Tíminn - 27.04.1961, Qupperneq 7
VETT'WA.NIaUR ÆSKUNNAR
RITSTJÓRI: JÓN ÓSKARSSON
ÚTGEFANDl: SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMANNA
TÍMINN, fimmtudaginn ... apríl 1961.
Herinn hverfi af landi brott
Ef heppnin er með?
Framsóknarflokkurinn
hefur á undanförnum áratug-
um gegnt forystuhlutverki í
íslenzkum stjórnmálum. Hann
hefur stutt og barizt fyrir
hverju því máli, sem til hags-
bóta hefur mátt ver8a fyrir
þjóðina. Hann hefur stutt sam
vinnuhreyfinguna og verka-
lýðssamtökin í baráttu þeirra
fyrir þeim bættu lífskjörum,
sem þjóðin hefur öðlazt á und
anförnum áratugum. Hið glæsi
lega framfaratímabil, sem nú
er að baki, er ekki hvað sízt
tímabil Framsóknarflokksins.
Svo sem getið var í síðasta Vettvangi, er aðalfundi
sambandsstjórnar S.U.F. nýlokið. — Vettvangurinn hef-
ur góðfúslega fengið leyfi formanns S.U.F. til að birta
lokaorðin í skýrslu þeirri, er hann flutti fundinum.
tökin og samvinnuhreyfing-
una, sem hvort tveggja hafa
átt drýgstan þátt í að skapa
þjóöinni þau lífskjör, sem
hún hefur búið við að undan
förnu. Framsóknarflokkurin'n
er eini öfgalausi vinstriflokk
lurinn í landinu, þar sem at-
vinnuþiggjendur og atvinnu-
■ veitendur geta tekið hönd-
! um saman.
Nokkur atriði úr skýrslu formanns S.U.F.
ÖRLYGUR HÁLFDÁNARSON,
formaður S.U.F.
Um þessar mundir eru veð-
ur válynd í íslenzkum stjórn
málum. Hver holskeflan á
fætur annarri ríður yfir hið
íslenzka þjóðfélag. Öfl aftur-
halds og einokunar hafa setzt
að völdum með þeim afleið-
ingum, sem hvarvetna blasa
við. Þessi óheilla öfl hyggj-
ast taka aftur af almenningi
allt það, sem áunnizt hefur
í lífskjarabaráttu hans síð-
ustu árin. Völdin og eignirn
ar hyggjast þessi öfl nú færa
aftur á fárra hendur. Sú ó-
gæfa hefur hent Alþýðuflokk
inn að gerast afturhaldssam-
asta deild íhaldsins og hverfa
algjörlega frá uppruna sln-
um. Alþýðuflokkurinn, sem á
sínum tíma gegndi merkilegu
hlutverki í kjarabaráttunni
lýtur senn þeim örlögum að
hverfa algjörlega af sjónar-
sviðinu. Þjónkun kommúnista
við erlent vald dæmir þá al-
gjözlega frá forustu í málum
hinna vinnandi stétta og um
hinn svokallaða Sjálfstæðis-
flokk þarf vart aö fara mörg
um orðum. Hin réttu eyrna-
mörk hans koma alltaf fram
undan dulargerfinu, hversu
mikið sem reynt er að fela
þau.
Framsóknarflokkurinn hef-
ur ætíð stutt verkalýðssam-
Ungir Framsóknarmenn
mótmæla ráðstöfunum ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmál-
um og þeirri skerðingu lífs-
kjara, sem þær hafa í för
með sér.
Ungir Framsóknarmenn
mótmæla svikum ríkisstjórn-
arinnar í landhelgismálunum
og fordæma alla undanláts-
semi við erlendar þjóðir, jafnt
í austri sem vestri.
Ungir Framsóknarmenn
vilja að varnarsamningnum
sé sagt upp og að hinn er-
lendi her hverfi úr landinu
þegar í stað, en að kappkost-
uð sé góð samvinna við allar
þjóðir, einkum þær sem okk
ur eru skildastar menningar-
og stjórnarfarslega.
