Tíminn - 07.03.1961, Blaðsíða 3
3
JEÍ'MI'N-N, ivriðjudaglnn ■%, mairz 1961..
Pókók hefur verið sýnt að undanförnu í Iðnó við mikla aðsókn og ágaefar
undirtektir áhorfenda. í þessum gamanleik koma fram margs'konar mann-
gerðir úr Reykjavíkurlíflnu, sumar nýjar af nálinni, og hafa ekki fyrr
verið leiddar á leiksvið. Myndin sýnir norðlenzku heimasætuna, Elínu
Tyrfingsdóttur, og þá kumpána, Stenna s'tím og Kidda gufu, sem taka hana
upp á arma sína á sjoppunni Hálftólf, en þar gerist einn þáttur leiksins.
Guðrún Stephensen hefur fengið einróma lof gagnrýnenda fyrir leik slnn
og þeir tvímenningar, Kiddi og Stenni, vekja ósvikna kátínu með uppá-
tækjum sínum. — Næsta sýning leiksins er annað kvöld kl. 8,30.
Fjalla-Eyvindur sýnd-
ur á Siglufiröi
Tíu ár eru nú senn liðin
síðan Leikfélag Síglufjarðar
var stofnað, enl það var 4.
apríl 1951. Hefur félagið á-
kveðið að minnast afmælis
síns með því að taka til sýn-
ingar sjónleikinn Fjalla-
Eyvind efjár Jóhann Sigur-
jónsson, og mun fyrsta sýn-
ingin verða á föstudaginn
kemur eða hinn 10. marz.
Fegurðardrottn-
mg vioriðin
Peugot-ránið?
Lise Bodin, ljóshærð fegurS
erdís, sexn varð fegurðardrottn
ing Danmerkur 1960 og var
meðal þátitakenda í heimsfeg-
urðarkeppninni, hefur nú
verið tekin í gæzluvarðhald og
verður yfirheyrð í sambandi
við barnaránið í París í fyrra,
er rænt var fjögurra ára göml
um sonarsyni franska bíla-
milljónarans Peugot, Eric
1’e.ugot að nafni. Er hún ein
af sex, sem nýlega hafa verið
handtekin í sambandi við
rannsókn þessa máls.
Til leikstjórnar hefur félag-
ið fengið hinn góðkunna leik-
húsmann, Gunnar Róbertsson
Hansen, og mun hann ekki
hafa sett Fj alla-Eyvind áður
á svið. Gunnar hefur og teikn
að leiktjöldin, en Herbert Sig-
fússon málarameistari málað
þau. Aðalhlutverkin eru í
j höndum Önnu Magnúsdóttur,
| sem leikur Höllu, Eiríks J. B.
j Eiríkssonar, sem leikur Kára,
|og Júlíusar Júlíussonar, sem
| fer með hlutverk Arnesar.
| Leikfélagið hefur gefið út
vandaða afmælisleikskrá og
birtast þar ýmsar athyglis-
verðar greinar, svo sem rit-
gerð um Jóhann Sigurjónsson
eftir Jóhann S. Hannesson,
skólameistara á Laugarvatni.
Gunnar Róbertsson Hansen
skrifar m.a. um leikritið
Fjalla-Eyvind. Þá er og að
finna í leikskránni yfirlit yfir
leikstarfsemi í Siglufirði frá
öndverðu. Fjöldi mynda frá
fyrri sýningum félagsins er í
ritinu.
Stjórn Leikfélags Siglufjarð
ar skipa nú: Steindór Hann-
esson formaður, Júlíus Júlíus
son, varafonnaður; Halldóra
iJónsdóttir ritari; Haraldur
Árnason, gjaldkeri og Gísli
Þorsteinsson, meðstjórnandi.
B.J.
Næturfundur um upp-
gjafarsamningBnn
Ólíklegt var talið, að unnt myndi
að ljúka umræðunum
2. umræSa um tillögu ríkis-
stjórnarinnar um uppgjafar-
og nauðungarsamninginn við
Breta um landhelgismálið
hófst í sameinuðu þingi í gær.
Utanríkísmálanefnd klofnaði
um afgreíðslu málsins eins og
vitað var og skiluðu fulltrúar
Framsóknarflokksins í nefnd-
inni, þeir Hermann Jónasson
og Þórarinn Þórarinsson, sér-
áliti og er það birt á þing-
síðu blaðsins, bls, 7.
