Tíminn - 17.03.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudagLan 17»«iara 1961.
9
Suður-Afríka dæmdi
sig úr samveldinu
Engir lýsa vonbrigðum nema MacMillan. en mikii
ólga er í SuSur-Afríku
London 16. 3. (NTB). Þeir at-
burðir hafa gerzt, að Suður-Af
ríka hefur lýst yfir því að hún
muni ekki óska eftir aðild að
brezka samveldinu eftir að land
ið verður lýðveldi, 31. maí n.k.
Forsætisráðherra stjórnar Suður
Afríku, dr. Henrik Vervoerd,
skýrði frá þessu á ráðstefnu for-
sætisráðherra samveldisland-
anna, en hún hefur staðið yfir
í Lundúnum að undanfömu. Á-
stæðan til þessa er sú, að önn-
ur samveldislönd hafa lýst yfir
megnustu óbeit sinni á stefnu
stjómar Suður-Afríku í kyn
þáttamálunum. Reyndi MacMill
an forsætisráðherra Breta, að
miðla málum í þessu efni, þann
ig að Suður-Afríka gæti verið
áfram í samveldinu enda þótt
kynþáttastefnu stjómar lands-
ins yrði mótmælt.
í dag tilkynnti dr. Vervoerd Elisa-
betu drottningu ákvörðun sína, en
hún hefur þegar haft víðtæk áhrif
fjárhagslega og stjómmálalega. Þá
var það einnig kunngert í dag, að
dr. Verwoerd hafi hætt við fyrir-
hugaða heimsökn sína tH Frakklands
og Þýzkalands að ráðstefnunni lok-
inni. Forsætisráðherrann telur nauð
synlegt að halda beinustu leið heim.
Talið er fullvíst, að dr. Verwoerd
muni ávarpa þjóð sína frá Lundún-
um annað kvöld.
náðist um eftirfarandi atriði í Kongó.
Stuðning við aðgerðir S. Þ. í land-
inu. Þingið í Leopoldville verði kall-
að saman og her Móbútó endurskipu
lagður.
í sambandi við umræður um fram
tíð S. Þ. hafa komið fram kröfur um
að ýmsar nefndir samtakanna verði
endurskipulagðar, s.s. Öryggisráðið,
með það fyrir augum, að hin nýju
ríki fái meiri áhrif á gang mála þar.
MacMillan, forsætisráðherra Breta
flutti ræðu á brezka þinginu í dag
um ákvörðun stjórnar Suður-Afriku
og kvaðst harma það, að hálfrar
aldar samband landsins við brezka
samveldið væri úr sögunni og kvaðst
vona, að þau yrðu fyrr en síðar tekin
upp að nýju.
Forsætisráðherrann kvaðst vona,
að Suður-Afríka myndi áfram vinna
með samveldinu, þótt landið væri
ekki formlegur aðili að því.
Gaitskell, foringi stjórnarandstöð-
unnar, sagði, að margir litu svo á,
að með úrsögn Suður-Afríku væri
brezka samveldið að liðast í sundur.
Það er misskilningur sagði Gaitskell.
Þetta staðfestir aðeins, að brezka
samveldið hefur mannréttindi í
heiðri. Suður-Afríka er velkomin í
samveldið að nýju, en fyrst verður
að breyta kynþáttastefnunni í Suður
Afriku.
Mikil ólga er í Suður-Afríku vegna
ákvörðunar stjórnarinnar. Stjórnar-
andstaðan krefst þjóðaratkvæðis og
er talið, áð stjórnin myndi bíða
lægri hlut í henni í þessu máli enda
þótt hún myndi ekki tapa þingkosn-
ingum. Stjórparandstaðan segir, að
með ákvörðuninni um úrsögn úr
brezka samveldinu rói nú Suður-Af-
ríka vinalaus ein á báti.
Belgar sýknaðir
í Rúanda-Urundi
En mikil ólga í landinu og meira eftirlit
S.Þ. nauftsyn
TJndirtektir misjafnar
Sir Eoy Velensky forsætisráðherra
Mið-Afrikusambandsins sagði, að á-
kvörðun stjórnar Suður-Afríku að
draga sig út úr samveldinu væri til
komin vegna baráttu foringja innan
samveldisins við draug. Sir Velensky
sagði, að menn væru á móti kyn-
þáttamismunun, en hér væri um inn
anríkismál Suður-Afríku að ræða og
hætt væri við, að öll samveldislönd-
in hefðu eitthvað óhreint í pokahorn-
inu, ef vel væri að gáð.
