Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 7
!TÍMIHN, sunnndaginn 16. aprfl 1961. n Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur ekki leitt Vegna ummæla utanrlkis- ráðherra og reyndar annarra þingmanna, svo sem Gísla Jónssonar og Birgis Finnsson ar um afstöðu Framsóknar- flokksins til vamarmála, vil ég taka fram, að stefna Fram sóknarflokksins í utanríkis- málum, þar á meðal vamar- málum, er algerlega óbreytt frá því sem verið hefur. Vil ég því til staðfestingar leyfa mér að lesa ályktun þá um utanríkismál, sem gerð var á aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins í febrúarmán uði s.l. Þar segir svo: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins vísar til fyrri samþykktar flokksins um utanríkismál og ítrekar þá stefnuyfirlýsingu, að íslend- ingar ahfi samstarf um örygg ismál við nágrannaþjóðirnar, m. a. með þáttöku í Atlants- hafsbandalaginu og unnið sé að því, að herinn hverfi sem fyrst úr landi.“ Samkvæmt þessari yfirlýs- ingu er það stefna Framsókn arflokksins að ísland starfi á- fram í Atlantshafsbandalag- inu, enda erum við samnings- elga skuldbundnir til þess um tiltekið tímabil. Og það er auð vitað stefna Frams.flokks- ins, hér eftir sem hingað til, að af íslands hálfu sé staðið við alla löglega gerða milli- ríkjasamninga, alveg án til- lits til þess, hvort Framsóknar flokkurinn hefur átt að þeim aðild eða ekki. Þátttaka ísílands í Atlants- hafsbandalaginu er ekki sam- rýmanleg hinni gömlu og að margar dómi úreltu eða jafn- vel hættulegu hlutleysis— stefnu. Það verða menn að gera sér ljóst, að þar verður ekki bæði sleppt og haldið. VarnarliíitS. En af þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu leiðir það engan veginn, að hér skuli eða þurfi ætíð að vera her í landi. Við inngönguna í banda lagið árið 1949 var því yfir- lýst, að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðv- ar væru á slandi á friðartím- um. Að þessari yfirlýsingu stóðu Framsóknarfl., og Sjálf- stæðisflokkurinn. Á þeirri for sendu var gengið i Nato. Og Bandaríkjastjórn fyrir hönd hinna bandalagsríki anna lvsti! fullum skikiingi og samþykki á þessari yfirlýsingu. j Þegar varnarliðið var tekið inn í landið 1951 vegna hins sérstaka hættuástands í heim inum, var út frá því gengið, að það yrði hér aðeins um tak markaðan tíma og að gildis- tími varnarsamningsins. sem er uppsegjanlegur með tiltölu lega skömmum uppsagnar- fresti, þyrfti á engan hátt að falla saman við gildistíma Natosamningsins. Afstaða Framsóknarflokks- ins til varnarliðsins hefur ætíð verið í samræmi við stefnuna frá 1949. Hann vill ekki hafa varnarliðið hér á landi degi lengur en nauðsyn krefur. Hann vill ekki hafa her í landi á friðartímum. Auðvitað er það teyjanlegt, I til viðreisnar, heldur til vandræða Úr eldhúsræðu Ólafs Jóhannessonar hvenær friðartfmar séu. En i það verða íslendingar sjálfir að meta. Þar getur verið um vandasamt mat að ræða. Framsóknarflokkurinn vill | að því vinna, að vamarliðið hverfi úr landi sem fyrst og svo fljótt sem fært þykir ör- yggis vegna, enda verði þá auðvitað höfð hliðsjón af á- kvæðum Nanto-sáttmálans og þeim skuldbindingum, sem við þar höfum undir gengizt. Stefna Framsóknarflokksins i utanríkismálum er þannig ó- breytt og fastmótuð. Um hana þarf enginn að vera í vafa. Er stefna stjórnar- flokkanna