Tíminn - 09.03.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.03.1961, Blaðsíða 3
T f MIN N, flmmtudaghm 9. jmarz 196L Stjórnin í Leopoldville setur Dayal afarkosti Þessi náungi á ætf sína að rekja til Ástralíu og nefnisf kasúar. En ekki verður ráðið af svipnum á honum, að hann sé neitt hrifinn af því, að iáta mynda sig. NTB—Leopoldville 8. marz. Fyrstu herflokkar úr herdeild Túnismanna; sem nú bœtist við lið Sameinuðu þjóðanna í Kongó, komu í dag til Leópold ville. Öll herdeildin er 600 menn, og er hún útbúin með gnótt rakettuvopna. Þetta lið verður fyrst um sinn haft til að auka styrk S Þ. i Leopold- villehéraðinu. Dayal sendifulltrúi S.Þ. í Leo- poldville og McKeon yfirmaður herafla þeirra áttu aftur í dag viðræður við ráðherra í Leopold- viile-stjórninni til að fylgja eftir kröfum um, að Sameinuðu þjóð- unum verði aftur fengið hald á hafnarbæjunum Banana og Mat- adi, sem Mobutolið tók á dögunum með ofbeldi úr valdi hersveitar Súdana, sem S.Þ. höfðu til gæzlu á þessum stað. Þessrir hafnarbæir eni sérlega mikilvægir vegna þess að nálega allir birgðaflutningar S.Þ. með skipum fara þar í gegn. Bayal sagði í dag, að í næstu viku myndu um 30 birgðaskip koma til hafnar í þessum bæjum við mynni Kongófljótsins. Allt herlið S.Þ. verði rekið á burt úr Kongó Vilja Dayal burt Stjórnin i Leopoldville brást öndverð við þessum tilmælum og setur þau skilyrði fyrir því að láta stjórn bæjanna af hendi, að Dayal verði settur af sem sendi- fulltrúj S.Þ. og að hún fái full- komið eftirlit með öllum flutn- ir.gum Sameinuðu þjóðanna til og frá Kongó. Á þetta einnig við um flutninga með flugvéium. Enn set- ur Leopoldvillestjóinin fram kröf- ur um, að SÞ hermenn, sem ekki séu í varðstöðu, skuli ekki mega bera vopn, að allir hernaðarlega mikilvægir staðir í landinu, þeirra á meðal ílugvellir, skuli vera undir sameginlegri stjórn S.Þ. og Kongóyfirvaida og að lokum, að sett verði rannsóknarnefnd með rðilum frá S.Þ. og Kongóyfirvöld- um til rannsóknar á því, er gerð- ist um heigina í Banana og Mat- adi. Verðlagsnefnd lætur undan Vill ekki skipta sér af hækkun fatagjalds í veit- ingahúsunum ad svo komnu máli — Veitinga- menn hafa sitt fram Tshombe reynir að fá atSra Kongólerðtoga til fylgis vi(S f)á stefnu. Þingaí í Tananarive án hátttöku Gizenga úmbasinnanum Gizenga, sem gefið hafð: til kynna, að hann myndi koma til ráðstefnunnar en hætti síðan við. NTB—Tananarive 8. marz. Hringborðsráðstefna stjórn- málaleiðtoga í Kongó hófst loks í Tananarive í dag, en leiðtogarnir eru búnir að bíða þar síðan um helgi eftir Lúm- Að öðru leyti hafa flestir stjómmálaleiðtogar orðið við Mikilvægur fundur brezka samveldisins NTB—London 8. marz. — 10 ráðstefna forsætisráðherra brezku samveldislandanna hófst í morgun í London, og voru þá forsætisráðherrar 12 rikja þangað komnir, og vant- aði engan nema Nkrumah frá Ghana, sem enn er vestan- hafs, þar som hann hafði 1 gær framsögu á allsherjarþingi £ameinuðu þjóðanna um Kongómálið. Líklegt er talið, að þetta verði mikilvægasta samveldisþing, sem nokkru sinni hafi verið haldið hingað til. - Fjögur mikilvægustu málin, sem tekin munu verða til umræðu á þingi þessuð, sem haldið er í Lan- caster House í London, eru talin vera: 1. Afvopnun og bann við kjarnorkuvopna tilraunum. 2. Framtíðarskipulag Sameinuðu þjóðanna. 3. Þau alþjóðavanda- málin, sem nú eru viðkvæmust, Kongómálið og Laosmálið. 