Tíminn - 28.05.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1961, Blaðsíða 7
: T f MIN N, sunnudaginn 28. maí 1861. SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Yfirvofandi eru almennari verkföll en nokkuru sinni fyrr. - Óhjákvæmileg afleiðing „við- reisnarinnar1- Hvers vegna eru lífskjörin nú miklu lakari en í október 1958? - Ríkis- stjómin ber ábyrgðina, ef til verkfalla kemur. - Lausnin er að draga úr vaxtaokri, láns- fjárhöftum og sölusköttum. - Furðuleg blaðaskrif. - Orðrómur um afurðasölulögín. f vikunni, sem, nú er a5 hefjast, mun rísa hér stærri verkfallsalda en nokkuru sinni fyrr, ef ekki hafa náðst áður samningar um kaup og kjör. Félög verkamanna í stærstu kaupstöðum landsins munu hefja verkfall frá og með 29. þ.m., en mörg félög iðnaðarmanna munu svo bæt ast í hópinn 3. næsta mán- aðar og enn önnur 5. næsta mánaðar, þar á meðal verka- kvennafélagið Framsókn. Um eða yfir 20 félög munu vera í verkfalli, þegar þar að kemur, ef ekki hafa náðst samningar fyrir þann tíma. Mörg þeirra félaga, sefn verkfall hafa boðað, eru und- iif stjóm fylgismanna stjórn- arflokkanna, eins og Verka- kvennafélagið Framsókn, fé- lag rafvirkja, félag múrara o. s. frv.. Stjómarblöðin eru líka að gefast upp við að setj a komúnistastimpil á þessa hreyfingu, en fram eftir öll- um síðastl. vetri, reyndu þau að láta líta svo út, að það væri aðeins kommúnistisk skemmdarstarfsemi, er verka menn og iðnaðármenn færu nú fram á kjarabætur. í sannleika sagt kemur þessi framvinda ekki á óvart. Síðan „viðreisnin" kom til sögu fyrir 15 mánuðum síðan, hefur dýrtíðin farið sívaxandi, án þess að laun hafi nokkuð hækkað. Kjör láglaunafólks og millistétta hafa stórversn- að. Samt hafa launþegar dreg ið að hefjast handa svo að það sæist tií fulls, hvort efnahagsráðstafanir stjórn- arinnar bæru þann árangur, sem heitið var. Nú er reynslu- tíminn vissulega orðinn nógu langur. Frekari reynslu þarf ekki að fá fyrir því, að kjörin munu halda áfram að sí- versna, ef beðið er lengur að óbreýttri stjórnarstefnu. Hjá stijórnarflokkunum ból ar visulega ekki neitt á því að breyta eigi um stefnu. T..engur gátu launþegar því ekki beðið. Til viðbótar er svo að geta þess, að launþegasamtökin hafa mánuðum saman leitað -ftir samkomulagi við at- vinnurekendur og ríkisstjórn urn kjarabætur, svo að ekki þyrfti að koma til verkfalls. Þau hafa ekki mætt öðru en synjunum. Þegar svo var kom- ið, var ekki annað eftir eii að grípa til verkfallsvopnsips. Hvers vegna er svona komið? Það er vissulega tímabært, að menn geri sér grein fyrir orsök þess, að nú vofa yfir al- mennari verkföll en áður hafa orðið á íslandi. Mikill afli hefur verið á karfamiðunum að undanförnu, en fæstir togaranna hafa getað h^gnýtt sér það vegna þess, að ríkisstjórnin hefur vanrækt að tryggja karfaveiðarnar eins og vinstri stjórnin gerði 1958. í stað þess \ hafa margir þeirra verið á heimamiðum og aflað lítið. