Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 8
T í MIN N, sunnudaginn 16. aprfl 1961, 4 M6nn þekKtu liann 1 allri Valenclu frá Culleru til Sa- guntu. Þar var ekkert þorp og enginn staður að menn þekktu hann þar ekki. Og flautuna hans þekktu menn eins og manninn sjálfan. Strákarnir komu hlaupandi og konumar hrópuðu hver á aðra og mennimir tíndust út af kránum þegar þeir heyrðu dapurlega tóna flautunnar. — Dimoni er hér.. hrópuðu þeir. — Plýtið ykkur, Dimoni er hér Plautuleikarinn stóð og blés viðstöðulaust með útþandar kinnar og horfð'i út í loftið. Hann tók fagnaðarlátum fólksins einsog þau kæmu hon um ekkert við. Plautuna skildi hann aldrei við sig hvar sem hann fór, og hann sleppti henni jafnvel ekki úr hendi sér nema hann gerðist fullur og legðist til svefns i heystakk. Kvenfólk inu leizt vel á Dimoni og því varð ekki neitað að hann var heldur knálegur maður, hár og þrekinn, ennisbreiður, hárið stuttklippt, nefið fín- lega bogið. Hann minnti mann á Róm- verja, en vel að merkja Róm- verja frá hnignunartímabil- inu, því roða sló á nefið og hakan var tvöföld. Dimoni drakk einsog svamp ur. Hann gat sér meiri orðstír fyrir stórkostlegt fyllirl á kirkjuhátíðum en þau meist- arastykki sem hann lék á flautuna. Á kránni var hann í essinu sínu. Þar kunni hann vel við sig innanum rauðmálaðar tunnur og borðkrílin sem allt- af flutu í vínbleytunni. Hann kunni lfka vel við fisklyktina og ilminn af hvltlauk og steikt um sardinum sem lá tilreitt á skenkiborðinu. - Hann naut þess að sitja hér undir spik- feitum bjúgum, sem héngu í rjáfrinu, svartflekkóttum af flugnaskít. Hér horfðu allir á Dimoni og flautuna hans. „Láttu okkur hafa þessa með ömmu gömlu.. Láttu mann hafa ömmuna." Án nokkurra svipbrigða og einsog hann hefði ekki heyrt tilmælin, fór Dimoni að leika samtal gamalla kvenna á hljóðfærið. Hann hermdi eft- ir plskri þeirra og höktandi hlátri með skyndilegum hvi- um og áhrifamiklum þögnum svo húsið lék á reiðiskjálfi af hlátri áheyrenda. Þvínæst fékk hann sér brennivínsslurk til að leysa hugmyndaflugið úr læðingi og þá stökk engum manni bros. Þeir hlustuðu með aðdáun á frumstæða snilli flakkarans. Dimoni líkti eftir kvaki spörv- anna, söng vindsins í grasinu og ómi fjarlægra kirkju- klukkna — öllum þeim hljóð- um sem náðu eyrum hans þeg ar hann síðdegis vaknaði ein- hvers staðar útá akri án þess að gruna hvernig hann var þangað kominn. r- ■ ' s " ' '' ; ■ - / siÍiWIS ms::; smn : . i ■' <! ’V \1 ' ♦ Jíi I É iií ■■•..,■■ ■ •' Flautuleikarinn frá Benicofar inn í framan og laut höfði eins og sorgmæddur uxi. Syrgjendurnir voru fimm auk grafarans. Þeir voru fé- lagar Dimonis, flakkarar og fátækir eins og hann. | Þeir vöktu. einnig yfir lík- ; inu, og aðra hverja stund fóru ; þeir til skiptis að kránni og ; lömdu þar dyrnar til að fá á i kútinn. Þeir lágu allir og í! sváfu á gólfinu þegar morgun |: sólin gægðist innum rifumar ; | á húsþakinu, alveg einsog þeir |! hringuðu sig saman í friðsælli :: einingu einhverstaðar í hey- stakk á sunnudagskvöldum. En þvílík býsn sem þeir ' höfðu grátið. Og þarna lá aumingjans : ræfillinn í kistunni einsog hún svæfi þar. Dimoni gekk bakvið kistuna með flautuna í hendinni og var alveg einsog tuddi, sem .hefur verið greitt banahögg- ! Íð. Táraflóð Dimonis varð til athlægis. Þetta var auðvitað | fylliríisgrátur, því hann hafði misst drykkjufélaga sinn. Menn sáu hann koma frá kirkjugarðinum þar sem leyft var sakir meðaumkunar, að grafa þessa syndugu drykkju manneskju, og menn sáu hann einnig ganga með lags mönnum sínum inná krána. En eftir þann dag varð kyn- leg breyting á Dimoni. Hann hætti að ferðast um með hljóð færið og heilla menn á krán- um og halda hljómleika á torg unum. Dimoni hélt sig heima í Benicofar. Hann fór ekki meir að spila i veizlum. Nú var hann einn, gjörsamlega einn. Hin stórfenglega hamingja hans gerði tómleikann enn þungbærari. Smásaga eftir Vicente Blasco Ibanez Svona var hann alltaf., Hann