Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 14
TÍMINN, sunnudaginn 7. maí 1961, W Clive. Hann dró andann ótt og títt og svo lét hann fall- ost í stól og faldi andlitið í höndum sér. Sonja gekk til hans og greip í öxl hans. Hún var náhvít í framan: — Tom! Hvað er að þér? Af hverju segirðu ekkert? Viltu að þau haldi að þú haf ir myrt hana? Hastings leit á konu sína. — Mér liður illa tautaði hann. — Eg er búinn að hlaupa .... og ég er ekki sterkur fyrir hjartanu. Hann gaut augunum til legubekks- ins en leit fljótt þaðan aftur. — Eg var í garðinum .... ég held að ég hafi fengið tauga áfall þegar ég sá hann slá hana niður .... en ég hélt ei að hann hefði drepið hana. — HVER? sögðu þau öll í kór. Hastings leit dapurlega á þau. — Eg veit það ekki. Eg náði honum ekki .... hann hljóp burtu þegar hann sá mig .... ég elti hann, en ég er ekki nógu fljótur að hlaupa. Eg missti sjónar á honum og hann hvarf inn á milli trjánna. — Hvað voruð þér að gera í garðinum, spurði Clive hvasst. Hastings virtist furða sig á spurnnigunni: — Eg var á leið hingað, hvað annað? — Á þessum tíma nætur? Hvar höfðuð þér verið? Mark bjóst enn við að Hast- ings reiddist, en hann svaraði rólega: — Úti að fá mér göngutúr. Eg geri það oft áður en ég fer að sofa .... og það var ekki áliðið .... klukkan var bara rúmlega eitt. Það var barið laust að dyr- um og allir litu þangað. Yfir- þjónninn, Rogers, stóð fölur og skjálfandi á slopp fyrir framan. — Er eitthvað að, sir, spurði hann og leit á Garvin og ó- sjálfrátt hvörluðu augu hans að legubekknum. — Það er frú Charles, sagði Garvin. — Það er bezt að þér hringið í Parkers lækni, Rog- ers. Yfirþjónninn gleymdi íeimni sinni og læddist að legubekkn um. Hann stirnaði upp þegar honum varð Ijóst hversu kom- ið var. — Hún er dáin, stundi hann og tvö tár runnu niður kinn- ar hans. — Hún varð fyrir slysi, sagði Garvin og lagði höndina hughreystandi um axlit gamla þjónsins. — Hringið í Parkers, þó að ég búist ekki við að hann geti gert nokkuð fyrir hana framar. — Jú, hann gæti sagt okk- ur, hvrnig hún var myrt, hróp aði Clive. — Og það er bezt að þér hringið líka til lögreglunn ar, bætti hann við um leið og Rogers gekk í áttina til dyr- anna. — Því fyrr sem þeir fá lýsingu af þessum náunga því betra. — Hvaða náunga? spurði Garvin, en skildi svo. — Ó, þessi, sem Hastings sá. — Já, svaraði Clive hæðnis lga, — maðurinn, sem Hast- ings veitti eftirför. Það var greinilegt að hann trúði ekki sögunni, en Hast- ingS' sagði ekkert. Hann sat eins og myndastytta og horfði tómum augum fram fyrir sig. Mark leit á Antoniu, sem stóð hreyfingarlaus, föl og þegjandaleg. Hún var i rauð- um morgunslopp og hárið féll laust um axlir henni. Það minnti hann á Loru. Hann hugleiddi hvað hún yrði lengi á leiðinni heim. Hann reyndi að reikna það út í huganum, þegar Clive sagði stuttur í spuna: — Áður en lögreglan kem- ur, er eitt, sem við verðum að vera sammála um. Við segjum ekkert, — ef það verður ekki nauðsynlegt — um hina raun verulegu ástæðu þess að við erum hér um helgina. Ekkert okkar kærir sig um að farið verði að gramsa í Faversham málinu aftur .... Ef frú Charl les var myrt.....kemur það vitanlega strax í ljós, en ég tel óþarft að gizka. á það að fyrra bragði. Hin muldruðu eitthvað til samþykkis og enginn mælti orð frá vörum fyrr en lækn- irinn var kominn. Hann var ungur maður, dálítið yfirlætis legur. Hann kvaðst heita White og að hann væri stað- gengill Parkers er væri í leyfi. Eftir að hafa skoðað líkið lét hann orð falla í þá átt, að það væri harla kynlegt með öll þessi sviplegu dauðsföll í ít- alska húsinu. Svo spurði hann hvort kallað hefði verið á lög- regluna. Sem svar við spurningu hans var í sömu andrá hringt dyra bjöllunni og lögreglustjóri þorpsins, rauðbirkinn mið- aldra maður, að nafni Felloves birtist. Ungi læknirinn varð skyndi lega mjög virðulegur og hann skýrði frá því að eftir því sem hann best sæi hefði frú Charl es verið drepin fyrir 1 mesta lagi klukkutíma slðan. Hún hefði verið slegin með ein- hverju mjög þungu vopni í höf uðið. Það var grafarþögn með an hann talaði og ósjálfrátt litu allir í áttina til Hastings, sem hafði risið á fætur, þegar lögreglustjórinn kom inn. En skyndilega gat hann ekki haft stjórn á sér lengur. — Nú er ég búinn að fá nóg af þessu, öskraði hann. — Það er eins gott að ég segi yður það strax, lögreglustjóri, að allir hér halda að það hafi verið EG, sem drap hana .... aðeins af því að ég kom fyrst- ur að henni. Eg var úti í garð- inum um þetta leyti. En ef ég hefði nú drepið hana .... ætli