Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.04.1961, Blaðsíða 6
m Ef til vffl er enginn af sunnu dögum kirkjuársins af yndis- legra tilefni en annar sunnu- dagur eftir páska, enda heitir hann á latínu Misericordia Domini — dagur miskunnsem- innar — hátíð góðleikans. Ein elzta mynd af Kristi, eitt fyrsta listaverk, sem um hann var gjört er einmitt mynd hins góða hirðis. Þar er ungur smali, sem ber lambið sitt heim á herðunum eftir að hafa bjargað því úr hættum auðnar og fjalla, þar sem ofviðri og vargar bjuggu því margs konar böl. En oftast er þessi sunnudag- ur annað hvort hinn síðasti í vetri eða fyrsti í sumri, og það gefur honum ekki svo lítið gildi fyrir okkur íslendinga að minnsta kosti í sveitinni. Þar er hirðir og hjörð svo samofin þessum degi, þegar húizt er við fyrstu lömbunum eða þau kannski farin að hoppa og „bera snoppu að blómstur- topp“. Og fátt mun íslenzku þjóðar- eðli nær, reynslu fólksins og sögu, en skilningur á því, hvern ig smalinn þarf að vaka yfir hjörðinni, gæta hennar, vernda hana og leiða fram hjá hætt- um og ógnum vorhretranna. Góði hirðirinn verður þar tákn þess bezta í hetjulund og fórn- fýsi, sjálfsafneitun og um- hyggjusemi. En ekki er minna um vert að finna sig verndaðan sem einstakling í hjörðinni, finna umhyggju Guðs og mizkunn, þrátt fyrir alla skugga hverf- ulla daga, sem líða framhjá með vonbrigðum sínum, hvers dagsleika og raunum. Þþí að vissulega eru vorhretrin nær- göngul við marga. Og sú til- finning er algeng meðal núlif- andi kynslóða á þessari öld heimsstyrjaldanna, að finna sig á gangi um dauðans dal, þar sem margt er að óttast. Því er gott að geta tekið undir söng skáldsins: „Á grænum grundum lætur þú mig hvílast og leiðir mig að vötnum þar sem ég íná njóta næðis. — Eg óttast ekkert illt þú ert hjá mér Drottinn. Sproti þinn og stafur hugga mig.“ f þessum fornu Ijóðlínum er lýst því öryggi og þeim friði, sem angistarfull manneskja, sem er að drukkna í djúpi ótt- ans og farast í vorhretri hraða og glaums, þráir heitast. Hlýðið því rödd hins góða hirðis miskunnseminnar og kærleikans og berið fram játn inguna, sem er nægileg játn- ing hverri mæddri sál: „Drott- inn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“. En það verður heldur ekki gengið fram hjá því, þegar minnzt er á hirði og hjörð, að minnast á vondu hirðana, leigu liðana, falshirðana, sem safna um sig milljónum með skrumi og látum. leiða hjörðina út í Hirðiri nn rætturnar og yfirgefa hana svo. Slík hjarðmennska hefur einkennt þessa öld með öllum hennar einveldisstefnum og kúgun. En „góði hirðirinn", sem fórnaði lífi sínu fyrir hjörð ina, sagði: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“. Þeir sem efla grimmd í stað elsku, hamsleysi í stað hóg- værðar, kúgun í stað frelsis, geta ekki verið góðir hirðar. Glögg dæmi þess eru allir ism- ar samtíðarinnar á 20. öld: Nazismi, fasismi og kommún- ismi svo að eitthvað sé nefnt, af því sem hjörðin hugsar um daglega. Gegn þessum falshirðum þurfa þjónar góða hirðisins að standa. — Þeir þurfa að vinna djarflega og markvisst í anda munkanna, sem áttu einu sinni klaustur sitt i eyðilegu fjalla- héraði í Frakklandi. Þeir hringdu klukku klaustursins tvær stundir á hverju kvöldi til að vísa þeim á rétta leið, sem höfðu villzt í myrkri og hríð í fjöllunum. Á klukkuna voru letruð orðin: Errantes revoca — „Kallið hina villtu til baka“. Hlýðið röddu hins góða hirð is miskunnsemi og sannleika, sem gefur ykkur vorlönd rétt- lætis, frelsis og friðar. Árelíus Níelsson. Drengur-sveit 8 ára drengur óskar að komast á gott sveitaheim- ili nærliggjandi Reykjavík. — Upplýsingar í síma 36027 eða tilboð er sendist blaðinu, merkt „Drengur“ Lítil íbúð til leigu. Tilboð sendist blaðinu merkt „Góður staður“. Bálför móður okkar, Jónínu Ásgrímsdóttur, frá Gliúfrl, fer fram frá Fossvogskirkju þriS|udaglnn 18. apríl kl.1,30. Blóm afþökkuS, en þelm, sem vlldu mlnnast hlnnar látnu, er bent á Styrktarsjóð lamaðra og fatlaðra. Guðrún, Ása og Steinunn Glssurardætur. TÍMINN, sunnudaginn 16. aprfl 1961.! MINNING: Benedikt Benediktsson frá Breiðuvík Á morgun verður Benedikt | Benediktsson frá Breiðuvík á' Tjörnesi til moldar borinn frá Fossvogskirkju. Hann lézt fyrir viku hér í Reykjavík, 