Tíminn - 27.04.1961, Side 11
T.ÍM3NN, fimmtudaginn Jt%. aprfl !961,
Nýjar fréttir af
hinu og þessu
1717 svarar
ekki meira
Símanúmerið Vín 1717 svarar
eki framar. — Þetta númer hef-
ur áratugum saman verið frægt
víða um heim, því með því að
hringja í það, gátu menn fengið
nýjasta brandarann í Vín, nýjan
á hverjum degi.
Austurríski síminn hefur ým-
iss konar þjónustu þessu svipaða
á staifsemi sinni. Það er hægt að
fá matseðilinn í veitingahúsinu,
sem maður ætlar að fara á, það
er hægt að fá fallegar sögur til
að segja litlu bömunum, áður en
þau fara að sofa, verðið á kál-
inu á grænmetismarkaðinum,
nýjustu fréttir, o.s.frv., en ekki
fleiri brandara.
Yfiimaður símans segir, að
það sé ekki vegna þess, að svo
fáir hringi í númerið, að þetta
hefur verið lagt niður. Það eru
erfiðleikarnir við að finan góðan
brandara á hverjum degi, sem
hefur bundið enda á starfsemi
1717. — Það er svo fátt skemmti
legt, sem gerist nú á dögum, seg-
ir hann að lokum.
Vinir og ættingjar
Kennedys
Það er athyglisvert, að svo til
allir karlkyns ættingjar og vinir
Kennedys Bandaríkjaforseta
hafa fengið vinnu hjá hinni nýju
stjórn. Það var þess vegna, sem
Demokratinn Herbert Legg frá
Seattle Iét sér eftirfarandi um
munn fara:
Kennedy er eins og Englend-
ingur að því leyti, að hann hefur
mjög ákveðhar hugmyndir um
vini sína og ættingja. Hann veit,
að vinir hans og ættingjar eru
hæfir til vandasamra starfa, —
ella væru þeir ekki vinir hans
og ættingjar!
Lítil sala !
benzíninu
Maður, sem er nýkominn heim
eftir farðalag í Bandaríkjunum,
segist hafa séð spjald við benzín-
stöð í Georgíafylki með þessari
athyglisverðu áletrun:
VIÐ SELJUM EKKI BENZÍN
Á IIELGUM DÖGUM — OG
ALLTOF LÍTIÐ Á VIRKUM
DÖGUM
Hæsta flughöfn
Evrópu
Hæsta flughöfn Evrópu — og
sú fyrsta í heimi, sem gerð er
uppi á jökli— er nú nærri full-
gerð. Hún er í Alpafjöllunum,
skammt austan við Genfarvatn.
Þessi flughöfn, sem einkum mun
ætluð skíðamönum og jöklaför-
um, er í 3000 metra hæð yfir
sjávarmáli. Skíðamennirnir og
jöklafararnir geta komizt með
flugvélum alla leið upp á jökul-
inn, og langi þá að' skreppa niður
í bæina fyrir neðan. Lausanne,
Vevey og Montreux, geta þeir
skroppið það með svifbrautum,
sem í þremur áföngum flytja far-
þegana niður í 1500 metra hæð.
Vegna þess, hve flugvöllur þessi
er ofarlega, er loftið orðið mun
þynnra en á jafnsléttu, og þess
vegna verður að hafa lendingar-
brautirnar lengri en venjulegt er
í hinum stóru, alþjóðlegu flug-
höfnum. En þess í stað er búizt
við óvenju stöðugu og góðu veðri
þarna uppi.
Gjafirnar
sótthreinsaðar
Ef dæma skal eftir póstinum,
sem honum berst, er John Kenn-
edy vinsælasti forsetinn, sem
setið hefur í Bandaríkjunum.
Hann fær hvorki meira né
minna en 30 þús. bréf á dag.
Meira að segja Ike komst aldrei
hærra en í 15 þús. bréf á dag —
sem sagt ekki nema hálfdrætt-
ingur við Kennedy, jafnvel ekki
meðan han var vinsælastur. Og
einkaritari frú Kennedys fær
einnig álitlegan búnka bréfa til
að svara, þar af svo sem 30 á
dag á frönsku. Og Carolína litla
fær einnig sitt. 300 bréf á viku
og sand af gjöfum, sem öryggis-
eftirlitið hefur þó harla mikinn
ýmugust á. Canolína litla fær
engar gjafir afhentar, fyrr en bú
ið er að gegnumlýsa þær með
röntgengeislum.
