Tíminn - 27.04.1961, Side 5
TÍMINN, fímmtudaginn 27. aprfl 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjamason. — Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Hví eru kjörin verri
nú en 1958?
Margt hefur verið ritað og rætt um slit og viðskiln-
að vinstri stjórnarinnar. Um eitt meginatriði þarf þó
ekki að deila. Málið, sem ágreiningi olli, var óeðlilega
mikil hækkun kaupgjalds síðari hluta ársinsl958,er leiddi
af kauphækkunum þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði
haft forystu um að knýja fram, studdur af Moskvukomm-
únistum og hægri krötum. Stjórnarflokkarnir voru ó-
sammála um, hvernig brugðizt skyldi við þessum vanda.
Þess vegna rofnaði stjórnin.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér athugun á
stjórnarmyndun eftir fall vinstri stjórnarinnar í des-
ember 1958, lét hann hagfræðinga sína gera úttekt á
efnahagsástandinu. Niðurstaða þeirra var sú, að hægt
yrði að halda áfram hallalausum rekstri atvinnuveganna
og ríkisins, án nýrra skatta, ef kaup yrði almennt lækkað
um 6% eða sem svaraði hækkun þeirri, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði nýlega knúið fram. Þetta þýddi raun-
verulega, að kaupmáttur launa gæti haldist hinn sami
og hann var í október 1958, eins og Framsóknarmenn
höfðu lagt til í vinstri stjórninni, að stefnt yrði að.
Þessi kauplækkun, sem hagfræðingar Sjálfstæðis-
flokksins töldu nauðsynlega, var svo framkvæmd í febr-
úar 1959. Kaupgjaldi var þá raunverulega komið í það
horf, sem samræmdist getu atvinnuveganna og ríkissjóðs,
eins og hún var, þegar vinstri stjórnin lét af völdum.
Kaupmáttur launanna varð eftir þessa lækkun, svipaður
og hann hafði verið í október 1958 og hélzt svo allt
árið 1959.
Reynslan sýndi þannig, að sú stefna hafði verið raun-
hæf og vel framkvæmanleg, er Framsóknarmenn beittu
sér fyrir, er vinstri stjórnin rofnaði.
Upplýsingar, sem síðar hafa komið fram, sýna einnig,
að þessu ástandi hefði mátt halda áfram, þannig að kaup-
getan hefði ekki þurft að minnka frá því, sem hún var
í október 1958 eða febrúar 1959.
Það blasir hins vegar við nú, að kaupgetan hefur
minnkað um 15—20% síðan í október 1958, auk þess,
sem kjör margra hafa skerzt vegna stórminnkaðrar eftir-
vinnu.
Hvað veldur þessu?
Fyrst og fremst það, að með „viðreisninni“ í fyrra-
vetur, var tekin upp alröng efnahagsstefna. í stað þess,
að halda ástandinu sem mest óbreyttu, t. d. þannig, að
gengislækkunin hefði ekki verið öllu meiri en svaraði
yfirfærslugjaldinu og hóflega hefði verið dregið úr ó-
eðlilegri fjárfestingu, var gerð stökkbreyting, sem stefndi
fyrst og fremst að breyttu þjóðskipulagi — þ. e. skipu-
lagi hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Gengið var lækk-
að úr hófi fram, bætt var ofan á gengislækkunina stór-
felldum nýjum sölusköttum, teknir voru upp okurvextir
og dregið hóflaust úr bankalánum. Afleiðing þessarar
heimskulegu og afturhaldssömu aðgerða er sú, að lífs-
kjörin hafa stórversnað, afkoma atvinnuveganna hefur
stórversnað og við blasir, ef þannig heldur áfram, að
fjöldi manna missir eignir sínar. En þá rennur líka upp
blómatími hinna fáu ríku til þess að klófesta þær.
,,Viðreisnin“ er þannig meginorsök þeirra vandræða,
sem nú er glímt við.
