Tíminn - 28.05.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.05.1961, Blaðsíða 9
T Í MIN N, suanuáaginn, 28.„gtai,>961. 9 Valdi og Jóna Yildn bæði vera skapandi listamenn. Þau ætluðu bæði að verða myndhöggvarar. Báðum fannst að þau byggju yfir hæfileikum, sem yrðu að fá útrás í leirnum. Valdi hafði ailt til að bera sem er nauð synlegt til að vera góður listamaður; hann átti þykka lopapeysu, var með rautt skegg, langt og mikið og síðan hárlubba, og trúði þvl staðfastlega að hann gæti gert kraftaverk ef hann kæmist yfir nógu stór an leirklump. Jóna hafði líka til að bera allt sem listakona þarf við: brúna molskinnstreyju og svart hár stíft nákvæmlega ein- um sentimetra ofan við augabrúnirnar, og hún Var sannfærð um að heimurinn biði með óþreyju eftir að skoða listaverk hennar og Valda. Leirinn var það eina sem þau vantaði. Peninga áttu þau vita- skuld ekki því það eiga ung- ir efnilegir og misskildir Iistamenn aldrei. En dag nokkum brosti hamingjan við þeim. Valdi fékk tvö þús und króna listamannastyrk, og nærri má geta að þau létu hendur standa fram úr ermum. Þau tóku verkstæði á leigu, keyptu gamlan leir brennsluofn og flest sem þurfti til sköpunarverksins. Þá áttu þau fimmkall eftir. Fyrir hann keyptu þau leirklump, ekki mjög stór- an en nógu stóran til að þau gætu byrjað. — Nú er um að gera að notfæra hann rétt, sagði Valdi. Við skulum búa til samstæðar mjmdir sem verða að seljast á einu bretti. Það borgar sig bezt. Svo bjó hann til fimm myndir og hafði þær svo- lítið ólögulegar en nægilega Ís' ' i " ■ • : - • . . ■. •. ■ ■ ■ •. •.: ■.: . , : ■ 1 ii i : ■' ■ : : .. i;i;:;i:ii;::;i;i;;;\::;:; .'• ■pjj : . . :: '•■/ - ' fr ■ riTi-rV-iY-iT . sííSS- . .......................................................................................... IX<1<<<<<<W Skilningarvitin eftir Willy Breinholst 1 3 m I líkar manneskjum til aði allir gætu séð hvað þetta átti að tákna ef þeir væru vel að vilja gerðir. — Hvað er þetta? spurði Jóna þegar hann hafði húð að og brennt fígúrurnar Valdi horfði á hana eins horft er á vangefið fólk. — Drottinn minn dýri! hrópaði hann. Geturðu ekki séð að þetta eru skilningar- vitin fimm. Þá gat Jóna séð það, og svo skrifaði hún á spjald: skilningarvitin, og stillti því og figúrunum út í glugga. Viku seinna kom kona inn og spurði um fíg- úrurnar. Hún vildi bara káupa eina. — Þær seljast bara í einu lagi, sagði Valdi. Hann var með gannagaul því hann hafði ekki bragðað mat I þrjá daga, og Jóna var líka með garnagaul. Svo seldu þau konunni eina mynd. — Nú hefurðu þénað fimmkall á listinni, fyrsta fimmkallinn, sagði Jóna og hoppaði upp um hálsinn á Valda. — Og við stöndum uppi með fjórar fígúrur sem við getum ekki selt, því allir vita að skilningarvitin eru fimm. Hvernig eigum við að selja hin fjögur skiln- ingarvit? Jóna fékk hugmynd. Hún bjó til nýtt spjald og lét það út í gluggann. Á spjald inu stóð: listirnar fjórar. Vika leið. Þá kom maður inn. Hann spurði- um mynd irnar, en þegar hann heju/ði að þær kostuðu 800 krónur vildi hann ekki líta við þeim. Á endanum keypti hann eina fyrir fimmkall. — Nú höfum við aftur fengið matarpeningá, sagði Valdi, þegar maðurinn var farinn, en hvað á nú að gera við hinar þrjár? Jónu þurfti ekki ráð að kenna. Myndirnar hétu nú trú von og kærleikur og ein þeirra var keypt fyrir fimm kall að viku liðinni. Daginn eftir var þeim tveimur sem eftir voru stillt út sem Adam og Evu og skömmu síðar seldi Valdi aðra þeirra, Adam, fyTÍr