Annars eru skoðanir mjög skiptar
innan samveldisins um ákvörðun
stjórnar Suður-Afríku. Sir Edgar
Vhitehead, forsætisráðherra í Suður
Rhódesíu, sagði, að hann væri sam-
mála dr. Verwoerd um það, að sam-
veldið færi nú villur vegar. Talið er,
að ákvörðunin verði til þess, að
þjappa hvítum mönnum í Suður-
Rhodesíu enn meir um foringja sína.
Forsætisráðherra Tanganyika, Jul-
ius Nyerere, sagði, að ákvörðun
stjórnar Suður-Afríku væru góðar
fréttir og Sir Abukabar Balewa, for-
sætisráðherra Nigeríu, tók mjög svo
í sama streng. Talsmaður Nehru, for-
sætisráðherra Indlands, sagði, að
Nehru teldi þessi tíðindi gleðileg.
Hin sömu voru viðbrögð Tom Mboya,
foringja þjóðernishreyfingarinpar í |
Kenya. Hann sagði, að nú yrði hert
á baráttunni gegn Suður-Afríku, er j
nú tæki sæti á bekk með öðrum of-
beldisríkjum.
Aukin áhrif nýju ríkjanna
hjá S. Þ.
Ráðstefnu forsætisráðherranna var
annars áfram haldið í Lundúnum í
dag og rætt m.a. um ástandið í
Kongó, afvopnun og framtíð S. Þ.
Dr. Verwoerd sat þennan fund og
tók af og til til máls — sérstaklega
þegar rætt var um Kongó. Jafnframt
greiddi forsætisráðherran atkvæði j
með því, að Sierra Leone verði aðili
að brezka samveldinu, er það gerizt
Jýðveldi 27. apríl n.k Yrði það þá 13
ríkið í samveldinu, en Kýpúr var
á þessari ráðstefnu formlega sam-
þykkt í samveldið.
Fréttamönnum ber saman um, að
umræðurnar á ráðstefnunni hafi nú
fengið allt annan svip eftir ákvörðun
stjórnar Suður-Afríku. Samkomulag
N®» York 16, 3. (NTB). Nefn
S. Þ., er rannsakað hefur ástand
ið í Rúanda Úrúndi, s em er
verndargæzlusvæði Belga, hefur
sent samtökunum skýrslu, þar
sem segir, að nefndin hafi ekki
fengið neinar sönnur á því, að
Belgir noti þetta verndargæzlu-
svæði sem hernaðarmiðstöð.
Segja nefndarmenn, að þeir geti
ekki afsannað þá fullyrðingu
Belga, að þeir hafi ekki nema
1200 hermenn í Iandinu, sem sé
óhjákvæmilegur fjöldi til þess
að halda uppi iögum og reglu.
Rannsóknarnefnd þessi tók til
starfa 27. janúar s. 1. og lauk störf-
um 13. febrúar s. 1. Formaður nefnd
arinnar er frá Haiti en aðrir nefnd-
armenn frá Iran og Tógó. Nefndar-
menn segja, að Belgar noti her sinn
eingöngu til þess að halda uppi lög-
um og reglu.
\
Ýmislegt að athuga
Hins vegar bendir nefndin á, að
mýKlTsifenna sé í landinu í sambandi
vtð kosningar, sem þar eiga að fara
£ram í sumar undir eftirliti S. Þ.
Segja nefndarmenn, að nauðsynlegt
sé, að eftirlitsmenn með kosnlngun-
um verði fleiri en gert er ráð fyrir.
Nefndarmenn segja og, að kosninga
lögin séu óljós í mörgum atriðum
og nauðsynlegt sé, að S. Þ. athugi
þau gaumgœfilega, svo að hið sanna
komi örugglega fram í kosningun-
um.
Nefndarmenn iýsa ýmusm vand-
kvæðum við rannsókn sína. Segja
þeir, að það hafi ekki bætt úr skák,
að 28. janúar hafi Gitramas nokkur
gert stjórnarbyltingu, lýst landið iýð
veldi og rekið Klgell einræðisherra
frá völdum. Stingur nefndin upp á
þvi, að þjóðin fái að segja álit sitt
um örlög einræðisherrans um leið og
hún velur sér þingmenn.
Nefndarmenn harma óvild í garð
S. Þ. og þekkingarjeysi um samtök-
in og telja athugandi að koma á fót
upplýsingaþjónustu í iandinu.
Flugfélagiö eykur
fSugvélakost sinn
Ný Cloudmasterflugvél í vændum hjá
Flugfélagi íslands
Innanlandsflug lá að kalla
alveg niðri í gærdag vegna
\ eðurs. Hríðarveður var á víð-
ast, og töluverð úrkoma var
sums staðar fyrir norðan og
austan. Voru allir flugve'ur
landsins iokaðir nema Reykia-
víkurflugvöllur og ef til vill
Keflavíkurflugvöllur.
