Tíminn - 17.03.1961, Blaðsíða 14
M
TÍMINN, föstudaginn 17. marz 1961.
— Hiajin er heiftarlega af-
brýðissamur vegna Rogers,
hefur verið það alla ævi. Dá-
læti föður hans á Roger
hrakti Philip inn í sjálfan sig.
Roger var kominn að gjald-
þroti, gamli maðurinn frétti
af því og lofaði að koma hon-
um á fætuma á nýjan leik.
Kannski 'fréttir Philip af
þessu. Ef gamli maðúrlnn dæi
þá um kvöldið fengi Roger
enga hjálp. Roger væxi á
hausnum. Ó, ég veit að þetta
er fjarstætt.
— Nei, það er það ekki. Það
er óeðlilegt, en annað ein«
hendir. Það er mannlegt. —
Hvað um Mögdu?
— Hún er barnaleg. Hún
miklar hlutina fyrir sér. En
mér hefði aldrei dottið í hug
að hún væri flækt í málið
hefði hún ekki viljaö senda
Josefine svona skyndilega til
Sviss. Mér datt ósjálfrátt í
hug að hún óttaðtst eitthvað
sem Josefine vissi eða gæti
sagt.
— Og þá fékk Josefine
höfuðverkin.
— Ekki gæti það verið móð
ir hennar?
—. Hvers vegna ekki?
— En pabbi, móðir myndi
aldrei —
— Charles, Charles, lestu
aldrei lögreglufréttir? Aftur
og aftur kemur það fyri'r að
móðir fær andúð á einu barni
sinu. Aðeins einu, — kannski
elskar hún hin. Fyrir þessu
eru einhver rök, einhver á-
stæða srem oftast er erfitt að
finna. En andúðin er skyn-
semisvana og mjög rík.
— Hún kallaði Josefine
„umskipting", viðurkenndi ég
treglega.
— Sárnaði barninu þetta?
— Það held ég ekki.
— Hverjir eru fleiri? Rog-
er?
— Roger drap ekki föður
sinn. Það er ég viss um.
— Sleppum Roger þá. En
konan hans — hvað heitir
hún? Clemency?
— Já, sagði ég. Ef hún
myrti Leonides gamla var það
að furðulegri ástæðu?
Eg sagði honum frá sam-
tali mínu við Clemency. Eg
sagði honum að mér fyndist
mögulegt að hún hefði eitrað
fyrir gamla manninn með
köldu blóði vegna ástríðu
sinnar að forða Roger frá
Englandi.
— Hún taldi Roger á að
fara án þess að gamli maður-
inn vissi. Síðan komst sá
gamli að þessu. Hann ætlaði
að reisa Sameinaðar verzlanir
við aftur. Allar vonir og ráða
gerðir Clemency voru aö engu
orðnar. Og hún elskar Roger
af örvæntingu, — það er
meira en hjáguðadýrkun.
— Þú vitnar i Edith de
Haviland?
— Já. Og ég held jafnvel
að Edith gæti hafa gert það.
En ég veit ekki hvers vegna.
Eg held bara að ef hún teldi
fullnægjandi ástæðu fyrir
hendi, gæti hún ve> tekið lög
in í sínar hendur. Hún er slík
manneskja.
HÚS
— Og hún hafði líka mik-
inn hug á að Brenda hlyti
góða málsvörn?
— Já. Það gæti verið <?am-
vizka hennar. Eg býst ekki
við að hún hafi nokkurn
tíma ætlazt til að þau væru
sakfelld — hafi hún gert það.
— Sennilega ekki. En gæti
hún ráðizt á barnið?
— Nei, sagði ég hægt. Því
get ég ekki trúað, Og þetta
minnir mig á eitthvað sem
Josefine sagöi og stöðugt er
í huga mér, en ég get samt
ekki munað. Það smýgur
alltaf undan. En það er eitt-
hvað sem ekki passar á sin-
um stað. Ef ég bara gæti mun
að það. —
— Hirtu ekki um það. Það
rifjast upp. Hefurðu einhvern
eða eitthvað annað í huga?
