Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 9
f N, smmudaginn 16. april 1961. Tveir útilegumenn - Þriðji þáttur Vinnumenn hreppstjdra- sonanns i Nú er þar til að taka, aS í Laugardælum bjó bóndi sá, er bét Bjami Símonarson, hniginn á efri ár og hreppstjóri í sinni sveit. Vorið 1847 fluttist sonur Bjama, Símon að nafni, búferl- um austan úr Landsveit til bú- skapar í Laugardælum hjá föð- ur sfnum. Um sama leyti var annar sonur Bjarna, Guðmundur, vígður prestur að Nesi íAðaldal. Og hér er það, sem tveir kunn ingjar koma á ný til sögunnar, þeir Gunnlaugur Bergsson og Jón JónssoQ. — sá, er í Hjálm- holti fæddist, þegar Sigurð- ur Gottsveinsson var þar í haldi. Þeir réðust báðir vinnumenn til Símonar Bjarnasonar að Laugar dælum vorið 1848. Gunnlaugur hafði aldrei farið aftur að Langstöðum til dvalar eftir hýðinguna miklu, því að fullreynt mun hafa þótt, að hann mannaðist þar. Páll sýslumaður Melsteð tók hann til sín að Hjálmholti, og var hann síðan þar á vist í allmörg ár. Loks var hann ár vinnumaður Ófeigs ríka á Fjalli, Vigfússonar, og frá hon um kom hann að Laugardælum. Hafði honum og ættfólki hans þá hlotnazt sú sæmd, að Stefán Gunnlaugsson, sem í senn var landfógeti og bæjarfógeti í Reykjavík og kammerráð að nafnbót, hafði gengið að eiga Jórunni Guðmundsdóttur, móður systur Gunnlaugs — „sem hafði áður verið skólaþjónusta, en var þá vinnukona hjá honum, ó- menntuð og skass“, sagði Bene- dikt Gröndal. Þótti þá ekki lítill vegsauki að slíkum tengdum, en ósagt skal látið, hve mágsemdin við landfogetá entist Gunnlaugi upphefðar í mannfélagsstiganum. Jón „Jónsson" hafði aftur á móti aíízt upp til þrettán ára aldurs á Læk í Hraungerðis- hreppi hjá Guðmundi bónda Eyj ólfssyni. En síðan barst hann upp í Biskupstungur og Hreppa. Vorið 1847 fór hann í vist frá Bóli í Tungum að Saurbæ í Ölf- usi og síðan aftur þaðan að Laug ardælum árið eftir. Er fátt kunn ugt um æsku Jóns, nema hvað hann var eitt sinn staðið að því skömmu fyrir fermingu að skera hringjur af reiðverum og hnappa af fatnaði fólks við Hraungerðiskirkju. Móðir Jóns, Þuríður Eilífsdótt ir, hafði fyrir alllöngu gifzt þar eystra, en varð snemma ekkja, og kemur hún ekki meira við þessa sögu. II Sumarið 1848 var nýi prestur- inn í Nesi í Aðaldal staddur á æskuslóðum sínum og hafði í undirbúningi ferð norður fjöll til prestakalls síns. Faðir hans og bróðir lögðu honum til hesta og fylgd til Norðurlands, og varð úr, að Jón vinnumaður í Laugardælum skyldi vera hans fulltingismaður í þeirri för. Segir ekki af ferðum prests og Jóns, en heilir komust þeir norð ur. Sneri Jón síðan við og fór sömu leið suður í Árnessýslu. Þetta ferðalag varð Jóni ör- lagaríkara en nokkurn myndi gruna — og þá ekki síður félaga hans og rekkjunaut í Laugardæl um, Gunnlaugi Bergssyni. Nokkru eftir heimkomuna tóku þeir stallbræður að þinga um það sín á milli að strjúka á fjöll og leggjast út. Ekki verður séð, að neitt hafi um þetta leyti knúið Gunnlaug til svo nýstárlegrar ráðabreytni, en þó var það hann, sem fastar sótti það, að þeir félagar hyrfu að þessu ráði. Jóni var aftur á móti ekki grunlaust, að hann kynni að kom ast í klípu innan skamms. Svo var nefnilega mál með vexti, að hann hafði átt nokkrar kindur, sem hann skildi eftir austan Hvítár, þegar hann réðst í vinnu mennsku að Saurbæ í Ölfusi. Haustið 1847 reið hann svo í Skaftholtsrétt til þess að vitja hjarðar sinnar. f þeirri ferð gerði hann sér hægt um vik og stal þar í almenningnum tíu kindum, sjö lömbum og þremur kindum veturgömlum, og rak ásamt fé sínu út