Ungir Framsóknarmenn
munv, var'öa braut Fram-
sóknarflokksins og styðja
hann í farsœlli vinstri-
stefnu, stefnu framsóknar,
fmmfara og frelsis.
Innan skamms verður veltuhappdræíti F.U.F. í Rvík
hleypt af stokkunum. Margir góðir vinningar eru í boði
og má þar á meðal nefna ferð á hina glæsilegu tónlistar*
tónlistarhátíð í Edinborg, ásamt ferð um skozku há-
löndin, sem eru rómuð fyrir fegurð.
Áformað er, að dregið verði í happdrættinu þrisvar
á þessu ári og fá þeir, sem þátt taka í öll skiptin, félags-
skírteini F.U.F. í kaupbæti.
Nokkrir fundarmanna á aöalfundi sambandsstjórnar S.U.F.
Gera þarf úttekt á íhaidsand-
stæðingum, sem íhaldið hrósar
Eftirfarandi bréf barst Vett-
vangnum ekki alls fyzir löngu.
| Við birtum bréfið ýmsum til
i umhugsunar.
Ég sá núna á dögunum
grein í ísafold, sem var eftir
Pál Kolk-a, og fór að rælni að
lesa hana. Þetta var, eins og
Um nokkurt skeið hefur verið
starfrækt niálfundanámskei'ð í
Hafnarfirði á vegum F.U.F. þar.
Leiðbeinandi á námskeið'inu hefur
verið Hörður Gunnarsson, erindr.
S.U.F. Námskeiðinu lauk sl.
fimmtudag. Þá mættu á námskeið
inu Jón Skaftason, alþm. og Guð-
mundur Þorláksson, form. Fram-
Málfundanámskeiði FUF
I Hafnarfirði lokið
sóknarfél. Hafnarfjarðar. Arnór
Valgeirsson mætti af hálfu S.U.F.
Fluttu þeir allir ávörp. Þátttak-
endur færðu leiðbeinanda að gjöf
ljósmynd af Hafnarfirði. Að lok-
um var þátttakendum og gestum
námskeiðisins boðið til kaffi-
drykkju.
vænta mátti, órökstudd
skammargrein af mjög svo
subbulegri tegund og þarf
ekki að lýsa því frekar, en
hún hófst á þessum orðum:.
„Lífið væri miklu'einfaldara
ef maðurinn hefði enga sál“.
Af þessu tilefni urðu til þrjár
vísur og set ég þær hér til
gamans. Það er, vona ég, frek
ar stutt ræða, en mér skilst
að sumír á stjórnarheimilinu
vilji hafa ræður stuttar.
Ég var að lesa eftir Pál,
því enn er karl að skrifa
að, ef menn hefðu enga sál
einfalt væri að lifa.
Eigi veit ég um hann Pál
en það finnst í sögum,
að ekki höfðu allir sál
áð'ur fyrr á dögum.
i
j Þetta skýra má það mál,
! að maöurinn ekkert víti
j hræðist, fyrir herra Pál
hann þó liðugt kríti.
| Þetta er lítið tilefni til
skriftar en ég vil líka geta
þess, að í þessari sömu grein
gamla læknisins, segir hann
að yngri framsóknarmennirn
ir séu mikið verri en þeir
1 gömlu. Þetta gladdi mig. —
Ekki af því að ég er orðinn
gamall, heldur af því að mér
finnst jafnan þurfa, og auð-
vitað án allra hleypidóma, að
gera eins konar úttekt á þeim
íhaldsandstæðingum, sem
verða fyrir þeim ósköpum að
íhaldið fer að hæla þeim, þó
í litlu sé.
Með beztu árnaðaróskum til
ungu Framsóknarmannanna.
Þórarinn Þorleifsson, Skúfi