Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 1
Áskriftai'síminn er 1-23-23 | IÖ2. tbl. — 45. árgangurA Sunnudagur 7. maí 1961. Dr. Jón Vestdal, forstjóri Sementsverksm. ríkisins: ,,Steypan mun sigra malbikið“ Blaðið átti tal við dr. Jón Vestdal, forstjóra Sements- verksmiðju ríkisins, í gærdag og leitaði frétta af rekstri verksmiðjunnar. Fara helztu atriði viðtalsins hér á eftir: — Eins og kunnugt er hófst framleiðsla verksmiðjunnar 1958, sagði Jón. — Það ár var sements notkun í landinu 94 þús. lestir og framleiddi Sementsverksmiðtjan og seldi 30 þús. lestir af því magni. 1959 nam notkun sements í landinu rúmum 84 þús. lestum og var það eingöngu sement frá Sementsverksmiðjunni. 1960 fór sementsnotkun í landinu niður í SementsverksmiÓjan hefur ekki lánaft poka af sementi enn, jþrátt fyrir yfirlýsingar bæj- arstjórans á Akranesi 69 þús. lestir. Framleiðsla verk- smiðjunnar nam híns vegar 90 þús. lestum og söfnuðust því birgðir af sementi. Þó voru fluttar út 1580 lestir. Það er engu hægt að spá um það, hver sements- notkunin verður á þessu ári, en frá byrjun þessa árs til aprílloka hafði Sementsverksmiðjan selt 9014 lestir af sementi innanlands. — Hvað um útflutninginn í ár? — Þag.hefur verið samið um sölu á 20 þús. lestum til Englands þetta ár. Fyrir það sement fáum við nettó, komið um borð á Akra nesi, 450 kr. á lestina. Fyrir það. sement, er við fum minnst fyrir hér innanlands fáum við nettó- um 800 krónur. Lestin kostar úr skemmu hér í Reykjavík 1120 krónur, en þetta verð má alls ekki bera saman, því hér er um smásölu að ræða. Utflutningurinn á sementinu hefur gengið mjög vel. Við seljum það Sement Mark eting Co., sem er stærsti sements seljandi í Englandi. Við skipum (Framhald á 2. síðu). Ja — þetta er ungt og leikur sér, það má nú segja. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð — myndin sýnir það sjálf. Hryssan heitir Nös, stúlkan, sem á hana, er Gerða Kristmundsdóttir, og rauðblesótt folaldið, sem leit ljós heimsins 25. apríl, hefur hún skírt Blesu. Það var bara með folaldið — það var svo fjörugt, að ljósmyndaranum veittist erfitt að ná mynd af því, svipað og krakkarnir hafa stundum ekki eirð í sér til þess að „sitja fyrir“ á Ijósmyndastofunum. (Ljósmynd: TÍMINN •— GE). Sextíu þrestir í einni víðihríslu í síSasta snjónum í apríl- mánuði þyrptist í garða á Sel- fossi slíkur aragrúi þrasta, að menn hafa aldrei séð þar ann- að eins. Þetta var floti, sem skipti þúsundum, og það var ekki aðeins, að allar hríslur væru þaktar á kvöldin heldur kúrðu þeir í röðum á sillunum utan við gluggana, svo sem rúm frekast leyfði. Helgi Ágústsson á Selfossi, sem á fallegan garð við hús sitt, sagði blaðinu, að nokkrir þrestir liefðu undanfarna vetur hafzt við á Sel- fossi. í vetur voru þar þrjátíu til fjörutíu, langflest skógarþrestir, en einnig nolfkrir svartþrestir. Þegar snjóinn gerði seint í aprílmánuði, flykktist skyndilega að mikill sveimur skógarþrasta. Þeir komu að jafnaði undir rökkrið, og mergð in var svo mikil, að alls staðar var setið, þar sem sæti fékkst á grein. í einni víðihríslu í garði sínum, sem er ekki nema hálfönnur mann- hæð, taldi Helgi’ eitt sinn sextíu þresti, og munu þeir þá hafa verið ekki færri en þúsund í öllum garð- inum. Allur hópurinn flaug upp, ef út var komið. Þetta var eins og mökkur, Iíkast engisprettusveimi, sagði Helgi. Þeir höfðu þarna nátt- ból, og hvar sem fugl gat tyllt sér niður á sæmilega óhultan stað — þar var sofið. Helgi kveðst aldrei hafa séð slík- an fjölda þrasta samankominn. Svona var þetta meðan snjór lá á jörðu, en eftir svo sem viku tíma gerði þíðu, og þá hurfu þrestirnir, nema þeir, sem höfðu haft vetur- setu í bænum. ýý Þa8 hcfur frétzt á skotspónum, að eitt átthagafélagið í bæn- um hafi heidur betur tekið á sig rögg. Meirihluti stjórnarinnar gerði sér heegt um hönd og rak úr féiaginu einn stjórnarmanninn. Sfgvaidi Hjálmarsson, ritstjóri Sunnudagsblaðs Alþýðublaðsins, mun gérast ritstjóri Úrvals. Hftt er ekki rétt, sem sagt hefur verið i bænum, að Indriði G. Þorsteinsson hafi ráðið sig hjá Morgunblað- inu,,en Þorsteinn Thorarensen og Sverrir Þórðarsotv fara á Vísi. áfengiskaup Leigubílstjóri með 60 flöskur Hlaut rúmiega 54 þúsund króna sekt og áfengiÖ gert upptækt — bílstjórinn vi<$urkenndi, aí þatS væri ætlaí til sölu Skömmu eftir klukkan níu á laugardagsmorguninn veittu lögreglumenn, sem erindi áttu við Slysavarðstofuna, því eftir- tekt, að mikið magn áfengis var borið út í leigubíl, sem stóð að húsabaki við Áfengis- verzlun ríkisins við Snorra- braut. Þótti lögreglumönnum bílstjórans, æði grunsamleg, fóru á staðinn og könnuðu málið. Viðurkenndi bílstjórinn von bráðar, að áfengið væri ætlað til sölu, og var mál hans tekið fyrir hjá embætti sakadómara á laugar- dagsmorgunn. Dómssátt féll á þá lund, að bílstjóranum var gert að greiða rúmlega 54 þús- tekinn áfengis und krónur í sekt til ríkissjóðs og áfengið gert upptækt. Það mun háttur áfengisverzlun- arinnar að afgreiða stórar pantanir áfengis að húsabaki, en ekki beint úr sölubúðinni. Var hér um að ræða 60 flöskur af vodka og brennivíni, og er samanlagt verð- mæti þessara drykkjarfanga 10.- 980,00 krónur Há sekt Eins og fyrr greinir, var mál bílstjórans, sem er úr Njarðvfk- unum, tekið fyrir hjá sakadómara- (Framhald. á45ts£ðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.