Tíminn - 09.04.1961, Side 2

Tíminn - 09.04.1961, Side 2
TÍMINN, suimudaginii 9. apriI1961. Veitlngahúsið Laugavegi 28 B átti 20 ára starfsafmæli i síðustu viku. Það var eitt fyrsta fyrirtæki sinnar tegund- ar hér i bæ, sem byrjaði sjálfsafgrelðslu. Hefur staðurinn orðið vinsæll fyrir hóflegt verð og snyrtilega um- gengni. Hann er töluvert sóttur af fólki utan af landl. — Myndin hér að ofan sýnir siálfsafgreiðsluborðið. í tilefnt afmælisins bjóða eigendur gömlum og nýjum viðskiptavinum ókeypis kaffl með tertu í dag kl. 3—5 sfðd. Lögtaksúrskurður Hérmeð úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum sölu- skatti 1960 (4. ársfjórðungur), er greiðast átti 15. janúar 1961, svo og hækkunum skattstjórans í Kópavogi á söluskatti og útflutningssjóðsgialdi eldri greiðslutímabila, auk dráttarvaxta og lög takskostnaðar og fer lögtakið fram, að liðnum 8 dögum frá dagsetningu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 7 apríl 1961. Bergur Bjarnason " settur. •V*V«V*V»V*V«V*V«V*V‘V«V Lögtaksúrskurður Levevre falin stjórnarmyndun NTB—BRÚSSEL, 6. apríl. — Belgakonungur hefur falið Theo Levevre, formanni Kaþólska lýðflokksins, að reyna að mynda ríkisstjórn, í stað ríkisstjórnar Eyskens flokksbróður síns, sem sagði af sér á dögunum að afstöðn um alþingiskosniugum í landinu. Við þær kosningar tapaði Ka- þólski lýðflokkurinn allmörgum þingsætum, bæði í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins, en er eftir sem áður stærsti stjómmála flokkur- landsins. Stjórn Eyskens, sem var samsteypa með frjáls- lynda flokknum, sagði af sér 26. marz. Levevre er málafærslumaður að atvinnu, 47 ára að aldri. Hann er vel kunnur í landi sínu síðan á styrjaldarárunum, er hamj var rit stjóri blaðsins Vrij, sem gefið var út á flæmsku. Þingmaður hefur hann verið síðan 1946. Útnefning hans þykir sumum benda til þess, að samsteypa kaþólska lýðflokks- ins og sósíalista sé líklegasta lausn stjórnarkreppunnar. Fari svo, þykir líklegt, að Paul Henri Spaak, fyrrum framkv.stjóri Nato verði utanríkisráðh. Kaþólski lýð flokkurinn hefur enga möguleika á að mynda stjórn einn. 7 þúsund hafa séð myndir * Ósvalds Um 7 þúsund Reykvíkingar hafa séð kvikmyndir Ósvalds Knudsen á sýningum undanfarið, og hefur aðsókn ætíð verið svo mikil, að orðið hefur að bæta við sýningum, þótt ráðgert hafi verið að hætta að sinni. Vegna áskorana verða myndirnar sýndar enn einu sinni kl. 3 í dag í Gamla bíói, og er fólki nú ráðlagt að nota þetta síðasta tækifæri. Eftir kröfu bæjarstjóra Kópavogs úrskurðast hér með lögtak fyrir fasteignaskatti, vatnsskatti og lóð- arleigugjaldi til bæjarsjóðs Kópavogs er greiðast áttu 2. janúar 1961. Enn fremur fyrir tveim fyrstu hlutum fyrirframgreiðslu útsvara 1961 með gjaid- dögum 1. marz og 1. apríl 1961, og fer lögtakið fram, að liðnum 8 dögum frá dagsetningu úr- skurðar þessa ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavcgi, 7. apríl 1961. Bergur Bjarnason settur Spilaborð Bíl ekið fram af Suðurgötu- Mikið um árekstra í gær Á f jértánda tímanum í gær urðu fimm árekstrar \ Reykjavík á ör- skömmum tíma. Á homi Bergstaða strætis og Bjargarstígs varð harð- ur árekstur' milli strætisvagns og fólksbílsins R-6912. Skemmdist fólksbíllinn mjög mikið, og kona, sem var farþegi í honum, slasaðist lítillega. Var hún flutt á slysavarð- stofuna. Hinir árekstrarnir voru minniháttar. Fjárbóndi CFramhaid af 1. síðu.) hlýtur að vera kominn af röktum fjárræktarmönnum í marga liði. Og ekki kæmi mér það á óvart, þó að (Framhald af 1. síðu.) af stórslys, og