Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 3
ÍT f MIN N, smuindagmn 16. april J.961, V Veizlurnar þreyta meira en geimflug, segir Gagarin Moskva, 15.4: Júrí Gagarin, geimfara, var fagnað fengi og innilega á ' blaðamanoafundi £ Moskvu í gær, þar sem þúsund frétfa- menn voru mættir og spurðu margra spurninga. . Gagarin skýrði enn frá geim- ferðinni, sem hann ítrekaði, að 'gengið hefði að óskum. Þrotlausar æfingar hefðu gert honum auð- velt að þola þyndarleysið, í geim- farinu hefði hann lifað „eðlilegu lífi“, borðað og drukkið, talað inn á segulband, fylgzt með mælitækj- um og notið hins fagra útsýnis. Gagarin bar til baka fréttir banda rískra blaða þess efnis, að hann væri af tignum ættum, kominn af Gagarin fursta, er skotinn var af bolsévíkkum. Gagarin kvaðst geta . fullyrt, að hann væri ekki af að- alsættum kominn. Mikil veizla var faaldin í Moskvu 1 gærkveldi og til faennar boðið ° ýmsum stónnennum, meðal ann- Brezkir lítt innan 12 mílna Samkvæmt upplýsingum frá Landlielgisgæziunni voru f gær- morgun 17 brezkir togarar og 12 íslenzkir á Selvogsbanka. Þar var einnig fjölði netamáta, yfir- Ieitt á sömu slóðum og íslenzku togaramir. Brezka herskipið Battleax var á þessum slóðum og sömuleiðis varðskipið Óðinn. Nú er liðið á seinni hluta Selvogsbankavertíðarinnar og brezku togararnir munu óðum flytja sig austur, en þeir eru vanir að veiða vel á þessum tíma út af Hvítingum og við Hvalbak fyrir sauðaustan lancL ■ Brezku togararnir faalda sig ekki mikið innan tólf mílna frá landi. Algengt er, að þeir skreppi inn fyrir tólf mílur, fyrst þegar þeir koma, en þeir virðast ekki haldast við þar lengi vegna afla- tregðu. Eru þeir yfirleitt fljótir • að færa sig utar. Við landið eru nú þrjú brezk • herskip og fimm íslenzk varðskip eru nú á siglingu. ars sendiherium erlendra ríkja, en heiðursgestur kvöldsins var Júrí Gagarin. Er líða tók á kvöld- ið gerðist Gagarin þreyttur og kvaðst miklu fremur vilja fara nokkra faringi kringum jörðina, en sitja í slíkum veizluhöldum. Ýmsum breiðgötum Moskvu var lokað í gærkveldi og var þar stig- New York, 15.4: Ýmis blö8 hér í borg eru hin tortryggnustu á ýmislegt, er fram kemur í frásögn Rússa um geimferð Júrís Gagarins. N.Y. Post drepur á sýnilegt misræmi er það telur hafa fram komið. Rússneski geimvísindamað urinn, er skýrt hafi frá geimferð- inni á fundi í Flórenz í vikunni, hafi sagt, að engir gluggar hafi verið á geimfarinu og stingi það mjög í stúf við frásagnir Gagarins um alla litfegurðina og útsýnið.. Hinn rússneski prófessor hefur síðar neitað að hafa viðhaft slík ummæli — ’hann hafi sagt, að þau geimskip, er skotið hafi verið upp til þessa, hafi verið með öllu gluggalaus. Hulin ráðgáta N.Y. Post spyr: Hvar eru sann- anirnar fyrir geimferð Gagarins? Verið getur að þessi geimferð hafi verið farin, segir blaðið, en engar raunverulegar sannanir hafa verið lagðar fram, Fastur greinarhöf- undur í N.Y. Times, Sullivan að uafni, ritar um geimferð Gagar- ins í blað sitt í dag og segir, að ýmislegt í sambandi við hana sé enn hulin ráðgáta. inn dans fram eftir nóttu af miklu fjöri. Eru menn sammála um, að önnur eins hátíðahöld hafi ekki verið í Moskvu síðan á friðar- daginn 1945 — slíkur er fögnuff- urinn eftir þennan mikla sigur Rússa í kapphlaupinu um geim- inn. Fyrirlestrar um sálfræði Dr. From prófessor frá háskól- anum í Kaupmanahöfn kemur hingað í boði Háskóla íslands og flytur tvo fyrirlestra um sálfræði- leg efni. Fyrri fyrirlestur sinn flytur próf. From þriðjudag 18. þ.m. kl. 6 e.h. stundvíslega í 1. kennslu- stofu Háskólans. f erindi þessu fjallar prófessorinn um „Oplevels- eir af andres faandlinger" (Um skilning manna á atfelri annarra). Síðari fyrirlestur sinn flytur próf. From föstudag 21. þ.m. kl. 6 e.h. stundvíslega einnig í 1. kennslu- stofu Háskólans. Efni þess erindis er: „Hvor er vi henne?