Jafnvel þótt nú væri snúið við, yrði það erfitt við-
fangs. Það er auðveldara að eyðileggja með samdráttar- I
stefnu en að rétta við aftur. Þetta sést vel í Bandaríkj-
unum, þar sem hinni nýju stjórn ætlar að reynast full-
erfitt að vinna bug á atvinnuleysinu. En erfiðleikarnir
við það að rétta við aftur, verða þó því verri, sem það
Lippmann ræðir við Krútsjoff: 3. grein
Krútsjoff legpr megináherzlu á
að Þýzkalandsmálin verði leyst
Hér birtist þriðja og síðasta
grein Lippmanns um viðræð-
ur hans við Krútsjoff og er
hér Þýzkalandsmálið fyrst og
fremst tekið til meðferðar.
EFTIR langar viðræður var -mér
orðið það fullljóst, að framtíð
Þýzkalands var í augum Krútsjoffs
það vandamál nú, sem mest áríð-
andi væri að finna lausn á. Aðeins
með lausn þess yrðu opnaðar
leiðir til frekari samninga á öðr-
um sviðum. Þetta var lykilmál. Ég
reyndi fyrst að skilja, hvers
vegna hann teldi Þýzkalandsmálið
svo áríðandi, og siðan spurði ég
forsætisi'óðherrann, hvort ekki
gæti verið hagstætt að halda ó-
breyttu ástandi í 5—10 ár, þar
sem samokmulag virtist hvort eð
vera svo langt undan. Þetta sagði
Krútsjoff að værri með öllu ó-
mögulegt. Hvers vegna? Vegna
þess, sagði Krútsjoff, að við verð-
um að hafa fundið lausn á Þýzka-
landsmálinu, áður en herforingj-
ar Hitlers með sínar 12 NATO-
hei'edildir fá kjarnorkuvopn frá
Bandaríkjamönnum eða Frökkum.
Áður en þetta gerizt, hélt forsæt-
isráðherrann áfram, verður að
vera búið að undirrita friðarsamn-
ing, þar sem ákveðin eru landa-
mæri Tékkóslóvákíu og Póllands
og staðfest tilvera Austur-Þýzka-
lands sem ríkis út af fyrir sig. Ef
þetta verður ekki gert, mun Vest-
ur-Þýzkaland draga Atlantshafs-
bandalagið með sér út í styrjöld
til þess að ná Austur-Þýzkalandi
á sitt vald og endurheimta hin
gömlu landamæri í austri.
Það liggja sem sagt tvær ástæð-
ur til þess, að Krútsjoff telur svo
nauðsynlegt að hraða lausn Þýzka-
landsmálsins. í fyrsta lagi vill
hann tryggja tilveru hins komm-
únistíska Austur-Þýzkalands, og í
öðru lagi telur hann nauðsynlegt
að gera þetta, áður en endurher-
væðing hefur átt sér stað í Vestur
Þýzkalandi. Krútsjoff sagði hvað
eftir annað, að hann myndi brátt
æskja umræðu um Þýzkalandsmál-
ið. Það verður' að teljast augljóst,1
að Vestur-Þýzkaland mun ekki
hafa yfir að ráða kjarnorkuvopn-!
um fyrst um sinn. Bonnstjórnin
hefur enn ekki slík vopn, en ekki j
er hægt að ganga fram hjá þeirri
staðreynd, að hún hefur mögu-1
leika til þess að fá þau í hendur.
En hvað, sem því líður, væri tæp-
lega sú hætta á ferðum, að öi'fáir
mánuðir réðu úrslitum. Við hljót-
um því án mikils efa að álykta, að
fyrsta ástæðan til þess, að Krút-
sjoff vill flýta lausn Þýzkalands-
málsins liggi í því að fá staðfest-
ingu á tilveru Austur-Þýzkalands
sem sjálfstæðs ríkis, ekki hvað
sízt með tilliti til flóttamanna-
straumsins þaðan.