— Já, í hæsta máta, sagði
ég. Hvað veiztu um barna-
lömun? Hvaða áhrif hefur
veikin á skapgerðina?
— Eustace?
— Já, þvi meir sem ég
hugsa um það, því líklegri
finnst mér hann geta verið.
Hann hafði samúð með afa
sínum. Hann er duttlunga-
fullur og sérlyndur. Hann er
ekki heilbrigður. — Hann er
sá eini í fjöl-skyldunni sem ég
gæti hugsað mér ráðast á
Josefine með köldu blóði ef
hún vissi eitthvað um hann,
— og hún var alveg vís til
þess. Krakkinn veit allt. Hún
skrifar það niður í litla bók.
Eg þagnaði.
— Drottinn minn góður,
sagði ég. — Hvílíkt fífl er ég!
— Hvað er að?
— Eg veit hvað er að. Við
héldum, Taverner og ég, að
Agatha Christie:
r
46
herbergi Josefine hefði verið
umsnúið í leit að bréfunum.
Eg hélt að hún hefði komizt
yfir þau og falið þau á háa-
loftinu. En þegar hún var að
tala við mig á dögunum sagði
hún greinilega að Laurence
hefði falið þau þar sjálfur.
Hún sá hann koma þaðan og
fór að snuðra og fann bréfin.
Svo las hún þau auðvitað! En
hún lét þau vera kyrr þarna!
— Jæja
— Skilurðu ekki. Það var
ekki verið að leita að bréf-
unum í herbergi Josefine.
Það hlýtur að hafa verið eitt
hvað annað.
— Og það var?
— Það var litla svarta bók-
in þar sem hún skrifar niður
allar „upplýsingar". Að henni
var leitað! Og ég held að bók
in hafi ekki fundizt, ég held
að Josefine hafi hana ennþá.
En ef svo er . . . .
Eg reis til hálfs á fætur.
— Ef svo er þá er hún enn-
þá ekki óhult, ' sagði faðir
mihn. Ætlaðirðu að segja
það?
— Já. Hún verður ekki úr
allri hættu fyrr en hún er
lögð af stað til Sviss. Þú veizt
þau ætla að senda hana þang
að.
— Vill hún sjélf fara?
Eg hugsaði málið: — Það
held ég ekki.
— Þá er hún sennilega ekki
farin, sagði faðir minn þurr-
lega. — En ég held þú hafir
nétt fyrir þér um hættuna.
Þú ættir að fara þangað.
— Eustace? hrópaði ég í
örvæntingu. Clemency? i
Faðir minn sagði hóglega:
— Mér sýnast allar líkur1
benda í eina átt • . . . Sérðu
það ekki sjálfur? Eg . . . .
Glover opnaði dyrnar.
— Afsakið Það er síminn,
herra Charles. Ungfrú Leoni
des talar frá Swinly Dean.
Það er áríðandi,
Eg hraðaði mér í símann.
— Sofia? Það er Charles.
í rödd Sofiu var harður
örvæntingarrómur.
— Charles, það er ekki bú-
ið. Morðinginn er hér enn.
— Hvað áttu við? Hvað er
að? Er það — Josefine?
— Það er ekki Josefine. Það
er Fóstra.
—. Fóstra?
— Já. Það var kakó, —
Josefine átti það en drakk
það ekki. Hún skildi það eftir
á borðinu. Fóstru fannst synd
að fleygja því. Og hún dmkk
það sjálf.
i— Aumingja Fóstra. Líður
henni mjög illa?
Rödd Sofiu brast:
— Ó, Charles, hún er dáin.
XXIV.
Martröðin var aftur yfir
okkur.
Þetta hugsaði ég þegar við
Taverner ókum út úr London.
Það var eins og endurtekning
á fyrri ferð okkar.
Tavemer bölvaði annað
kastið.
Fyrir mína parta, þá 'tuggði
ég upp fyrir sjálfum mér ann
að veifið: — Svo þv.ð voru þá
ekki Brenda og Laurence.
Það voru ekki Brenda og
Laurence.
