Tíminn - 17.03.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1961, Blaðsíða 9
Áttræður í dag: Guðmundur Hannesson fyrrv. bæjarfógeti f dag er Guðrmmdur Hann esson, fyrrv. bæjarfógeti 1 Siglufirði, áttræður, og munu margir senda honum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir í til efni þessarra tímamóta í ævi hans. Hann er fæddur 17. marz 1881 að Stað í Aðalvík. For- eldrar hans voru þau hjónin Hannes Sigurðsson að Látr- um, Jónssonar, bónda á Hest eyri og Jórunn Einarsdóttir prests Sivertssens í Gufudal. Guðmundur ólst upp í Aðal vík við venjuleg störf til sjós Og lands, var þá blómlegra á þeim slóðum en nú er orðið, enda rennur mörgum til rifja er þeir hugsa um hina blóm legu byggð, er nú er öll í eyði komin. Guömundur gekk í lærða skólann í eykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1903, sigldi hann síðan til háskól- ans í Kaupmannahöfn og tók embættispróf í lögum 1909. Hlaut hann fyrstu einkunn í báðum prófum, enda stund- aði hann nám sitt af kappi, því hann var vanur að leggja hart að sér, að hverju sem hann gekk, hvort heldur var raám eða starf. Var því-, við brugðið, hve vel hann var að sér í sögu og öðrum skyldum greinum, þegar í skóla, enda hefur sagnfræðin löngum verið eitt af mestu hugðar efnum hans. Að námi loknu settist Guð mundur að á ísafirði og stund aði þar málafærslustörf. Tók hann á þeim árum þátt í bæj armálum ísafjarðar og var í bæjarstjóm þar um skeið. Þá var hann settur sýslumaður í Barðastrandasýslu um tíma. Árið 1919 hefst nýr þáttur i ævi Guðmundur Hannesson ar, er hann flytzt til Siglu- fjarðar og er eettur þar lög- reglustjóri, og bæjarfógeti 1920. Hafði Siglufjörður þá nýlega fengið bæjarréttindi og varð Guðmundur oddviti bæjarstjómar frá 1919—1938. Vor'u því störf hans ærið um fangsmikil í hinum ört vax- andi bæ, þar sem flest þurfti upp að byggja. Á þessum árum voru síld- veiðarnar orðnar umfangs- mikill atvinnuvegur, en þó lék á ýmsu um afkomu þeirra, er þennan atvinnu- veg stunduðu, og olli það erfið leikum hinu unga bæjarfé- lagi og þeim mönnum, er áttu þar málum að stjóma. Starf Guðmundar Hannessonar og hinna fyrstu samstarfsmanna hans í bæjarstjórn Siglu- fjarðar var því brautryðjenda starf. íbúar bæjarins komn- ir víða að og flestir fátækir og févana, enda bar Siglu- fjörður þess nokkur merki lengi vel. Hér yrði of langt mál, að telja upp þau mörgu fram- faramál, er Guðmundur Hann esson hafði afskipti af, með- an hann var oddviti bæjar- stjómar, en þvi starfi gegndi hann til ársins 1938, er kos- inn var þar s'érstakur bæjar- stjóri. Hann átti manna mest an þátt í því að vekja áhuga manna á virkjun Skeiðsfoss og afla Siglufirði nauðsyn- legra réttinda til virkjunar þar. Hann beitti sér fyrir veg arlagningu yfir Siglufjarðar- skarð, og var formaður stjóm ar síldarverksmiðjunnar Rauðku, er. ákveðið var um endurbyggingu hennar, þá vann hann mjög að byggingu hafnarinnar í Siglufirði og auknum hafnarbótum síðar. f hans tíð var byggður þar vandaður bamaskóli, sjúkra- hús og kirkja og átti hann góð an hlut að öllum þessum fram kvæmdum. Lögreglustjórastarfið var lengst af mjög umfangsmikið, einkum á sumrin, er íbúa- tala bæjarins margfaldaðist og fjöldi útlendra fiskiskipa sótti á íslandsmið og hafði bækistöð sína 1 Siglufirði. — Þurfti oft bæði lægni og festu til þess að ráða fram úr mörg um vandasömum viðfangsefn um í sambandi við lögreglu málin, því oft vildi í odda skerast. í þeim málum mun Guðmundi Hannessyni hafa látið betur að sýna mildi, lægni og lipurð, en strang- leika, en skorti þó ekki festu, er svo bar undir. Margir ung ir menn, ekki sízt námsmenn, unnu að lögregluþjónsstörf- um í Siglufirði á sumrum, undir stjóm hans og var mörgum þeirra hlýtt til hans jafnan síðan, eða bundust traustum vináttuböndum við hann og fjölskyldu hans. 