einstakt verður að teljasb að bíllinn valt ekki og skemmdist ekki að heldui. Skömmu áður hafði fyrrgreind- ur Bnickbíll ekið utan í leigubíl- inn R-10743 vestur á Víðimel. Hugðist ökumaður Buickbílsins forða sé af árekstursstað, en leigubíllinn elti allt hvað af tók og hugðist ekki láta þrjótinn sleppa. Niður Kfrkjugarðsstíg Barst leikurinn um Vesturbæ- inn, loks að Kirkjugarðsstíg, og garðsstíginn, og hefur verið í 20 ár. Buickbíllinn ætlaði síðan að beygjg. norður Suðurgötuna, en náði ekki beygjunni, sentist yfir götuna og á girðinguna hinum megin hennar. Brotnaði hún í spón, en bíllinn flaug áfram og niður snarbratta brekkuna. Hafn- aði hann loks í runnum í garðin- um milli Tjarnargötu 20 og 22, óskemmdur með öllu, og má það teljast einstakt happ. Ökumaður drukkinn Þegar bíllinn hafði numið stað- ar í garðinum, t'ók ökumaðurinn á rás, ásamt stúlku, sem með hon um var í bílnpm, og hurfu þau sjónum. Fólk í nærliggjandi hús- um vaknaði við hávaðann, er bíll- inn sentist niður brekkuna, og var lögreglunni gert viðvart. Kom hún þegar, og var hjúanna leitað lengi nætur, en ekki tókst þó að hafa upp á þeim fyrr en með morgninum. í gær var ökumaðurinn yfir- heyrður af rannsóknarlögregl-1 unni, og mun hann hafa viður-1 kennt að hafa ekið undir áhrifumj áfengis. Stórslys á sama stað Hreina milii má telja, að ekki hlauzt slys af þessum glæfra- akstri. Á styrjaldarárunum varð stórslys þarna á sama stað, er drengur á hjóli kom niður Kirkju garðsstíginn í veg fyrir banda- rískan herjeppa á Suðurgötunni. Ökumaður jeppans snarbeygði til þess að bjarga drengnum, en jepp inn fór út af á sama stað og Buick bíllinn nú, og fórust allir sem í honum voru. hann ætti eftir að koma vjð sögu ís- lenzkra búnaðarmála, ef honum end ist aldur og heilsa. Þar væri hann, þar ók Buickbíllinn niður á mik- þessi menntaskólafjárbóndi, á réttri illi ferð, en svo sem menn vita, hilIu- MHG. er bannað að aka niður Kirkju- FÉLAGSMÁLASKÓLINN Á máudagskvöldið kl. 8,30 flytur Þórarinn Þórarlnsson alþm. erlndl um utanríkismál. Frjálsar umræður á eftir. Allt Framsóknarfólk velkomið. — Mætum stundvfslega í Framsóknarhúsinu. Framherjafundur Fundur Framherja, sem halda átti i Edduhúsinu í dag, fellur niður af ófyrlrsjáanlegum ástæðum. FÉLAG FRAMSÓKNARKVENNA heldur fund í Framsóknarhúsinu uppl n. k. þrlðjudagskvöld 11. þ. m. kl. 8,30. Félagskonur, fjölmennið — Stjórnin. FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fundur verður haldlnn í Framsóknarfélagl Reykjavíkur miðviku- daginn 12. þ. m. kl. 8,30 síðdegis f Framsóknarhúsinu. Fundarefni: Launamál. Málshefjandi: Kristján Thorlacius, deildarstjóri. Stjórnin. AKRANES Framsóknarvistin á Akranesi verður ekkl í kvöld heldur sunnu- daglnn 16. aprll. — Nánar auglýst síðar. Höfum fyrirliggjandi spilaborð af vönduðustu geið. Verð aðeins kr. 795.00. Kristján Siggeirsson h/f Laugavegi 13, sími 13879. Skrifstofuhúsnæði Innflutningsfyrirtæki vantar 40—60 ferm. hús- næði til leigu fyrir skrifstofur. Þeir, sem kunna að hafa slíkt húsnæði til leigu nú eða á næstunni eru vinsamlegast beðmr að leggja nöfn sín á afgreiðslu blaðsins merkt: „Skrifstofuhúsnæði 50“. *V »-V •V»V*V*V*V'V*V»V*V*V*V*V»V*VV*V‘V«V»V«V»V** Atvinnurekendur Bátaeigendur Getum bætt við oKkur margs konar launaútreikn- ingum og bókhaldi fyrir smáfyrirtæki og vinnu flokka. Tökum einnig að /Kkur vertiðaruppgjör fyrir vélbáta. Nánari upplýsingai í síma 19523 iil ki. 5 e.h. og í síma 19042 eftir kl. 7 e.h Auglýsiö I TÍMANUM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.