Tíminn - 07.03.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, þrWjudaghm 7. man 1961. í grein um þorskveiSarnar, sem birtlst hér í blaðinu s.l. miðviku- dag, leitaðist ég við að sýna fram á orsakir þess, að rnikil hætta er á að þorskafli geti brugðizt við ís- landsstrendur eitthvert árabil — og engin þekkt ráð eru til að 'hindra að slíkt geti komið fyrir — og að líkurnar fyrir tímabundnu fiskileysi hafa jafnvel aukizt. Hins vegar eru þessar orsakir þess eðlis, að engar líkur eru til að fiskimagn ið gæti ekki orðið jafnmikið aftur, þi'átt fyrir álíka rniklar veiðar eins og nú eru stundaðar hér við iand. Ef útflutningurinn bregst. .. . En vegna þess að útflutnings- framleiðslan byggist svo einhliða á fiskveiðunum ( og mest þorsk- veiðum), er mauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir hvað í því felst, ef’ veiðarnar bregðast um árabil. Ef útflutningsframleiðslan biiar, þá mundi ailt efnahagskerfið hrynja saman. Þá yrði ekki hægt að standa í skilum með afborganir og vexti af erlendum skuldum, en afborganir og vextir af þeim munu nú vera yfir 300 mill- jónir króna á ári. Mundi því þjóðin fljótt missa efnalegt sjálfstæði sitt og þá er binu menningarlega sjálfstæði einnig mjög hætt, svo og sjálfu þjóðern- inu en okkar sögulega hlutverk sem þjóðar, er fyrst og fremst að varðveita það. 'Fyrr á tfmum gátum við haldið þjóðerninu, þótt afli brygðist nokkrar vertíðir í röð, eins og ann- álar sýna að hann gerði. Tel ég víst að það hafi stafað af því, að mar'gir árgangar í röð, hafi ekki komizt upp svo nokkru næmi, því ekki gat þá ofveiði verið um að kcnna. Þá voru engar ríkisskuldir, en fátækt fólk leið neyð og dó jafn-1 vel úr bjargarskorti, en þjóðernið hjarði. Þjóðerni okkar er þvi í meiri hæthi nú en þá. Nauðsyniegt er að menn geri sér einnig Ijóst, að ef útflutnings- framleiðslan bregst, þá bregst einn ig margt annað. Þá missa t.d. bændur markað fyrir vörur sínar við sjávarsíðuna. Innlendur neyzlu vöru iðnaður getur þá ekki fengið hráefni til framleiðslú sinnar og mis'sir einnig markaði. Tryggingar- kerfið, sem nú er helzta hlíf þeirf'a, sem verst eru settir í þjóðfélag- inu, verður óvirkt. Ekki verður hægt að greiða embættismönnum laun og ekki verður hægt að kosta utanríkisþjónustuna. Spari- fé manna glatast, vegna þess að bankakerfið mun ekki getað staðið. við skuldbindingar sínar, og mætti svo lengi telja. Útflutníngsiðnaftur En hvað skal þá til varnar verffa? Hvaða ráða skal leita til að draga úr hinni geigvænlegu hættu, sem þjóðarbúskapnum stafar af öryggisleysinu í aðal útflutnings- atvinnuvegunum? Svarið virðist mér liggja í aug- um uppi, ©n það er að við verðum að koma upp útflutningsiðnaði og það útflutningsiðnaði, sem sé sem mest óháður sjávaraflanum. Að vísu væri hyggilegt að koma upp. iðnaði, sem fullvinnur sjávarafurð- ir, en stærð þess iðnaðar ætti í aðalatriðum að miðast við senni legan lágmarksafla. Hin mikla skekkja í efnahags- málunum, liggur í því, að hafa ekki markvisst unnið að uppbygg- ingu útflutningsiðnaðar úr örugg- lega fáanlegum hráefnum allan tímann frá 1940. En þó seint sé, verðum við að reisa merik hins nýja þáttar efna- hagslífsins og stefna að því, að eft- ir nokkur ár, t.d. 10 ár, vðrði sú breyting á orðin, að að minnsta kosti helmlngur útflutningsfram- leiðslunnar, verði óháður dutlung- um sjávaraflans. Einn af þáttum þessarar upp- byggingar ætti að vera, að fuíl- vinna í verðmikla maikaðsvöru hluta sjávaraflans, en eins og áður er getið, tel ég nauðsynlegt að tak- marka sig í því efni við sennileg- an lágmargsafla. En afganginn af fiskafianum ætti að Aytja út minna unninn, eða sem ferskfisk. En upp- bygging