tíu krónur. — Þetta var svei mér farið að ganga vel, sagði hann. En þá kom ó- happ fyrir. Hann felldi Evu í gólfið svo handleggirnir brotnuðu af. Harmþrunginn tíndi hann brotin saman en Jóna var ekki af baki dottin. Daginn eftir seldu þau síðustu myndina undir nafninu Venus frá Míló. um meðfram fja-llshlíð til hægri handar. Til vinstri voru mýrar og móar og á, sem liðaðist eftir slétt- lendinu og fél! út í fjöirðinn. Við þrömmuðum leiðar okkar hlið við hlið með vaxandi samúð hver með öðrum, er mér vonandi óhætt að segja. Ég spurði margs um lífið á fyrirheitna staðnum, og Árni svar- aði öilu vel og vinsamlega. Hann hafði farið þessa leið haustið áðu-r og þá í híl — þotið þetta í hendings feasti og verið kominn alla leið, áður en bann vissi af. Okfeur þótti ömur- legt til þess að vita, að enginn bíll- inn skyldi ganga um Fagradals- afcveg þetta haustið. Sú dýrð var búin að vera og kom ékki aftur fyrr en tveimur árum síða-r, en þaðan í frá hefur hún heldur aldrei horfið þessum vegi nema £ snjóþyngslum. Eftir stundarkorn vorum við komn ir þangað, sem vegurinn sveigist tO hægri fyrir fjallsræturnar. Þar á móti greinist dalurinn inn af firð- inum í þrön-ga afdali milli hárra múia, sem blöstu við handan breiðra mýraflæma. Framan við einn múl- ann var lítill bær og geysimiklar fjá-rbreiður stóðu þar á beit milli túnsins og árinnar. Árni vissi nafnið á bænum. Það var Áreyjar, og allt þetta sauðfé beið þama slátrunar. Kjöt þess átti að flýtja kælt til Englands frá Kaup félagi Héraðsbúa og var það vist einhver fyrsta til-raun á þeim mark- aði með þá dýru vöru. Mér þótti bæj amafnið hljómfagurt, næstum því skáldlegt, en ég fylltist trega yfir öllum þessum feigu kindum þarna hinum megin í dalnum. Og vegurinn sveigðist meira til hægri. Við snemm baki við Áreyj- um og fjárhópunum, en framundan komu ný dalverpi í Ijós milli hárra fjalla. Þau voru þrjú hlið við hlið. Vegurinn lá inn i það syðsta og þar þóttumst við vita, að Fagridalur tæki við. XII. Hér va-r það, sem vandamálið með steinana kom til sögunnar, gleði þess og vonbrigði. Það hófst með því, að við sáum stein við veginn, sem áuðsjáanlega hafði verið reistur þar upp af mannahöndum. Hann sneri sléttum fleti að veginum og á hann voru greiptir stórir 25 og km. fyrir neð- an tölustafina. — Gat það hugsazt, að við værum komnir 25 km. áleiðis? Þessir 25 hlutu að merkja vegalengd sennilega frá enda Fagradals-brautar eða með öðrum orðum frá Reyðar- firði. Þá vorum við komnir á miðja leið að Eiðum, og klukkan var ekki nema fimm. Tveggja stunda gangur í viðbót, og við vorum komnir alla Ieið. Það var sannarlega ánægjulegt að sjá þennan stein eða réttara sagt að fá þessar upplýsingar. Hér sáum við svart á hvítu, að við vorum eng- ir amlóðar til göngu. Við töldum nefnilega víst, að 12Vi km. á klukku stund væri mjög sómasamlegt áfram hald. Að það væri langt frá allri skynsemi að detta þetta í hug, duld- ist okkur í myrkri fáfræðinnar. Ég vissi það eitt, að einn km. er þúsund metrar, en hvað menn gætu gengið mörg þúsund metra á klukkustund, hafði ég ekki hugmynd um og félag ar mínir eikki heldur. Heima í minni sveit var venjan sú að miða flestar vegalengdir við það, hve lengi þær oru gengnar með eðlilegum hætti, en ekki við kilómetra. Það lifnaði til muna yfir okkur. Okkur varð meira að segja svo létt í skapi, að við létum sem ekkert væri, þó að veðurhorfur færu stór- um versnandi. Eftir að við komum upp í dalinn, hafði verið stormur á móti okkur um þetta leyti hvessti til muna, svo fór að rigna og þar með var komið illviðiri, en við létum enn sem ekkert væri. Það er altént munur að telja sig vaxinn þeim vanda, sem að höndum ber. En vonbrigðin voru á næstu grös- um. Við sáum annan stein við veg- inn. 30 km. var greipt í hann með skýrum stöfum, og klukkán var orð- in sex. Okkur brá í brún. Hvernig vék þessu við? Höfðum við aðeins geng ið fimm kílómetra þessa síðustu klukkustund? Höfðum við gert þá áætlun út í bláinn að ná Eiðum um sjöleytið — eða hvað?......