að Selfossi. Fór honum í því eins og mörgum þeim hætti til, er við hvinnsku voru kenndir, að hann girnist ekki hvað sízt mislitar og sér- kennilegar kindur, sem auðvelt var að lýsa og þekkja. Þegar hann kom að Selfossi, brá hann sér niður á Eyrarbakka til þess að sækja lambá, sem hann hafði keypt þar. Hann fann þó ekki ána, og þegar hann var á leið upp Breiðumýri, kom hann auga á golsótta á með mó- rauðu geldingslambi ferhyrntu. Af því er skemmst að segja, að hann sló eign sinni á þessar kind ur og fékk allan hópinn ferjað- an vestur yfir Ölfusá. Seldi hann sumt af hinu stolna fé, en kom öðru í fóður hér og þar og mark aði það smám saman upp, eftir því sem við var komið. Þegar hann fór að Laugardælum, hafði hann kindurnar með sér austur yfir Ölfusá, þótt því fylgdi sú hætta, að þær leituðu á fornar slóðir og fyrri eigendur þekktu þær uppmarkaðar í næstu rétt- um .í Laugardælum sló hann enn eign sinni á tvær kindur, sem hann markaði sér. En svo illa vildi til, að önnur fór heim til eigandans, sem þegar þekkti hana. Bar hann þjófnaðinn á Jón, er ekki sá sér annað ráð vænna en gangast við gerðum sínum. Tókust þó með þeim þeir samningar, að þetta skyldi kyrrt liggja, ef Jón greiddi eina spesíu til sátta. Nú kveið Jón aftur á móti haustdögunum, því að hann bjóst við, að erfitt myndi að sneiða hjá syndagjöldunum. III. Þeir Gunnlaugur og Jón voru þó ekki öruggir í ráðagerg sinni og þess vegna leið sumarið, án þess að þeir strykju. Loks var komið fram yfir réttir, og fór þá Jón að verða þessu afhuga, því að ekki bólaði á því, að hann yrði sóttur til saka fyrir kindastuldinn. En ævintýrið heillaði Gunn- laug. Nú voru síðustu forvöð að leggja á fjöllin, ef það átti ekki að farast fyrir með öllu, og þeg ar Jón latti stórræðanna, brá félagi hans honum um hugleysi. Fór svo, að Jón þoldi ekki því- lík frýjuyrði til lengdar, og fimmtudaginn 19. október varð það sammæli þeirra, að. þeir þeir skyldu strjúka þá um nótt- ina. Höfðu þeir þá uppi tvenn- ar ráðagerðir. Annað hvort ætl uðu þeir að liggja úti urn vetur inn á fjöllum skammt ofan við byggð á Norðurlandi og lifa þar á fjallagrösum cg sauðaþjófnaði eða ríða þegar niður í byggð, þar sem þeir væru ókenndir, fá þar veturvist og komast síðan í útlend skip með vorinu. Þegar dimmt var orðið þetta kvöld, fór Jón að leita hesta handa þeim félögum. Höfðu þeir ákveðið að taka reiðhesta feðg- anna í Laugardælum, Bjarna og Símonar, og hið þriðja hross til áburðar. Kom Jón með þessa hesta heim að túngarði og skildi þar vig þá um sinn. Hús var undir baðstofulofti í Laugardælum, og læstu bænd- urnir þvi á kvöldin, svo að engir færu þar inn óboðnir i skjóli næturmyrkursins. Þar tók Gunnlaugur reiðbuxur, vesti, klæðistreyju og hatt þetta kvöld, áður en læst var, og faldi á af- viknum stað. Einnig sáu þeir fé lagar sér færi á að ná torfljá, reipum, melju, klakkadýnu og klyfbera, ásamt beizlum og reið- verum, úr skemmu, sem annars var læst. Loks tóku þeir pott úr eldhúsi og földu í hesthúsi. Nú leið að háttatíma, og voru ljós slökkt. Þeir Gunnlaugur og Jón gengu til náða eins og ann- að fólk, en höfðu andvara á sér, svo að þeir sofnuðu ekki. Þegar kyrrð var komin á og allir aðr- ir virtust sofnaðir, klæddust þeir að nokkru og læddust út. Höfðu þeir með sér nokkuð af fötum, sem þeir höfðu dregið saman, stígvél, tvo gæruhnífa og brekán og rekkjuvoð úr rúmi sínu. Bundu þeir í skyndi allan farangur í klyfjar, lögðu á hest ana og héldu burt sem hljóðleg ast. Stefndu þeir upp Flóa og höfðu hraðan á, því að þeim var í mun að vera komnir