óbreytt? En nú vil ég spyrja fyrir- svarsmanns Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins Er stefna þeirra varðandi varnar liðið breytt? Vilja þeir nú hafa her hér á landi á friðar- tímum? Svari þeir nú þessu jafn skýrt og skorinort og ég hef tjáð mig um utanríkis- stefnu Framsóknarflokksins. Fyrst að ég er farinn að tala hér um utanríkismál, langar mig til að minna á eitt atriði, sem frá mínu sjónarmiði er grundvallaratriði í sambandi við utanríkismál. Það er nauðsynin á sem mestri sam- stöðu stjórnmálaflokkanna í utanríkismálum. Við getum deilt hart um innanlandsmál. En í utanríkismálum þurfa að mínum dómi þeir flokkar að standa saman og starfa sam- an eftir því sem unnt er sem aðhyllast sömu grundvallar- sjónarmið í þeim málum, jafnt stjórnarflokkar sem stjórnarandstaða. Reynslulítil smáþjóð þarf á öllu sínu að halda í skiptum við aðrar þjóðir. Á þeim vettvangi þurf um við að varðveita sem mesta einingu, þrátt fyrir á- tök um innanlandsmál. Þessi sjálfsagða regla var illu heilli þverbrotin í samn- ingagerðinni við Breta um landhelgismálið, og það enda þótt þeirri aðferð hefði jafn- an verið fylgt áður, að því er ég bezt veit, að láta stjórnar- andstöðuna fylgjast með öll- um aðgerðum í landhelgismál inu. En um samningagerðina við Breta nú hafði ríkisstjórn in ekkert samráð við stjórnar andstöðuna, bar málið á samn ingastigi ekki einu sinni undir utanríkLsmálanefnd, svo sem skylt var þó að lögum, og gaf hvað eftir annað á Alþingi yfirlýsingar, sem vægast sagt vóru stórlega villandi eða j afn vel alrangar. Þannig má ekki halda á viðkvæmum utanríkis málum. Um sjálfan landhelgissamn inginn ræði ég ekki hér, enda hefur hann verið svo rækilega ræddur bæði í þessum umræð- um og áður, að þar er engu við að bæta. Skipbrot stjórnar- stefnunnar. Eins og margsannað er í þessum útvarpsumræðum, hef ur stjóínárstefnan þegar beö- ið algert skipbrot. Hinar harkalegu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem auk gífurlegrar gengisfellingar voru m. a. fólgnar í stórkost- legri vaxtahækkun, söluskatts viðauka og lánasamdrætti, leggjast með vaxandi þunga á atvinnuvegina og allan al- menning í þessu landi. Atvinnufyrirtækin eru að 1 sligast undan stórauknum! rekstrarkostnaði. Stofnfjár-; :kostnaður er öllum nýjum framkvæmdum Þrándur í Götu. Rúmu ári eftir viðreisn- ina, sem öllu átti að bjarga, er nú svo komið fyrir útgerð- inni, bæði vegna efnahagsað- gerðanna og af öðrum óvið-1 ráðanlegum ástæðum, að gera verður sérstakar ráðstafanir henni til bjargar. Því er verr i og miður að þau úrræði munu ekki nægja togaraútgerðinni til bjargar nema því meiri breyting verði á aflabrögð- um eða á afurðaverði. Land- búnaðurinn þarf á svipaðri j fyrirgreiðslu að halda, en til þessa hefur stjórnarliðið þver S skallazt við því, að veita bænd um hliðstæða aðstoð. Hjá því verður þó ekki komizt til lengdar að vandræðum bænda stéttarinnar verði sinnt, enda , þótt hagur bænda sé að sjálf- sögðu misjafn og gott veður- far á s.l. ári hafi hjálpað þeim mikið. Á valdatíma núverandi rík- isstjómar hafa lífskjör og af- komumöguleikar almennings áreiðanlega stórversnað, þrátt fyrir auknar fjölskyldubætur, niðurgreiðslur og nokkrar skattalækkanir, einkanlega þó á hátekjumönnum. Þar er eiign reynd ólygnust, hvað sem öllum vísitöluútreikningi