Tíminn - 30.04.1961, Side 12

Tíminn - 30.04.1961, Side 12
12 T I M I N N, sunnudagnm 30. april 1961. Rabbað við Magnús Stefánsson sjötugan (Framhaid af 6 síðu) lafandi skottið. Að vísu gat ég fengið góða jörð og ágætan bú- stofn. En það kostaði æma pen- inga og ekki viðlit að fá lán. Bank inn gaf mér það svar að nú mætti ekki lána í landbúnað .aðeins út- gerð. Ég fór til Eskifjarðar í úti- búið þar, fékk sömu svör. Og þar var búið að lána út alla peninga í smávíxlum sem ekki fengust inn heimtir. Ég skrifaði bankanum í Reykjavík, þeir skrifuðu mér aft ur og sögðu mér að það væru útibú á Seyðisfirði og Eskifirði. Svo fór ég suður. Malarastörf og húsakaup — Hvað tók þar við? — Þá hafði mjólkurfélagið ný- lega keypt kornmyllu til landsins, Mn var höfð í húsi við Vatnsstíg. Ég réðist til þeirra sem malari og hélt það út í 2 ár. Það er versta vinna sem ég hef komizt í. Ég varð oft að vinna á nóttunum, því við höfðum ekki undan að mala. Þarna voru fjórar dyr opnar all- an daginn, kornið var flutt þar út. En af þessu varð mikið ryk og ég varð vondur fyrir brjósti. Mér fannst orðið erfitt að standa í þessu hvíldarlaust og leitaði til læknis. Hann skipaði mér að hætta. Og þá fór ég í Ríkið. Þar var ég í 7 ár, fram til ársins 1935. Ég réðst i að kaupa lítið hús hér í Laugarásnum þegar ég kom suð- ur, það kostaði 7000 krónur en ég átti ekki eyri. Þá fór ég á fund Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra og hann lánaði mér 5000 krónur fyrir útborguninni. Næsta ár átti ég að standa í skil um með afganginn en átti ekki eyri. Ég fór til Magnúsar á ný og bar mig upp við hann. Magnús •$agði mér að koiha á mörgunn Eg fór heim í þungum þönkum og þá tók konan á móti dauð- skelfd. Sagði mér að þarna hefðu komið tveir menn um daginn, gengið allt í kringum húsið og gert alls konar mælingar. Hún þóttist sannfærð um að nú ætti að taka kofann lögtaki. — Næsta dag fór ég til Magnúsar, Iánið fékk ég og það kom í Ijós að menn, irnir tveir höfðu verið frá hon- um. Hinir fimmtán ofnar stjórnarráðsins — Þú starfaðir við nýja dag blaðið? — Það var ekki nema stutt, tvö ár. Raunar átti ég ekki að vera lengur en nokkra mánuði. Og árið 1938 gerðist ég dyra- j vörður í Stjórnarráðinu. Ég ætl- aði aldrei þangað inn, ég var eig- inlega rekinn í þetta. Og mér| leiddist svo í fyrstu að ég var alveg að verða snarvitlaus. Til marks um það er lítið dæmi: Ég tók dálítið í nefið og átti gríðar- stórar silfurdósir sporöskjulagað- ar. Ég skipti við Jón í tóbaks- 1 búðinni Havana. „Þetta er í þriðja sinn sem þú kemur í dag að fá í dósimar", sagði Jón við mig og var alveg gáttaður á því t hvað ég gat i mig látð. Og launin voru heldur lág. En. við hjónin rákum dálítinn búskap um þetta leyti. Höfðum 6—8 belj- ur og um 600 hænur. Krakkarnir unnu við þetta með okkur en þó bitnaði það fyrst og fremst á kon- unni .Þetta var ákaflega erfitt því | ég þurfti að vera kominn niðuri eftir kl 9 og þá voru ekki strætis vagnarnir úr Laugarásnum. Þar við bættist að ég var oft að flækj ast í félagsmálum í bænum og þá varð ég að vita af konunni bera vatn í gripina. En samkomulagið var gott og við gengum að þessu með oddi og egg, strákamir fóru að slá um leið og þeir náðu niður á spaðann á sláttuvélinni. Seinna fluttum við í lítinn bú- stað bak við stjórnarráðið og höfð um fría husaleigu, ljós og hita. Þó var þar galli á gjöf Njarðar, kola- geymsla stjórnarráðsins var undir hjónaherberginu og upp úr klukk an fjögur á hverjum morgni fóru stúlkurnar að brjóta þar kol í þessa 15 ofna stjórnarinnar. Eftir það var náttúrlega ekki svefnfrið- ur og einkum lagðist svefnleysið þungt á konuna. Heiðursmenn í fasteignamati — Urðu engin skemmtileg atvik í dyravarðarstarfinu? — Ekki svo að í frásögur sé færandi, mitt starf var aðallega í því fólgið að leiðbeina gestum sem áttu erindi í stjórnarráðið. Um eitt skeið hafði ég aukastarf á hendi, var skipaður í fasteigna- mat ásamt tveimur velmetnum og virðulegum borgumm sem þá voru orðnir heldur aldurhnignir og búnir að lifa sitt fegursta. í fyrsta sinn sem við fómm út, kom í Ijós að annar þeirra var því sem næst blindur, hann sá ekki hvort vom gluggar á húsi sem við stóð- um við. -Hinn hafði góða sjón en gat ekki unnið nema