ÞAÐ var og skoðun mín, að'
Krútsjoff væri staðráðinn í og e.1
t.v. óafturkallanlega skuldbund-
inn til þess að setja Þýzkalands-
málið á oddinn. En jafnframt var
augljóst, að hann óttaðist hina
miklu spennu — og vitnaði til
þess hvað eftir annað — og leitar
stöðugt fyiir sér um samninga,
! er' gætu komið til leiðar frestun
og einhverri málamið'lun.
Eins og hann ræddi þetta mál
skein í gegn, að hann taldi þrjár
leiðir hugsanlegar til lausnar.
Hin fyrsta er sú, sem Krútsjoff
álítur raunverulega lausn og e.t.v.
' náist samkomulag um. Hins vegar
er nú svo komið, að hann gerir
sér litlar vonir um, að Vestur-
I veldin muni fallast á þessa leið,
! en hún er í stuttu máli þessi:
Austur- og Vestur-Þzkaland verða
ekki sameinuð að nýju. Vesturveld
in munu ekki samþykkja samruna
við kommúnískt Þýzkaland, og
Sovétríkin samþykkja ekki að
Vestur-Þýzkaland fái að gleypa og
eyðileggja Austur-Þýzkaland. Tvö
þýzk ríki eru fyrir hendi. Það er
staðreynd. Það verður því að
halda þann veg áfram að staðfesta
þetta ástand og gera síðan friðar-
samninga við Austur-Þýzkaland,
Vestur-Þýzkaland og Vestur-Berl-
ín. Þetta eru nú, sagði Krútsjoff,
hinar þrjár fmmeindir Þýzka-
lands.
Þessi skipan myndi hafa í för
með sér de facto viðurkenningu á
Austur-Þzýkalandi, enda þótt það
hlyti ekki stjórnmálalega viður-
kenningu. Með alþjóðalögum yrði
staða Vestur-Berlínar sem fríborg-
ar staðfest. Frjálsra samgangna
við borgina og innra öryggi henn-
ar yrði gætt með nálægð franskra
brezkra, bandarískra og sovézkra
hersveita auk hlutlausra hersveita
á vegum S.Þ. og með undirskrift
þýzku ríkjanna beggja og her-
námsveldanna fjögurra.
EINS OG ég hef þegar getið um,
býzt Krútsjoff ekki við, að sam-
komulag náist um þessa lausn.
Hann hefur því aðra tillögu til
vara, en hún er nær óbreytt frá
þeirri tillögu, er Sovétríkin báru
fram á fundi utanríkisráðherra
stórveldanna í Genf um Þýzka-
landsmálin. í þessaii tillögu er
krafizt tímabundins samkomulags.
Frá sjónarmiði Vesturveldanna á
hér að vera um skamman tíma að
ræða, eða 2—3 ár. Á þessum tíma
skal hinum þýzku ríkjum boðið
að reyna samkomulag um einhvers
konar sameiningu, jafnvel lauslegt
ríkjasamband. Þetta síðastnefnda
fannst mér ég geta lesið úr orðum
Krútsjoffs, enda þótt hann segði
það ekki berum orðum. Ef svo við
lok þessa tímabils hefur náðst sam
komulag um stöðu Vestur-Berlínar
í anda þess, er ég hef þegar greint
frá, verður gert ráð fyrir bor'g-
inni sem aðila að frekari samn-
ingum. Ef ekkert samkomulag
liggur hins vegar fyrir við lok
þessa tímabils, fellur úr gildi laga-
legur réttur heinámsveldanna í
borginni.
EF NÚ hvorug þessara tillagna
fæst samþykkt, hefur Krútsjoff
þriðju leiðina í huga. Hún er sú,
að hann undirriti sérstakan friðar-
sáttmála við Austur-Þýzkaland
eitt. Ef til þessa kæmi, lítur Sovét
stjórnin svo á, að Austur-Þýzka-
land hafi í hendi sér allar sam-
göngur við Vestur-Berlín. Ef Vest-
urveldin neita eftir sem áður að
semja við Austur-Þýzkaland og
beita valdi til þess að halda uppi
dregst lengur. Þess vegna verður þjóðin að knýja fram,
að nú þegar verði snúið við aftur, og fyrst verði stefnt að
því, að ástandið verði ekki lakara en það var t. d. í
október 1958.
samgöngum við Vestur-Berlín,
mun Sovétstjórnin nota Rauða her
inn til þess að loka öllum leiðum
til Vestur-Berlínar.