“ (Hvar er- um við stödd?) Próf. From er fremur ungur maður; doktorsritgerð sína varði hann við Hafnarháskóla 1953, og vakti hún þegar mjög mikla at- faygli. Prófessorinn má tvímæla- laust teljast meðal helztu sálfræð- inga á Norðurlöndum, en er auk þess vinsæll útvarpsfyrirlesari og hefur sérstaklega ljósa framsetn- ingu. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrum þessum, meðan hús- rúm leyfir. Bandarísk blöö tortryggin - heimta sannanir KaSdsom gist- ing á fjöllum 75 manns í sæluhúsi á mi'ðri HoItavöríuheitJi í fyrrinótt. í fyrrjnótt voru 75 manns teppt við sæluhúsið á miðri Holtavörðuheiði í stórhríð og ófærð. Allt þetta fólk var á norðurleið -í samtals 28 öku- tækjum, sem lögðu á heíðina frá Forn3hvammi um hádegið í fyrradag, og ætlaði flokkur- inn að brjótast yfir með að- stoð tveggja ýtna frá vega- gerðinni, sem fóru fyrir og ruddu ar veginum. Óvenju- mikill snjór er nú á heiðirini, og í fyrradag og gær, er þetta var ritað, var norðan- eða norðaustan hvassviðri með linnulausri fannkomu Þegar bílalestin var komin upp að sæluhúsinu á heiðinni, bilaði önnur ýtan, og þótti þá ekki ráðlegt að halda lengra. í gær sat allt erm við sama, en ýtur voru á feiðinni til aðstoðar fclkinu með vistir, benzín og olíu, og stóðu góðar vonir til, að hópurinn kæmist ofan í Húnavatnssýslu og til Blöndu- óss í gærkvöldi eða nótt. Norðanátt með hríð er búin að vera um allt norðanvert landið síðustu fjóra sólarhringana, en verst var veðrið í fyrradag og gær dag, og var þá enn útlit fyrir sama næsta sólarhringinn. Þröng á þingi Vafalaust hafa margir átt erfiða nótt við sæluhúsið á Holtavörðu- heiði í fyrrinótt. Húsið tekur alls ekki svo marga, en nokkuð mun það hafa bætt úr húsnæðisskort- inum, að í lestinni var áætlunar- bíll frá Norðurleið með 20 far- þega, og gátu margir hafzt við í honum og haft þar hlýju. Olía var næg til upphitunar í sæluhús- inu ,en matvæli voru engin nema kexmeti eitthvert eins og tíðkast í slíkum húsum. Nægjanlegur matur Hrútafjarðarýtan bilar Þegar fréttist, að ýtan hefði bil- að á heiðinni og að þessi stóri hópur væri þar veðurteptur við lítinn kost, var send ýta norðan frá Kolbeinsá á Ströndum með mjólk og olíu ,og átti hún síðan að fylgja leiðangrinum til byggða. En ekki tókst betur til en svo, að ýtan lenti ofan í skurði skammt frá Borðeyri, og tókst ekki að ná henni upp fyrr en eftir miðjan dag í gær. Var þá haldið áfram ferðinni. Frá Reykjavík var send stór ýta ,og var hún komin upp í Fornahvamm á dráttarvagni, en plógbíll vegagerðarinnar, sem hafður er í Borgarnesi, greiddi vagninum ferðina upp Borgar- fjörð. Matur til fólksins í Fornahvammi var ýtan tekin af vagninum, og um klukkan hálf þrjú, er blaðið hafði tal af Gunn- ari Guðmundssyni, var þar verið að útbúa mat til sendingar með ýtunni, handa öllum hópnum á heiðinni. Einnig var sent með henni nokkurt magn af hráolíu og