Tíminn - 09.03.1961, Blaðsíða 14
14
XÍMINN, fimmtudagmn 9. man 196L
um áður. Póstra sagði: Hún er
í boltaleik eða að róla sér á
hurðlnni enn einu sinni. Eg
sagðist skyldu ná I hana.
Sofia þagnaði.
— Hún var vön að leika sér
þama? Hverjir vissu af þvi?
Sofia yppti öxlum.
— Sjálfsagt allir í húsinu.
— Hver notaði þvottahús-
ið? Garðyrkjumenn?
Sofia hristi höfuðið.
— Það kom þar varla nokk
ur maður.
— Og það sést ekki út í
garðian frá húsinu, sagði
Tavemer. Hver sem er gæti
hafa emogið þangað og geng
ið frá gildrunni. En það væri
áhættusamt ....
Hann þagnaði, leit á hurð
ina og ýtti henni fram og aft
ur.
— Á ekkert að treysta með
þetta. Gæti elns vel hitt og
farið fram hjá. Jafnvel lík-
legra að það færi hjá. En hún
var óheppin. Steinninn hitti
hana.
Það fór hrollur um Sofiu.
Hann rýndi á gólfið. Þar
voru ýmis ummerki.
— Lítur út fyrir að einhver
hafi gert tilraunir með hvem
ig steinnnn félli ...... Það
mundi ekki heyrast inn í hús
ið.
— Nei, við heyrðum ekkert.
Við höfðum ekki hugmynd
um að neitt væri að, fyrr en
ég kom og fann hana liggj-
andi hérna. Rödd Sofiu varð
óstyrk. — Það var blóð í hár-
inu á henni.
— Er þetta trefillinn henn
ar? Taverner benti á ullar-
trefil, sem lá á gólfinu.
— Já.
Hann tók steininn varlega
upp í treflinum.
— Það gætu verið fingraför,
sagði hann, en auðheyrt var
að hann gerði sér ekki of mikl
ar vonir um það. En ég held
samt að hver sem gerði þetta
hafi — gætt_ sín. Hann sagði
við mig: — Á hvað horfirðu?
Eg var að horfa á bakbrot-
inn eldhússtól sem stóð með
öðru skrani þarna. Á stólset-
unni voru nokkrir moldar-
kögglar.
— Skrýtið, sagði Taverner.
Einhver hefur staðið á stóln
um með molduga fætur. Hvers
vegna það?
Hann hrisrti höfuðið.
— Hvenær funduð þér
hana, ungfrú Leonides?
— Það hlýtur að hafa verið
fimm mínútur yfir eitt.
— Og um tuttugu mínútum
áður hafði Fóstra yðar séð
hana fara út. Hver mun hafa
verið á ferli í þvottahúsinu?
— Eg hef ekki hugmynd.
Sennilega Josefine sjálf. Eg
veit að hún var að róla sér
á hurðinni eftir morgunverð
í morgun.
— Þá hefur einhver gert
gildruna dðan, en fyrir klukk
an fimmtán mínútur- fyrir
eitt. Þér segizt nota marmar
ann sem dyrastein við aðal-
dyrnar. Vitið þér nokkuð um
hvenær hann hvarf?
Sofia hristi höfuðið.
— Dyrnar hafa ekki staðið
opnar í dag. Það er of kalt.
— Vitið þér hvar fólkið hélt
sig í morgun?
— Eg fór í göngu. Eustage
og Josefine voru að læra þar
HÖS
til klukkan hálfeitt með frl-
mínútum klukkan hálf ellefu.
Eg held að pabbi hafi verið
í bókasafninu allan morgun-
inn.
— Móðir yðar?
— Hún var komin á fætur
þegar ég kom inn klukkan
kortér yfir tólf. Hún fer ekki
snemma á fætur.
Við fórum aftur inn í hús-
ið. Eg fylgdi Söfiu inn í bóka-
safnið. Philip sat fölur og fár
í sínum venjulega stól. Magda
hjúfraði sig við fætur hans
og grét hljóðlega. Sofla
spurði:
— Hafa þeir nokkuð hringt
frá sjúkrahúsinu?