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum í desember 1958, gerðu hagfræðingar Sjálfstæð isfloksins úttekt á ástandi efnahagsmálanna. Þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu, að ef kaupið — eins og það var ! eftir vísitöluhækkunina í des- ' ember — yrði lækkað um 6%, væri hægt að tryggja áfram ; sama kaupmátt launa og var í október 1958, en það var 1 seinasta tillaga Framsóknar- manna í vinstri stjórninni, aö þessi kaupmátur yrði tryggður. Um það náðist ekki samkomulag í stjórninni. og því vék hún. Eftir áramótin 1959 var I svo kaupiö lækkað með lög- ! gjöf í samræmi vij5 framan- greinda tillögu hagfi’æðinga Sjálfstæðisflokksins. Kaup- mætti launa var þá komið á sama grundvöll og í október : 1958. Þessi kaupmáttur launa hélzt svo allt árið 1959 og fram í febrúar 1960. Afkoma atvinnuveganna og ríkissjóðs var mjög sæmileg allan þenn- an tíma. Allt benti til, að þetta gæti i haldizt áfram, enda hafa feng ' izt fyrir því sannanir. í stað þess er nú hins vegar 1 svo komið, að kaupmáttur launa er 15—20% lakari en í október 1958, auk þess sem atvinna hefur minnkað. Hvers vegna hefur farið svona? Vegna þess, að með „viðreisninni“ var tekin upp alröng efnahagsstefna. Til viðbótar of mikilli gengis- lækkun, var skellt á stórfelldu vaxtaokri, stórauknum láns- fjárhöftum, stórkostlegum sölusköttum o. s. frv. Það er „viðreisnin“, sem er orsök hinar miklu kjaraskerð ingar og þeirra stórfelldu verkfalla, er nú vofa yfir. Á valdi ríkis- stjórnarinnar „Viðfeisnin" hefur hins veg ar þjakað fleiri en launþega. Vaxtaokrið og lánsfjárhöft hafa þrengt að ýmsum at- í vinnurekstri, einkum þó land búnaði og sjávarútvegi. Af j þeim ástæðum geta atvinnu- , vegirnir nú ekki risið undir verulegum kauphækkunum að óbreyttri stjórnarstefnu. Þó segir annað aðalblað stjórn arinnar, Alþýðublaðið, að nokkurri kauphækkún geti atvinnuvegum og launþegum af eigin ramleik. Hitt er jafn víst, að at- vinnuvegirnir gætu risið und ir verulegri kauphækkun, ef ríkisstjórnin leysti þá undan isumum verstu byrðum „við- ; reisnarinnar", eins og vaxta- okrinu og lánsfjárhöftunum. Sama gilti og ef rikisstjórnin drægi úr álögunum, eins og sölusköttunum, er kæmi bæði atvinuvegum og launþegum til góöa. Hér í blaðinu hefur því verið lögö á þaö áherzla, að! ríkisstjórnin gerði eftirgreind ar ráðstafanir: í fyrsta lagi verði horfiö frá okurvöxtum, en hjá mörg- um fyrirtækjum svaraði vaxta I hækkunin á síðastl. ári til 10 —20% kaupgjaldshækkunar. j í öðru lagi verði dregið stórlega úr lánsfjárhöftunum, bætt þannig aðstaða atvinnu veganna og ýtt undir fram- j leiðslþ og framkvæmdir í þriðja lagði verði dregið, úr hinum gífurlegu söluskött-1 um, sem ríkisstjórnin hefurj lagt á, og komið þannig til móts viö bæði atvinnuvegina og neytendur. Tekjumissir rík isins, sem hlytist af þessu, myndi vinnast upp með aukn ingu annarra ríkistekna, sem ykist við það að framleiðslan og veltan yrðu meiri, ef slak- aö væri á vaxtaokrinu og láns fjárhöftunum. Ef ríkisstjórnin gerir þessar ráðstafanir, ætti atvinnurek- endum og verkalýðsfélögum aö vera möguíegt að ná sam- komulagi, sem tryggði bætt kjör launþega, án þess að hagur atvinnuveganna rýrn- aði nokkuð. AÖ þessari lausn málsins ber