'Framhald á 13. sMu.) föstudaginn 17^marz„1361. tWWlHrtWWWWWWWIiMrtWWrtMrtWmMrtWWWWWrtHrtlrtrtmWWWWWWWftiWWWWWWWWWmWWWtoMrtWWWWWWWWiHrtWWWWWIHWWUli l.eipzig, 11.3. '61. Leipzig er fornfrægt mennfasetur og vel kunn- ugt mörgum íslendingum fyrir þær sakir. í vetur eru hér níu íslendingar viS nám og fjölmargir hafa áð- ur sótt hingað menntun. Norrænudeild háskólans í Leipzig leggur að sjálf- sögðu megináherzlu á foi n íslenzku en nokkur tilsögn í nútímamáli okkar íslend- inga fer þar einnig fram. íslenzkir némendur hér kenna og lærisveinar þeirra eru býzkir norrænufræð- ingar. Við háskólann er unnið áð útgáfu fjrníslenzkrar orðabók- ar á ^egum Vísindafélagsir.s hér í Leipzig og undir stjórn prófessors Baetke, en aðalsam starfsmaður hans er doktor Walter, maður gagnmenntaður í fornís.lenzkum fræðum. Auk þeirra eru fjórir sem vinna aö orðabókinni. Mörg vísindaleg rit varðar.di íslendinga, um kon Forníslenzk orðabók vænt anleg í Leipzig 1965 Rætt við dr. Walter, sem vinnur að útgáfu hennar ungasögur, heiðinn sið og siðaskipti og germans-ka trúar- bragðasögu, hafa komið hér ? prent. ilöfundur flestra þeirra er prótessor Baetke, en sam starísmern hans og lærisveinar dr. Walter og dr. Heller, hafs einnig gefið út vísindaleg rit um forníslenzka bókmennta- sögu. Undirritaður heimsótti dr. Walter á skrifstofu hans í há- skólanum í gær og spurðist fyrir um norrænukennsluna hér og um forníslenzku orðabókina. Dr. Waiter ávarpaði mig með þessum orðum: — Komdu sæí) og blessaður Hann talar og rit ar íslenzku mæta vel og dvaldi á íslandi mánaðartíma s. 1 sumar Dr Walter kvaðst hafa byrj- að að :æra forníslenzku hjá prófessor Baetke hér í Leipzig árið 1947. Hann sagðist hafa byrjað a* læra nýíslenzku áður en hann lagði upp í íslands- ferðina en kvartaði yfir að tungutd'c. sitt væri með stirð- ara móti. Sú athugasemd virt- ist þó ástæðulaus. — fslenzku stúdentarnir æfa okkur i málinu vikulega, sagð: dr Wa'ter, annars leggur nor rænudeildin hér meiri áherziu á nútímarrál hinna Norðurlaad- anna, einkum sænsku og dönsku. Ln norrænudeildin við háskóhrn í Greifswald er stærri en hér, og þar verða allir norrænunemendur að læra ís- lenzku — Kennari þeirra er prófesso Bruno Kreis. Eg spurði dr. Walter hvori hann befði gert víðreist um íslano Hann kvaðst hafa ferð- azt un. mestallt landið nema Vestfjprðakjálkann, og eins or nærri má geta var hann ánæg? ur msZ veðrið: — Það rignd bara tvo daga. — Eg iærði mikið á ísland: bætti nann við. — Vann í Lands bókasfaninu og Háskólabóka dr. Walter safninu og talaði mikið við prófessora. — Hvað um næstu íslands- ferð? — Eg á svo annríkt að ég kemst ekki næsta sumar. En eitt er víst: Eg ætla aftur til fslands; ég veit bara ekki hve- nær það verður. — Hvenær er von á útkomu orðabóxarinnar? — Sernilega árið 1965. — Verður þessi bók mikið notuð? — Þeir sem nota hana verða ekki margir en þessi útgáfa er samt sem áður nauðsynleg. Við höfum hér aðeins forníslenzka orðabók eftir Theodor Möbius og húu som út árið 1866. — Stærð bókarinnar? — Um það verður ekki full- yrt að svo stöddu, en þetta verður handbók, eitt bindi. — Hvað eru margar deildir við háskólann hér? — Hér eru lækna-, heim- speki- :aga- og guðfræðideild, en kristinfræði er ekki náms- grein < óðrum skólum. Þá er stærðfræði- og náttúrufræði- deild, hagfræðideild, blaða- mannadeild, dýralæknadeild og búfræðideild. Fjórtán til fimmtán þúsund stúdentar eru hér við nám. Það fá þeir ó- keypis og flestir þeirra styrk til lífsframfæris sem fer hækk- andi eftir frammistöðu á próf- um. 90% af námsfólki hér í A,- Þýzkalandi fær .slíkan styrk, en þeir sem ekki fá hann eru af það efnuðum foreldrum að þeir þurfa ekki á ríkisstyrk -ið halda — b.ó. X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.