Tíminn - 22.03.1961, Side 5

Tíminn - 22.03.1961, Side 5
TfMINN, mtgvOaidaginn 22. marz 1961. 5 "N v.x.x.- Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjóraar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjamason — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Athyglisverður dómur Meðal enskra blaða, njóta tvö blöð langmestrar viður- kenningar víðs vegar um heim. Þótt bæði séu þau nokkuð íhaldssöm í skoðunum, njóta þau einnig viðurkenningar frjálslyndra manna fyrir sjálfstæði ;g heiðarleika. Þessi biöð eru dagblaðið „The Times“ og vikublaðið „The Eco- nomist“. „The Times“ er þó talið heldur hlutdrægara. þar sem það gerir sér nokkurt far um það í forustugreinum sínum að túlka viðhorf ríkisstjórnanrnar — að vera eins konar opinber rödd Bretlands út a við. „The Economist“ íer hins vegar sínar eigin leiðir. Utan Bretlands mun nú ekkert brezkt blað lesið af fleiri ahrifamönnum en „The Economist“. Eins og önnur brezk blöð, hefur .,The Economist11 gert iándhelgissamninginn nýja að umtalsefni. Þann 4. þ.m. birti „The Economist“ ritstjórnargrein um samninginn. í upphafi greinarinnar segir, að samningurinn sé ekki ems óhagstæður Bretum og vissir aðilar hafi viljað vera láta. Þriggja ára undanþágan hafi verið hið mesta, sem hægt hafi verið að búast við („A three year period of grace íor fishing between the six and twelve-mile lines was the most that could be expected11). Þega: til lengdar láti, muni samkomulagið líka reynast togarasiómönnum betra en að stunda óarðbærar veiðar undir herskipavernd („But they will find a settlement better in the long run than rhe obligation to spend unprofitable days in the protected zones under naval guard inside the twelve mile line“) „The Economist“ víkur því næst að því höfuðatriði samningsins, að hér eftir öðlist Bretar rétt til að leggja fyrir Alþjóðadóminn allar frekari útfærslur á fiskveiði- landhelgi íslands. Um þetta segir „The Economist“ orð- rétt: „If is likely that a future British csse will do better at ihe international court than at another law-of the-sea con- ference." Þetta þýðir efnislega á íslenzku: Það er líklegt, að hiut- ur Bretlands muni 1 framtíðinni nióta sín betur á vet.t- vangi Alþjóðadómstólsins en á nýrri hafréttarráðstefnu. Hér er fengin skýring áreiðaniegs aðila á því, hvers vegna Bretar lögðu allt kapp á og fengu því framgengt, b'ö íslendingar afsöluðu sér hinum emhliða rétti og íétu hann í hendur Breta og Alþjóðadórrstólsins. Bretar v’ta. að meðan ekki eru til neinar viðurnenndar reglur um víð- áttu fiskveiðilandhelginnar, muni Alþjóðadómstóllinn reynast íhaldssamur í úrskurðum sínum um slík mál Samt er reynt að halda fram þe'rri blekkingu, að bað sé sigur fyrir ísland að hafa látið h:nn einhliða rétt af hendi! Aiþbl. og varnarmálin Alþýðublaðið kallar það loðn., stefnu að vilja hafa samvinnu við vestrænar þjóðir um varnarmálin, en hafa þó ekkí her í landinu. .Uþbl. gætir þess illa. að með þessu deilir það mest á Alþýðuflokkinn. Þetta er nefnilega stefnan, sem Alþýðu flokkurinn lýsti yfir, er /íð gengum í Atlantshafsbanda- lagið 1949, og Alþýðuflokkurinn aréttaði fyrir kosning- arnar 1956. Hefur Alþýðuflokkurinn nú kannske snúizt í þessu máli, eins og öðrum? * ERLENT YFIRLíT " 'V*V«V*V»V*V*\,*V*V*V»V»V*V»V»X»* Ráðstefna brezka samveldisins Samkomulag um afvopntinarmálin og afstöítuna til Kína SIÐASTL. föstudag lauk í London ráðstefnu forsætisráð- herra brezku samveldlsland- anna, en þau voru tólf að tölu er ráðstefnan hófst. Þegar ráð- stefnunni lauk, hafði eitt land- ið, Suður-Afríka, skorizt úr hópnum, en annað, Kýpur, líka bætzt í staðinn. Hið þrettánda, Sierra Leone, mun bætast í hópinn, er það hlýtur sjálfstæði síðár á þessu ári. Brezku samveldislöndin eru nú þessi: Bretland, Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland, Ind- land, Pakistan, Ceylon, Malaya, Ghana, Nigeria, Mið-Afríka (Rhodesiur og Nyasaland) og Kýpur. Hér er vissulega um ósam- stæðan og blandaðan hóp að i'æða. Þrátt fyrir það, hefur tekizt að halda honum saman, og er það áreiðanlega vél farið. Samveldið byggist ekki á nein- um lögum eða reglum og helzti tengiliður þess er sá, að forsætisráðherrarnir koma sam an öðiu hvoru og skiptast á skoðunum. Það eitt getur hins vegar verið þýðingarmikið, að áhrifamenn svo ólíkra ríkja leiði saman hesta sína. Eins og kunnugt er, byggist samveldið á Bretlandi og