iðnaðar er seinleg og vandasöm, og því vandkvæðum bundið að taka snögglega stór stökk í þeim efnum. Fyrsta skilyrði og það skilyrðið, sem stójrnmálamennirnir og þeir aðilar, er stjórna peningamálunum þurfa að sjá um, er að efnahags- kerfið sé þannig að þar getl heil- brigður rekstur iðnaðar þróazt. En áður en ég vík að því, hvernig sú efnahagstilhögun þarf að vera, sem gefnr skilyrði fyrir vexti iðnaðar, skal athugað lítillega hvernig að- Kristján Friðriksson, líklegt er að við getum aflað, án þess að setja okkur í efnahagslega og þjóðemislega hættu. Einhver athugandi hefur sagt, að íslendingar væru svo jafngreind ir og svo miklir atgervismenn, að þar væri fjórði hver maður verk- stjórahæfur. En sagt er að hjá sum um þjóðum, séu ekki nema 10— 20. hver maður gæddur slíkum hæfileikum. — En hvað sem um það er, virðist mér ýmislegt benda til að fyrrgreint mat á greind og hæfileikum þjóðarinnar sé rétt. í því sambandi má nefna, að þar sem fslendingar hafa komið meðal erlendra þjóða t.d. í erlendum skólum, hafa þeir reynzt sízt lak- ari námsmenn en aðrir og verið eftirsóttir til vandasamra starfa, jafnvel svo að við höfum misst forstjóri: Stóri’Sna'Sur — smáiðnaður Ef til vill er rétt að skjóta hér inn í skilgreiningu á notkun orð- anna, stóriðnaður og smáiðnaður. Ameríkumenn kalla stóriðnað þau fyrirtæki, er hafa í þjónustu sinni 500 menn eða fleiri, en smá- iðnað þau fyrirtæki, er hafa færri starfsmenn. Hér í álfu er yfir'leitt notuð önn- ur skilgreining í þessum efnum en vestanhafs. Hér ræður eðli fram leiðslunnar flokkuninni, en ekki starfsmannafjöldinn. Ég kalla t.d. áburðarverksmiðjuna og sements- verksmiðjuna stóriðnað, en t.d. G-efjun á Akureyri og Rafha í Hafnarfirði og flestar neyzluvöru- verksmiðjur í Reykjavík nefni ég Um efnahagsmál II BREYTT STEFNA KRISTJÁN FRIÐRÍKSSON staða lands og þjóðar er, að öðru leyti til upbyggingar iðnaðar. Aístaía til iðnaSar Flestir munu sammála um, að við hljótum að hafa fyllilega jafn- góða aðstöðu — og að sumu leyti betri, — en margar aðrar þjóðir, að því er snertir orkulindir. Ef skynsamlega er að farið um virkj- un vatnsaflsins og jarðhitans, ætt- um við að geta fengið fremur ó- dýra raforku. í mörgum iðnaði er heitt vatn mikils virði og einnig hefur þýð- ingu sú gnægð, sem við höfum hér af góðu, köldu vatni. Gerð kalda vatnsins úkkar gerir það einkar hentugt í sambandi við fram- leiðslu nokkurra iðnvörutegunda. Lega landsins mitt á milli hinna stóru markaða í austri og vestri, tel ég líklegt að muni reynast hentug í þessu tilliti, þegar fram líða stundir og flutningatækni þróast meira í þá stefnu, sem hún hefur þegar tekið. íslendingar — iína'Sarljjó'ð ? En þá er það þjóðin sjálf. Er hún fær um að stunda iðnað? Nú þegar má segja, að fengin sé reynsla fyrir að svo sé, enda eng- in ástæða til að láta sér' detta í hug að svo sé ekki, því að hér býr sams konar fólk og í hinum miklu iðn- aðarlöndum í nágrenni okkar. Reyndar er það mín skoðun að ís- lendingar séu ýmsum þjóðum fær- ari til að stunda vandaðan iðnað, og álít ég þess vegna að við ætt- um að beina kröftum okar að vönduðum smáiðnaði, en hliðra okkur hjá stóriðnaði eða þunga- vöruiðnaði, þar sem afls- og véla- ■ notkun er aðalatriðið, enda krefst slíkur iðnaður meira stofnfjár' en Kaflar úr þannig marga ágæta menn. ís- lenzika þjóðarbrotið vestanhafs, hef ur líka sýnt mikla hæfni á iðnað- arsviðinu. Og minnumst einnig gömlu völundar'smiðanna, bæði á tré og járn, sem ætíð hafa verið til í hverju byggðarlagi landsins, þrátt fyrir hinn mikla skort tækja og efnis. Athugið einnig hve ís- lendingar hafa verið fljótir að til- einka sér vélamenninguna í sjávar- útvegi og