Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 1
Áskriftarsíminn er 1-23-23 86. tbl. — 45. árgangur. Þáttur um útilegumenn bls. 9. Sunnuðagur 16. apiST'1961. Sundgarpur í Hafnarfirði Stuttu fyrir tvö í t’yrrinótt var ölvaSor maður á ferð við höfnina í Hafnarfirði. Er út á bryggjuna kom, greip hann óstjórnleg löngun til sundaf- reka. Beió hann ekki boðanna,- heldur henti sér í höfnina og lagðist til sunds. Eitthvað hef- ur honum þótt vistin þar köld í sjónum, því að honum sner- ist brátt hugur, og skreiddist hann upp í trillu, sem lá úti á höfninni. Huglist hann nú halda ferðinni áfram róandi, greip árar og reyndi að koma Irillunni af stað. Meðan á þessu stóð, hafði lög- regíunni verið gert viðvart um ferðir hias góðglaða manns. Brá lögreglan ívart við, setti út bát og sigldi hið snarasta til mannsins Eitthvað hefur honum ekki likað heimsóknin, því að hann snerist vasklega til varnar með aðra árina á lofti. Ea hún reyndist fullþung fyrir kappann, og fékk hann ekki valdið henni. Var hann þá tekinn og flutti lögreglan hann á stöðina. Þarna hefur áreiðanlega eitthvað skemmtilegt borið á góma. Það sér greinilega á því, hvernig dr. Bein- teinn, nerramaðurinn, sem stendur á milli þeirra Gunnars M. Magnúss rit- höfundar og Eggerts Guð- mundssonar listmálara, skellihlær. Og svo eru sum- ir að yrkja um dapran dauða og grafarmyrkur. ■Ljósmynd: Thor Eggertssoni. Sætti víkingurinn sig við þessí málalok. A lögreglustöðinni var síðan hlyant að honum, enda var maðurinn oxðinn kaldur og ókræsi- legur af vo.kinu í höfninni. Lauk svo, að hann varð feginn málalok- um. Loftárás á Kúbu Sagt er, a<$ eldflaugum hafi verií beitt úr flugvél af ger’Sinni B-25. í gærmorgun gerðu flugvél- ar loftárásir á þrjá staði á Kúbu — flugbækistöð tólf km. frá höfuðborginni Hav- ana, herbækistöð í Julian, fimmtíu kílómetra frá henni, og smábæinn Santiago de Kuba. Að minnsta kosti ein flugvélin var sprengjuþota af bandarísku gerðinni B—25, en þær geta borið eldflaugar, enda segja fréttamenn að eld- flaugum hafi verið beitt. Fidel Castro hefur lýst sök á hendur Bandaríkjamönnum og borið þeim á brýn árás á land sitt og skotið málinu til Sameinuðu þjóðanna. Kúbumaður í New York, Jose Miro Cadona (hefur sagt, að kúbanskir flugmenn hafi gert árásina að frumkvæði sam- taka, sem hann stjórni. Ekki lét hann þess gptið, hvaðan árásin hefði verði gerð né hvemig vopn- in voru fengin. Castro hefur boðað almenna hervæðingu. Her og lögregla þusti t?l stöðva sinna og heimavarnar- lið hefur :ekið sér stöðu í iíkis- byggingum. Meðal óbreyttra borg- ara ríkir ógn og skelfing, og hefur fólk flúið úr siunum úthverfum I loftárásunum á flughækistöð- ina lentu sprengjur í hergagna- geymslu og kváðu þar við spreng ingar í heila klukkustund, en sprengjubrotum rigndi niður í kringum hana. Ein árásarflugvélin var skotin niður frá loftvarnastöðvum yfir Borgaratorginu í Havana. Enginn veit, hvem dilk þessi árás kann að draga á eftir sér, en þetta tiltæki vekur ugg víða um heim. Búizt er við, að her- skipafloti muni gera tilraunir til þess að setja lið á land á Kúbu, en heima fyrir.er sem óðast búizt til varnar. Snjó ýtt af göt- um í Eyjum Vestmannaeyjum 15. apríl. Hér féll í gær mesti snjór- inn á vetrinum, og var hann svo mikill, að ýta þurfti af götum. Nú er hann að þiðna aftur. í fyrradag aflaðist sæmilega, á sjöunda nundrað tunnur. í gær 1 fékkst lítið, enda illt veður, en ein- staka bátur fékk góðan afla. Ti'1 dæmis fásk Kristbjörg 30 tonn. Trillur eru farnar að afla vel á linu, og er það mest langa og ýsa. Hingað komu í gær tveir norskir bátar, sem vanir eru að stunda linuveiðar hér síðari hluta vetrar og fram á vor. Veiða þeir mikið af löngu og keilu og selja lútfisk í heimalandinu. Hafa þeir þannig gott upp úr fiski, sem íslendingar I líta ekki ?i,1. S K. í gær var peysufata^agur kvennaskólans í Reykjavík, og fóru námsmeyjar f flokkum um bælnn. Hér eru nokkrar þelrra. — Sjá myndir á þrlðju síðu. (Ljósmynd: TÍMINN — GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.