Tíminn - 27.04.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.04.1961, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, fimmtudaginn 27. aprg 1961.- lokaði glugganum og gekk aftur að rúminu. Þegar hann kom niður í borðstofuna morguninn eftir var Clive að Ijúka við að drekka. Það var aðeins lagt á borð fyrir tvo og yfirþjónn inn, hr. Rogers sagði að frú Charles snæddi morgunverð- ínn alltaf í rúminu og Garv- ln heima 1 „Krossgátunni" — Þá er enginn til að trufla okkur fyrsta kastið, sagði Clive þegar þjónninn var farinn fram. — Flýttu þér að tína í þig, svo förum við út og skoðum þennan múr, sem gamli maðurinn á að hafa klifrað yfir. Mark leit gremjulega á hann. — Ertu enn að hugsa um hvaða máli það skiptir, hvernig hann komst inn í garðinn. — Eg get ekkl séð nelna skynsamlega lausn á þvi hvers vegna svona fjörgam- all maður tekur allt i einu upp á að klifra yfir háan múr vegg, sagði Clive þverlega. — Ætlar þú að koma með eða hefurðu ekki áhuga á mál- inu? Mark varp öndinni mæðu- lega og nokkrum mínútum síðar fylgdist hann með Clive niður í rhododdendron-skóg- argöngin. Þetta var fagur morgun, hlýtt sólskinið fékk ljótu App ollostyttuna til að vlrðast næstum tignarlega. Þeir ruddu sér braut gegnum nokkrar raðir af barrtrjám og þegar þeir komu auga á múrinn, blistraði Mark af undrun. Hann var byggður úr traustum steinum og virt- ist um það bil tveggja metra hár. Mark fann að hann hafði smitast af forvitni Clives til að vita hvernig í ósköpunum gamli maðurinn hafði getað klifrað yfir. Hafði hann raunverulega lagt svo mikið erfiði á sig, með það fyrir augum að frelsa eina synduga sál. — Hann hlýtur að hafa notað stiga, sagði Clive hugs andi og gekk alveg að múrn um, sem gnæfði yfir hann. — Og hann getur ekki hafa séð ungfrú Brent héðan frá, trén eru svo þétt að þau skyggja alveg á útsýn inn í „Skógargöngin", sem er eini möguleikinn á að hann hafi heyrt til hennar. — Tja, hvað skal segja, samsinnti Mark. — Það er að visu mjög rólegt og kyrrt hér, hann hlýtur að hafa heyrt til hennar — og það kann að vera að hún hafi talað óvenju hátt. Hún fór hingað til að vera ein og geta lesið eins hátt og hún þurfti. Clive kinkaði kolli hugs- andi. — Gott og vel, við skul um athuga málið. Þú ferð inn í „Skógargöngin“ og ferð með Ijóð eða sögu. Eg fer út fyrir. Mark leit forviða á hann. — Eg . . . . að fara með ljóð. — Já, ekkert er hægara, hrópaði Clive óþolinmóður. Flýttu þér áður en hin koma og fara að ígrunda hvað við höfum fyrir stafni. Það er alveg sama hvað, bara eitt- hvað og æptu eins hátt og þú getur . ... ef ég heyri ekki til þín út á veginn skal ég koma strax aftur. Mark gekk aftur inn í „Skógargöngin“. Honum gazt ekki að þessari tilraun og hann vonaði innilega að eng inn annar en Clive myndi heyra til hans, þegar hann fór að ganga fram og aftur fyrir framan Appollostyttuna og þylja: — Bless, bless, litla lamb, áttu nokkra ull . . . . Hann mundi ekki meira og byrjaði aftur, en það rifjað- ist ekkert upp, svo að hann breytti um og tók annað fyr- ir . ir: — Litla barn með Ijósa lokka, pú skalt fá nú fína sokka . ... og vonaði að Clive kæmi fljótlega. — Litla. barn með tíu tær, ðráðum verðuruð falleg mœr . . , . öskraði hann inn í runn ana. Þegar hann þagnaði til að ná andanum, heyrði hann undrandi rödd að baki sér: — Aldrei á ævi minni hef ég heyrt annan eins hávaða. Mark snerist snarlega á hæli, eldrauður af feimni og sá Con Garvin koma fram úr runnanum hjá sundlaug- inni. Hann hló dátt þegar hann sá vandræðasvipinn á Mark. — Eruð þér búnir að vera hér lengi? spurði Mark kulda lega. Garvin glottl. — Eg er bú- inn að heyra allt um „Litla barn með ljósa lokka . . . . “ Hvað í fjáranum á þetta að þýða. Áður en Mark gafst tóm til að svara, birtist Clive. — Mark, hvers vegna seg- irðu ekkert, hrópaði hann gremjulega, og þagnaði þegar hann kom auga á Garvin. — Þú ætlar þó ekki að segja mér þú hafir ekki heyrt til min, sagði Mark furðulostinn. Garvi nhl óhjartanlega. — Þá hljótið þér að vera heyrn arlaus, Fenton! Hvað voruð þér eiginlega að gera? Eruð þér kannski leikari og voruð að æfa nýtt hlutverk . . . . ! — Eg heyrði ekki nokkurn skapaðan hlut, sagði Clive al vörugefinn. — Svo að „Bróðir Villi“ gæti ekki ahfa heyrt til ungfrú Brent. Hláturinn þurrkaðist af andliti Garvins, og hann leit hvasst á mennina tvo. — Hvað eruð þið eiginlega að fara? spurði hann. Treglega útskýrði Clive til gang þeirra Marks og Gar- vin leit óttasleginn á þá. — Og þér heyrð'uð ekki til hans, Fenton? Clive hrissti höfuðið. — Það er merkilegt. Gar- vin