landbúnaði. íslendingar hafa átt síná hug- vitsmenn, bæði að fornu og nyjú, allt frá Þorsteini surt, er fann sumaraukann, til núlifandi íslend- inga, sem ger't hafa uppfinningar, sem teknar hafa verið í not víða um 'heim. Og þar sem íslendingar hafa fengið að takast á við aðrar iþjóðir á alþjóða vettvangi s. s. í skákiþrótt, hafa þeir reynzt hlut- gengir á við margfalt stærri þjóo- ir. Á ýmsum sviðum listanna stendur þessi litla þjóð ótrúlega framarlega. Hvers konar iínaft ? Ég sagði áðan, að ég teldi að við ættum að beina kröftum okkar einkum að vandasömum smáiðn- aði. Sú hugmynd styðst fyrst og fremst ' við framangr'eint mat á fjöl'hæfni þjóðarinnar. f öðru lagi verður smáiðnaður hentugri en stóriðnaður á meðan að flutnings- kostnaður skiptir’ enn nokkru máli. í þriðja lagi höfum við fremur efnahagslega aðstöðu til að byggja upp smáiðnað, heldur en stóriðnað, þannig að fslendingar væru sjálfir eigendur fyrirtækjanna og þannig styrkti uppbyggingin þjóðernið, en gæti veikt það, ef um verulegan stóriðnað ,væri að ræða, þar sem of stór hluti stofnfjárins hlyti að vera erlendur, með einum eða örð- um hœtti. En þá kemur spurningin: Hvaða greinar iðnaðar ættum við að stunda? Þessari spurningu ætla ég ekki að svara nema að litlu leyti á þessu stigi málsins, enda yrði það of langt mál. Einstaklingar og fé- lagsheildir, sem hefðu forustu um hina væntanlegu iðnaðaruppbygg- ingu, yrðu að ákvarða, hvaða greinar teldust hagfelldastar, en nefna mætti ýmis konar málm- iðnað, t.d. framleiðslu mótora og mælitækja, ýmsan elektroniskan iðnað, plastiðnað, húsgagnaiðnað, veiðarfæraiðnað, vefnaðariðna, bæi úr erl. og innlendum hráefn- um og síðast og ekki sízt, skipa- byggingar, eins og ýmsir hafa bent á. útvarpserindi smáiðlað. M.ö.o., það er stóriðnað- ur, þar sem beiting orku og véla er aðalatriðið og framleidd er einhæf þungavara, en' smáiðnaður, þar sem framleiddar eru fjölbreyti- legar vörutegundir, og þar sem vinnuaflið, hugkvæmnin og starfs- hæfni þeirra, sem að framleiðsl- unni vinna, er meira atriði. Þess háttar greinar mundu henta .okkur bezt. Fjárhagsleg uppbygghg / Þá kem ég að því, hvernig ég teldi æskilegt að hinn nýi iðnaður yrði byggður upp, frá fjárhagslegu sjónarmiði. Tel ég það ætti að vera í formi opinna hlutifélaga, eða öðru nafni almennings-hlutafé- laga. En hvað er opið hlutafélag? Munurinn á því og venjulegu hluta- félagi, sem við þekkjum hór, er m.a. sá, að hlutirnir ganga kaupum og sölum á opnum markaði, án þess að stjórn hlutafélagsins^ hafi nokkuð um það að segja, og venju- lega er útgáfa hlutabréfa svo ríf- leg, að hlutir í félaginu eru ætíð til sölu fyrir þá, sem óska að kaupa, en oft á mjög misjöfnu verði, eftir því hvernig starfsemin gengur. Annað grundvallaratriði við svona félagsskap er það, aði arðsúthlutun er ekki háð takmörk- um af hálfu lögfgjafans eða i skattayfirvalda. Tekjur af verð- bréfaeigninni, eru aðeins skatt- skyldar hjá eiganda, en alls ekkj hjá félaginu sjálfu. Greiddur arður kemur í heild til frádráttar hjá félaginu við skattafrámtal. Er hér um að ræða eitt af fjór- um höfuðatriðum, sem löggjafar- vald og bankavald í landinu, þurfa að taka nýja afstöðu til, til þess að inðaður, sem væri eign lands- manna sjálfra gæti vaxið upp í landinu. — Ef almenningur gæti ætíð átt þess kost að Ieggja laust fé sitt í arðbær hlutfélög, þá mundi mikil efnahagsleg orka losna úr læðingi. Eðlilegri fjár- magnsmyndun yrði beint frá eyðslu yfir í þjóðhagslega upp- byggingu. Segjum t.d. að hjón, sem ættu 100 þús. kr., gætu valið á milli þess að leggj fé sitt í að kaupa bíl, sér til skemmtunar, sem að vísu kostaði þau 20—30 þús. krónur á ári í beinum og óbeinum rekstrarútgjöldum, og hins, að leggja fé þetta í arðbært hluta- félag, sem gæfi þeim í arð t.d. 15 — 20 þúsund krónur á ári. Margir mundu velja síðari kostinn, og þannig fengjust framlög, sem vrði hlutl af stofnfé hins nýja iðnaðar. Síðai'i kosturinn gerði .