benzíni. Þessa stóru ýtu ætlaði vegagerðin að fara að senda norð ur í Skagafjörð, en förinni var flýtt, er kallið barst af heiðinni. Var búizt við ,að ýtan yrði ef til vill komin upp að sæluhúsi eftir þrjár klukkustundir, þar sem all- ur hópurinn beið, þar á meðal fá- ein börn, og hefur þar sjálfsajb ekki öllum liðið vel. Líklegt þótti þó, að ýtan frá Kolbeinsá yrði fyrri til fólksins, og var þá ekki óhugsandi, að með hjálp hennar yrði farið að síga í áttina í Hrúta fjörð. Þessari ferð og öðrum ferðum um Holtavörðuheiði í vetur, er vegagerð ríkisins veitir aðstoð sína, stjórnar Jón Ólafsson frá Hrútatungu norðan heiðar, viður- kenndur dugnaðarmaður. Má segja, að sæluhúsið á heiðinni sé annað heimili hans. Launamálin Peysufatadagur kvennaskólameyja var í gærdag. MyndSn er tekin síðdegis í gær og eru stúlkurnar að leggja af stað frá skólanum i gönguför um bæinn og ætla að heimsækja kennarana. Þarna ganga þær kátar með söng og húrrahrópum. Þetta er hinn glæsilegasti hópur 80 ungmeyja, sem sézt liefur í bænum lengi. Er mörg fönguleg stúlkan í hópnum, sem ber bún- ng íslenzku ömmunnar eins og hún hafi aldrei önnur klæðl borið. Og onginn getur neitað því að bros stúikunnar hér tll hliðar geti brætt hvert íshjarta (Ljósm,: TÍMINN — G.E.) Hins vegar var sitthvað matar- kyns að finna í farmi flutninga- bíla, m.a. pylsur, sem munu hafa komig sór vel í fyrrakvöld. Marg1 ir bílanna voru að verða olíulitlirl eftir hinn langvinna þæfing á eft-1 ir ýtunum upp á heiðina, en ekkií mun þó olía hafa verið alveg á1 þrotum í gær, er von var á nýjum birgðum með ýtum, sem sendar voru til hjálpar. Margs konar far artæki eru í bílalestinni. Auk á- ætlunarbíls Norðurleiða, sem áð- ur getur, og margra vöruflutninga bíla, er að minnsta kosti ein lág fólksbifreið með í förinni. Má slíkt kallast nokkur bjartsýni, en eng- inn er skilinn eftir. Mikil fönn Snjórinn á heiðinni er óhemju mikill, sagði Gunnar Guðmunds- son í Fornahvammi í viðtali við blaðið í gær. §þaflarnir, sem ryðj ast þurfti gegnum voru sums stað ar fjögurra metra þykkir, og öll för skóf nærri jafnharðan full í hvassviðrinu. Vegna þess, að reynt hefur verið að halda ve/n um yfir heiðina opnum í vetur og skafa veginn öðru hvoru, hafa myndazt ruðningar og grafgötur, sem síðan fyllast, og af þessum sökum er eni; ineiri snjór á vegin um en annars myndi. Á fundi Framsóknarféiags Reykjavíkur, sem haldinn var síðastl. miðvikudagskvöld í Framsóknarhúsinu, var rætt um launamálin og urðu mikiar umræður. Framsögumaður var Kristján Thorlacíus, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Flutti Kristján ítarlegt erindi, þar sem hann rakti sögu launamálanna seinustu árin, og gerði grein fyrir viðhorfi og kröfum launastéttanna nú. Erindi Kristjáns var fróðlegt og var gerður að því hinn bezti rómur. Síðan hófust almennar umræð-. ur og tóku þátt í þeim, auk frum mælenda, Jón S. Pétursson, Örlyg ur Hólfdánarson, Sigurvin Einars son, Einar Birnir, Ásgeir Sigurðs son, Gunnlaugur Ólafsson, Jón ívarsson og Þórarinn Sigurðsson, og í umræðunum kom fram mikill áhugi fyrir því, að Framsóknar- flokkurinn ætti að taka aukna for ustu í málum launastéttanna og sameina í auknum mæli sameigin lega baráttu þeirra og bænda og annarra smáatvinnurekenda, enda hefðu þessar stéttir um flest sam eiginlegra hagsmuna að gæta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.