Hafði ég raunverulega hald
ið það? Eg hafði orðið feginn
þessari lausn. Feginn að
loma við aðrar hugsanlegar
og óhugnanlegri lausnir máls
ins ....
Þau höfðu orðið ástfangin
hvort í öðru, Þau höfðu skrif
að hvort öðru hlálega væmin
og rómantísk bréf. Þau höfðu
vonazt eftir aö gamli maður-
inn dæi friðsamlega og far-
sællega, en ég efaðist reynd-
ar um að þau heföu þráð
dauða hans svo mjög. Eg -
hafði grun um að óhamingju
samt ástarævintýri með þrá
og draumum væri betur við
þeirra hæfi en farsælt hjóna
band og heimilislíf. Eg hélt
ekki að Brenda væri ástríðu-
full kona. Hún var of blóð-
laus, of sljó. En hún þarfnað
ist ástarævintýris. Og mér
fannst Laurence einmitt slík
ur að hann nyti vonsvika og
óljósra framtíðardrauma bet
ur en gagngerrar fullnæging
ar hold'Sins.
Þau höfðu hafnað í gildru,
og í skelfingu sinni höfðu þau
ekki vit til að finna leiðina
Föstudagur 17. marz:
8.00 Morgunútvarp.
8J30 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna":: Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18.00 Börnin heimsækja framandi
þjóðir: Guðmundur M. Þor-
láksson segir frá flugferð íil
Tyrkjavoldis.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karls-
son).
20.30 Einsöngur: Suzanne Danco
syngur lög eftir Bellini og
Gounod.
20.50 Útvarpið byrjar tónleikaflokk:
íslenzkir píanóleikairar kynna
sónötur Mozarts: a) Björn
Franzson flytur erindi um tón
skáldið. b) Jón Nordal leikur
píanósónotu í C-dúr (K279).
21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver
öldin" eftir Guðmund G. Haga-
lín; X. (Höfundur les).
22.00 Fréttir og veðurfrognir.
22.10 Passíusálmar (38).
22.20 Frá Húsmæðrasambandi Norð-
urlanda: Norræna bréfið 1961
(Hannveig Þorsteinsdóttir hrl.
fiytur).
22.40 í léttum tón: a) Yma Sumac
syngur. b) Les Baxter og
hljómsveit hans leika.
23.10 Dagskrádok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Hvíti
hrafninn
45
„Sáu óvinirnir til ykkar, þegar
þið skriðuð hér inn í hellinn?1
spurði Eiríkur. „Hérna — hér —
nei, það held ég ekki,“ svaraði sjó-
ræninginn hikandi. „En það er
staðreynd, að við höfum látið
hvíta hrafninn ganga okkur úr
greipum, Eiríkur.“ Eiríkur anzaði
ekki, og Ragnar hélt áfram: „Nú
verðum við að snúa til skipa
minna, með þína menn og það sem
eftir er af mínum, og þá getum
við ráðizt á skipin, ef okkur þykir
þurfa.“ „Nei!“ þrumaði Eiríkur,
og reiðin yfir barnalegum ráða-
gerðum Ragnars blossaði upp í
honum á ný. „NEI! Öll þessi ógæfa
og óþarfa víg eru árangurinn af
vanhugsuðum gerðum þínum. Og
nú vil ég ekki láta fleiri líf án þess
að nokkuð komi í móti.“ „Herra,
hrópaði einn mannanna skyndi-
lega. „Það rennur vatn í hellinn
— við erum gengnir í gildru!“
Eiríkur sá, hvar vatnið streymdi
inn í annan enda hellisins, og hann
vissi að ef Skotarnir kæmu nú,
var úti um hann og Mienn hans.
Hann bragðaði vatnið og fanr., að
það var ekki alveg ferskt, svo þeir
Jilutu að vera nærri ströndinni. í
sömu andrá kom einn manna hans
á harðaspretti, móður og másandi.
„Hvað er nú?“ spurði- Eiríkur.
„Þrjú skip, herra .... fyrir full-
um seglurn .... og Skotar á leið-
inni!“