þessa ein- staklinga efnahagslega sjálfstæð- ari, og yrðu þeir þá með í að undir byggja efnahagskerfið. Aftur á móti leiddi hinn kosturinn til á- framhaldandi aukinnar eyðslu og rýrnunar á stofnfé þjóðarinnar. Ef t.d. 1000 aðilar tækju þann kost- inn að leggja, segjum 100 þús. hver í iðnaðinn, þýddi það 100 millj. kr. stofnfé í sjóð hins nýja iðnaðar, er gæfi tekjur í þjóðar- búið, þar sem að hin leiðin krefði gjaldeyristekna annars staðar frá. Hlutverk stjórnmála- og bankavalds Eg nefndi áður, að fjórum grund vallarskilyrðum þyrfti bankavald og löggjafarvald að fullnægja til þess að heilbrigður iðnaður, sem þjóðin ætti sjálf, gæti þróazt. Eitt þessai'a atriða hef ég þegar nefnt, þ.e.a.s., að arðsúthlutun hlutafélaga þarf að vera frjáls og skattleggjast aðeins hjá þeim ein- s'taklingum, er arðinn fá, og einnig kæmi til greina skattívilnun í átt til þess, er nú gildir um sparifé. Mætti það verða til að örfa menn til að leggaj fé í slíkan atvinnu- rekstur, sem ætíð fylgir nokkur á- hætta, þótt hún sé ekki sambærileg við áhættuna t.d. í sjávarútvegin- um. . Annað grundvallaratriði er, að vinnulöggjöfin og vinnumáiapóli- pólitíkin þarf að breytast, í sam- i'æmi við það, er gerist hjá ná- grannaþjóðum okkar þar sem .af- koma almennings er bezt og ör* uggust Þriðja atriðið er, að tryggja verð ur að gengisskráningin sé ætíð rétt, þ.e.a.s. í jafnvægi, en það verður bezt gert með því, að af- henda þjóðbankanum gengisskrán- inguna, en hafa hana ekki í hönd- um stjórnmálamannanna, sem hafa langtum verri aðstöðu til að ann- ast það hlutverk, heldur en póli- tískt óháð stofnun, eins og þjóð- banki á að vera. Enda tíðkast hvergi, þar sem ég þekki tfl, að sto'áning gjaldmiðflsins sé í hönd- um stjórnmálamanna. Fjórða atriðið er svo það, að breyta þarf allri fjármálastjórn- inni hjá bönkum og ríkisvaldi, þannig að fjárfestingin fari eink- um í það að byggja upp útflutn- ingsiðnaðinn eða aðra örugga útr flutningsatvinnuvegi. Breytt efnahags- uppbyggmg Skal ég nú víkja að þyí, að gera grein fyrir því, hvernig hin efna- hagslega upbygging þyrfti að breyt ast á næsta tíu ára tímabili í sam- ræmi við það, er að framan grein- ir, og einnig hvernig sú uppbygg- ingarbreyting ætti sér stað. Segjum að gjaldeyristekjur ís- lendinga verði á þessu ári 3300 millj. króna. — Segjum að af því verði 2400 millj. sjávarafurðir. Nú teldi ég sæmilega tryggflega séð fyrir málum, ef uppbyggingin breyttist þannig, að efnahagskerfið þyldi það, að þessi sjávarafli, sem nú er seldur að miklu leyti lítið unninn, minnkaði um helming, ef aflabrest bæri að höndum. Bygg- ingin þarf að vera svo sterk að hún þoli slíkt áfall. Mætti t.d. láta sér detta í hug, að við gætum full- unnið í dýra markaðsvöru % af núverandi afla, þannig að verð- mæti þessa % ykist um helming. Þá hefðum við þar 1600 mUlj. og auk þess um 400 miflj. fyrir af- ganginn, sem seldur yrði lítið unn- inn. Tel ég þá að við þyrftum að koma upp öðrum iðnaði, sem ekkl byggist á sjávarafla, heldur á ör- ugglega fáanlegum hráefnum, bæði innlendum og erlendum, og gætu þessir nýju atvinnuvegir flutt út vörur fyrir a.m.k. 1500 tfl 2000 millj. árlega, þ.e.a.s. við lok hins tfltekna áætlunartímabils — enda þá veruleg fólksfjölgun orðin, frá því sem nú er. Kæmi þá að sjálf- sögðu til greina, framleiðsla úr inn (Framhald á 13. síðu.) \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.