Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, sunnudaginn 7. maí 196L t í & * TELPAMÍN Hann dró fram stól og settist við hlið dóttur sinnar oghorfði á hana. Hann hóst- aði þurrlega, tók um hönd hennar og hóf mál sitt: — Telpa mín, sagði hann hátíðlegri röddu en hann hafði ætlað sér, — telpa mín, það er nokkurs konar hátíð- isdagur hjá okkur í dag, kannske fremur hjá mér því foreldrar eru nú svona gerð- ir, þeir eru snortnir af öllu sem snertir börnin, og þegar foreldrar verða snortnir vilja þeir tala og ausa af brunni vizku sinnar eða þeirrar reynslu sem þeir telja sig hafa öðlast, og það er ein- mitt það sem ég ætla að gera nú. í>ú horfir á mig fallegu augunum þínum, bláum og djúpum, þú hefur falleg augu. Ég fæ kökk í brjóstið þegar ég lít í þessi augu því ég veit að einhver annar á eftir að spegla sig í þeim og dásama þau. En mér geðjast ekki að þeirri tilhugsun, þótt slíkar tilfinningar séu heimskulegar og eigingjarn- ar. Þú verður ástfangin og elskuð margfaldlega. Ég á eftir að sjá unga menn koma að sækja þig, heilsa þér með léttum kossi og leiða þig burt. Fyrst í stað mun ég ef til vill smita mömmu þína með óróleika mínum, líta á klukk una mörgum sinnum og spyrja sjálfan mig hvort þú farir nú ekki að koma heim, og spyr j a mömmu þína hvort henni finnist hann álitlegur ungur maður? Já, barn, svona verður það til að byrja með. Og þegar þú kemur heim mun ég spyrja þig hvort þú hafir skemmt þér vel, en í rauninni þarf ég ekki að spyrja neins því ég sé það allt 1 augum þinum. Það hef- ur ekki gerzt, þetta sem ég óttaðist, það get ég séð. Þú ert glaðlég og þú ert reíðu- búin að segja frá, en ég segi: — Á morgun, telpa mín, ég er þreyttur í kvöld. Foreldrum finnst alltaf að bömln þeirra séu fallegri en önnur börn. Og þú ert það í raun og veru, þú ert falleg, þú líkist mömmu þinni. Þú verður sjálfsagt eftir- sótt. af karlmönnum. Þeir snúa sig úr hálsliðnum á götunni þegar þú gengur fram hjá. Þeir hringja til þín og bjóða þér út. En þú átt að vera varkár. Þeiri láta sér ekki nægja, allir, að njóta félagsskapar í leikhús- inu eða á dansgólfinu. Ég veit þetta, barn, þvi sjálfur er ég karlmaður og mér geðjast ,að fallegum stúlkum. Flestum karlmönn- um geðjast að annarra manna dætrum en þeim er ekki um að öðrum geðjist á sama hátt að dætrum þeirra sjálfra. Okkur er ekki um það því við þekkjum sjálfa okkur í Smásaga eftir Hugo Tomra Gættu sjálfrar þín og varðveittu hjarta þitt. Allar mannvérur eiga ein- hvern söng sem hljómar innra með þeim. Þessi söng- ur er yfirleitt lágvær, það er hann þegar við erum í meðal lagi ánægð, en hann getur lika hafið sig upp líkt og þeg ar útvarpið er stillt á fullan straum, og þá erum við ást- fangin. Söngurinn getur líka hljóðnað, og við hlustum eft- ir honum árangurslaust — þá höfum við misst eitthvað sem okkur var sérstaklega kært. Þú átt líka eftir að hlusta árangurslaust. Og þér finnst að myrkur umlyki þig og hvergi sé Ijósglætu að sjá. Ef til vill kemstu að þeirri ,niðurstöðu að lífið sé ekki þess vert aö því sé lifað. En það er ekki rétt Enn hefur engin nótt verið slík að hún hafi ekki hopað fyrir degin- um á nýjum morgni. Söng- urinn þinn þagnar aldrei til fulls. Hann kemur aftur. En þetta höfum við öli mátt reyna og sum mörgum sinnum. Flest okkar fundu leið út úr ógöngunum og vermdu sig við nýjan eld og gátu þá ekki trúað að myrkr- ið hefði verið eins svart og það virtist. Og þannig veröur . þetta einnig hjá þér, og það kvel- ur mig að geta ekkert hjálp- að þér, en það get ég ekki í slíkum tilfellum. Þú verður að hjálpa þér sjálf. Ég get að vísu sagt þér eitt og ánnað en það verða bara innantóm orð. Það mundi ekki hjálpa þótt ég opnaði sjálfan mig eins og maður opnar niður- suðudós og hellti innihaldinu út fyrir framan þig. Það væri gagnslaust þótt ég færi að segja þér frá því sem eitt sinn olli mér sár- ustu