sem lengst upp héraðið, þegar dag- ur rynni. IV. Húsbændunum í Laugardæl- um brá í brún, þegar eldaði að morgni og í Ijós kom, að vinnu mennirnir voru horfnir, ásamt þremur hestum og mörgum þarf legum hlutum úr búi þeirra feðga. Varð þeim fyrst fyrir að kanna hverju stolið hafði verið, og þóttust þeir mega af því ráða, að ætlun Jóns og Gunn- laugs hefði verið að leggjast út. Lét Bjarni þá grennslast eftir á ferjustöðum við Ölfusá, hvort þess sæjust merki, að þeir hefðu farið vestur yfir, en þeg- ar svo reyndist ekki vera, söðl- aði Bjarni hest og reið að Hjálm holti til þess að segja Páli sýslu manni Melsteð tíðindin. Var þá orðið áliðið dags, er hann kom þangað. Sýslumaður brá skjótt við, því að fátt þótti jafnuggvænlegt sem útilegumenn á afréttinum. Skrifaði hann flestum hreppstjór um sýslunnar lýsingu á stroku- mönnunum og bauð þeim að Ieita þeirra og handsama þá, ef þeir hefðu spumir af ferðum þeirra. Það má nærri geta, ag þessi tíðindi spurðust fljótt um hérað ið. Jafnæsilegur atburður hafði ekki gerzt þar síðan Kambsránið var framið forðum daga, og kitl andi óvissan um það hvert þessir voðamenn hefðu haldið, hélt við þægilegri spennu f nokkra daga. En þegar á laugardaginn barst til Hjálmholts vitneskja um það, að tveir menn hefðu sézt á ferð hjá Stóra-Núpi á leið upp sveit með hesta samlita þeim, sem stolið var í Laugardælum. Sett- ist sýslumaður þá enn við púltið sitt og skrifaði Guðmundi Þor- steinssyni, hreppstjóra í Hlíð, skipun um að safna liði eftir þörfum og leita strokumann- anna. En Guðmundur hreppstjóri var enginn veifiskati. Og hann vissi, hvað honum bar að gera, þótt ekki kæmi til skipun sýslu manns. Áður en bréfið frá Hjálmholti kæmist upp í Hreppa, hafði hann hvatt til tvo örugga menn, Odd Jónsson á Bala og Eirík Kolbeinsson á Hömrum, og sent þá við fimmta mann með níu hesta til eftirreið ar. Nú var beðið með mikilli eftir væntingu. Og það var ekki að- eins í Árnessýslu, sem menn fylgdust með því af lífi og sál, hversu þessu lyktaði. Tíðindin bárust á skammri stundu langt út fyrir héraðið, menn ræddu þau af ákefð sín á milli og skrif uðust á um þau: „f Árnessýslu hafa tveir strák ar farið fyrir liðugri viku til fjalla og ætlað sér lfklega að leita sér fjár og frægðar, stolið þremur beztu hestum þar á bæj um og á þá það nauðsynlegast, er þeir með þurftu til vetrarins, þar á meðal beztu föt til dags og nætur. í Hreppum segist frá ferð þeirra seinast, og þar hafa þeir átt að stela tveimur hestum í viðbót, máske til að skera, ef féð mundi bresta í afréttinum. Tveimur dögum seinna fara fimm duglegustu menn að veita þeim eftirför og bjuggu sig út til viku. Enn hefur ei frétzt, að þeir væru komnir til baka.“ Hannes, sonur Steingríms biskups, hafði á sínum tíma fylgzt vel með háttum Sigurðar Gottsveinssonar f Hjálmholti og mannfjölgun þar. Hann var enn á varðbergi og hafði ekki afrækt ættfræðina. Hún hefur líklega verið honum í blóð boriiji því að faðir hans var mikill lærdóms- maður á því sviði. Hannesi sagð- ist svo frá: „Annar þessara drengja er systursonur landfógetafrúarinn- ar, svo að þú heyrir, að gott er að honum kynið, en hinn sonur Sigurðar Gottsveinssonar, þá hann var fangi í Hjálmholti fyrr meir, og var annar fenginn til þess að gangast við faðerninu í þá tíð. Lakast er fyrir þessa karla, að þeir eru lítt nýtir til krafta, ef á liggur, og duga ekki nema til að stela, svo ég held þeir neyðist bráðum til þess að gefa sig niður í byggðina aftur, þegar vetrar betur að.“ J.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.