Tíminn - 17.03.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 16. marz 1961.
3
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjórr. Egill Bjarnason — Skrifstofur
í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Grundvöllur lýðræðis
í ræðu þeirri, sem Páll Þorsteinsson hélt í vantrausts-
umræðunum, rakti hann m.a. hvernig stjórnarflokkarnir
hefðu efnt loforð sín. Páll sagði m.a.:
„Lýðræðisskipulagið grundvallast á almennum kosn-
ingarétti og að kjósendurnir velji fulltrúa til að fa.ti
með löggjafarvaldið Það er grundvallaratriði, að kjós-
endurnir geti treyst orðum og yfirlýsingum þeirra full-
trúa, sem kjörnir eru, og að vers stjórnmálaflokkanna
séu í samræmi við stefnuyfirlýsmgar þeirra. Bregðist
þetta, bilar grundvöllur þingræðisms.
Nú eru liðnir 16 mánuðir, síðan kosningar til A.1-
þingis fóru fram. Reynslan af stjornarathöfnum á þeim
skamma tíma hefur leitt ljós, að íullkomið ósamræmi er
milli orða og gerða núverandi stjórnarflokka
Fyrir kosningar lofuðú stjórnarfh.kkarnir almenningi
batnandi lífskjörum. Sjáifstæðismenn sögðu: Leiðin úl
bættra lífskjara er að kjósa Sjálts’-æðisflokkinn Leggja
þarf.inn á nýja braut, sem sneiðir hjá verðbólgu og
samdrætti. Alþýðuflokksmenn sögðust heimta óbreytr á-
stand í verðlagsmálum frá því sem var fyrir kosning-ir
Hvernig er reynslan af verkum rikisstjórnannnarv
í stað þeirrar framfarastefnu sem sett hefur svip á
þjóðlífið um langt skeið vegna U‘rystu Framsóknar-
fíokksins, hefur verið tekin upp harkaleg samdráttar
stefna, þungar fjárhagsbyrðar lagðai á almenmng með
stórkostlegum verðhækkunum, sem eiga rót sína að
rekja til löggjafar- er stjórnarflokkarnir hafa knúið
fram, og atvinnuvegum landsmanna bundnir svo þungir
baggar, að þeir fá ekki undir risið Ríkisstjórnin sjálf
hefur ekki komizt hjá því að viðurkenna þetta í verki
og beitti sér fyrir setningu nýrrar löggjafar um aukin
stofnlán til sjávarútvegsins og leitar þannig fulltingis
Alþingis til að slá stoðum og skástifum undir þá „vtð
reisnar“höll, sem ríkisstjórnin taldi sig vera að reisa. svo
að sú bygging hrynji ekki til grunna.
Stjórnarflokkarnir gatu fyrirheit um afkomuöryggi
allra. Reynslan er sú„ a? heimatiibúin kreppa með ó-
trygga atvinnu og vinnustöðvanir * kjölfarinu ógnar nú
afkomuöryggi almennings.“
Þannig má halda áfram að rekja það. hvernig stjórn
arflokkarnir hafa gersamlega brugðizt því meginatnði
lyðræðisins, að standa við kosningah forð s.ín Þess ber
þjóðin vel að minnast, þegar hún t'ær tækifæri til
Jafnvægi raskað
í ræðu sinni 1 vantraustsumræðunum, vék Páli Þ'r-
steinsson að afstöðu stjornarflokkarma til jafnvægisins
í byggð landsins. Páll sagði:
„Morgunblaðið hefui með stórfvrirsögnum túlkað
siefnu Sjálfstæðisflokksins þanmg: Fjölþætí atvinn Uít
til tryggingar afkomuöryggi og jafnvægi í byggð landsins.
