Tíminn - 07.03.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.03.1961, Blaðsíða 11
11 •TÍ MIN N, þritJjudaglnn 7. maa-z 1961. v ’S ■ ■. ■ ■ ■ ,■■.■■,■: ■■ ■ j.v-Wi, ..< ja fliÉB - H ■ ' Konurnar vilja að karl menn leggi hár þeirra Tigið fólk á tígrisveiðum — Og hvað ætlar nú strák- urinn að verða, þegar hann er orðinn stór? spurði frænkan. — Flugmaður? skríkti hún svo og klappaði honum á kollinn. .— Nei, svaraði piltungurinn og tók í hárið á henni — Ég ætla að verða hárgreiðslumað- ur. Það var ekki svo galið hjá honum. Kannske verður hann frægur hárgreiðslumaður og tekur sér fínt nafn eins og til dæmis Jacques. Þannig byrjar grein í ensku blaði, þar sem rætt er um það, hvort kvenfólkið vill láta kynsyst- ur sánar fjalla um hadd sinn eða kýs fremur að karlmennirnir geri það. f lok greinarinnar er niður- staða sk^ðanakönnunar um þettá mál birt, og þar sem okkur finnst þetta vera efni, sem eigi erindi til íslenzkra kvenna — og reyndar karla líka, ef þeir eru ekki búnir að velja sér framtíðarstarf — komum við hér með úrdrátt úr greininni: Pöntunum rignir Frú Jóhanna Quinn, sem rekur hárgreiðslustofu í Birmingham, lieldur því ákveðið fram, að kven- fólkið sæK} betur þær hárgreiðslu- stofur, sem karlmenn vinna á. Um leið og það berst út meðal kvenn- anna, að nýr maður sé farinn að v.nna með greiðu og skæri, byrjar síminn að hringja allt hvað af tek- ur, og pöntunum rignir yfir stof- uftitfoq fiiooí.q Og, ef maðurinn er nú útlend- ingslegur í útliti, segir Jóhanna, — svo ég nú ekki tali um, ef hann tal- ar með útlendum málhreim, þá má enginn annar koma nálægt hárinu á þeim. Sá græðir, lasm.! Hugsið ykkur bara hvað frægasti hárgreiðslumaður heims, Frakkinn Rene, — sá sem greiðir Margréti prinsessu — hlýtur að græða mik- ið' Hann á hárgreiðslustofur bæði í London og París og er á stöðun- um á víxl. Og ef hann er ekki í París, þegar einhver viðskiptavin- ui þarf á honum að halda, telur sá hinn sami ekki eftir sér að fljúga tL London til þess að finna þessar frægu hendur í hári sér. Hver er ástæðan? Er það leikni karlsins, kynþokki eða einfaldlega Hvar lætur þú leggja hár þitt, stúlka mín góð? Taktu þessa grein til athugunar, áður en þú leggur í það ævintýri næst. 'X? það, að konur vilja heldur láta karl niann fjalla um hárið en kvenfólk? Hér koma niðurstöður blaðsins um það atriði, byggðar á skoðana- könnun: um strax fyrstu nóttina, gerir karlmaðurinn ekkj annað en yppfa öxlum og segja: —Jæja, góða mín, þú skalt bara sofa með rúllur. ic Hárgreiðsludama veit hvernig það er að sofa með rúllur, og hagar greiðslunni frekar í samrærn: við þá miður skemmtilegu nauðsyn. ic Karlmaður hugsar aðeins um það, hvernig viðskiptavinur hans lítuF út í dag, en er ná- kvæmlega sama þótt hann verði orðinn eins og glugga- kústur á morgun. ★ Kvenmaður leggur hárið með hliðsjón af andlits- og höfuð- lagi, en karlmaður hugsar ekki um neitt nema hárið. it Það er miklu auðveldara að rabba róiega við stúlku en karl mann, og það hefur mikið að segja. Þetta segja nú stúlkurnar í Bret- landi. — Hvað skyldu þær segja hér heima? Látum þá stjana Þegar karlmaður leggur hárið, dást aðrir karlmenn að því. it Karlmaður fylgist betur með nýungum í sérgrein sinni, og er laginn að telja viðskiptavin- ina á að réyna þær. ★ Karlmenn em fínlegri og mjúk hentari. ic Karlmennirnir slá þér gull- hamra, — og þú yfirgefur stofuna með þá tilfinningu, að einhver hafi verið að gera grín a’ó þér. ic Það er bara svo notalegt, að láta karlmenn stjana við sig. Minnihlutinn, sem vildi heldur láta kvenfólk leggja hár sitt, færði þessi rök fram: Sofðu meS rúllur, góða ★ Ef þú kvartar undan því, að i hárið hafi allt farið úr skorð-1 RENE sá sem greiðir Margréti Þegar drottningin á Englandi og maður hennar voru á Indlandi fyrir skemmstu, var þeim meðal annars boðið á tígrisdýraveiðar. Það er gamall siður þar í lanai, að þegar kóngafólkið kemur þangað, er það sett upp á fíla og farið með það út í skóg að veíða tígrisdýr. Sá siður hefur verið í gildi síðan Georg fimmti kom þangað árið 1911. Myndirnar hér eru frá þessum veiðum Stóra myndin sýnir Elisabetu upp á fíl, en líklegt er, að mörgum verði starsýnna á skreytingu fílsins en drottninguna. Hún skaut ekkert tígrisdýr, lét manninn sinn um það. Hann náði einu. eftir að hópur inn- fæddra manna hafði farið með ópum, óhljóðum og járnplötubarsmíð gegn um skóg- inn til þess að fæla þetta eins vesalings tígrisdýr fram. Efri minni myndin sýnir Georg fimmta skjóta úr byssu sinni árið 1911. Hann mun hafa orðið einna fengsælastur kónga við þessar veiðar. lagði íjögur dýr að velli. Neðsta myndin var tekin árið 1921, þegar Játvarður áttundi var látinn skjóta tígris- dýr í frumskógum Indlands. Ekki er okkur kunnugt um, hversu mörgum dýrum hann sálaði, en á myndinni er að minnsta kosti eitt tígrisdýr liggjandi — og ótrú- legt að það sé uppstoppað .... \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.