Jóhann Hafstein talaði fyrir áliti
meirihlutaiis, sem leggur til að til-
lagan verði samþykkt óbreytt. Full
yrti Jóhann ‘ýmislegt um væntan-
legan samning, sem hvergi má
lesa af samningsuppkastinu sjálfu.
M.a. sagði Jóhann að íslendingar
gætu fært út landhelgina í fram-
tíðinni og Bretar myndu virða
landhelgina í verki, þar til alþjóða
dómstóllinn hnekkti henni með
dómi. Þótti ýmsum þetta hæpin
fullyrðing, en hvergi er minnzt á
þetta atriði og fjölmörg önnur
sem nauðsynlegt verður að telja
að kveða á um í samningnum, í
hinu loðna samningsuppkasti, sem
rikisstjórnin heimtar að fá sam-
þykkt óbreytt.
Þórarinn Þórarinsson flutti ýt-
arlega ræðu og rökfasla fyrir
nefndarátóti; Framsóknarmanna.
Ekki em. tök á því að rekja ræðu
Þórarins að þessu sinni, en það
sem Þórarinn sagði um alþjóða
dómstólina, skipun hans og fyrir-
vara allra þjóða um að ekki skuli
leggja þau mál fyrir dóminn, sem
að eigin mati þeirra eru innanríkis
um
mál viðkomandi ríkis. Lögin
visindalega verndun fiskimiða
landgrunnsins er ótvíræð yfirlýs-
ing íslendinga að þeir telji lög-
söguna á landgrunninu íslenzk
innanríkismál, sem heyri eingöngu
undir ísl. lög og íslenzka dóm-
stóla og íslendingar settu lög um
þetta svæði með einhliða ré'tti ís-
lendinga.
Einar Olgeirsson talaði fyrir1
r.efndaráliti sínu og hélt langa
ræðu. Hlé var gert á fundi kl 4,
en fundi fram haldið kl. 5. Lauk
þá Einar Olgeirsson máli sínu.
Næstur tók til máls Sigurvin Ein-
arsson. Fundi var frestað kl. 7 til
ki 8,30 og hélt þá Sigurvin á-
fram ræðu sinni.
Sigurvin deildi hart á stjórnina
fyrir smánarsamninga og réttinda-
afsal. Sigurvin spurði hvaða þjóð
liefði lagt rétt sinn til landsrétt-
inda, tilkall til auðlinda sinna,
undir úrskurð alþjóðadómstóls,
eins og gert er ráð fyrir í samn-
ingsuppkastinu og til að kóróna
þetta á svo þesrsi samningur að
vera óupp»egjanlegur.
Sigurvia Einarsson minnti á
ummæli Jóhanns Hafsteins um að
engin þörf væri á að leggja þetta
n>ál undir þjóðaratkvæði, en það
væri freistandi vegna þess hve
míkið af meðmælum með samn-
ingnum í Margunblaðinu. En eng-
in leið að fá stjórnarliðið til að
faila frá bessaVi freistingu.
Bjarni Benediktsson tók næstur
til máls og kvað það undarlegt að
stjórnarandstæðingar skyldu aldrei
hafa borið fram tillögur um breyt
ir.gar á grunniínunum fyrst við
áitum rétt á þeim skv.Æenfarsam-
þykktinni. Hkki gott að hafa upp-
sagnarákvæðið uppsegjanlegt. því
að þá myndu Bretar en ekki við
segja því upp og halda áfram að
bc.ita ofbeldi. Varðandi þjóðarat-
kvæðið sagði Bjarni, að ríkisstj.
og Alþ. væri áð víkjast "undan
skyldu ef það vísaði málinu til
þjóðaratkvæðis.
Næstir töluðu Halldór Ásgríms-
son og Halldór E. Sigurðsson. Fjöl
margir voru á mælendaskrá er
hlaðið fór i prentun í gærkveldi.
Stjórnarliðib mun hafa haft í
hyggju að ijuka umræðunni í nótt,
er, talið var clíklegt að það myndi
fakast.