71 árs að aldri. Benedikt fæddist í Breiðu- vík 21. ágúst 1889. Foreldrar Bene j dikts voru Benedikt Benediktsson, bóndi í Breiðuvík, og kona hans,: Þorbjörg Jónsdóttir, er þar bjuggu allan búskap sinn og komu upp við fátækleg kjör stórum og mannvænlegum hópi barna. Þau voru níu Breiðuvikursyst- j kinin ,og Benedikt aæstelztur, en elztur var Jón, er lézt ungur. Nú eru 5 þessara systkina eftir á lífi. Þau Breiðuvíkurhjón voru mik- ið mannkostafólk og nutu virðing ar og vinsælda í sveit sinni í rík- um mæli. Benedikt eldri var fé- lagslyndur og framfarasinnaður í bezta lagi, en kröpp kjör á erf- iðri jörð bönnuðu stórvirki. Bene dikt yngri í Breiðuvík, sonur hans, varð snemma að vinna hörð um höndum og hlífði sér hvergi. Þrátt fyrir fátækt óx upp og dafn aði vel hinn stóri og myndarlegi barnahópur í Breiðuvík, og eftir fráfall heimilisföðurins hélt Bene dikt yngri áfram búskap í Breiðu vík um sinn ásamt systkinum sín um, er heima voru sum, en önnur fluttu brott. Þau tóku öll mikinn þátt í fé- lagsstarfi á Tjörnesi, og það var blómlegt um þær mundir. Bene- dikt starfaði í ungmennafélaginu j af lífi og sál, svo og öðrum fé- lögum, og var jafnan í fylkingar; brjósti, þegar kallað var til starfa eða gleðskapar. Hann var glöggur vel á góð mál, ótrauðurJögi‘ósór- hlífinn. En búskapur í Breiðuvík var erfiður, enda herti hamröm kreppa að um þessar mundir, upp úr 1930. Benedikt hætti búskap og þau Breiðuvíkursystkinin fluttu burt, og urðu nýtir borg- arar og manndómsfólk í öðrum landshlutum. Benedikt fór víða og vann að ýmsu, bæði á Vestfjörð- um og í heimabyggðum, en eigi leið á löngu, unz hann staðfest- ist í Reykjavík, og þar átti hann heima síðasta aldarfjórðunginn. En hálfur Tjörnesingur var hann að minnsta kosti eigi að síður, og þótti gott að rekja minningar það an með sveitungum sínum. Benedikt rak um skeið greiða- söluvagn í Reykjavik, og hafði að- setur framan við Útvegsbank- ann í Austurstræti. Kynntist hann þá mörgum og varð vel til vina, enda var góðvild hans og hjálp- semi fágæt. Síðar réðst hann til Slippsins í Reykjavík, fyrst sem næturvörður en síðan afgreiðslu- maður, og þar starfaði hann á ann an áratug og undi vel hag sínum, enda átti hann þar góða samleið með sveitunga sínum, Sigurði Jóns syni, forstjóra, frá Héðinshöfða, og reyndist hvor öðrum vel. Síðasta áratuginn tók Benedikt töluverðan þátt í starfi Hesta- mannafelagsins Fáks og hafði yndi af góðhestum og átti þá nokkra. Eyddi hann frístundum sínum að mestu til þessarar gleði. Nú síðustu árin hefur hann t. d. átt óvenjulegan gæðing, sem kall aður hefur verið Litli-Brúnn, og er af mörgum talinn alveg einstak ur fjörhestur, svo að jafningi hans er vandfundinn. Réðu fáir við hann, svo að vel væri, nema Bene dikt. Benedikt var alla ævi gleðimað ur, sem yndi var að vera með á glaðri stund. Hann var dansmaður frá ungum aldri og hélt þeirri íþrótt fram á efri ár. Hann fór því að venju á árshátíð Hestamanna- félagsins Fáks um fyrri helgi, hress og ljúfur að vanda, en í miðri skemmtun hné hann örend ur á gólf. Víst mundi gott að deyja þann veg, kominn á allhá- an aldur, þótt fullsnemmt væri um Benedikt. Vinir Benedikts munu lengi minnast hans. Þeir minnast glað- værðar hans og góðsemi, góðrar greindar og um fram allt trúrrar viðleitni til að láta gott af sér leiða, vera góður og gildur félags maður, framsækinn og vaxandi Vafalítið átti hann margar dimm ar stundir í lífi sínu, en hann lifði fyrir sólskinsblettina og miðlaði öðrum af þeirri birtu af örlæti sínu, en geymdi hitt með sjálfum sér. Eg minnist bross hans og góð semi frá unglingsárum mínum og stopulla samverustunda síðar á ævi — og það eru allt saman sól- skinsblettir. — a. HEINr VARIETIES Barnamatur Hjartanlega þökkum vlS þelm, sem sýndu okkur samúS og hlut- tekningu vlð andlát og jarðarför elskulegrar dóttur okkar, Jónu Arnórsdóttur. Hughellar þakkir færum vlð einnlg öllum þelm, er velttu henni og okkur aðstoð og vlnsemd I velkindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Málfríður Halldórsdóttlr, Arnór Stígsson, ísafirðl. í glösum og pökkum HEINZ merkið tryggir yður fyrsta flokks vörugæði ... allir þekkja HEIIV2 VARiETlES JOHNSON &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.