ég hefði þá verið slíkt fífl, að vekja upp húsið til að láta fólk ið vita. Hefði ég þá ekki læðzt inn til mín og látið aðra um að finna hana? Það er það, sem morðingi gerir, ekki satt, lögreglustjóri? Þegar lögreglustjórinn, sem sýnilega var dálítið ringlaður af ofsa Hastings, svaraði engu hélt hánn áfram: — Standið ekki þarna eins og þvara, maður! Af hverju byrjið þið ekki að leita að manninum, sem myrti hana? Eg horfði á hann gera það og hljóp á eftir honum, en það virðist enginn leggja trúnað á orð mín. — Hvernig leit hann út? Lög reglustjórinn dró fram minn- isbók og blýant. — Leit út? Andskotans della, öskraði Hastings. — Hvaða tíma hafði ég til að athuga hvernig augun í honum voru lit ... .hann var eins og elding.... — Var hann hár eða lág- vaxinn? Hastings yppti öxlum. — Frekar hár .. þrekinn .. mér sýndist hann vera í regn kápu .... Lögreglustjórinn sneri sér að Garvin. — Hvar er sími? spurði hann stuttaralega. Felloves sneri sér við í dyr- unum og sagði: — Það er bezt þér komið með, Hastings, kannske get- ið þér hjálpað okkur. Leikarinn hnykkti til höfð- inu og fyldist með þeim, Garv in'gekk aftur að legubekknum og talaði í hálfum hljóðum við lækninn. Svo lyftu þeir gætilega dánu konunni og báru hana út. Þegar dyrnar lokuðust á eftir þeim, sneri Clive sér að Mark og stakk upp á að þeir færu upp og klæddu sig. Drengur vanur nútíma sveitavinnu, óskar eftir sumarvinnu á góðu sveitaheimili. Tilboð merkt „Nærri 15 ára“ send ist blaðinu fyrir 20. maí. 10 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar. Góð meðgjöf. Upplýsingar í sima 23283. Sunnudagur 7. maf. 8.30 Fjörleg músík að morgni dags. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan fram- undan. 9.25 Morguntónleikar. 11.00 Almennur bænadagur: Guðs- þjónusta i kirkju Óháða safn- arins (Prestur: Séra Björn Magnússon prófessor.) 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn: a) Óskar Cortes og félagar hans leika Hilde Guden syngur lög úr óperettum. 16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni: a) Erindi Björns Th. Björns- sonar listfræðings „Eitt fyr- toy i Printzens garde' (Áður útvarpað 3. aprfl s.l.) b) Einsöngur Jóns Sigur- björnssonar (Frá 29. marz). 17.30 Barnatimi (Aanna Snorrad.) ettsvítunni „Pineapple Poll" eftir Sullivan. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Erindi: Þjóðtrú og helgisiðir í sólardölum Portúgals (Guðni Þórðarson framkvstj.) 20.25 Frönsk tónskáld. 20.50 Spurt og spjallað í Kaliforníu. — Þátttakendur: Halla Linker, Jóhannes Nevton, Gunnar Matthíasson og Kenneth Chap man. Stjórnandi: Sigurður Magnússon. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrár- lok. Mánudagur 8. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Garðar Svavarsson. — 8.05 Morgunleikfimi: Valdimar Örn ólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson píanóleik- ari. 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12.25 fréttir. — 12.35 Tilkynn- ingar. — 12.55 Tónleikar). 13.15 Búnaðarþáttur: Um innflutn- ing búfjár (Páli A. Pálsson yfirdýralæknir.) 13.40 „Við vinnuna': Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Frétt- ir og tilk. — 16.05 Tónleikar. 16.30 Veöurfr.) 18.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd- um. 18.0 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr 20.00 Um daginn og veginn (Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfeili). 20.20 Einsöngur: Snæbjörg Snæ- ' bjamardóttlr syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 20.40 Úr heimi myndlistarinnar (Hjörleifur Sigurðsson list- málari). 21.00 Tónleikar. 21.30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eftir Sigurd Hoel; I. (Arnheið- ur Sigurðardóttir þýðir og les) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). -M KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 34 Italska h.ússins EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 83 — Þessir menn hafa virt loforð mitt að vettugi, þaut gegnum huga Eiríks, meðan hann hlýddi á hinar mismunandi skýringar þeirra. — Þeir byrjuðu, sagði einn. — Hafðu svo sem hundrað menn eftir hér, sagði Eiríkur við Althan, — hinir koma með mér. En þegar þeir komu til strandarinnar, var orr- ustunni lokið. — Við komum of seint, sagði Eiríkur. — Kallaðu menn þína saman. Eiríkur og Glenndannon gengu um orrustu- völlinn og leituðu meðal fallinna og særðra. — Það sést ekki tangur né tetur af Ragnari, muldraði Alt- han. — Sjóræningjarnir hljóta að hafa barizt eins og bestíur, bætti Eiríkur við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.