Það rifj- aðist nú líka allt i einu upp fyrir Árna, að hann hefði heyrt þess get- ið veturinn áður, að með lestagangi væri stifasta dagleið milli Reyðar- fjarðar og Eiða. — En við höfum nú ekki farið neinn lestagang núna, sögðum við Árraann og Árni var hjartanlega sammála þvi, en var samt sem áður orðiun fremur vondaufur að sjá, auðséð að hann var hættur að trúa því, að við næðum eins auðveldlega að Eiðum og við höfðum vonað síð- ustu klukkustundina. Við héldum áfram. Vegurinn hafði lengi verið blautur og forugur. Hér var hann orðinn að samfelldu leðju- foræði, sem við óðum alltaf í ökla, aldrei og hvergi grynnra. Dalurinn varð að þröngri skoru milli brattra hlíða. Eftir honum rann á og enn þá gengum við í gangstæða stefnu við rennsli hennar. Kolsvartir þoku- bólstrar hröktust undan storminum fram með brekkunum. Það var farið að skyggja og illviðrið færðist í auk ana jafnframt vaxandi áhyggjum hjá okkur. En ráðningu gátunnar um stein- ana fengum við innan skamms. — Við sáum álengdar í rökkrinu eitt- hvert ógnar ferlíki koma á móti okk ur eftir veginum. — Hvað gat þetta eiginlega verið? Það sást nú reynd- ar rétt strax. Þetta voru tveir fjór- hjóla vagnar, þunglamalegir mjög, hvor á eftir öðrum og tveir hestar gengu fyrir hvorum þeirra. Framan á fremri vagninum sat maður, sam- an siginn eins og hrúgald, en þegar við mættum þessu, reis hann upp, lét hestana nema staðar og kastaði á okkur kveðju, steig niður úr vagn- inum, sneri baki í veðrið og teygði úr sér, stirður eftir seturnar. — Eruð þið á leið að Eiðum? spurði hann. Við játuðum'því og spurðum aft- ur, hvort hann gæti frætt okkur um steinana. Jú, hann gat það. Vegurinn væri mældur og merktur frá Eskifirði, sagði hann, en þaðan og að Búðar- eyri við Reyðarfjörð væru 15 km. Aldeilis! Þá vissum við það. Við vorum þá komnir rúmlega 15 km. af þessum 50 milli Reyðarfjarðar og Eiða, liðlega þriggja stunda gangur að baki, allt að því sjö stunda gang- ur framundan eða hver vissi hvað, eftir að þreytan færi að seinka för okkar. — Vonbrigði okkar voru full- komnuð. — Þið komizt ekki alla leið í kvöld, sagði maðurinn, — en vegur- inn liggur beint að Egilsstöðum, og þar er gistihús. Síðan klifraði hann aftur upp á vagninn, sagði okkur að vera sælum og ók af stað, en við þrömmuðum áfram daufir í dálkinn móti lemj- andi slagviðrinu. XIII. Úr þessu fórum við líka að finna óþyrmilega til illviðrisins og leðj- unnar á veginum. Minn ágæti frakki var l'öng'u orðinn gegndrepa og þungur eins og blý, skór og sokkar gatgengnir að framan og leðja, sandur og smásteinar leituðu lnn um götin, aftur með iljunum og upp með hælum og jörkum. Ég fann þreytuna læsast um mig — hægt og hægt. — Við komumst aldrei alla leið að Eiðum í kvöld, sagði ég. — Við verðum að gista á Egilsstöðum. — Nei. Árni harðneitaði þvi. — Þar er engin leið fyrir okkur að gista, sagði hann. — Við höfum eng in efni á því. Frh. á 13. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.