Og fyrir síðustu kosningar tölaou Alþýðuúokksmann
meira að segja um jafnvægi í svett og við sió
Nú eru af hálfu stjórnarflokkani i gerðar ráðstafamr
til að hleypa ótakmörkuðum fjöida erlendra fiskiskipa
inn í landhelgina og láta þau með samþykki íslenzhra
stjórnarvalda yrja upp fiskimiðin mn að 6 mílum tii stor
tións fyrir sjávarútveginn En ekken er jafr. áhnfaríkt
til að raska jafnvægi í byggð landsms eins. vg að kippa
þannig fótum undan arðgæfum afvu:nurekstri við sjav
arsíðuna í heilum landshlutum. Og með ahri stiórnar-
stefnunni er unnið kröftuglega gegn jafnvægi í byggð
landsins.“
Örlagadagur
Dagurinn í gær, hinn
9. dagur marzmánaðar,
1961, verður vafalaust lengi
í minnum hafður sem ör-
lagadagur í íslenzkri sögu.
Á þeim degi samþykkti Al-
þingi íslendinga afsalstil-
lögu ríkisstjórnarinnar. Að
vísu munaði aðeins örfá-
um atkvæðum, — en nógu
mörgum til þess að afsala
þjóðinni landsréttindum
um aldur og ævi.
Þetta hlýtur að valda
hverjum þjóðhollum fslend
ingi sárri gremju — og
þó miklu dýpri hryggð.
Það er ekki sársaukalaust
að þurfa að blygðast sín
fyrir að vera íslendingur,
— að vera eins og hræ, er
leggst niður og sleikir fæt
ur herra sins, er hann hef
ur greitt því högg.
Manni verður að spyrja
hver ósköp hafi komið yfir
mennina er þarna brugðust
þjóðinni með svo hrapal-
legum hætti. Hversu langt
mundi komið sjálfstæðis-
baráttu íslendinga, ef svo
hefði verið að henni stað-
ið? Og hver væri landhelg
in nú, ef þessir menn
hefðu ráðið?
Spurningarnar rísa ein
af annarri. Hver nauður
rak ríkisstjórnina til þessa
hörmulega undanhalds?
Hún viðurkenndi sjálf að ís
lendingar hefðu þegar sigr
að í deilunni við Breta. Og
hvaðan hafa þingmenn
umboð til afsláttar á land
helgi og afsals á landsrétt
indum?
Hér ber allt að einum og
sama brunni Frambærileg
rök — haldrök — eru eng-
in til. Undirlægiuháttur
virðist einn hafa ráðið. Það
er ógæfa lítillar þjóðar,
sem á í vök að verjast, að
hafa eflt til valda svo veik
lundaða menn og ístöðu-
lausa gagnvart erlendu of-
beldisvaldi. að þeir hika
ekki við að fórna hagsmun
um og réttindum ófæddra
kynslóða — og þora að von
.um ekki að leggja slíkt at-
hæfi undir dóm þjóðarinn
ar sjálfrar.
Landhelgin fyllist af er
lendum togurum inn að
6 milna mörkum. En jafn-
vel það, svo illt og háska-
samlegt sem það vissulega
er, verður þó að teljast
aukaatriði, ef treysta má
því að þeirri plágu létti að
liðnum þremur árum. Hitt
er höfuðsynd og þjóðníðsla
að varpa frá sér um allan
aldur óskoruðum rétti til
alls landgrunnsins.
Það er kaldhæðni örlag
anna að þeir, sem að þess
um ósköpum standa, skuli
kenna sig við sjálfstœði.
Alþýðuflokkurinn er naum
ast umtalsverður. Hann
hefur að vísu aukið drjúg
um á niðurlægingu sína —
og var þó ekki á bætandi.
vera flokkur alþýðunnar.
Hann er löngu hættur að
Þetta er úrkynjaður flokk
ur í þeim skilningi, — það
sem eftir er af honum. —
Ráðamennimir ástunda
hæga hvíld á dúnsvæflum
íhaldsins. Þar er þeirra
pólitíska paradís.
10. marz 1961
Gisli Magnússon.
London 15. 3. (NTB).
Dr Henri Verwoerd, forsætis
ráðherra Suður-Afrku, hefur
dregið til baka umsókn lands
ins um aðild að brezka sam-
veldinu eftir að Suður-Afríka
gerist lýðveidi, 31. maí n.k.