Enda þótt það væri heimskulegt
að vanmeta þessa ákvörðun, er þó
hótunin ekki jafnalvarleg og hún
kann að þljóma. Krútsjoff vill á-
reiðanlega ekki beita hervaldi ,og
hann notar ekki strangt heldur
mjög sveigjanlegt orðalag í sam-
bandi vio áðurnefnda samninga
Vesturveldanna og Austur-Þýzka-
lands.
ÉG HEF í framanskráðu taka-
markað frásögn mína við skilning
minn á stefnu Sovétstjórnarinnar
í Þýzkalandsmálunum eins og
þessi stefna hefur virzt mér. Leyf-
ist mér að setja fram persónuleg-
ar skoðanir í þessu sambandi, vil
ég leggja áherzlu á þessi atriði:
f fyrsta lagi mun Krútsjoff ekki
láta til skarar skríða og stofna til
vandræða, fyrr en eftir að hann
hefur fengið tækifæri til þess að
ræða persónulega við Kennedy
forseta.
f öðru lagi mun Krútsjoff ör-
ugglega gera sérstakan friðarsamn
ing vig Austur.-Þýzkaland, ef hann
fær ekki fram samkomulag um
tímabundna málamiðlun, sem
hann gerir ráð fyrir skv. annarri
tillögu sinni, er rakin hefur verið
hér að framan.
f þriðja lagi munu þau atriði
ráða úrslitum um, hvort Þýzka-
landsmálin verða leyst með samn-
ingum eða verða að enn meiri
vanda en nú er, hvort vaxandi eða
minnkandi líkur verða til þess að
Vestur-Þýzkaland fái vetnisvopn,
og hvort við höldum fast við það,
að frelsi Vestur-Berlínar, sem við
höfum skuldbundið okkur að á-
byrgjast, verði aðeins varðveitt
með því að neita að semja um
framtíð borgarinnar.
FRÁ ÞVÍ, er ég kom til Lund-
úna frá Sovétríkjunum eftir þessa
sögulegu heimsókn hefi ég hvað
eftir annað verið um það spurður,
hvort heldur mér hafi fundizt við-
ræður mínar við Krútsjoff vera
uppörvandi eða hið gagnstæða.
Svar mitt er þetta: Mér fannst
vera mælt af hreinskilni. Annars
vegar finnst mér augljóst og er
sannfærður um, að Sovétiíkin
undirbúa ekki styrjöld og vinna
einlæglega að því að koma í veg
fyrir meiriháttar vandræði, hvort
heldur er í Laos, á Kúbu eða í
Þýzkalandi. Þau vilja alls staðar
varna því, að slíkt vandræðaástand
kunni að skapast, að ekki verði
við neitt ráðið. Á hinn bóginn er
enginn vafi á því að efla eftir
mætti byltingahreyfingar í van-
þróuðum löndum. Þessi ófrávíkj-
anlega ákvörðun stafar af þeim
einlæga átrúnaði valdhafanna, að
hinum vanþróuðu ríkjum séu fyrir
fram ætluð þau örlög, að taka upp
kommúnistískt stjórnarfar. Sovét-
stjórnin ber mikið og einlægt
traust til hernaðarmáttar síns. en
hún lítur Rauða herinn ekki þeim
augum, að hann sé tælci til þess
að leggja heiminn að fótum Sovét-
ríkjanna, heldur vörn gegn íhlut-
un Bandaríkjanna til þess að
reyna að sporna gegn óhjákvæmi-
legri þróun — fyrir fram ákveð-
inni heimsbyltingu.
Ég varð á margan hátt fróðari
eftir þessar viðræður — ekki hvað
sízt vegna þess, að ég er viss um,
að við ræddumst við í einlægni
og ekki var reynt að blekkja.