Ráísteíiian á Madagaskar:
Kongóleiðtogar bíða
komu Ántoine Gizenga
Samveldisþing
1 London
NTB—London 6. marz —
Nú stendur fyrir dyrum íor-jaði um að hann vildi taka þátt
sætisráðherrafundur brezkaji henni, og var þá ákveðið að
samveldisins, og í dag vorujbíða hans.
allir höfðingjar mættir tilj
þings nema Diefenbaker for-| Gerðist þetta á þann veg,
sætisráðherra Kanada, Nehru, |að símskeyti kom til ráðstefn
forsætisráðherra Indlands og junnar Dayal, sendifull-
Nkrumah frá Ghana, en hann itrúa Hannnarskjölds í Leo-
NTB—Tananarive 6. marz.
Ráðstefna Kongóleiðtoga hófst
í morgun í Tananarive á Mad-
agaskar, og ætla þar hinir
ýmsu hófðingjar að reyna að
koma sér saman um framtíð
þessa víðáttumikla lands og
hinna sundurleitu þjóðflokka,
er þar búa. Fyrsti fundur ráð-
stefnunnar var haldinn í morg
un, og var þar sú ein ákvörð-
un tekin að fresta ráðstefn-
unni þar ril á morgun, þar eð
boð höfðu borizt frá Antoine
Gizenga, foringja Lúmúmba-
sinna og le.iðtoga í Austurhér-
er nú í New York og mun á
morgun halda ræðu á þingi
S.Þ. til að bera fram tillögur
sínar um framtíð Kongó.
Á þessari ráðstefnu verður
tekin ákvörðun um, hvort Suð
ur-Afríka verður samveldis-
land í framtíðinni eða ekki.
Macmillan verður í forsæti, á
ráðstefnunni og notar nú tím
ann áður en hún hefst til
einkaviðræðna við hina for-
sætisráðherrana. Hendrik Ver
wourd forsætisráðh. Suður-
Afríkusambandsins kom til
London á laugardaginn. Hann
kveðst vera þeirrar skoðunar,
að land hans, er verður lýð-
veldi 31. maí í vor, ætti að
vera áfram í samveldinu.
poldville þar sem hann sagði
að Gizenga myndi koma til
ráðstefnunnar.
Allt Iátið bíða.
Á fundinum í morgun var
ekki einu sinni samin dagskrá
ráðstefnunnar, og skal það
allt bíða komu Gizenga. —
Það var Moise Tshombe Kat-
angaforseti, sem boðaði til
þessarar ráðstefnu í Tanan-
arive og að viðbættri sendi-
nefndinni frá Katanga eru nú
þangað komnir útsendarar
stjórnarinnar í Leopoldville
með Kasavúbú forseta og Ileo
forsætisráðherra í broddi fylk
ingar og auk þess fulltrúar
stjórnarvalda í Norður- og
Suður-Kasai. Það er nú talið
fyllilega ljóst, að Tshombe
Kasavúbú og Kalonji séu sam
mála um, að ekki sé von um
néina lausn vandamálanna á
ráðstefnunni án þátttöku Giz
enga, og því hafa þeir kveðið
að biða hans.
10 svæðastjórnir.
í fréttatilkynningu þeirri,
sem send var út eftir morgun
fundinn og lesin fyrir frétta-
menn af Marcel Linau, dóms
málaráðherra Ileostjórnarlnn
ar og talsmanni ráðstefnunn
ar, kemur fram, að alls muni
10 stjórnir vissra svæða (de
facto eða de jure) taka þátt
í ráðstefnunni. Meðal þeirra
er Antoine Gizenga, sem all-
mörg riki, aðallega kommún-
istariki, hafa viðurkennt lög-
legan forsætisráðh. Kongó.
Phlilbert Tsiriana forseti Mad
agaskar bauð fultlrúa vel-
komna til ráðstefnunnar í
morgun og óskaði þess, að
störf hennar mætu bera góð-
an ávöxt.
Hækkaö gengi
Fyrir helgina lýsti Bonn-
stjórnin því yfzr, að nú skyldi
hækka gengi marksíns um
4,75 af hundraði. Síðar fylgdu
Hollendingar í kjölfarið og til
kynntu samskonar gengis-
breytingu. í gær tilkynntu
ríkisstjórnir hinna landanna
þriggja í markaðsbandalag-
inu, Frakklands, Ítalíu og
Belgíu, að þessi ríki hefðu
ekki í hyggju að fylgja dæmi
hinna-