vissulega að vinna. Með þessum hætti er vel mögulegt að veita almenningi kjara- bætur, án þess að til þess þurfi að koma, að hann neyð- ist til að beita verkfallsvopn- inu. Það er rikisstjórnin, sem hefur þesa lausn í hendi sér, og ábyrgðin verður því henn ar, ef til verkfalls kemur. Blekkingar og Þá segja stjórnarblöðin í sama mund og þau telja „viðreisnina" hafa heppnazt, að atvinnuvegirnir rísi nú alls ekki undir hækkuðu kaup gjaldi. Hvernig á áð samræma þetta þeim orðum Mbl. og Al- þýðublaðsins sumaíið 1958, að atvinnuvegirnir gætu þá borg að mun hærra kaup en þeir greiða nú. Ættu þeír ekki ein- mitt að geta greitt hærra kaup nú en 1958, ef „viðreisn- in“ hefði heppnazt? Þannig segja þessi blöð sitt á hvað' eftir því, sem þau telja sér bezt henta hverju sinni. Einna furðulegust er sú grýla, sem Mbl. brá á loft í fyrradag, en hún var sú, að útlendingar myndu ekki fást til að leggja J’ram fé í alumin íumverksmiðju hér, ef kaup- ið hækkaði. íslendingar ýröu m.ö.o. að búa við miklu lak- ari kjör en aðrar þjóðir, svo að útlendingar fengjust til að fjárfesta hér. Ef þjóöin sættir sig við slík- an hugsunarhátt, væri hún vissulega búin að glata bæði sjálfstæði sínu og sjálfsvirð- ingu. Þessi grýla Mbl. mun því áreiðanlega hafa öfug áhrif við tilgang sinn. Orðrómur um af- urðasöluíögm grýlur Það verður ekki annað sagt en að málflutningur stjórnar- blaðanna um kjara- og verks- fallsmálin sé hinn furöuleg- asti. Þar kennir ekki aðeins hinnar sundurlausustu full- yrðinga, heldur eru jafnframt búnar til hinar furðulegustu grýlur. T. d. reyna stjórnarblöðin aö halda því fram, að vext- irnir hafi ekki neitt að segja fyrir atvinnuvegina, þótt fyrir liggi glöggar upplýsingar um það, að vaxtahækkunin, sem varð í fýrra, hafa svarað til 15—20% kauphækkunar hjá mörgum frystihúsum lands-. ins. Sá orðrómur hefur gengið aö undanförnu, að Alþýðu- flokksmenn beiti sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar, að fellt verði niður það ákvæði af urðasölulöggj af arinnar, að kaup bænda skuli fylgja kaupi iðnaðarmanna í bæjunum. Tilgangurinn með þessu er sá, að bændur fái ekki lög- tryggða hækkun á afurðaverð inu strax á eftir og hækkun verður á kaupi verkamanna. Með þessari breytingu væri hægt að tefja það meirá, að bændur fengju hækkun á af- urðaverði, þótt kaup hækkaði hjá launafólki. Talið er, að sumir ráðherr- ar Sjálfstæðisflokksins séu talsvert hrifnir af þessari til- I lögu, en hinir hyggnari og ábyrgari taki þessu treglega. Það verður að teljast ótrú- legt, að ríkisstjórnin ráðist í það óheillaverk að gera þessa breytingu. Þaö fyrirkomulag, sem nú er, hefur staðið á ann- an áratug óg reynzt þannig að allir aðilar hafa unað því sæmilega. Ef þessi breyting væri gerð, væri tiígangurinn ekki annar en að reyna að hafa af bændum launabætur, sem aðrar vinnustéttir fengj u. Slíkt myndi þó aldrei takagt til lengdar og gæti vel svo farið, ^iö þeir, sem að slíku tiltæki stæðu, ættu eftir að reyna að betra hefði verið heima setið; en af stað farið. I /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.