Tíminn - 18.02.1961, Qupperneq 14

Tíminn - 18.02.1961, Qupperneq 14
14 TÍMINN, Iaugardagtim 18. febrúar 1961. — Var han’n með gleraugun þetta kvöld? — Vissulega. Hann tók ekki ofan gleraugun fyrr en hann hafði gengið frá skjalinu held ég. Er það ekki rétt? — Alveg rétt, sagði Clem- ency. — Og ekkert ykkar — þið eruð öll vi«s um það? — kom nærri skrifborðinu áður en hann undirritaði" erfða skrána? — Ó, bara að maður gæti séð það allt fyrir sér aftur, sagði Magda og glennti upp augun. — Enginn kom nærri borð inu, sagði Sofia, og afi sat kyrr þar allan tímann. — Var skrifborðið á sama stað og það er núna? Það var ekki nærri dyrum eða glugga eða neinum tjöldum? — Það var þar sem það er núna. — Eg er að reyna að gera mér grein fyrir hvernig skipti geta hafa átt sér stað, sagði Taverner. Skipti hljóta að hafa orðið. Hr. Leenldes áleit sjálfur, að hann væri að und irrita skjalið, sem hann hafði verið að lesa upphátt. — Gætu ekki undirskrift- irnar hafa verið afmáðar? spurði Roger. — Nei, hr. Leonides. Ekki án þess að þess sæust merki. En annað er mögulegt: að þetta sé ekki sama skjalið sem hr. Gaitskill sendi föður yðar og hann undirritaði að ykkur viðstöddum. — Þvert á móti, sagði hr. Gaitskill. Eg get svarið, að þetta er sama skjalið. Það er smágalli í pappirnum — i hominu efst ti lvinstri — og hann minnir ofurlítið á flug- vél. Eg tók eftir þvi þá þegar. Fólk leit undrandi hvert á annað. — Furðulegt atvik, eagðl Gaitskill. Eg hef ekki vitað dæmi um annað eins. — Þetta er allt óhugs^ndi, sagði Riger. Við vorum hér öll. Það getur ekki hafa átt sér stað. Fröken de Haviland hóst- aði þurrlega. — Tilgangslaust að segja, að eitthvað sem hefur gerzt geti ekki hafa gerzt, sagði hún. Hvemig standa málin nú? Það þætti mér fróðlegt að vita. Gaitskill varð þegar hinn varkári lögfræðingur. — Það verður að kanna málið mjög vandlega, sagði hann. Þetta skjal nægir að sjálfsögðu til að fella fyrri erfðaskrár úr gildi. Mörg vitni sáu hr. Leonides sjálf- an undirrita í góðri trú það, sem bersýnilega áleit að væri þett>a skjal. Hrn. Mjög at- hyglisvert. Lögfræðivandi fyr ir sig. Tavemer leit á úrið. — Eg er hrædur um að ég hafi tafið ykkiir frá hádegis matnum, sagði’ hann. — Viljið þér ekki vera kyrr og borða með okkur, lögreglu HUS foringi, sagði Philip. — Þakka yður fyrir, hr. Leonides, en ég ætlaði að hitta dr. Cray í Swinly Dean. Philip sneri sér að lögfræð ingnum: — Þér borðið með okkur, Gaitskill? — Eg þakka. Allir stóðu á fætur. Eg mjakaði mér í humáttina til Sofiu. — Fer ég eða er kyrr? — Ferð, held ég, sagði Sofia. Eg smaug á dyr í leit að Tavemer. Josefine sveiflaði sér fram og aftur á hurð sem vissi aftur í húsið. Henni virt ist verulega skemmt. — Lögreglan er heimsk, sagði hún. Sofia kom út úr stofunni. — Hvað varstu að gera, Josefine? spurði hún. — Hjálpa fó«tru. — Eg held þú hafir legið á hleri. Josefine gretti sig framan í hana og lagði.á flótta. — Þetta barn er vandamál út af fyrir sig, sagði Sofia. XI. . Þegar ég kom inn 1 skrif- stofu föður míns í Scotland Yard var Tavemer að ljúka sögu sinni sem greinilega hafð5 verið ein raunaþula. — Og svona erum við stadd ir, sagði hann— Eg hef spurt þau öll i þaula út og suður og ekkert haft upp úr krafs- inu, — alls ekkert! Ekkert til efni! Ekkert þeirra i krögg- um. Og allt eem við höfum gegn eiginkonunni og þessum unga vlni hennar er að hann mænir á hana,. þegar hún skenkir honum kaffi — Svona nú, Taverner, sagði ég. Þá get ég gert bet- ur en þetta. — Geturðu það, Charles. Jæja þá, hvað hefur þú að Agatha Christie: 23 segja? Eg settist niður, kveikti mér í eígarettu og leysti frá skjóðunni. — Roger Leonides og kona hans ráðgerðu flótta úr landi á þriðjudaginn. Roger og fað ir hans áttu hávaðasamt sam tal daginn sem gamli maður inn dó. Sá gamli hafði komizt að því að eitthvað fór aflaga og Roger játaði sekt slna. Taverner varð dimmíauð- ur í framan. — Hvar i fjandans nafnl hafðurðu upp á þessu? spurfii hann. Var það þjónustufólk- ið . . . . ? — Það var sérstakur njósna maður minn sem komst að þessu, sagði ég. — Hvað áttu við? — Og ég verð að segja í stíl við beztu leynilögreglusögur, að hann eða hún eða kannski ég ætti að segja það, hefur sannarlega skotið lögreglunni ref fyrir rass. — Og ég verð líka að segja að ég held að þessi fulltrúi minn lumi á ýmiskonar vitn eskju í viðbót. Tavemer opnaði munninn og lokaðl honum aftur. Hann vildi spyrja svo margs i senn, að honum veittist erfitt að byrja. — Roger! sagði