. þ.m.
Fædd var hún að Jaði’i í Þykkva
bæ 24. september 1876, dóttir hjón-
anna Þórðar Einarssonar bónda
þar og Kristínar Tyrfingsdóttur.
Ólst hún upp á heimili foi'eldra
sinna ás'amt 6 systkinum. Ung að
aldri fór hún til dvalar utan heim
ilis síns, enda dugleg og eftirsótt
til starfa.
Árið 1906 fluttist hún að Mel í
sömu sveit og stofnaði þar heimili
með eftirlifandi manni sínum Gesti
Helgasyni, og hafa þau búið þar
alla tíð síðan. Dugnaður þeirra var'
frábær enda búnaðist þeim vel.
Þau eignuðust 5 börn, öll hin
mannvænlegusfu og gott fólk, sem
erft hafa hæfileika og dugnað for-
eldra sinna. Einn dreng ólu þau
upp og var hann þeim eins kær og
þeiira eigin börn, enda reyndist
hann þeim góður og nærfærinn.
Allt til þessa dags hafa tvö börn
þeirra Helga og Felix verið að búi
með foreldrum sínum og gert þeim
ævikvöldð svo ánægjulegt, sem
verða má. Eina dóttur um ferm-
ingaraldur misstu þau og var þá
sár harmur að þeim kveðinn.
Melsheimilið er vel þekkt fyrir
gestrisni og barnabörnunum þykir
gott þar að vera. Svo er urn alla,
sem þessu fól'ki kynnast. Þeim,
sem eru minni máttar, er rétt Ijúf
og líknandi hönd þeim til styfktar.
Einng er þeim gott þar að dvelja,
sem hraustir eru og harðgerir, því
dugnaður og atorkusemi þessa
fólks er víðkunn.
í vitund minni, og að því er ég
bezt veit, allra þeirra, sem kynnt-
ust Kristínu vel, bera hana yfir
alla meðalmennsku. Ekki var það
vegna þess, að hún vildi láta á sér
bera né sæktist eftir frama eða veg
tyllum. Allt slíkt var hennj víðs
fjarri. Hún vann verk sín kyrrlát
og hógvær, en jafnan með þeim
myndarbrag, sem einkenndist af
meðfæddum eðliskostum hennar.
Traust yar hún eins og bjarg,
sem aldrel bifast þó að skruggur
skelli á því. Erfiðleikum og sorg-
um fékk hún að kynnast en ekki
raskaði það sálarró hennar svo
séð yrði. Gott var að eiga hana að
vini. Ráð hennar voru holl og á-
kvarðanir einbeittar og afdráttar-
lausar. Fólki gat við fyrstu kynni
fundizt viðmót Kristínar fremur
kuldalegt, en við nánarl kynni
reyndi fólk hana að því að mega
ekkert aumt sjá, án þess að vilja
um bæta.
Ekki mun Kristín, frekar en títt
var um fólk á hennar aldri, hafa
eytt árum æsku sinnar tíl náms,
heldur vinna hörðum höndum, en
hverja stund, sem gafst frá dagsins
önn, til lesturs og íhugunar, enda
kunni hún góð skil á þvL sem hún
las.
Að sjálfsögðu hefur það verið
henni gagnlegt, að umgangast og
kynnast í æsku sinni heimilum,
sem höfðu á sér menningarbrag.
Það leyndi sér heldur ekki í fram-
komu og háttum hennar, að hún
hafði tileinkað sér það, sem gott
var. Hún var 'hátíprúð kona, sem
vel kunni að umgangast fólk af
ýmsum stétíum. Þó aldurinn væri
orðinn hár og líkamsþrótturinn
horfinn, var andinn frjáls og
fleygur.
Ég og fjölskylda mín og svo
mun um marga fleiri, söknum nú
góðs vinar, en á minninguna um
Kristínu mun aldrei slá fölva í
vitund okkar.
Dagf. Sveinbjörnsson.
i