4. Upp- taka Kýpur og Sierra Leone í sam- yeldið og það umdeUda mál, hvort lýðveldi, sem innan skamms verður stofnað í Suðiir-Afríku, skuli eiga aðild að samveldinu á- fram eða ekki. Er búizt við, að um þetta mál verði heitastar deilur, en það verður ekki á dagskrá fyrr en í næstu viku. Nehru talaði fyrstur Á fyrsta fundinum, í morgun, var Macmillan í forsæti, en Nehru var fyr'sti ræðumaður. Var á þess um fundi talað um alþjóðamál al- mennt. Áður en Suður-Afríkumál- ið kemur á dagskrá, munu allir forsætisr'áðherrarnir hafa átt þess kost að ræða það mál í einkavið- tölum bæði við Vorwourd og Mac- millan. Búizt er við, að Nkrumah, forsætisráðherra Ghana, komi til þingsins á morgun. boði Tshombes, forsætisráð-1 herra Katanga, um að koma til þess þings, sem haldið er í höfuðborg Madagaskar. Burt með her S.Þ. Tshombe talaði fyrstur á þingi þessu og lagði til að Kongóleiðtogar mynduðu sterk samtök og krefðust þess að allt herlið Sameinuðu þjóð anna vexði flutt burt úr land inu. Lagði ham til að leið- togar ráðstefnunnar að við bættum Gizenga, lýstu yfir þvf, að þeir stæðu saman srem einn maður gegn ályktunum öryggisráðsins i Kongómál- inu, sem hann telur vera skerðingu á sjálfstæði lands- ins. Lagði hann höfuðáherzlu á, að lið S.þ. yrði að hverfa burt og taldi svæðastjómir innfæddra nú þess umkomn- ar að halda uppi lögum og i reglu eftir samkomulag um j samvinnu að löggæzlu, sem | héraðsstjómir í Katanga, S- Kasai og Leopoldville gerðu með sér í fyrri viku. Eftir fundinn i dag sendu foringjar þessara þriggja héraða símskeyti til höfuð- stöðva S.þ. og báðu þess þar, að ekki yrði af hálfu sam- takanna, gripið til neinna ráðstafana fyrr en ráðstefn unni í Tananarive vœri lok- ið. Gizenga ekki orðheldinn Talsmaður Gizenga sagði í dag í Stanleyville, að hann myndi alls ekki koma á ráö- stefnuna í Tananarive, en j (Framhald á 2. slöu.j ' Fyrir nokkru var þess getið hér í blaðinu, að veitingahús- in í Reykjavík, að einu undan- skildu, hefðu hækkað gjald fyrir fatageymslu úr þremur krónum í fimm. Ekki höfðu veitingahúsin sótt um leyfi til þessa til verðlagsstjóraem- bættisins, svo sem þeim bar. Allt útlit er nú fyrir, að verð- lagsnefnd ætli sér að stinga máli þessu undir stól og gugna fyrir veitingamönnum. Vegna skrifa blaðslns um þetta - mál benti verðlags- stjóraembættið lögfræðingi Félags íslenzkra veitinga- manna á, að ekki hefði verið sótt um tilskilið leyfi til þess arar hækkunar. Lögfræðing- urinn tilkynnti hlutaðeig- andi aðilum þetta á fundi, og var síðan ákveðið að leggja inn umsókn fyrir hækkun- inni, eftir að hún var löngu komin til framkvœmda. Verðlagsnefnd hélt fyrir skömmu fund um þetta mál, og var þar ákveðið að skipta sér ekki af þessari hækkun að svo komnu máli. Hafa veit ingamenn því haft sitt fram. Fullkomin ástæða virðist nú vera til þess að sett verði ströng verðlagsákvæði fyrir veitingahúsin, en slík ákvæði eru ekki fyrir hendi, þótt lög mæli svo fyrir, að verðlags- nefnd geti sett þau, ef henni býður svo við að horfa. Þess má geta, að aðeins eitt veitingahús í Reykjavík, Naustið, heldur óþreyttu fata gjaldi, þremur krónum. Veit blaðið til þess, að forstöðu- manni þar, Halldóri Gröndal veitingamanni, hefur verið legið á hálsi af forráðamönn um veitingamannafélagsins fyrir að hækka ekki fatagjald til samræmis við aðra. Sir Beecham látinn Sir Thomas Beecham, sem margir telia einhvern fremsta hljómsveitarstjóra allra tíma, andaðist i London í gærmorg- un, 81 árs að aldri. Frægast- ur mun Beecham vera fyrir stjórn stórra hljómsveita, en annars er hann einnig þekkt- ur fyrir frums«min tónverk sín. Hann helgaði tónlistinni allt sitt líf. Hljómsveitarstjórafer- ill hans er talinn hefjast, er hann stjórnaði sinfóníuhljóm- sveit Manchesterborgar í fyrsta sinn 19 ára gamall, en síðar kom hann við sögu margra Mjómsveita, er urðu heimskunnar undir stjórn hans. Þekktust þeirra er senni lega London Philharmonic Orchestra. er hann stjórnaði á árunum 1945—50.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.