Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, sunnudaginn 7. maí 1961. 7 SKRBFAÐ ÖG SKRAFAÐ - Hvað gerir ríkisstjórnin í kaup- og kjaramálunum? - Launbegar geta ekki beðið enda- laust - Úttekt Sjálfstæðismanna 1958 - Reynslan 1959 - Kaupmáttur launa gæti verið sá sami nú og í október 1958, ef rétt hefði verið stjórnað - Breyting á stjórnarstefnu get- ur tryggt kjarabætur - Bændur og launþegar - 33 sinum meira hjá hátekjumönnum Að venju efndu launþegar til hátíðahalda í flestum kaupstöðum og kauptúnum landsins 1. maí siðastl. Þess’ hátíðahöld voru yfirleitt óvenjulega vel sótt. í Reykja vík hefur útifundurinn 1. ma‘ aldrei verið fjölmennari, þótt ekkert væri látið ógert af hálfu forustumanna stjórnar- flokkanna til þess að fá menn til að sækja hann ekki. Skýringin á því, hve vel há- tíðahöldin voru sótt, er næsta augljós. Launþegar, sem flest ir hverjir hafa nú ekki meira en 4—5 þús. kr. mánaöarlaun vilja ekki lengur húa við ó- breytt kjör. Því verður ekki heldur haldið fram með nein- um sanni, að þessi launakjör séu lífvænleg, eftir hina stór- kostlegu verðbólgu, sem „við reisnin“ hefur valdið. Launþegar verða ekki sak- aðir um, að þeir hafi rasað • um ráð fram seinustu misser- in. Þeir hafa nú að mestu haldið að sér höndum í þrjú ár. Þó hefur orðið stórfelldari dýrtíðaraukning á þessum tíma en nokkurn tíma fyrr. Með sanngirni verður þess ekki krafizt, að launþegar — og þó einkum þeir lægstlaun-1 uðu — uni þessu hlutskipti endalaust. Hitt gæti hins vegar valdið mikilli röskun og tjóni, ef launþegar þyrftu að grípa til verkfallsvopnsins til þess að knýja kröfur sínar fram. Þetta verður ríkisstjórnin að gera sér ljóst. Þess vegna má hún ekki draga þaö lengur að koma til móts við launa- stéttirnar og þá fyrst og fremst þær, sem við lökust kjör búa. Jafnframt verður hún að draga svo úr sam- dráttarstefnunni, að atvinnu- örygginu sé ekki stór hætta búin. Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki, er þaö hún sem ber á- byrgð á þeim afleiðingum, sem slík afstaða hennar getur valdið. Þess vegna er spurt um land allt þessa dagana: Hvað gerir nú ríkisstjórnin? Úttektin 1958 Af hálfu forustumanna stjórnarflokkanna, er oft reynt að réttlæta það ástand, sem nú er, á þann veg, að þaö reki rætur til viðskilnaðar vinstri stjórnarinnar. þykir því rétt að rifja þetta mál upp einu sinni enn. Ágreiningurinn, sem orsak- aði fall vinstri stjórnarinnar, stafaði af óeðlilega mikilli hækkun kaupgjalds síðari hluta ársins 1958, er leiddi af kauphækkunum þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði haft forystu um að knýja fram, studdur af Moskvu- kommúnistum og hægri kröt- Frá útifundl launþegasamtakanna I Reykjavík 1. maí síðastl um. Stjórnarflokkarnir voru ósammála um, hvernig brugð- izt skyldi við þessum vanda. Þess vegna rofnaði stjórnin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér athugun á stjórnar- myndun eftir fali vinstri stjórnarinnar í desember 1958, lét hann hagfræðinga sína gera úttekt á efnahagsástand- inu. Niðurstaða þeirra var sú, að hægt yrði að halda áfram hallalausum rekstri atvinnu- veganna og ríkisins, án nýrra skatta, ef kaup yrði almennt lækkaö um 6% eða sem svar- aði hækkun þeirri, sem Sjálf- stæöisflokkurinn hafði nýlega knúið fram. Þetta þýddi raunverulega, að kaupmáttur launa gæti haldizt hinn sami og hann var í október 1958, eins og Framsóknarmenn höfðu lagt til í vinstri stjórn- inni, að stefnt. yrði að. Reynslan 1959 Framannefnd kauphækkun, sem hagfræðingar Sjálfstæð- isflokksins töldu nauðsynlega í desember 1958, var fram- kvæmd með lagasetningu í febrúar 1959. Kaupgjaldi var þá raunverulega komið í það horf, sem samræmdist getu atvinnuveganna og ríkissjóös, eins og hún var, þegar vinstri stjórnin lét af völdum. Kaup- máttur launanna varð eftir þessa lækkun, svipaður og hann hafði veriö í október 1958 og hélzt svo allt árið 1959. Fteynsla ársins 1959 sýndi þánnig, að sú stefna hafði verið raunhæf og vel fram- kvæmanleg, er Framsóknar- menn beittu sér fyrir. er vinstri stjórnin rofnaði, þ. e. að hægt væri að tryggja á- fram sama kaupmátt launa og í október 1958, jafnhliða sæmi legri afkomu atvinnuveganna og ríkissjóðs. Upplýsingar, sem síðar hafa komið fram, sýna einnig, að þessu ástandi hefði mátt viðhalda áfram, þannig að kaupgetan hefði ekki þurft að minnka frá því, sem hún var í október 1958 eða febrúar 1959. Til þess að ná þvi marki þurfti ekki annað en að hverfa frá uppbótarstefnunni í á- föngum og draga hóflega úr þeirri fjárfestingu, er helzt mátti bíða. Allar stökkbreyt- ingar þurfti vitanlega að forðast. Það blasir hins