hann. Svo að það var þá Roger! Það var ekki laust við að mér væri trekt um mál, þeg ar ég sagði þeim upp aha sögu. Mér hafði geðjast að Roger Leonides. Eg minntist mannsinsr sjálfs og vistarveru hans með ánægju og mér þótti leitt að þurfa að setja blóðhunda réttvísinnar á slóð hans. Auðvitað var hugsan- legt að Josefine hefði farið með fleipur eitt, en ég trúði ekki að «vo væri. — Svo að krakkinn sagði þér þetta, sagði Taverner. — Hún vlrðist vita fullvel um 'allt sem er á seyði í húsinu. — Krakkar gera það oft- ast, sagði faðir minn þurrlega Þessar upplýsingar breyttu allri stöðunni, ef þær voru áreiðanlegar. Ef Roger hafði dregið að sér sjóði Samein- aðra verzlana og gamli mað- urinn komizt að því gat hafa virzt nauðsynlegt að þagga niður í þeim gamla og flýja úr landi áður en málið kæm ist upp. Kannski hafð; Roger gerzt sekur um glæpsamlegt athæfi. Það var samþykkt að kanna þegar fjárhagsástand Samein aðra verzlana. — Það verður mikill skell- ur, ef það fellur, sagði faðir mlnn. — Þetta er risafyrir- tæki, milljónir í spilinu. — Og ef það er raunveru lega komið í ógöngur fáum við það sem okkur vantar, 'sagði Taverner. Pabbi kallar á Roger. Roger gefst upp og játar. Brenda Leonides er í kvikmyndahúsi. Roger þao-f ekki að gera annað en fara fram i baðherbergið, tæma insúlinglas og setja ererín í staðinn, og vandinn er leyst ur. Eða konan hans hefwf gert það. Hún fór yfir í hina álmuna um daginn, — segist hafa ætlað að sækja pípu sem Roger skildi þar eftir. En hún gæti hafa farð til að ganga frá eitrinu áður en Brenda kæmi heim. Hún væri fullfær um það. Eg kinkaði kolli. — Já, ég ýminda mér að hún hafi gert það. Hún er nógu köld fyrir til þess. Og ég á bágt með að hugsa mér Roger Leonides sem eiturbyrlara — þetfca bragð með insúlíniS er nán- ast kvenlegt. — Margir karlmenn nota eitur, sagði faðir minn. — Eg veit það, sagði Tavem er með hita. — Hvort ég veit! — Engu að síður mundi ég segja að Roger væri ekki slík ur maður. — Segjum að þau hafi stað ið að því bæði. — Eins konar Lady Mac beth, sagði faðir minn þegar Taverner gekk út. Virðist þér hún þannig, Charles? Eg setti mér fyrlr hugskots sjónir granna, þokkafulla konuna þar sem hún stóð við gluggjann á fábreyttu her- berginu. — Ekki beinlínis, sagði ég. — Lady Macbeth var innst inni ágjöm kona. Eg held ekki að Clemency Leonides sé ágjörn. Eg held hún hirði ekki um eignir. — En henni gæti verið annt um mann sinn? — Já, vissulega. Og hún gæti áreiðanlega verið — harðúðug. Margs kondr harðýðgi . . . það hafði Sofia sagt. Eg leit upp og sá að gamli maðurinn virti mig fyrir sér. — Hvað ertu að hugsa, Char les? ' Laugardagur 18. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttlr. 0.10 VeCurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. Í2.50 Óskalög sjúklinga (Bryndis Sig urjðnsdóttir). 14.30 Laugardagslö.gin. 15.00 Fréttir. 15.20 Skákþáttur (Guðrnundur Arn- laugsson). 16.00 Fréttlr og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- een). 16.30 Dansikennsla (Heiðar Ásvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Ásmundsdóttlr), 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Átta börn og amma þeirra í skóg- inum" eftir Önnu Chat.-West- iy; XIV. (Stefán Sigurðsson kennari). 18.25 VeðurfregniiT. 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Páisson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónl'eikar: Lög úr söngleikn- um „r.oseMareie" eftir Friml- Stothart (Dorothy Kirsten, Nelson Eddy og Howard Chandler kórinn syngja; Leo Amaud stjórnar kór og hljóm- sveit). 20.25 Leikrit: „Fyrirvinnan" eftir William Somerset Maugham í þýðingu Hagnars E. Kvaran. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (18). 22.20 Góudans útvarpsins; þ. á. m. leikur hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar. Söngkona: 02.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 22 Ormur muldraði að nú fengju þeir bráðum örvahríð yfir sig og sagði svo hátt: — Þetta eru forlög- in. — Haltu nær sti'öndinni Ormur, sagði Eiríkur og brosti, við skul- um láta þá halda að við ætium ekki að lenda hér. Þeir komu auga á vík nokkra og þangað stýrði Orm- \ ur; önnur enn minni vík var innúr þessarci og ákvað Eiríkur að lenda þar. Þeir gengu nú á land upp. — Ó, hvað var þetta? hrópaði Ormur skyndilega. Eii’íkur gaf merki um að stanza. Þeir lögðu við hlustir og heyrðu þá undarlega hljóð líkast rödd mans í nauðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.