Philip hrissti höfuðið.
Magda snökti.
— Hvers vegna leyfðu þeir
mér ekki að fara með henni?
Barnið mitt, — skrýtna, ljóta
bamið mitt. Og ég sem kall-
aði hana umskipting og
stríddi henni. Hvernig get ég
verið svona grimm? Og nú
deyr hún. Eg veit að hún
deyr.
— Uss, elskan mín, sagði
Philip. Uss.
Eg fann að mér var enginn
staður ætlaður í þessari fjöl-
skyldusorg. Eg dró mig hljóð-
lega til baka og fór á fund
fóstru. Hún sat og grét í eld-
húsinu.
— Þetta er dómur á mig
fyrir það, sem ég hefi verið
að hugsa. Það er refsing á
mig.
Eg reyndi ekki að skilja
hvað hún væri að fara.
— Það er spilling í þessu
húsi. Það er það. Eg kærði
mig ekki um að sjá það eða
trúa því. En maður trúir því,
sem maður sér. Einhver drap
húsbóndann og sá hinn sami
Agatha Christie:
r
39
hlýtur að hafa reynt að drepa
Josefine.
— Hvers vegna skyldi hann
drepa Josefine? ----------
Fóstra tók vasaklútinn frá
augunum og gaf mér horn-
auga.
— Þér vitið sjálfur hvernig
hún var, herra Charles. Hún
vildi vita um hlutina. Hún
var þannig alla tíð, líka sem
smábarn. Hún var vön að fela
sig undir borðinu og hlusta
á þvaðirið í stúlkunum og
nota sér það svo á móti þeim.
Það gaf henni sjálfstraust.
Frúin mismunaði henni,
skiljið þér. Hún var ekki lag-
leg eins og hin börnin tvö.Hún
var alltaf ósköp hvérsdags-
leg. Frúin var vön að kalla
hana umskipting. Mér fannst
það ljótt af frúnni þvl að ég
held að það hafi haft ill á-
hrif á bamið. En hún náði
sér niðri með því að njósna
um aðra og komast að leynd-
armálum þess og láta það
vita að hún vissi þau. En
þetta getur orðið hættulegt
þegar eiturbyrlari er á ferð.
Já, það getur orðið hættu-
legt! Og þetta tal varð til
þess að mér kom annað í hug.
Eg spurði fóstru:
— Veiztu hvar hún geymdi
litla 6varta bók, — vasabók,
sem hún skrifaði ýmislegt
niður í ?
— Eg held ég viti hvað þér
meinið, herra Charles. Hún
fór mjög laumulega með bók-
ina. Eg sá hana sjúga blý-
antinn og skrifa eitthvað nið
ur í bókina og sjúga blýant-
inn aftur. Gerðu þetta ekki,
þú færð blýeitrun, sagði ég,
og hún sagði: Nei, nei, ég fæ
það ekki því að það er ekki
raunverulegt blý í blýöntum,
það er karbón, — þó að ég
skilji það nú ekki því að fyrst
það heitir blýantur þá hlýtur
að vera blý í honum.
— Maður skildi halda það,
sagði ég til samþykkis. En
sannleikurinn er sá að hún
hafði rétt fyrir sér. (Josefine
hafði alltaf rétt fyrir sér!)
En hvað um þessa vasabók?
Veiztu hvar hún er niðurkom
in?
— Eg hefi ekki hugmynd
um það. Eg held að hún hafi
alltaf falið bókina.
— Hún hafið hana ekki á
sér þegar hún fannst?
— Nei, hún var ekki með
neina vasabók.
Hafði einhver tekið vasa-
bókina? Eða hafði hún fahð
hana í herbergi sínu? Mér
kom í hug að fara og hyggja
að því. Eg var ekki viss um
hvar herbergi Josefine var,
en þegar ég stóð hikandi i
gapginum heyrði ég Taverner
kalla:
— Komdu og sjáðu, sagði
hann. Eg er í herbergi krakk-
ans. Hefurðu nokkurn tíma
séð annað eins?
Rg steig yfir þröskuldinn
og snarstanzaði.