hálftíma í einu, eftir það fór hann bara að fletta blöðunum í bókinni fram og aftur. Þar við bætist að sá blindi var sífellt að leita aðstoðar hans og hjálpar, svo vinnan gekk heldur treglega. En þetta vora báðir heiðursmenn. ★ Nú hefur Magnús reist sér stórj; og vandað hús ásamt börnum sín um og tengdabörnum í Laugar- ásnum og gamli kofinn sem kost- aði 7000 krónur stendur í hlað- varpanum, heldur umkomulaus innan um reisn nýja tímans. Það er lærdómsríkt að virða fyrir sér afmælisbarnið, sem eitt sinn stóð sólarhringinn allan yfir fé .kirtla- sjúkur með innfallið brjóst og sár sem aldrei greri. Það er erfitt að ímynda sér að hér standi þessi sami smaladrengur, sjötugur ung lingur .hávaxinn og teinréttur, léttur á fæti, glaðlegur og hýr, meðan hann lætur hugann reika og það snarkar þægilega í pípunni hans. Jökull. Fljótum ekki sofandi (Framhaid aí 5. síðu.) eða til að afla lýðhylli, þar sem stórir hópar fólks koma saman, er ekki alltaf það, sem fólkið vantar. Loforð, sem gefin em við slík tækifæri, vilja því miður alltof oft gleymast. Staðreynd er það, að þegar sér- stök tilefni gefast, eins og t.d. á þeim dögum, sem hinar ýmsu stétt ir hafa valið sér að baráttu- og hátíðisdögum, þá er fólkið stéttvís- ara en ella. Menn staldra þá gjarn- ann við, líta til baka og fram á veg. Brjóta vandamálin til mergj- ar. Komast að ákveðinni niður- stöðu, um orsakir, afleiðingar og útbætur. Síðan líður hið sérstaka tilefni framhjá. Lífið færist aftur í sinn vana reglubundna farveg. fhyggli manna og þörf til að brjóta vanda- málin til mergjar minnkar, orsak- ir og afleiðingar gleymast, og úr- bætur korna aldrei til fram- kvæmda. Þetta er rifjað upp nú í dag, til að undirstrika í meðvitund manna, þann sígilda sannleika, að orsakir þess, hvað íslenzkum verka lýð hefur sótzt hægt á braut til bættra lífskjara, miðað við þá bar- áttu, sem að baki er, liggja í því, að stéttvísi verkalðýsins hefur ekki verið nægilega mikil. Orð og athafnir hafa ekki farið saman. Stéttvísina hefur aðeins verið að finna á hinum stóru stundum. Þess á milli hafa ýmiss konar persónu- leg sjónarmið, velvilji til atvinnu- rekandans, eða þægð við flokks- forustuna, ráðið meiru um afstöðu manna. Þetta er rifjað upp til að minna á það, að því aðeins er að vænta jákvæðs árangurs af starfi, að 1. MAÍ 1961 Álþýðusamband Islands flytur öllum sambandsfélögum sínum og' öðru landsfólki beztu árnaðaróskir í tilefni dagsins. MiÖstjórn Alþýðusavibands Islands Orgelfréttir Lindholm kirkjuorgel hafa 3—19 raddir og 14—33 registur. Þau hafa reynzt prýði lega t íslenzkum kirkjum, enda eiga bau að þola alls konar loftslag og mishituð húsakynni. Nánan vitneskja fæst hjá undirrituðum. Elías Bjarnason, sími 14155. Framtiðarlandið segja margir að sé bezta bók Vigfúsar. Eignist þessa fróðlegu og skemmtilegu ferðabók meðan þess er kostur. Bifreiðasala Björgúifs Sigurðssonar — Hann selur bíiana. Simar 18085 — 19615 starfið sé þrotlaust og sjálfu sér samikvæmt, og það sé ekki látið viðgangast, að það sé rifið niður í dag, sem byggt var upp í gær. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir þeim verkamönnum og þeim verkakonum, sem telja sig vita hverjar orsakir liggja til þess, að þeirra launakjör og lífsafkomu- möguleikar eru miklu lakari en gerist í nálægum löndum, hverjar afleiðingar sú þróun muni hafa í för með sér, og hverra úrbóta sé kostur, að það er heilög skylda þeirra, að fljóta ekki sofandi að feigðarósi. Hinir, ef einhveijir em, sem ekkert sjá að í þessum efnm, leita engra orsaka, skynja ekki afleið- ingar og teija því úrbóta ekki þörf, — þeim ber að halda að sér höndum, og hafast ekkert að. En um þá og við þá mætti segja eins og frelsarinn sagði forðum: „Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera.“ V«V*V«V‘V*V«V«V«V« V»V*V»V*V •V*W*‘ .*v*v*v*v*v«v*v*v Dagsbrúnarmenn Allir undir fána félagsins í 1. MAÍ hátíðahöldunum Eining er afl Gleðilega hátíð Verkamannafélagið Dagsbrón ,*v*v*v»v*v»v»v»v»v»v*v»v»v Húsvorður óskast við fjölbýlishús í Reykjavík. — Upplýsingar í síma 35186 kl. 8—9 næstu kvöld. •V*V*V*V*VV*V*V*‘ Matsveina- og veitingaþjónaskólanum verður slitið í dag kl. 3 síðdegis. Skólastjóri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.