vegar við nú, að kaupgetan hefur minnkað um 15—20% síðan í október 1958, auk þess, sem kjör margra hafa skerzt vegna stórminnkaðrar eftir- vinnu. Afleiðingar „við- veganna hefur stórversnað og i við blasir, ef þannig heldur! áfram, að fjöldi manna missi' eignir sínar. En þá rennur líka j upp blómatími hinna fáu ríku ! til þess að klófesta þær. „Viðreisnin“ er þannig meg inorsök þeirra vandræða, sem ,nú er glímt við. Er hægt að bæta kjörin? reisnarinnar” Hvaö er þaö, sem ræður langsamlega mestu um það, að lífskjörin eru nú svo miklu lakari en 1958 og 1959 án þess aö hlutur atvinnuveganna hafi nokkuð batnað? Fyrst og fremst þaö, að með „viðreisninni“ í fyrravetur var tekin upp alröng efnahags- stefna. í stað þess, að halda ástandinu sem mest óbreyttu, t. d. þannig, að gengislækkun- iii hefði ekki verið öllu meiri en svaraði yfirfærslugialdinu og hóflega hefði verið dregiö úr óeðlilegri fjárfestingu, var gerð stökkbreyting, sem stefndi fyrst og fremst að breyttu þjóðskipulagi — þ. e. skipulagi hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Gengið var lækkað úr hófi fram, bætt var ofan á gengislækkunina stór- felldum nýjum sölusköttum, teknir voru upp okurvextir og dregið hóflaust úr bankalán- um. Afleiðing þessara heimsku legu og afturhaldssömu að- gerða er sú, að lífskjörin hafa stórversnað afkoma atvinnu- Af hálfu forkólfa stjórnar- flokkanna er nú reynt að nota þær hörmulegu afleið- ingar, er „viðreisnin“ hefur haft fyrir atvinnuvegina sem sönnun þess, að þeir geti ekki ! staðið undir kjarabótum laun : þega í einu eöa öðru formi. I Þvi skal ekki neitað. að j þetta sé rétt, ef ætlunin er að I halda samdráttar- og kreppu- J stefnunni áfram. Þá munu at ! vinnuvegirnir ekki einu sinni geta risið undir því kaup- gjaldi, sem nú er greitt, held- ur halda áfram að dragast , meira og meira saman. At- I vinnuvegirnir eiga hins vegar að geta risið undir svipuðum kaupmætti launa og á árun- um 1958 og 1959, ef þeim er ekki íþyngt með okurvöxtum, lánsfjárkreppu og stórfelld- um sköttum, sem hafa bætzt við síðan 1959, t. d. innflutn- ingssöluskattinn. Undirstaða raunhæfra kjarabóta er því sú, að breytt verði um efnahagsstefnu. Það er ekki heldur seinna vænna. Það er auðveldara að eyði- leggja með samdráttarstefnu en að rétta við aftur. Þetta sést vel í Bandaríkjunum. þár sem hinni nýju stjórn ætlar að reynast fullerfitt að vinna bug á atvinnuleysinu. En erfiðleikarnir við það að rétta við aftur, verða þó því verri, sem það dregst lengur. Þess vegna verður þjóðin að knýja fram, aö nú þegar verði snúið við aftur, og í fyrsta áfanga verði stefnt að því, að ástand- ið verði ekki lakara en það var t. d. í október 1958. Bændur og launafólk Mbl. reynir að snúa út úr þeim ummælum Tímans, að bændur og launafólk hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta. Því fer þó fjarri, að Mbl. færi nokkur rök fyrir máli sínu. Slíkt er ekki heldur hægt. Það er á nær öllum svið- um, sem hagsmunir þessara stétta fara saman. Þetta gíld- ir þó ekki sízt síðan sú skipan komst á, aö laun bóndans í landbúnaðarvísitölunni eru miðuð við kaup það, sem vinnustéttir bæjanna fá. Ef kaupið lækkar hjá verka- mönnum, lækkar það einnig hjá bændum. Ef heildartekjur verka- manna dragast saman vegna minnkandi eftirvinnu, þá kemur sú lækkun fljótlega þannig fram, að laun bóndans í landbúnaðarvísitölunni lækka. Þess vegna er það t.d. hagsmunamál bænda. að vinna dragist ekki óhæfilega saman í bæjum. Það bæði dregur úr sölu á vörum þeirra og kemur fram sem bein kaup lækkun í landbúnaðarvísitöl- unni. Þannig mætti nefna fjöl- mörg dæmi um hina sameig- inlegu hagsmuni bænda og launafólks. 33 sinnum meira Stjórnarblöðin láta mjög af því, að ríkisstjórnin hugsi ekki síður um þá tekjulágu en hina tekjuháu. í því tilefni vitna þau oft til skattalækk- ananna á síðastl. ári. Sigurvin Einarsson dró upp glögga mynd af þessu í eld- húsumræðunum. Hann sagði: „Hæstv. ríkisstjórn telur sig hafa afnumið skatta af al- mennum launatekjum. Ég skal nefna dæmi um það, hvernig þessi lækkun .tekju- skatts og útsvars er. Hjón í Rvík með 2 börn og 50 þús. kr. árstekjur eða verka- mannakaup, lækka í sköttum um 928 krónur. Ef þessi tveggja bama fjölskylda er með 200 þús. kr. árstekjur. þá lækkar hún í sköttum um 30 þús. 327 kr. Þarna fær hátekju maöurinn jafnmikla skatta- lækkun og 33 lágtekjumenn. Þeir þekkja sína, stjórnar- flokkarnir." Svo 1 skrifar Alþýðublaðið fjálglega um, að ráðherrar Alþýðuflokksins séu önnum kafnir við að vinna í anda Jóns Baldvinssonar oe Héðins Valdimarssonar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.