Stálu benzíni á stol-
inn bíl til að keyra
á þýfi
Sjálfsalaeigendur á Norður-
Sjálandi áttu ekki sjö adgana
sæla nú fyrir skemmstu. Dag
eftir dag voru sjálfsalarnir fullir
af fölskum tveggja krónu pen-
ingum, og búið að hirða úr þeim
allt það, sem átti að færa tekj-
urnar. Það var ekki fyrr en búið
var að ræna 43 sjálfsala á þenn-
an hátt, að lögreglan hafði hend-
ur í hári ræningjanna, og reynd-
ust það vera hjón. Bil höfðu þau
undir ránsfeng sinn, en hann var
stolinn líka. Og til þess að kór-
óna allt saman, höfðu þau ekið
honum 5000 km vegalengd — og
stolið öllu bensíninu, sem til
þess þurfti!
Aladrgamall þræll
kvænist í 8. sinn
Það var einkennilegt brúð-
kaup, sem haldið var í kapellu
einni í Chicago í síðustu viku.
Þar giftust þau Cornelius Hanks
Williams Jones og Annie
Wardne. Annie er 72 ára að
aldri. En það sögulega við brúð-
kaupið' var það, að brúðguminn
er fyrrverandi þræli, og kvæntist
nú í áttunda sinn. Hann er ná-
kvæmlega 100 ára gamall.
Nú er veturinn giftusamtega liðinn, og vlS flýtum okkur að galopna gluggana til þess aS hleypa sólskinlnu Inn.
ÞaS er ekki amalegt veSrið þessa dagana.
Er hættulegt að anda
djúpt við sjóinn?
Sýnishorn aí bréfaskriftum í Bandaríkjunum
Flest tímarit ,sem vilja
telja sig með þeim betri,
hafa svokallaða bréfakassa,
sem svara til Póstsins í Vik-
unni hér, þar sem fólk getur
fengið lausn á ýmsum vanda-
málum sínum og komið sumu
á framfæri, sem ekki fellur
sérstaklega undir annan lið.
Oft eru þessi bréf harla
hlægileg, séð frá sjónarhóli
móttakandans, bæði vegna
skrýtilegs ritháttar og fram-
sagnar, auk furðulegra hug-
mynda, sem skjóta upp koll-
inum.
En fleiri fá undarleg og bros-
leg bréf en blöðin. Bandarískur
höfundur hefur gert sér það til
dundurs að taka saman heil
þannig bréf og brot úr öðrum, og
gefið þau út, almenningi til
skemmtilesturs. Hér á eftir fara
nokkur bréf úr bók hans, sem
hann kallar Kæri læknir. Bréfin
eru í bréfasafni nokkurra banda-
rískra lækna, sem gáfu honum
leyfi til þess að hnýsast í safnið:
Kæri læknir.
Hvað á ég að gera? Ég hef á-
hyggjur út af syni mínum, því að
hann hefur áhyggjur af því, að
ég hafi áhyggjur út af honum.
N.O.
Kæri læknir.
Þér sögðuð mér að fara til sál-
fræðings. Getur hann læknað
mig í fötunum?
Juanita.
Kæri læknir.
Pabi minn, sem er 60 ára, er
að missa tennurnar, og það sama
er að 6 ára syni mínum. Getur
það verið, að gamli maðurinn
hafi smitað hann?
J.D.
Kæri læknir.
Mér líður ekki vel. Hvernig
lýsa þessir nýju sjúkdómar sér?
Lísa.
Kæri læknir.
Ég stama afskaplega mikið.
Getið þér læknað mig af því, áð-
ur en strákurinn, sem ég er með,
kemst að því?
Fanny.
Kæri læknir.
Eins og yður rekur ef til vill
minni til, ráðlögðuð þér mér að
forðast salt. Nú langar mig að
spyrja yður að því, hvort það
myndi vera hættulegt fyrir mig
að anda djúpt, þegar ég er við
sjóinn?
John.
Kæri læknir.
Eftir allt, sem þér gerðuð við
mig, varð' ég loksins ófrísk. Inni-
legar þakkir.
Winnie E.
Kæri læknir.
Ég þarf að panta hjá yður
tíma til tannviðgerða. Það skal
tekið fram, að skemmdin er
mjög lítil, og ég vonast til, að
reikningur yðar verð'i af sam-
bærilegri stærð.
Virðingarfyllst
Lester D.
Kæri læknir.
Ég þjáist af svefnsýki. Ætti ég
að taka mér frí og sofa hana úr
mér?
R.N.
Kæri læknir.
Mér þykir fyrir því, að ég hef
ekki handbæra peninga til þess
að borga yður núna. — Þér setj-
ið skemmda nýrað vonandi ekki
í mig aftur fyrir því?
Harvey C.
systkinin sfn, þegar mamma er aS
verzla, ekki hvaS sízt, þegar maS-
ur þarf líka að hugsa um litla
brúðu í vagni . . .