fyrri nýlendum þess, sem hlotið hafa sjálfstæði. Aðeins tvö slík ríki hafa áður slitið tengslin við samveldið, Burma og Súdan. AÐ ÞESSU sinni vakti það mesta athygli á ráðstefnunni, að Suður-Afríka skarst endan- lega úr leik. Stjórnarflokkur- inn þar hefur ákveðið, að landið verði gert lýðveldi, og þurfti í tilefni af því að endurnýja aðild SuðurAfríku að samveld- inu. Slíkt var hins vegar lík- legt til að mæta hai'ðri mót- spyrnu forsætisráðherranna frá Asíu og Afríku og jafnvel forsæti'Sráðherra Kanada, vegna stefnu ríkisstjórnar Suðui'-Afrík'u í kynþáttamálun- um. Niðurstaðan varð því sú, að forsætisráðherra Suður- Afríku ákvað að draga umsókn- ina til baka og fellur því aðild Suður-Afríku að samveldinu' niður af sjálfu sér, er Suður- Afríka slítur tengslin við brezku krúnuna með því að gerast lýðveldi síðar á þessu ári. Margt bendir til, að brottför Suður Afríku úr samveldinu muni fremur verða því til styrktar en hið gagnstæða. VEGNA þess, hve mikið var rætt um afstöðu Suður-Afríku, meðan r'áðstefnan stóð yfir, dró það athygli frá öðrum störfum hennar, sem virðast um margt hafa verið hin merkustu. Merkasta starf ráðstefnunnar var vafalaust það, að þar náðist samkomulag um meginstefnu í afvopnunarmálunum, er- ráð- stefnan taldi nú mál málanna. Hingað til /hefur verið talsverð- ur ágreiningur milli Bretlands annars vegar og Indlands og Ghaná hins vegar um ýmis framkvæmdaatriði hugsanlegr- ar afvopnunar, t.d. um það hvenær eftirbt með afvopnun skuli koma til framkvæmda. Þessi ágreiningur virðist nú hafa verið jafnaður, a.m.k. að miklu leyti. Báðir aðilar hafa sennilega slakað til nokkuð, en Bretar þó ekki minna. Þó hafa Bretar fengið því framgengt, að afvopnun skuli tryggð með Nehru, forsætisráðherra Indlands og Ayub Khan, forseti Pakistan, hellsast á samveldisráðstefnunni. eftirliti. Fyrir vesturveldin er það mikill ávinningur að ríki eins og Ghana og Indland skuli fallast á, að slíkt eftirlit skuli tryggt, en þessi iíki hafa lagt á það takmarkaða áherzlu til þessa. í FRAMTÍÐINNI skiptir það miklu máli fyrir vesturveldin í umræðum þeim, sem fara fram á alþjóðlegum vettvangi um af- vopnunarmálin, að þau geti náð samkomulagi við hin hlutlausu ríki Asíu og Afríku um megin- stefnuna. SamveldLsráðstefnan virðist hafa verið drjúgur á- MACMiLLAN fangi í þá átt. Hingað til hafa Rússar notið þess í áróðrinum um þessi mál, að hlutlausu rík- in hafa staðið heldur nær þeim. ANNAÐ mikilvægt mál, sem var rætt á ráðstefnunni, var aðild Kína að S.Þ. Þótt ekkert hafi verið birt enn um það mál, virðist mikill meirihluti forsæt- isráðherranna hafa verið því fylgjandi, að Pekingstjórnin ætli að fá sæti Kína í S.Þ., og Maemillan verið falið að leggja á það megináheizlu, er hann ræðir við Kennedy í næsta mán uði. Indland hefur lengi beitt sér fyrir þessu, en nú er talið víst, að Bretland, Kanada og Pakistan séu einnig komin á sama mál. Aðeins tvö samveldis lönd, Ástralía og Nýja-Sjáland munu vera á móti. Hin breytta afstaða Bret- Iands, Pakistan og Kanada byggist á því, að S.Þ. séu m.a. ófærar til að fjalla um afvopn- unarmálin meðan fjölmennasta ríki veraldar er utan samtaka þeirra. Þá geti reynzt betra að sækja Kínverja til saka, geri þeir sig seka um ofbeldi, ef þeir eru innan vébanda S.Þ, ÞAÐ ER talið hafa komið fram á ráðstefnunni, að sam- búð Indlands og Pakistan fari batnandi og er talið, að það stafi ekki sízt af sameiginlegum ótta við Kínverja. Því er nú jafnvel hreyft, að þessi tvö ríki hafi samvinnu um varnir sínar, en slíkt er þó talið útilokað, meðan Pakistan er aðili að Bagdad bandalaginu og þar með í varnarbandalagi með Breturn og Bandaríkjamönn- um. Á meðan munu Indverjar ekki taka upp samvinnu við Pak istan um varnarmál, því að^það bryti gegn hlutleysi þeirra. Ýmis legt í seinni tíð bendir til þess, að Pakistan sé að þokast nær stefnu Indlands í utanríkismál- um. Nýlega hefur Pakistan t.d. þegið efnahagsaðstoð af Rúss- um. Rússar rnunu m.a. veita að- stoð til að leila að olíu í Pakist- an. Það virðist gilda jafnt um stjórnir Pakistans og Indlands, að þær óttast ekki Rússa svo mjög, en ti'eysta Kínverjum bersýnilega miklu miður. Þ.Þ. / ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ' ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? f ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? f ? ? ?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.