í gærmorgun Iagði Dakotafiug-
vél frá Flugfélagi íslands af stað
í venjulegt áætlunarflug til Akur-
eyrar. Flaug hún norður þangað,
en ekki var lendandi og sneri hún
því aftur með farþegana. Tókst
vélinni síðau að lenda á Sauðár-
króki, og þar var hún enn veður-
teppt, er síðast fréttist. Um annað
flug var ekki að ræða inanlands.
Áætlunarflugið milii landa mun
hins vegar ekki hafa tafizt af
veðri.
Kennedy, forseti Bandaríkjanna, tekur á mótl Nkruma, forsætisráðherra
Ghana.
Bandarikin styðja
rannsókn í Angóla
S.Þ. ámimiir Suður-Afríki?
New York 16. 3. (NTB). AIls-
herjarþing S. Þ. samþykkti á
fundi sínum í dag að skora á
brezku samveldisríkin, að beita
áhrifum sínum til þess að fá
Suður-Afríku til þess að breyta
stefnu sinni í kynþáttamálum.
Formlega er þessari áskorun þó
ekki beint til brezku samveldis-
landanna einvörffungu, heldur
til allra landa, sem sé í nánu
sambandi við stjórn Suffur-Af
ríku á einhvern hátt. 74 ríki
greiddu tillögu þessari atkvæði,
en 9 sátu hjá. Fulltrúi Suður-Af
ríku svaraði ekki, er hann skyldi
grciða atkvæði.
í ályktun allsherjarþingsins er
sagt m.a., að Suður-Afríka framfylgi
stefnu, sem brjóti í bága við grund-
vallaratriði S. Þ. Það er harmað, að
Suður-Afríkustjórn skuli hafa bann-
að rannsóknarnefnd frá S. Þ. að
kynna sér ástandið í Suðvestur-Af-
ríkusambandinu, sem er verndar-
gæzlusvæði Suður-Afríku. Harmað er
að Suður-Afríka skuli reyna að’ inn-
lima þetta svæði og hafi látið fara
þar fram kosningar í fýrra, sem sóu
hreinasta markleysa, þar eð aðeins
hvítir menn hafi haft atkvæðisrétt.
Öllu þessu segjast S. Þ. ekki geta
unað lengur.
ins um Kongó í þessari viku. Segir
fulltrúinn, að ástandið í landinu
sé alvarlegt og fyrri tillögur Öryggis
ráðsins séu hundsaðar og reynt að
skipta iandinu að skipunum er-
■)endra afia.
Nefnd til að dæma
hæfni umsækjenda
um prófessorsemb-
ættið i íslandssögu
Skipuð hefur verið dóm-
riefnd t.il þess að dæma um
hæfni umsækjenda um próf-
essorsemóætti í sögu við heim-
spekideild Háskóla íslands
í nefndinni eiga sæti: dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson,
Breytt afstaffa Bandaríkjanna
Allsherjarþingið hefur rætt á-
standið í portúgölsku nýlendunni
Angóla að tillögu Líberíu og Ara-
bíska sambandslýðveldisins. Sam-
þykkt var að stofna nefnd, er kynnti
sér ástandið í nýlendunni.
Það vakti athygli, að Adlai Steven
son, fulltrúi Bandaríkjanna, studdi j
tillöguna um rannsóknarnefndina. ’
Kvað Stevenson nauðsynlegt, að!
Portúgalir væru áminntir um það i
hlutvcrk sitt að búa nýlenduna und- j
ir að taka við sjálfstæði svo fljótt;
sem verða mætti. Þykir þessi af- j
staða enn ^löggur vottur um stefnu
breytingu þá, sem orðið hefur í
Bandaríkjunum eftir stjórnarskiptin,
Fulltrúi Sovétríkjanna hjá S. Þ,
hefur krafizt fundar allsherjarþings-
prófessor, af hálfu heimspeki
deildar, og er hann jafnframt
formaður nefndarinnar, dr.
Kristján Eldjárn, þjóðminja-
vörður, af hálfu háskólaráðs,
og Finnur Sigmundsson lands
bókavörður, skipaður af
menntamálaráðuneytinu.
Sex umsóknir bárust um
embættíð, en einn umsækj-
enda, Gunnar Finnbogason,
cand. mag., hefur tekið um-
sókn sina aftur.
(Frá menntamála-
ráðuneytinu).