angist, því sem ég helzt vildi gleyma. — Vonbrigðun- um, heigulshættinum, ang- istinni, öllu þessu. Þú mund- ir ekki skilja það því mínar sorgir mundu alltaf verða smásorgir í þínum augum þegar þínar sorgir eru komn- ar til sögunnar Þig mundi aðeins gruna. Ef þú vissir um alla þá daga og nætur þegar hugs- anir mínar snerust um þessi tvö orð: — hvers vegna? Og hve ég þráði að geta opnað öryggisventlana og grátið eins og konur gera. Þú ættir að vita um þann ótta og von sem bærðist innra með mér þegar síminn hringdi eða lokið á póstkassanum glamr- aði og ennþá meiri einmana- leik þegar maður bjóst ekki við neinu. En ég kemst að raun um hvað ég er sjálfur hjálpar- vana þegar ég reyni að hug- hreysta þig með þessu tali. Ég er hræddur um að orð mín komist aldrei inri fyrir þessa hörðu skel sem þú geymir spurn þína undir. Einhvem tíma verður bjart í vitund þinni og þessi birta leitar fram í augun, og söngurinn brýzt út á varir þínar. Þá veit ég að sorgin er að baki og þessi nýfengna reynsla á eftir að hjálpa þér að yfirstíga enn aðra örðug- leika. Þú ... Hann þagnaði. Dyrnar opnuðust og raddir gestanna heyrðust innan frá stofunni. Dyrnar luktust aftur og raddirnar óskýrðust: — Situr þú hér hjá þeirri litlu, sagði glaðleg og hljóm- mikil kvenrödd. — Gestirnir eru farnir að spyrja um þig. Kona hans strauk honum um kinnina með handarbak- inu: Hann leit upp. Þær voru líkar, hún og dóttirin. Hún beygði sig yfir barnið og lagaði sængina ofan á því þótt hún hefð'i verið slétt og hrukkulaus fyrir. — Þú mátt ekki sitja hér, bætti hún við, þegar húsið er fullt af gestum og skírn- arveizla. Komdu nú, þrá- kálfur! Þau sneru sér við og horfðu á þá nýskírðu áður en þau fóru inn til gestanna. Hann tók konuna í arma sína, kyssti hana og spurði: — Heyrir bú nokkurn söng innan í þér? — Ummmmm, sagði hún. Kveðja til Þorsteins Kjarvals 83. ára, 4. marz 1961. Forlög ráð'a firrð og grennd. finnst það lítill vandi, Hamarsdal var sending send, sunnanúr Meðallandi. Drengur sá í baki beinn, búinn kostum sönnum; Reyndist knár og karskur sveinn, kominn af galdra mönnum. Bæði þrek, og þoranraun, þoldi á Urðarhjöllum Enda hlaut ’ann heiðurslaun af Hamarsfjarðar tröllum. Kleif ’ann fram á fremstu nöf, fáum mælti orðum. Leit hann yfir lönd og höf líkt og drottinn forðum. Hér er vígð og heilög jörð, helgur Papa-staður, yfir helgan Hamarsfjörð, horfði ungur maður. Sá hann speglast sögu lands sögu og framtíð líka, Fegurð út til lofts og lands, litið hafði ei slíka. Orkan gaf þér enga ró, æstur klettaglanni \ sundur gekkstu sokka og skó, svo þú varðst að manni. Skóli þinn var strit og steinn, strangur heimadraginn, og að ferðast frjáls og einn fjöll, og dal, og sæinn. Þumaði við reiða og rá, ríkur gáfnasjóður, smalaþúfan þín var há, þaðan komstu fróður. Öllu meir en áttræður enn á lumir sprettum, Hamravættur hamrammur úr Hamarsfjarðarklettum. Rýkur upp um reginfjöll, rambar á brunaklettum. Saga hans er ekki öll, eftir slíkum fréttum. Þorstein Kjarval kveð ég hér, kveð svo fjöllin heyri Fjallakóngur íslands er öllum köllum meiri. Ríkarður Jónsson. Gústaf E Pálsson ráðimn borgar- verkfræðingur Boli Thoroddsen, bæjarverk- fræðingur, lætur af störfum 1. júlí n.k., en Bolli hefur gegnt störfum bæjarverkfræðings síðan fyrradag að ráða Gústaf E. Páls- son, verkfræðing sem borgarverk fræðing frá 1. júlí. Borgarverk- fræðingur mun verða tæknileg- ur ráðunautur borgarstjóra og samræma hið tæknilega starf fyr- irtækja bæjarins. Starf borgar- verkfræðings hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar og mun ekki verða. Gústaf E. Pálsson lauk verk- fræðinámi í Þvzkalandi 1934. Að námi loknu hanri hjá Vega- gerð ríkisins til 1941, er hann varg frgnikw^ dastjóri Almenna byggingarfélagsins. Eftir Gústaf liggja allmargar greinar um vega- og gatnagerð. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.