Þetta hefur verið tilkynnt á
ráðstefnu forsætisráðherra
brezku samveldislandanna í
Lundúnum, en undanfarna 3
daga hefur ráðstefnan rætt
kynþáttastefnu stjórnar Suð-
ur-Afríku og hún hlotið harff-
ar ákúrur. MacMillan, forsæt-
isráðherra Breta, hefur reynt
málamiðlun og í gær virtist
sem samkomulag ætlaði aff
nást.
Tilkynning dr. Verwoerd
Suður-Afríka segir
sig úr samveldinu
Þoldi ekki gagnrýnina á kynþáttastefnu sína
kom því mjög á óvart, en á
það er hins vegar bent, aö
hann hafi alltaf lýst því yf-
ir, að Suður-Afríka myndi
ekki eigá aðild að brezka sam
veldinu, ef önnur samveldis-
lönd skiptu sér af stefnu
stjórnar Suður-Afríku í kyn-
þáttamálunum.
Rotary - styrkur til efnilegs
mjólkuriðnfræöings
Rótary-hreyfingin, sem tel
ur yfir 10 þúsund klúbba með
um hálfri milljón félaga í 119
löndum víðsvegar um heim,
leggur síaukna stund á að
styrkja efnilegt fólk til náms
utan heimalanda sinna. Er
þetta þáttur í viðleitni hreyf
ingarinnar til þess að stuðla
að gagnkvæmri þekkingu,
skilningi og velvild manna og
þjóða á meðal. Rotary Inter-
national veitir styrkina eftir
meðmælum frá einstökum
j klúbbum. Rotary-klúbburinn
á Selfossi mælti með Haf-
i steini Kristinssyni, mjólkur-
iðnfræðingi á Selfossi, sem
hefur nú hlotið einn af þess-
um styrkjum, en þeir nægja
fyrir öllum náms- dvalar- og
ferðakostnaði 1 eitt ár. \
Hafsteinn er fæddur 11.
ágúst 1933, sonur hjónanna
Aldísar Guðmundsdóttur og
Kristins Vigfússonar, húsa-
smíðameistara á Selfossi. —
Hann lagði stund á mjólkur-
fræði, stundaði verklegt nám
hjá Mjólkurbúi Flóamanna
og lauk prófi við Dalum mjólk
urfræðiskóla í Danmörku
1957 og tók kandídatpróf í
þeim fræðum við Landbúnað
arháskólann í Kaupmanna-
höfn vorið 1960 og er nú starf
andi hjá Osta- og Smjörsöl-
unni í Reykjavík. Hann mun
stunda framhaldsnám sitt í
Noregi næsta vetur.
Skilyrði til þess að hljóta
Rótarynámsstyrk eru þau, að
hlutaðeigandi sé á aldrinum
29—29 ára, hafi lokið háskóla
prófi í einhverri grein, notj
Fjármálaráðherra Suður-
Afríku flutti ræðu á þingi
Suður-Afríku í dag. Sagði
hann m.a. að stjórn landsins
væri þess nú megnug að
brjóta á bak aftur allar óeirö-
ir sem kynnu að brjótast út
í landinu að undiragi kommú-
nista. Sagði ráðherrann, sem
fylgdi fjárlagafrumvarpi rík-
isstjórnarinnar úr hlaði, að
þar væri gert ráð fyrir veru-.
legri aukningu framlags til
hers landsins, svo að hann
mættj standa undir hlutverki
sínu.
styrkinn til framhaldsnáms
við háskóla utan heimalands
síns og sé talinn líklegur til
þess að verða síðan virkur
og velviljaður, skilningsgóður
og traustur tengiliður manna
af mismunandi þjóðemum.
Styrkimir eru veittir konum
jafnt sem körlum. Námsfólk
inu eru veitt góð tækifæri til
þess að kynnast Rótarymönn
um á námsstaðnum, landinu
og þjóðinni og enn fremur
til þess að kynna þar sitt eigiö
land og þjóð.
Hafsteinn er einn af 118
námsmönnum, sem hlutu
Rotary-styrki að þessu sinni.
Þar með hefur Rotary Inter-
national á rúmum áratug
veitt 1438 slíka styrki og varið
til þess fé, sem svarar 130 til
140 milljónum íslenzkra kr.
(Frá Rotary-klúbb Selfoss)