líður. I Hve lengi á a<S bí<Sa? ! Stjórnarliðar hafa neyðzt til að viðurkenna erfiðleika atvinnuveganna og lífskjara- j skerðinguna. En þeir segja j Ibara: — Þessi vandræði standa ekki nema í bili. — Bíðið þið nú róleg þangað til þetta breytist til batnaðar. En þeir nefna ekki hversu lengi eigi að bíða. Enda er það nú svo, að það eru allar líkur til þess, að samdráttarstefnan haldi framvegis áffam að verka á sömu lund og að und- anförnu, þ.e.a.s. að fram- kvæmdir haldi áfram að drag ast saman, að framleiðsla og þjóðartekjur á hvern einstakl ing verði minni, að framtak manna haldi áfram að lamast, atvinnan að minnka og lífsn- kjörin að versna. Sannleikur- inn er sá, að seint mun aftur vora í íslenzku atvinnulífi, ef haustsstefnu hæstv. ríkis- stjórnar veröur óbreyttri á- fram haldið. Eftir 16 mánaða stjórnar- tímabil er niðurstaðan í stuttu máli sú, að „viðreisnin" (inn- an gæsalappa) hefur ekki leitt til viðreisnar heldur til vandræða á svo að segja hvaða sviði sem er. „Viðreisn arstefna" ríkisstjórnarinnar er því réttnefnd vandræða- stefna. Frá þeirri vandræðastefnu þyrfti að hverfa sem fyrst. það eina rétta og það eina heiðarlega, sem stjórnarliðið gæti gert, eins og sakir standa, er að viðurkenna ó- sigur sinn ,gefast upp og leggja málin undir dóm kjós- enda. Eftir nýjar kosningar þyrfti að mynda stjórn á breiðum grundvelli,, sem nyti trausts fjölmennustu þjóðfé- lagsstéttanna, jafnt í sveit og við sjó — stjórn, sem hyrfi frá samdráttarstefnunni, en hefði að höfuðmarkmiði skipu lagða stóraukningu þjóðar- framleiðslunnar. „Bumerang” á Akranesi Leikfélag Akraness frum- sýndi þýzkan gamanleik. Bum erang, eftir Karen Jakobsen s.l. þriðjudag í Bíóhöllinni, við mikla hrifningu leikhúsgesta. Hefur sjónleikur þessi ekki verið sýndur fyrr hér á landi, en hins vegar víða erlendis og hlutið þar góða dóma ig mikla aðsókn. Þetta er annað leikritið, sem Leikfélag Akraness sýnir á þessu leikári, hið fyrra var Þrír skálkar, eftir Gándrup. Þó fullyrða megi, að Leik- félaginu hafi oft vel tekizt með val leikrita og flutning, hef ég ekki fyrr séð svo snurðu lausan leik og alla meðferð hlutverka á sviði, sem í þess- um gamanleik, sem undir niðri einnig snertir þó alvöru lífsins. Leikurinn fjallar um vanda málin í samskiptum karls og konu, og þá sér í lagi hjóna- bandið. Og þó að fjallað sé um það efni á gamansaman hátt, er vekur ósvikinn hlát- ur og kátínu, er leikurinn eðli legur og fágaður, og laus við smásmuglega kynóra og yfir- spenntar ástalífslýsingar. Leikendur eru fimm og koma allir mikið við sögu, svo að varla er hægt að tala um aðal- og aukahlutverk. Leikstj. Þorleifur Bjarna- son, fer nieð hlutverk Morits, roskins en léttlynds verk- smiðjueiganda, er lætur eftir sér að skemmta fleiri konum en eigjnkonunni, Gildu, en hana leikur Ingibjörg Hiart- ar, og má segja að eigi hall- ist á um léttlyndi þeirra hjóna. En óhjákvæmilega leiða þessir lífshættir til á- rekstra og uppgjörs það skipt ast á skin og skúrir, eins og gengur. Þorgils Stefánsson leikur rithöfundinn, Donaid, sem búinn er að lifa 10 ár í ham- ingjusömu hjónabandi, með sinni einkar aðlaðandi konu, Vivían, er Sólrún Yngvadótt- (Framhald á 10. síðu) Frá vinstri: Sólrún Yngvadóttir sem Vivian og Þorgils Stefánsson sem Donald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.