hrukkaði ennið. — Ef hann hefði komið eftir heim reiðinni hlytu einhver áð hafa séð hann. Það var fullt af fólki hér þá. En nú verð ég að fara.........sé ykkur seinna. Hann snerist snöggt á hæli og gekk á braut. Mark horfði hugsandi á eftir honum. Það var dálítið sem hann þurfti að segja Clive áður en hln kæmu. Að Antonia hefði orðið þess vís- ari að Roy Faverham var skot inn með byssu úr safni Cons Garvin. — Við skulum bregða okkur í bifreið, stakk hann upp á. — Það er dálítið sem ég þarf að segja þér áður en þau koma og ég vil helzt vera viss um að enginn heyri það. 10. kafli. Klukkan var að verða eitt þegar þeir komu aftur til hússins. Það hafði tekið Mark hálfa klukkustund og tvö öl- glös að fá Clive til að fyrlr- gefa sér að hafa ekki sagt frá því sem Antoni hafði sagt honum um byssuna. Þegar þeir beygðu upp að húsinu sáu þeir að tveir bíl- ar voru þar fyrir. Mark þekkti þar annan sem bíl Antoniu og gleði og eftirvænting gerði vart við sig hjá honum þegar hann fylgdist með Clive inn nokkrum mínútum síð'ar. Setustofan virtist full af ó- kunnugu fólki en hann kom strax auga á Antoniu. Hún stóð alein við gluggann og horfði út um hann og virtist hálf umkomulaus eins og hún væri að hugleiða hvað i ó- sköpunum hún væri að vilja hingað. Hann gekk til henn- ar og þegar hún sneri sér við og sá hann, tók hann eftir að það birti yfir svip henn- ar. Hann hafði ekki tima til að tala neitt að ráði við hana, því að bjallan klingdi til merkis um að málsverður væri framreiddur. Frú Char- les kynnti hann í snarheit- um fyrir hinum .... Sonja Hastings, eiginmanni henn- ar, Tom Hastings og Noll Chambers. Þegar hann settist beint á móti Sonju og eiginmanni hennar, fró hann að hugsa um hvað þau væru undar- legt par, og hann hugleiddi hvað hefði valdið að svo ó- venjufögur kona og Sonja hefði giftst jafn hversdags- legum manni og Tom Hast- ings. Hann var lágvaxinn, miðaldra maður og all þrek- inn. Það eina sem var geð- feltl við hann var röddin, sem var hljómmikil og hlý- leg. Noll Chambers sem sat hægra megin við hana, hefði hæft henni betur. Og eftir framkomu unga leikarans að dæma var hann ekkert mót- fallinn að taka sæti eigin- mannsins. Hann var allt sem Hastings var ekki, hávaxinn, glæsilegur og geðugur, en hann var líka meðvitandi um kosti sína. Mark leit af og til á Sonju og skildi vel, hvers vegna Roy Faversham hafði litist vel á hana. Andlit hennar var óvenju frítt, húðin sérlega fögur, og græn stór augun hálflukt af svörtum augna- hárum, sem honum fannst að hlytu að vera svikin. Rautt hár hennar bylgjaðist um herðar niður. En það voru duttlunga og fýludrættir um hverfis vel lagaðan munninn og rödd hennar var full fyrir litningar í hvert sinn sem hún talaði til manns sins. Stórkostlega fögur kona, hugs aði Mark, en ekki sérlega geð þekk — og áreiðanlega ekki hamingjusöm í hjónaband- inu. Fimmtudagur 27. aprll: 8.00 Morgunútvarp. 8,30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á frívaktinni", sjómannaþátt ur (Kristín Anna -Þórarins dóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Lög úr óperum. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Páls saga biskups; m. — sögu- lok (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Sigurð Þórðarson. c) Sigurbjöm Stefánsson frá Gerðum fer með frumortar stökur. d) Frásaga: Frá Róma borg (Sigurveig Guðmunds- dóttir). e) Kvæðaiög: Ormur Ólafsson og Jóhannes Benja- mínsson kveða. 21.45 fslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum éttum (Æva-r R. Kvaran leikari). 22.30 Norræn tónlist, 23.10 Dagskrárlok. KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 26 ítalska hússins >24 EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 75 — Orrustan var í fullurri gangi. Konurnar börðust við hlið karl- mannanna til varnar borginni. Þær söfnuðu grjóti, til þess að gröta óvinina með, en karlarnir fylktu sér í vígin. Tveir manna hvíta hrafnsins komu til Eiríks og báðu um leyfi til þess að berjast með. — Gott, sagði Eiríkur. — Okkur veitir ekki af. Síðar, þegar Eiríkur sá menn hvíta hrafnsins berjast við hlið manna Glenndann- ons, kom honum í hug, að ef til vill yrði orrusta þessi til þess að sætta Glennandon og hrafninn. Menn Ragnars réðust nú á borgar- hliðin með röftum, en með ótrú- legri bogfimi sinni felldi Axi þá hvern á fætur öðrum. Þá heyrðist mikill hávaði hinum megin á borg- inni, og Eiríkur flýtti sé þangað. Þá rann þáð upp fyrir honum, hvers vegna menn Ragnars höfðu ekki lagt meira að sér við borgar- hliðin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.