sat alvarlegur og fjar hugall og sleppti ekki flaut- unni nema til að fá sér vín- slurk. Það var næstum ógjörn ingur að fá hann til að segja nokkuð. Menn vissu af umtali að hann var ættaður frá Beni cofar. Þar bjó hann í gömlu húsi sem hann átti, því eng- inn vildi kaupa það fyrir nokkurn pening. Að bjóða honum vinnu var ekki tl lað tala um. Hann var fæddur ti lað spila og drekka og meðan hann hafði flaut- una, þurfti hann ekki að líða skort. Hann svaf einsog prins þegar hann var búinn að spila í samkvæmi heila nótt og lagð ist þá fyrir í einhverju horn- inu eða í heystakk útá akri. Enginn vissi hvernig þau hittust, en svo hlaut að verða og varð einnig. Dimoni og hin drykkfellda sölukona, Borr- acha, sem hún var kölluð, fundu hvort annað. Dimoni og þessi horaði kvenmanns- garmur fylgdust að uppfrá því. Þau héldu til í húsi Dim- onis sem komið var að falli, og þau leituðu skjóls í tómu fjós- inu innan um skítinn og köng ulóarvefina þar, þegar rign- ingin hripaði gegnum húsþak ið. Þar blómgaðist ást þeirra á vori hennar. Þau giftu sig ekki. Þau kærðu sig lítt hvað aðrir sögðu. Og siðareglur voru ekki búnar til handa þeim. Þau voru áhyggjulaus ef þau áttu skorpu af rúgbrauði. Vínið og tónlistin hafði tek- íð alla ástríðu Dimoni frá því hann var barn. Hann var orð- inn sljór af drykkju, og nú fyrst þegar hann var þrjátíu og fimm ára vaknaði með honum ný tilfinning. Hann bráðnaði og lak niður í fangið á sölukellingunni einsog mjóu kertin sem þeir bera í skrúð- göngu á páskunum. Hamingja þeirra var svo mikil að þau gátu ekki falið hana innanhúss. Þau föðmuð- ust á miðjum veginum á leið- inni þangað sem Dimoni átti að spila og þau kysstust á tíu mínútna fresti. Dimoni varð kökkfeitur og kringlóttur af víni og ást. Hann var að fá ístru, en fötin hans voru í betri hirðu en áð- ur var. En hún horaðist æ því meir og hugsaði ekki um ann- að en hann og gleymdi að njarfa garmana af sjálfri sér. Hán elti hann hvar sem hann fór. Laglegur náungi eins og hann var alltaf freist ingunni undirorpinn. Alltaf ; var hún við hlið hans og alltaf að gjóta augunum fjandsam- lega til allra kvenna sem urðu á vegi hennar. Margir voru nær dauðir úr hlátri þegar þeir fréttu að Borracha væri ólétt. Hún varð ekki móðir. Þegar þar að kom, fæddi hún lítinn vanskapning, sem dó rétt strax. Og skömmu síð- ar dó líka hin ástmikla Borr- acha. Hún valt um koll rétt við nefið á flautuleikaranum. Hann var sér ekki meðvitandi hvað hafði komið fyrir. Hann hélt hún hefði sofnað eins og hún var vön þegar flaskan var tæmd og oltin í gólfið. Þessi atburður vakti mikla athygli, ekki hvað sízt meðal kvenna í Benicofar, og þær söfnuðust saman fyrir utan hús flautuleikarans. Þar inni lá Borracha i fá- tæklegri líkkistu og við hlið hennar sat Dimoni grátbólg- Hann fór að drekka brenni- vín svo kappsamlega einsog hann væri að fórnfæra þeirri dauðu með brennivínsdrykkj - unni. Hann var nú alltaf skít- ugur og allstaðar í húsinu tærðist hann af söknuði eftir þessar mögru hendur, sem líktust fuglsklóm, en höfðu verið svo móðurlegar við hann. Meðan sól var á lofti sat hann í hnipri eins og náttugla í einhverju skoti hússins. í ljósaskiptunum smaug hann útúr þorpinu einsog þjófur að fela sig. Hann skreiö inní kirkj ugarðinn gegnum holu í múrveggnum. Stórir fuglar sem eru á ferli um nætur flögr uðu í kjarrnu þar. Þegar bændurnir voru lengi að og komu heim af ökrunum eftir sólarlag, heyrðu þeir lág- væra tónlist innanúr kirkju- garðinum, tónlist sem virtist stíga upp úr leiðunum. — Ert’a þú, Dimoni? köll- uðu þeir. Þá hljóðnaði tónlistin þeg- ar. Þeir höfðu bara spurt til að reka sinn eigin ótta burt. En þegar skóhljóð þeirra fjar- lægðist og hvíslandi kyrrð næturinnar ríkti á ökrunum, mátti aftur greina þessa lág- væru tónlist sem var dapurleg einsog kvein — sem var einsog hljóður grátur barns sem kall ar árangurslaust á mömmu sína, sem kemur aldrei aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.