Lítið herbergið var eins og
fellibylur hefði farið þar um.
Allar skúffur höfðu verið
dregnar úr kommóðunni, og
innihaldinu steypt út um gólf.
Rúmfötum og dýnu hafði ver
ið svipt af rúminu. Ábreiður
voru í haug á gólfinu, stólar
á hvolfi, myndir af veggjun-
um og svipt úr römmum.
— Drottinn minn! hrópaði
ég .Hvað á nú þetta að þýða?
— Hvað heldur þú?
— Einhver að leita að ein-
hverju.
— Alveg rétt.
Eg leit í kring um mig og
blístraði.
— En hver, — áreiðanlega
getur enginn farið hér inn og
unnið þessi hervirki án þess
að heyrast eða sjást?
— Hvers vegna ekki? Frú
Leonides er í svefnherberginu
allan morguninn að dedúa
við sjálfa sig og fötin sín og
spjalla við kunningjana í
símann. Philip situr í bóka-
safninu og dottar yfir bókum.
Gamla konan er í eldhúsinu
að skræla kartöflur og flysja
baunir. Og svo mikið er víst
að hver sem er getur hafa
gert þetta lítilræði: lagt gildr
una fyrir bamið og snúið her
berginu hennar við. En þess
um einhverjum lá á, hann
hafði ekki tíma til að fara
sér rólega.
— Hver sem er í húsinu?
— Já, ég hef kannað málið.
Hjá öllum finnst einhver
stund sem ekki er hægt að
gera grein fyrir. Philip,
Magda, fóstran, vinkona þín.
Sama sagan uppi á lofti.
Brenda vár ein mestallan
Fimmfudagur 9. marz:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12,50 „Á frívalctinni": Sjómannaþátt
ur í umsjá Kristinar Önnu
Þórarinsdóttur.
14.40 „Við, sem heima sitjum"
(Vigdís Finnbogadóttir).
15,00 Miðdegisútvarp.
18,00 Fyrir yngstu hlustenduma
(Gyða Ragnarsdóttir og Ema
Aradóttir).
18,25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19,00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20,00 Frá tónleikum i Austurbæjar-
bíói 15. febrúar: Þýzki píanó-
leikarinn Hans Jander leikur.
20.30 KvöldvaJca:
a) Lestur fornrita: Hungur-
vaka; I. (Andrés Björnsson).
b) Lög eftir Bjarna Þorsteins-
son.
c) Erindi: Hákonarstaðabók
og Skinnastaðaklerkar; fyrri
hluti (Benedikt Gíslason frá
Hofteigi).
d) Kvæðalög: Kjartan Hjálm-
arsson og Jóhann Garðar Jó-
hannsson kveða.
21,45 ísl'enzkt mál (Ásgeir Blöndal
Magnússon cand. mag.).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Passíusálmar (33).
22,20 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
22.40 „Fúgulistin" (Kunst der Fuge)
eftir Johann Sebastian Bach;
II. liluti (Kammerhljómsveit
ópemnnar í Dresden leikur;
Werner Egk stjórnar. — Dr.
Hallgrímur Helgason skýrir
verkið).
23,15 Dagskrárlok.
ETRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Hvíti
hrafninn
38
— Eiríkur sá undir eins, að óvin
irnir voru Skotar, og hr'ópaði til
sinna manna, að þeir skyldu snú?
bökum saman. En Skotarnir voru
sem sagt búnir að umkringja þá.
meðan Eiríkur veifaði sverði sínu
án árangurs í kring um sig til
þess að veraj sig or rína n’enn
Hann sá svo manna sinna falla, og
hrópaði til hins síðasta að huiin
skyldi leita skjóls undir klettun-
um. Skotarnir voru vopnaðir þung
um spjótum, en það var einmitt
það, sem gerði Eiriki mögulegt að
veriast. Loks stóð Eirikur einn —
hinn síðasti þremenninganna var
sár orðinn. Eiríkur beit á jaxlinn
og barðist áfram. Einhvers staðar
uppi í fjöllunum voru eftir lifand*
fimm tugir manna hans, og vissu
ekki að höfðingi þeirra var í
nauðum staddur.